Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1949, Side 12

Fálkinn - 10.06.1949, Side 12
12 FÁLKINN ÚT í OPINN — Já, svaraði Gregory með semingi, — mig langar ekki til að láta eyðileggja i mér sjónina ef hjá þvi verður komist. Það er rétt hjá yður að andstöðulireyfing gegn nasistum er i Þýskalandi. Eg var sendur þangað til að komast að raun um hve öflug liún væri og hvort hún gæti komið nokkru fram. Breska stjórnin hefir vitan- lega áhuga á því og vill styðja slíka hreyf- ingu, jafnvel þótt hún komi ekki öðru til leiðar en spellvirkjum og að hafa verði öflugt herlið í bæjunum, svo að ekki sé hægt að senda það á vigstöðvarnar. Eg fékk nafn Rheinhardts en annað hafði ég ekki við að styðjast. —Hjá Rheinhardt frétti ég af Wachmiill- er og hann var í þann veginn a ðsegja mér frá andstöðuhreyfingunni þegar einn af bjálfunum yðar skaut hann. Þér vitið livað svo gerðist. Eg var heppinn að komast út úr Þýskalandi, en heim kom ég með róf- una milli lappanna. Eg vissi ekki lióti meira um málið þegar ég kom heim en þegar ég fór. Þetta er sannleikurinn í mál- inu. — Sennilega, herra Sallust, — en ófull- nægjandi. Jafnvel enska stjórnin hefði ekki verið svo heimsk að senda yður til Þýska- Iands án þess þér hefðuð haft betri upp- lýsingar. Þér liljótið að hafa vitað um fleiri en Rheinhardt og munduð hafa hitt fleiri, ef ekki hefði komist svona fljótt upp um yður. Segið mér hin nöfnin, ann- ars nota ég vindilinn á augun á yður! — Eg hefi sagl sannleikann! hrópaði Gregory. Grauber stóð upp og kom trítlandi til hans. Gregory fann væmna lykt af ilm- vatni er Þjóðverjinn kom að honum. Grau- ber stóð hjá honum heila mínútu án þess að segja nokkurt orð. Hann starði á and- litið á Gregory og hringsneri vindlinum fyrir augunum á honum. Loks tók hann til máls. — Því miður verð ég að láta sannsögli yðar ganga und- ir strangt próf áður en ég tek hana gilda, hr. Sallust. Ef þér haldið þvi fram, að þér hafið sagt allt sem þér vissuð, eftir að ég Iiefi brent á yður bæði augun, þá skal ég trúa því sem þér segið. En ég mundi svíkj- ast undan skyldum mínum ef ég notaði ekki þau meðul sem ég hefi til þess að fá yður til að muna dálitið meira. Og svo otaði hann vindlinum að hægra auganu á Gregory, svo að askan hrundi á augnalokið á honum. Gregory brenndi sig ekki, en hann fann hitann frá vindlinum er hann hnykkti sér aftur á bak í stólnum. — Hættið þér þessu, svín! hrópaði Ar- cher nú. — Hann segir satt. Hann veit ekkert. Gestapoforinginn leit við og starði á Ar- 24. DAUÐANN clier. — Eg sagði yður að þegja, sagði hann kuldalega. — Haldið þér að ég geti setið hérna þegj- andi og horft á yður pynta varnarlausan mann? Það er rétt að hann er leyniþefari qg að liann er mesta skjtmenni. En þótt þér steiktuð hann lifandi yfir hægum eldi þá getur hann ekki sagt yður neitt. — Þér segið þetta til að bjarga honum. -— Eg segi það af því ég veit hvað ég er að tala um. Hann kom til mín af því að hann hélt að ég gæti frætt hann eitt- hvað. En þegar liann hafði nefnt nöfnin á þessum tveimur Þjóðverjum hafði hann ekki meira að segja. Ef hann liefði vitað fleiri nöfn þá hefði liann óefað nefnt þau og spurt um hvort ég kannaðist ekki við þau frá því fyrir stríð. Eg er viss um að hann hefði gert það. En hann gerði það ekki. Yður tekst ekki að liafa meira upp úi honum en þetta. —• Warten Sie einen Augenblick! Graub- er fór að þramma um gólfið. -— Eg hefi ekki enn fengið tíma til að athuga hvers konar hlutverk þér leilcið. Best að athuga það og leggja tvo og tvo saman áður en maður blindar herra Sallust. — Þegar ég frétti að hann væri farinn út til að heimsækja yður, hélt ég auðvitað að þið ynnuð saman, og að hann ætlaði að segja yður frá þýsku vinunum yðar. Mér mun hafa skjátlast. Þér segið þvert á móti að hann hafi koinið til að fá upplýs- ingar um vini yðar. Fékk hann þær? —- Nei, hann fékk þær ekki. Eg veit ekki meira en hann um þetta samsæri, sem þér eruð að tala um. — Og samt segir herra Rosenbaum, að þegar bófarnir lians lcomu liafið það verið að drösla herra Sallust bundnum og með bitil i munni niður að höfninni, vafa- laust til að drekkja honum. Segið mér liversvegna yður datt allt í einu í hug að gera það. — Það kemur ekki yður við. Það kem- ur aðeins flokknum við. Við erum annars vegar gii'ðingar, en sem launaður maður auðvaldsstjórnar er hann hinumegin. Hann mundi hafa eyðilagt flokkinn okkar ef við hefðum látið hann sleppa. Þessvegna afréðum við að stúta honum. — Afsakið, herra Archer, að ég segi að þessi skýring yðar er léleg. I Þýskalandi, Rússlandi og ýmsum öðrum löndum getur flokkshatrið gengið svo fram úr hófi, en í Englandi — nei. Hér í landi fremja menn ekki morð af stjórnmálaástæðum. Grauber þagnaði augnablik og starði á þá á víxl. — Skyldi annar hvor ykkar hafa nokkur plögg, sem geta skýrt þetta merki- lega mál? Rosenbaum, leitið þér á þeim háðum. Grauber hélt áfram að ganga um gólf en Gyðingurinn rannsakaði vasa Gregorys og fann ekkert. Hjá Arclier fann liann ýms prentuð blöð og svo fölsuðu ljósmyndina. Undir eins og Grauber sá myndina fliss- aði liann. - Falleg mynd að tarna, — og hvílikur fengur! Eg skal sjá um að láta taka margar myndir eftir þessari, svo að marxistar í öðrum löndum fái að sjá lifn- að verkamannaleiðtoganna í Englandi. — Þetta er fölsun! öskraði Archer. Eg er fjárhaldmaður stúlkunnar og liefi al- drei snert við henni. Þetta er lúaleg til- raun til að mannskemma mig. Þefdýr stjórnarinnar standa fyrir þessu. — Þefdýrin — þér munuð eiga við herra Sallust og vini hans? — Já, fallegt dæmi um starfshætti hinn- ar göfugu ríkisstjórnar Bretaveldis. Þeir nota svona þegar annað bregst. — Eg er að skilja, sagði Grauber hægt. Herra Sallust kom til yðar í kvöld og bað um ákveðnar upplýsingar um útlendu vin- ina yðar. Þegar þér neituðuð að segja lion- um nokkuð kemur hann með þessa föls- uðu mynd óg liótar að senda hana flokks- mönnum yðar. Þetta gefur yður eðlilega áslæðu til að reyna að drepa hann. Gerum um nú ráð fyrir að þér látist ætla að segja honum frá öllu og bjóðið honum að lcoma með yður þangað, sem upplýsingarnar er að fá. Þannig tókst yður að koma honum niður að höfninni, þar sem auðvelt var að koma honum fyrir. — Það var einmitt þetta sem gerðist, sagði Gregory. Nú vona ég að þér séuð ánægður. — En ég er ekki ánægður. Hr. Archer er kunnur maður í oiiinberu lífi hér í Eng- landi, þess vegna liöfum við aflað okkur ýmislegra upplýsinga um hann áður en stríðið hófst. Þegar mér var sagt í kvöld að þér hefðuð farið til hans, blaðaði ég í þessum upplýsingum og komst að raun um að Archer hefir háleitar siðferðishug- sjónir, að frátekinni stjórnmálaskoðuninni. Eg held ekki að hann mundi ata sig út og gerast morðingi af persónulegum ástæð- um. Hver var ástæðan þá? Var liún kann- ske af því að yður heppnuðust hótanir yð- ar? Að liann á veiku augnabliki gaf yður upplýsingarnar sem þér heimtuðuð, og af- réð svo að myrða yður, til þess að þær færu ekki lengra? — Þvættingur, sagði Arclier. Eg hefi sagt yður að ég gat ekki gefið honuni neinar upplýsingar. Grauber hristi höfuðið. — Því meira, sem ég hugsa um það því bágara á ég með að trúa því. Alþjóðlegur marxisti eins og þér liefir vitanlega sambönd um alla veröld. Þér þekkið eflaust marga þýska marxista. Þér eruð eflaust í leynisambandi við út- lendu vinina yðar til þess að forðast ensku lögregluna. Þér þarfnist þess konar sam- banda líka á friðartímum. Þess vegna er mjög sennilegt að þér getið haldið þessum samböndum við þá þó að strið sé milli þjóðanna. — Við skulum athuga þetla hetur. Enska stjórnin sendir lir. Sallust til Þýskalands til þess að gera þýsku stjórninni alla þá bölvun sem hann getur. Hann segist verða að koma héim aftur með órekið erindi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.