Fálkinn


Fálkinn - 10.06.1949, Síða 14

Fálkinn - 10.06.1949, Síða 14
14 FÁLkiríN ÆSKULÝÐSHÖLLIN. Framh. af bls. S. fyrslu tillögunum, sem gerðar voru um fyrirkomulag æskulýðshallárinn- ar, var gert ráð íyrir saiiikomu- og veitingasölum, húsnæði til fundar- halda, lestrar- og setustofum og húsakynnum fyrir ýmiss konar tóm- stundaiðkanir, og virSast þær til- lögur jafnan hafa veriS taldar góS- ar og teknar upp i seinni tillögur, og ýmislegt fleira til viðbótar. ÆskulýSshallarmálið var fyrst flutt á Alþingi af Jónasi Jónssyni frá Ilriflu. Á þinginu veturinn 1943 flutti hann tillögu til þingsályktun- ar í Efri deild um að Alþingi skori á ríkisstjórnina að skipa 9 manna nefnd, sem starfaði án endurgjalds að athugun á skilyrðum fyrir þvi að reisa og starfrækja æskulýðshöll í Reykjavík. Tillaga þessi var af- greidd á Alþingi með svohljóðandi rökstuddri dagskrá: „í trausti þess, að ríkisstjórn og bæjarstjórn Reykjavíkur láti hið fyrsta fara fram í sameiningu og i samráði við æskulýðsfélög bæjarins, athugun á skilyrðum til þess að láta reisa og starfrækja æskulýðs- höll í Reykjavík, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“ Á fundi sínum 4. febrúar 1943 eða sama ár samþykkti bæjarstjórn Reykjavikur svofellda ályktun: „Bæjarstjórn felur bæjarráði og borgarstjóra að framkvæma athug- anir um æskulýðshöll og tómstunda lieimili fyrir æskulýð Iiöfuðstaðar- ins“. Þvi næst ákvað bæjarráð á fundi sínum 2. apríl 1943 að fela Ágúst Sigurðssyni, magister, að gera tillögur um fyrirkomulag æskulýðs- hallar, og gerði hann síðan þær til- lögur og samdi ýtarlega greinargerð um fyrirkonmlag æskulýðshallar og tómstundaheimili í Reykjavík. í fram haldi af þeiin tillögum skipaði þá- verandi kennslumálaráðherra og borgarstjórinn i Reykjavík nefnd til að undirbúa byggiiigu æskulýSshalI- arinnar, en í nefnd þeirri voru Ingi- mar Jóhannésson, kennari, Einar Erlendsson og Einar B. Pálsson. Nefnd þessi lagði fram álit sitt um byggingu æskulýðshallar 25. janúar 1944. Sama vetur, 1944, flutti þáverandi borgarstjóri i Reykjavík, Bjarni Benediktsson, frv. vil laga á Alþingi um Æskulýðsliöll í Reykjavík. Grein- argerð frumvarpsins var svohljóð- andi: „Frumvarp þetta er samið af fyrrverandi dómsmálaráðherra, dr. juris Einar Arnórssyni, og flutt i samráði við hann.“ í þessu frum- varpi var gert ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurbær rejstu æskulýðs- höllina í félagi og tækju báðir að- ilar jafnan þátl í kostnaði af bygg- ingu og rekstri hallarinnar, en jafn- framt var gert ráð fyrir að taka á móti framlögum frá æskulýðsfélög- unuin i bænum. Frv. þetta var sam- þykkt samliljóða í Efri deild en náði ekki að komast i gegnum þing- ið. Bjarni Benediktsson flutti það aftur 1945 og enn komst það ekki. lengra en í gegnum Efri deild. 1940 flutti Jóliann Hafstein síðan sama frumvarp og tók upp í greinargerð sína eftirfarandi ályktun, sem bæj- arstjórn Reykjavíkur hafði gert við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjar- ins 1940: „Bæjarstjórn áiyktar að skora á Alþingi aS samþykkja frumvarp það um æskulýðshöll, sem Jiggur fyrir þinginu, og að veita fé af sinni hálfu á fjárlögum næsla árs til að liefja framkvæmdir, enda er bæjarstjórn reiðubúin að veita fé úr bæjarsjóði til byggingar æskulýðshallar jafn- skjótt og Aþingi veitir sinn stuðn- ing.“ Enn fór svo 1940 að frumvarpið um æskulýöshöll komst ekki í gegn- um Alþingi, en sarna ár samjiykkti íþróttasamband Ileykjavíkur á þingi sínu að gerast virkur aðili að bygg- ingu æskulýðsliallar í Reykjavík, og á fleiri stöðum var lialdið áfram að hreyfa málinu og lialda þvi vak- andi. Bæjarstjórn Reykjavikur var t. d. ekki að baki dottin, því að hún samþyklcti einróma á fundi sínum í febrúar 1948 tillögu frá Gunnari Thoroddsen borgarstjóra þess efnis aS luin væri reiðubúin að leggja til ókeypis lóð undir æskulýðshöll og greiða 507« af byggingarkostnaði hennar gegn því að ríkið greiði 40% og samtök æskulýðsfélaganna í bæn- um 10%. í sama mund var hafinn undirbúningur aS stofnun Banda- lags- æskulýðsfélaganna í Reykjavík sem stefnir að þvi marki að hrinda æskulýðshallarmálinu í framkvæmd. MeS stofnun þess 1. mars 1948 var stigið stórt spor í æskulýðshallar- málinu. Svo giftusamlega tókst til að biskup landsins, herra Sigurgeir Sigurðsson, sem jafnan liefir haft mikil og góð afskipti af málefnum æskunnar, liafði nú forgöngu um að samstilla krafta æskulýSsleiðloganna. Boðaði liann formenn flestra æsku- lýðsfélaganna í bænum á fund að heimili sínu 9. febrúar 1948, og eggj- aði lögeggjan til samtaka um málið, og á þessum sama fundi undirrituðu formenn félaganna sameiginlega ályktun. Undir þessa ályktun rituðu t. d. formenn stærstu íþróttafélaganna ' í bænum, formenn skólafélaga, kristi- legra félaga, stúdentafélaga, og síð- ar formenn allra stjórnmálafélaga ungra manna í bænum, sem standa einhuga að þessu máli. Að réttu lagi má þetta skjal teljasl stofnskrá B. Æ-R„ þvi að í framhaldi af þessum fundi lijá biskupi var boðað til stofn þings B.Æ.R. og bandalagið form- lega stofnað 1. mars. Ásmundur Guðmundsson prófes- ons var kjörinn formaður banda- lagsins og endurkjörinn á ársþingi þess s.l. haust. í 2. gr. laga B.Æ.R. segir, að til- gangur samtakanna sé sá, að sam- eina krafta reykvískrar æsku í fórnfúsu starfi að þeiin menningar- málum, er mestu varða fyrir heill hennar og þroska hverju sinni og einstökum bandalagsfélögum er um megn að hrinda fram. í 3. gr. laga- anna segir svo, að íyrsta aðalverk- efni B.Æ.R. sé að hrinda þeirri hugmynd i framkvæmd, að reist verði æskulýðshöll í Reykjavík, og í næstu grein segir að framkvæmdir skuli miðast við þrennt: 1. Að stofnunin geti rækt sem stærst menningarlegt lilutverk. 2. Að rekstur hennar geti borið sig. 3. Að hún rísi sem fyrst. B.Æ.R. hefir nú fengið glæsilega lóð hjá Reykjavíkurbæ undir æsku- lýðsjiöll. Af því, sem vitnað hefir vcrið í lög B.Æ.R. hér að framan, má nokkuð sjá, hvernig samtökin hugsa sér sjálfa æskulýshöllina á Jiessari lóð, og er ekki rúm til að rekja það nánar. Þó má geta þess, að stærstu salirnir verða skautasal- ur, iþróttasalur, kvikmynda- og sam- komusalur og veitingasalur. Bygg- ingarkostnaður hefir verið lauslega áætlaðar 14 milljónir. Síðasti sunnudagurinn í maí var fyrsti æskulýðsdagurinn, sem B.Æ. R. gekkst fyrir til styrktar og kynn- ingar æskulýðshallarhugmyndinni, og voru hátíðahöld dagsins hins fjöl- breyttustu og samtökunum til 'mik- ils sóma. RÁÐNING á þrautum á bls. 10. SVAR: Pétur fyllir fyrst 9 litra föt- una, hellir svo 4 lítrum á-þá minni, svo að 5 verða eftir í þeirri stærri. Nú hellir liann 4 lítrum af þeim i minni fötuna, svo að 1 líter verður eftir í þeirri stærri. Loks hellir liann þessum 1 líter í minni fötuna, svo að 3 lítra vantar upp á að hún sé full. Svo fyllir liann þá stærri, og hellir 3 lítrum af henni og fyllir þá minni. Og þá verða 6 litrar eftir í stóru fötunni. SVAR: Eina leiðin er að brjóta þrjár af fimrn livitu perlunum í miðjunni. Kirkjugarðar Reykjavíkur skrifstofutími kl. 9—1G alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12 f. h. — Símar 81166 — 81167 — 81168. — Símar starfsmanna: Kjartan Jóns- son afgreiðsla á líkkistum, kistulagn- ingu o. fl„ sími 3862 á vinnustofu, 7876 heima. — Utan skrifstofutíma: Umsjónarmaður kirkju bálstofu og' likhúss Jóh. Hjörleifsson, sími 81166. — Umsjónarmaður kirkjukarðanna Helgi Guðmundsson, sími 2840. — Umsjónarmaður með trjá- og blóma- rækt, Sumarliði Halldórsson, simi 81569. — Verkstjóri í görðunum, Marteinn Gíslason, sími 6216. GRÆNLAND Frli. af bls. 5. harðindum, þar sem landið inn af fjörðunum er eða má heita snjólaust alla veturinn. Nú fýsir þig máske að vita hvern- ig land þetta litur út i sumarskrúði sínu og livernig þar er umhorfs að vetrinum. Vera má að hægt verði að greina frá því. J. D. Tilkynning frá kirkjugarðsstjórn Reykjavíkur Að tilhlutun kirkjugarðsstjórnariánar verð- ur franivegis séð um útfarir og bálfarir Jiær, er fram fara frá Fossvogskirkju, fyrir þá bæjarbúa sein þess óska, og kostar hver út- för kr. 1200,00 — tólf hundruð krónur —. Líkkistur eru samskonar og venja er að nota. Kjartan Jónsson starfsmaður hjá Tryggva Árnasyni framkvæmir kistulagningu og af- greiðir kistur. Vinnustofa Njálsgötu 9 (áður vinnustofa Tryggva Árnasonar), sími 3862, heimasími 7876. Nýr líkvagn sem stofnunin hefir, verður lil afnota við flutninga i líkgeymslur og kirkju- garðana. Nýtísku líkhús til afnota, sömuleiðis kirkjan. Skrifstofur kirkjugarðanna gefa allar upp- lýsingar og greiða fyrir fólki sem þess óskar. Símar 81166 — 81167 — 81168. Framkvæmd- arstjórinn til viðtals kl. 3—4 alla virka daga nema laugardaga kl. 11—12 f. h. LEIKARAR. Frh. af bls. 1. fyrir almeiining, og er mikið notað •— ekki síst af skólafólki, því að fræðslukvikmyndin er orðin stór þáttur í allri kvikmyndagcrð og ryð- ur sér æ meira til rúms. Jean Hers- liolt liefir látið sér mjög annt um að greiða fyrir afnotum fræðslu- kvikmynda á safni akademísins. Og nú er í efni að koma upp betra kvikmyndasafni og í belri húsa- kynnum, þar sem hægt sé að sýna samfellda þróun kvikmyndanna frá öndverðu og fram til siðustu stundar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.