Fálkinn


Fálkinn - 19.08.1949, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.08.1949, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 ar veja um 125 leiki innan sama flokksins. LOPE DE VEGA fæddist í Madrid 25. nóv. 1562 og voru foreldrar lians óbreytt almúga- fólk. Um fyrstu æviár iians er lítiÖ vitaö, en þó það, aö liann var læs á latínu og skáldskap þegar hann var fimm ára. Hann gekk í skóla og nam málfræði, mælskulist, stjörnufræði, latínu og grísku og var mesti fræða- sjór. Tólf ára fær hann vottorð um að hann sé „vel þjálfaður allri æskumennt, svo sem dansi, söng og skilmingalist.“ Um þær mundir samdi liann fyrsta leik- rit sitt. Það hét „E1 verdadero amante“ — Hinn sanni elsk- hugi. Montalban segir eklcert um livernig hann liafi farið að afla sér reynslu uni leynistigu ástarinnar, en leikurinn sýnir ‘þó að hér hefir verið um hráð- þroska l)arn að ræða. Nú greip liann útfararþrá og hann fór lil Segovia ásamt vini sínum. Þá þraut farareyri og reyndu þeir þá að veðsetja eitt- hvað af farangri sínum, en það vakti grun. Voru þeir handtekn- ir og endursendir til Madríd. Sðan varð Lope skósveinn Ger- onimo Manrique, biskups í Cartagena og komst þaðan í liá- skólann i Alcala; þar var hann árin 1577—’Sl, að því er menn hest vita. Nú langaði hann í herþjón- ustu. A þeim tíma þótti það nauð- sýnlegt fyrir skáld að afla sér frægðar í hernaði, og hann gerð- ist sjálfboðaliði i herferð, sem gerð var út til Azoreyja. Það gerði skáldið Cervantes lika Eftir nokkra máiiuði komu háð- ir aftur og voru nú orðnir hetj- ur í almenningsálitinu. Eftir hernaðarafrek sín og marg- vísleg ástarævintýr kynntist Lope Ilelenu Osorio de Velas- que og var faðir liennar leik- stjóri. Hún var að vísu gift öðr- um, en eigi að síður var hún fylgikona hans í fimm ár, en þá slitnaði upp úr með þeim, út af afbrýðisemi. 1 bræði sinni skrif- aði hann nú og gaf út hvert níð- ritið öðru svívirðilegra um hana og alla Velasquef jölskylduna og ])essu hneykslismáli laulc með þvi, að honum var stefnt og liann dæmdur til að verða á hurt úr Madríd í 8 ár. Var hann dauða sekur ef hann kæmi til Kastilíriu næstu tvö árin, en skyldi settur á galeiðu el' hann sæisl í Madríd næstu sex ár. Nú varð hann að flytja hl Valencia, en áður en hann fór varð hann ástfanginn af ungri stúlku- og fríðri, Isabellu de Urhina, dóttur ráðsherrans í Madríd. Þótti lionum ólientugt að hún átti heima i Madríd og hann í Valencia. Og áður en langt um leið lcærði liann sig kollóttan um dauðarefsinguna og galeiðuþrælkun og nam ást- mey sína á burt eftir að hafa gifst henni með milligöngu stað- gengils og i trássi við fjölskyldu hennar. Fór hann nú til Valencia með hrúði sína. En 19 dögum síðar gaf hann sig fram í „Armada- leiðangurinn“ fræga gegn Elísa- hetu Engladrottningu og var á galeiðunni „San Juan“ ásamt bróður sínum og Cervantes. Ilafði skip þetta 40 fallbyssur og 500 manna áhöfn. „Hinn ó- sigrandi“ floti var um 120 skip, og hann var „ekki sigraður af mannlegum mætti lieldur af höfuskepnunum" segja Spán- verjar enn í dag. „San Juan“ komst af úr fárviðrinu í Erma- sundi með naumindum og sneri aftur til Cadiz. Lope og Cer- ventes komust af heilir, en hróð ir Lope týndi lífi i feðinni. Maður skyldi lialda að skáld- in hefðu ekki tíma til að yrkja i svona íerðalagi, en það gerði Lope. Hann orti 11.000 vers úr hetjukvæðinu „La Hermosura de Angelica“ um horð i „San Juan“. Nú :fór hann til Valencia og orti þar en þráði jafnan að komast lil Madríd og Þetta var eins og verksmiðju- .ðnaður. Þegar útlegðartíminn var á enda fór Lope til Toledo og gekk nú í þjónustu hertogans af Alba. Þar samdi hann mörg leikrit sín og hina frægu hirð- ingjasögu „Arcadiu“. En nú dó eitt af hörnum lians og Elísa- betar og liún sálf nokkru sjíðar og loks annað harnið. Árið eftir — 1596 — fluttist hann til Madríd aftur en kom bráðlega fyrir rétt út af hneyksl anlegri samhúð við ekkjuna Antoniw Trillo. En 1599 giftist liann aftur efnaðri slátrara- dóttur, sem liét Juana de Guarde. Fékk hann mikinn heimanmund með lienni, en lika mörg napuryrði fyrir að hafa tekið niður fyrir sig í gróða- skyni. Með þessari konu eign- aðist hann líka tvö börn. En þó giftur væri liafði hann samlíf í mörg ár við fræga og fríða leikkonu, Michelu de Lu- ján, — hún kemur fram í mörg- um Eff leikritum hans undir nafninu Camila Lucina. Þegar maður hennar dó tók Lope að sér að verða fjárhaldsmaður sjö harna hennar, en 5 þau yngstu þeirra munu tæplega liafa getað kallað hinn látna eig- inmann móðurinnar föður sinn. í mörg ár lifði Lope lil skiptis vinátla með honum og liertog- anum af Sessa. Hann var milcill hókmenntavinur og Lope hjálp- aði honum til að skrifa ástar- hréf til hinna mörgu vinkvenna sinna. En nú sneri Lo])e haki við veraldarglaumnum. Ilann gekk í Franciskusmunkaregluna 1611 og varð prestur 1614. Aldrei varð frægð hans meiri en nú. Bæði á Spáni og erlendis var nafn hans á allra vörum, og orðið „lope“ komst inn í málið séín tákn alls sem ágætt þótti. Og fólk tók jafnvel þessa klausu upp í trúarjálningu sína: „Eg trúi á Lope, almáttugt skáld himins og jarðar.“ Og auður fylgdi frægðinni. Montalhan segir að leikrit hans hafi verið 80.000 dúkata virði og trúarleikirnir 6.000. Velunn- arar lians greiddu honum 10.000 dúkata, heimanmundurinn i háðum hjónaböndunum 7.000 og útgefendur greiddu honum 1600 dúkata. Er talið að hann hafi átt um 100.000 dúkata (800.000 kr.). Ekki hefir Lope tekið prest- köllunina hátíðlega, því að 1616 varð hann bálskotinn í ungri giftri konu Roque Hernandez frá Astúríu. Hún hét Marta de Nevares og eignuðust þau dótt- ur saman. Lope lenti í mála- ferlum út af þessu, en varð ])að til liapps að Roque dó skömmu eftir málaferlin, og eftir það lifðu þau saman þangað til kerl- ingin dó, blind og geðveik árið 1632. Tók hann sér þetta mjög nærri og fékk nú hugarvíl úl af allri léttúð sinni og kvennamál- um. Fræðgin og aðdáunin sem hann naut var honum lítil liugg- un, og heldui' ekki það að taka á móti sendimönnum frá Ui'ban páfa VIII., sem sæmdi liann Juanítaorðunni og gerði hann að doktor i guðfræði. Samvisk- an hélt líka áfram að híta og slá þó að hann væri í heiðrirs- skyni sæmdur hverri vegtyll- unni annarri meiri. Meðal ann- ars var hann háttsettur i rann- sóknarréttinum (inkvisition- inni). Undir ævilokin varð hánn og fyrir öðrum raunum. Hann missti son sinn, ungan og bráð- gáfaðan mann, og uppáhalds- dóttir lians, Antonia Clara, strauk nieð elskhuga sínum. Þetta jók mjög samviskubit hans út af sínum eigin misgerð- um og svalli. Kaghýddi liann sjálfan sig á hverjum föstudegi, svo að þilin í stofu hans voru öll með blóðslettum, að því cr segir í ævisögum lians. En eigi að síður var starfs- Frh. ú hls. U. hugsaði með hryggð til Helenu Osorio. Nú var farið að taka eftir hon um og hann gerðist frægur, hann jós leik- iritunum í leikhúsin í Valencia, og forleggj- arinn lians i Madríd sendi liraðboða lil hans oftar en einu sinni í viku lil þess að sækja ný leikrit. með þessum tveimur konum, ýmist í Toledo, Sevilla eða Madríd, og virtist hin rétta kona hans sælta sig vel við þetta. Hann var um þess- ar mundir i þjónustu greifans af Sarria, her- loga af Lemos, sem líka var verndari og vel- gerðarmaður Cervant- es. En 1605 tókst mikil Hiö stúrfencjlega minnismerki Lope de Vega i Madrid.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.