Fálkinn


Fálkinn - 02.09.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.09.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN SVARTI DAUÐINN SVARTI DAUÐINN fyrir fiOO árum er tvímælalaust langversta áfallið, sem mannkynið hefir nokkurn tima orðið fyrir. Hann náði til hvers afkima um all- an þann heim, sem þá var þekkt ur og kannaður, frá Kina og Indlandi til íslands og Græn- lands. Og það er sennilegt, að sóttin hafi lagt helming alls mannkynsins í gröfina. Dauð- inn kom fljótt og var kvalafull- ur. Svarti dauðinn afmáði lilut- fallslega meira af íbúum hverr- ar einustu borgar í Evrópu en atómsprengjan drap í Hiroshima 1945. í janúar 1348 komu þrjú skip hlaðin kryddi frá Austurlönd- um inn i hina fögru höfn í Genúa.Margi raf skipsmönnun- um fóru í land. Og það sama gerðu rotturnar. Þær fetuðu sig eftir skipsfestunum á þurrt og blönduðust rotlunum, sem fyrir voru í borginni. Eftir nokkra tlaga fór fólk að taka eftir að óvenjulega mikið af dauðum rottum var í borginni. En enginn virtist setja það l'yrir sig. í borgum miðalda voru göturnar fullar af skrani og rusli. Þær voru ekki stein- lagðar og grísirnir veltu sér í drullupollunum á götunum. Bæði grísirnir og rolturnar lifðu á rusli og matarleyfum, sem fleygt var úr liúsunum út á götuna og rotnaði þar niður. Og húsin sjálf voru ákjósan- legustu klakstöðvar fyrir flær og lýs. Margt fólk svaf saman í herbergi. Allt er að þrifnaði vissi var á mjög lágu stigi. Fólk haðaði sig ekki nema ör- sjaldan. Ullarnærfötin voru að- eins þvegin þegar svo heitt var í veðri að fólki fannst hugsan- legt að fara úr. Þess vegna var flest fólk með flær, og þær þrifust líka vel á rottunum. Við verðum að byggja það á tilgátum hvað hafi komið fyrir ])á, sem fyrstir urðu pestinni að hráð. Liklega hafa þeir vakn- að einn morguninn með ógur- legar kvalir í höfðinu. Svo fengu þeir kölduflog og liroll og svima. Eftir nokkra klukkutíma fékk sjúklingurinn svo ákafar kvalir fyrir brjóstið. Hann fór að liósta upp blóði. Og hitinn óx jafnt og þétt og svíðandi kvölin fyrir brjóstinu var óbærileg. Morg- uninn eftir var sjúldingurinn dauður. Stundum kom sjúkdómurinn fram í annari mynd. Hörð kýli komu í nárana og handarhol- in, á stærð við egg. Og svartir blettir mynduðust undir hör- undinu. Þegar um þessa mynd veikinnar var að ræða tók það stundum sjúklinginn nokkra daga að berjast við dauðann. En hvor sem tegund veikinnar var mátti svo heita að 100% dæju, af þeim sem fengu hana. Læknarnir stóðu uppi algerlega ráðalausir gagnvart þessum geig- vænlega sjúkdómi, og þeir voru margir sem neituðu að sinna sjúklingunum. Það þýddi venju- lega dauðann að snerta við sjúk- lingi. Þegar kölduflogin byrj- uðu í einhverjum settu ættingj- arnir venjulega hjá honum mat og lokuðu hann inni, þar sem enginn gat komið til hans, og flýðu jafnvel úr húsinu. Þanmg kom það oft fyrir að maður flýði konu sína og foreldrar börnin. Og prestar neituðu stundum að veita deyjandi fólki sakramentið. Þegar frá leið og dauðsföll- unum fór að fjölga varð ómögu- legt að sjá öllum fyrir sóma- samlegri greftrun í kirkjugörð- unum. Voru nú grafnir langir skurðir og þeir vígðir sem kirkju garðar og þar var líkunum rað- að í langar raðir og þunnu moldarlagi orpið ofan á, áður en næsta lag var lagt. Stundum kom það fyrir í flaustrinu að fólk var grafið lifandi. Svarti dauðinn geysaði í Genúa eins og eldur í sinu og gekk jafnt yfir allar stéttir manna. Hann smaug inn í hallir aðals- mannanna og hús ríkra kaup- manna. Þeir sem gátu því við komið flýðu upp í fjöll, en pest- in elti þá þangað. Af bændum lélust svo margir að framleiðsl- an dróst saman og matarþurrð varð í borginni. Margir reyndu að afsala sér öllum veraldarinnar gæðum en Iiöfðust við í kirkjunum og báð- ust þar fyrir frá morgni lil kvölds. En aðrir lifðu í svalli og solli og hugsuðu um það eitt að njóta sem inestra nautna áður en dauðinn hirti þá. Drykkjukrárnar voru fullar af fólki. Menn og konur gleymdu öllii siðalögmáli. Búðir, sem eig- endur höfðu orðið að afrækja, voru rændar. Og hófar slógu eign sinni á liús fjölskyldna, sem Iiöfðu orðið aldauða i pesl- inni. Snennna fóru menn að setja þessa ægilegu drepsótt í sam- band við komu liinna þriggja kryddskipa, þó að ekki væru læknavísindin komin á það stig þá að liægt væri að rekja slóð- ina. En það var vitað að skips- mennirnir höfðu veikst og dá- ið. Og nú var þeim sem eftir lifðu bannað að koma í land og skipin voru látin fara á burt úr höfninni. Eitt þeirra fór til Marseille, hin komu á ýmsar aðrar Miðjarðarhafshafnir. Og á öllum þessum stöðum gaus veikin upp, eins og flóðalda sem svellur yfir landið og skýt- ur öngum í allar áttir. SVARTI DAUÐINN var sérstak- lega illkynjuð útgáfa af kýla- ]iest, sem berst með flóm frá rottum á fólk. Þessi sóttarplága var versta sóttin, sem komið hafði í margar aldir. Og fprir það varð hún skæðari en ella. Fólk hafði misst allt það ónæmi sem eldri kynslóðirnar höfðu haft gegn þessari veiki. Pestin gaus fyrst upp í Kína eftir að þar höfðu komið mörg hungursneyðarár í röð, sem veikt höfðu mótstöðukraft al- mennings. Barst svo sóttin vest- ur lestaferðaveginn mikla til Indlands og þaðan til Persaflóa og upp til Bagdad og áfram vestur eyðimörkina og til Egypta lands. Og aðra leið harst pestin fyi'ir sunnan Kaspíahaf og vest- ur að Svartahafi og þaðan til Konstantínópel. Og þaðan svo áfram vestur um Evrópu. I Marseilles dóu fjórir fimmtu allra horgarhúa, að þvi er sagnfræðingur nokkur segir frá. Þaðan breiddist svo svarti dauði upp Rhone-dalinn til Avignon, en þar bjó páfinn þá. Páfinn vigði vatnið i ánni til þess að líkin skyldu liggja i „vígðum reit“. Þeim var nefni- lega hent i ána. Átakanlegt dæmi um fórnar- vilja er til frá París er sóttin gekk þar. Á sjúkralnisinu L’- Hotel-Dieu dóu um 500 manns úr svarta dauðanum ádag. Og það mátti lieita að ganga út í opinn dauðann að starfa að hjúkrun þar. Eigi að síður liéldu nunnurnar áfram lijúkr- unarstörfunum. Þær dóu allar. En nýjar komu i þeirra stað, en sífellt varð að hæla í skarð- ið fyrir þær, sem frá féllu. Hinn 7. júlí 1348 kom slcip að landi í Waymoutli og á ó- trúlega stuttum tíma breiddisl pestin um allt England. í einú hverfinu í London dóu 50.000 manns. Sagt er að % af öllum stúdentunum í Oxford hafi dá- ið. Frá Englandi breiddist pesl- in út lil Skotlands, Wales og írlands. Á mörgum skipum dó liver einasti farþegi og öll skipshöfn- in, svo að skipin rak stjórn- laust um höfin uns þau bar ein- livers staðar að landi. Það var með þeim liætti sem pestin barsl til Norðurlanda. Skip fór frá London með ullarlest, og áður en það var komið hálfa leið yfir Norðursjó var öll skijis- liöfnin látin. Loks strandaði skipið, eigi langt frá Bergen, og komu þjónar fógetans um borð lil að athuga það. Þegar þeir fóru í land aftur höfðu þeir fengið á sig flærnar, sem báru sóttkveikjuna. Pestin breiddist austur eftir álfunni til Þýskalands. 1 Wien dóu 1200 manns á dag. Sóttin hélt áfram til Rússlands og varð engu ómannskæðari þar. Hún barst til afskekktustu slaða — engu var hlíft. Ekki lét neinn sér detta i liug að setja pestina i samband við rotturnar. Enginn læknir vissi hvað þessi sjúkdómur eiginlega var, eða Iivers konar vörnum var ráðlegast að beita gegn hon- um. En sumir þóttust nú samt vila þetta. Læknadeihl háskól- ans í París gaf út þá furðulegu skýringu að pestin liefði gosið upp í Austurlöndum vegna jarð- skjálfta og brákunar, sem þar liefði orðið á jarðskorpunni. Loftið hafði eitrast af þessum ástæðum og sýkt þá, sem önd- uðu því að sér. Læknadeildin laldi eina ráðið að kveikja stör hál til þess að hreinsa andrúms- loftið. Páfinn féllsl á þetta og nú voru kveikt bál víðsvegar. Aðrir læknar ráðlögðu mjög flókið mataræði, og enn aðrir réðu fólki stranglega frá að haða sig. í Sviss gaus svo allt í einu upp ljótur kvittur: að Gyðingar væru valdir að pestinni, og hefðu eitrað brunnana. 1 Chil- lon var Gyðingur einn tekinn fastur og píndur til sagna. Þeg- ar hann hafði verið kvalinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.