Fálkinn


Fálkinn - 09.09.1949, Page 3

Fálkinn - 09.09.1949, Page 3
FÁLKINN 3 Islensku íþróttamennirnir Torfi Bryrigeirsson keppir í langstökki. Örn Clausen keppir um Norðurlandameistaratitil- inn i tugþraut, en tugþrautin verð- ur ekki reiknuð með i millilanda- keppninni. Skúli Guðimindsson átti að keppa í hástökki, en liann kvaðst ekki sjá sér fært að verða með. sem valdir voru í keppnina í Stokkhólmi 9.-11. septemher. Finnbjörn Þorvaldsson keppir í 100 og 200 m. hlanpi og' 4x100 m. boðhlaupi. Dagana 9.—11. september fer fram keþpni í frjálsum íþrótt- um milli Svíþjóðar annars veg- ar og Danmerkur, Finnlands, íslands og Noregs hins vegar. Sex íslendingar voru valdir til keppni þessarar fyrir „banda- menn“, en. aðeins 4 þeirra geta Haukur Clausen keppir i 100 og 200 m. hlaupi og 4x100 m. boðhlaupi. orðið með. Auk þess eiga Is- lendingar einn keppanda i Norðurlandameistarakeppni i tugþraut, sem lialdin verður i sambandi við mótið. — Búist er við mjög harðri og jafnri keppni i flestum greinum. Guðmundur Lúrusson kcppir í 200 og 400 m. hlaupi og 4x400 m. boðhlaupi. Gunnar Huseby var valinn í kúluvarpskeppnina, en getur ekki keppt vegna meiðsla. Knattspyrnufélagið VALUR fier nýjon völl Hinn nýi knattspyrnuvöllur Vals við Hlíðarenda var vígður siðdegis á laugardag. í upphafi vígsluhátíðarinnar lýsti Andrés Bergmann sögu vallarins og gerð og kvaðst vona, að Valsmönn- um yxi ásmegin i starfi sínu við þennan mikla feng. Einnig gat liann þeirra gleðifregna, að félagið liefði í hyggju að koma sér upp grasvelli. Þá tók til máls borgarstjóri Reykja vikur, Gunnar Thoroddsen, og flutti félaginu árnaðaróskir með liinn nýja völl. Einnig afhenti hann form. Vals, Úlfari Þórðarsyni, 15. þús. króna gjöf frá bæjarstjórn til félagsins. Að svo búnu steig séra Friðrik Friðriksson i stól og flutti snjalla vígsluræðu. SJÓVEIK DÝR. Ymsar skepnur þola illa sjóinn. Enskur vísindamaður, sem gert lief- ir mikið að því að athuga líðan dýra á sjó segir að tigrisdýrið þoli sjóinn allra dýra verst, en bæði fílar og hestar verða að jafnaði sjó- veikir líka. Hins vegar virðast kýr kunna vel við sig á sjó og hvíta- björninn er því meira í essinu sinu sem skipið ruggar meira. RÍKIÐ SKAL BORGA! Earl Cox, fyrrverandi hermaður i Bandarikjunum, flutti nýlega á eitl dýrasta gistihús heimsins. Waldorf Astoria i New York, með alla l'jöl- skyldu sína og segist ætla að borga 40 dollara á mánuði fyrir húsnæðið en ekki eyri meira. Það er reikn- ingurinn verður umfram ætlar hann að senda borgarstjóranum í New York. Segist hann hafa leitað árang- urslaust að húsnæði og ekki fengið, svo að liið opinbera verði að bera hallann af þessu tiltæki hans eða útvega sér ódýrara húsnæði Þórður Runólfsson, verksmiðju- og vélaeftirlitsmaður rikisins verður 50 úra 15. þ. m.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.