Fálkinn


Fálkinn - 09.09.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.09.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 „List“. — Á sýningu „Hinna ó- háðu“ í París er meðal annars þessi höggmynd, sem höfundin- um hefir þóknast að kalla blátt áfram „manneskju". Það er líka enginn vandi að sjá að myndin sýnir roskinn sköllóttan mann með.staf og gleraugu — og ein- staklega blíðlegan andlitssvip! Gleðidagur. — 2h. apríl 19h9 var mikill gleðidagur hjá enskum börnum — og reyndar mörgum fullorðnum líka. Þann dag var nefnilega afnumin skömmtun á sælgæti og mörg börn upplifðu þá í fyrsta sinn á ævinni að geta farið inn í búð og „keypt sér gott“. Hér sjást glöð börn með sælgætispokana sína. Flugsýning í París. Alþjóða flugmálasýning hófst í París í maí og sóttu hana áhugamenn úr fjarlægum löndum, til þess að kynnast nýjum gerðum flug- véla og gera kaup. — Hér á myndinni sést tveggja hreyfla flugvél, sem getur lent bæði á sjó og landi. Hún hefir lent á Seine og siglir þaðan á sýning- arsvæðið. „Irish Jig“. — iFjöldi gamalla hermanna frá „Chelsea Pen- sioners“, frægu hermanna-elli- heimili, tóku nýlega þátt í „Gamalmennadansleiknum“ í Empress Hall í London. Hér sést George''Murphy, sem er 86 ára, sveifla sér í „Irish Jig“ við unga blómarós. ; : ■ ■ : Ensk knattspyrna. Hér sésl foringi W ohverhampton-knatt- spyrnufélagsins borinn á gull- stól eftir að félagið vann silfur- bikar í kappleik við Leicester City. Wolwerhampton sigraði með 3:1. Monseigneur Hamayon heitir þessi preláti, sem talinn er lík- legur til að verða Parísarbiskup káþólskra manna eftir Suhard kardínála. I í i 777 vinstri: Nehru hjá Bernhard Shaw Pandit Nehru forsætisráðherra Indlands hefir verið í Englandi á mikilsverðum fundi, og notaði tækifærið til að hitta Bernhard Shaw, sem nú er orðinn 92 ára. Þrátt fyrir aldurinn er Shaw í fuliii fjöri og alltaf reiðubúinn til að vera skemmtilegur og neyðarlegur- — Hér sést hann ásamt Nehru fyrir utan heimili sitt. Karl Gruber utanríkisráðherra Austurríkis, sem tekur þdtt í friðarsamningunum viðvíkjandi Austurríki, sem teknir hafa ver- ið upp aftur í London. Til hægri: Stríðsfórn. — Fyrir átta árum missti Carmelo Bova báða hand leggina upp við axlir, er Þjóð- verjar skutu á járnbrautarlest með flóttamönnum suður í ít- aliu. ftölsku læknarnir töldu ó- rnögulegt að hægt væri að búa til gervilimi, sem honum hæfðu, en amerískt líknarfélag tók hann að sér og í Bandaríkjun- um gerði frægur skurðlæknir á honum ýmsar aðgerðir, með þeim árangri að nú getur hann notað gervihandleggi. Hann er fimmtán ára og á myndinni sýnir hann hróðugur að hann getur greitt sér sjálfur. Lítil söngmær. — Maria litla France, sem ekki er margra ára, er yngst söngmeyja Frakklands þeirra sem sögur fara af. En þó lítil sé þykir hún afbragð flestra þegar hún syngur í út- varpinu. Hér er hún að syngja á sýningu í París.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.