Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1949, Page 8

Fálkinn - 23.09.1949, Page 8
8 FÁLKINN NÆTURLESTIN hélt af stað kortéri eftir áætlun. Haller um- boðssali hafði skálmað fram og aftur um stéttina og bölvað því, live lestirnar væru alltaf ósturni vísar um páskana. Gramur i liuga ruddist iiann nú gegnum gangana í löngu vögnunum uns liann fann II. farrýmis klefa, þar sem aðeins einn farþegi varð fyrir. Heppni að iiann skyldi eklci fara með morgunlestinni, sem alltaf var troðfull. Ljósin á járnbrautar- stöðinni liurfu og lestin rann inn í nótlina. Haller bjó um sig i klefahorninu og lokaði aug- unum. Hann átti erilsaman dag i vændum, og varð að fá ein- hvern svefn í nótt, þótt engir væru svefnvagnarnir á þessari leið. En það varð lítið úr svefnin- um. Ilann hafði farið að gefa samferðarmanni sínum í klef- anum auga, og af því að hann var þannig gerður að hann gat ekki án þess verið að verða for- vitinn um samborgara sína, var hann alltaf að opna augun og skoða manninn. í raun og veru var ekkert sérkennilegt við þennan mann. Hann var það sem maður mundi kalla laglegur maður, snyrtilega klæddur og vafalaust vel siðaður, en samt var það látbragð þessa manns, sem vakti forvitni Hallers. Þegar hann hélt að Haller tæki ekki eftir kom svo einkennilegur svipur á and- litið á honum, liann var alltaf að smálíta út um gluggann, eins og liann væri að reyna að sjá hvar lestin væri, þrátt fyrir myrkrið, og þegar liann leit af glúgganum aftur neri hann lóf- ununi saman eins og hann væri með einhvern óróa i taugunum. Og svo var hann alltaf að líta á klukkuna ...... Skömmu síðar þegar Haller lenti niðri á gólfi milli hekkj- anna sannfærðist liann þó um að hann hefði sofnað. Hann heyrði ískra í hemlunum og leit á klukkuna. Hún var kortér yf- ir ellefu. Lestin átti ekki að stað- næmast á neinni stöð á þeim tíma. Svo tók hann eftir að hann var einn í ldefanum. Og í sama bili heyrði hann hávaða úti á ganginum og hljóp út til að sjá livað um væri að vera. Hann sá aðeins að samferðarmaður lians var að hverfa út úr gangdyrun- um og að vagnstjórinn elti hann. Sá siðarnefndi kom inn aftur eftir tvær mínútur, fjúkandi vondur: Þetta er það bíræfnasta, sem ég hefi lifað! Að kippa í hættu- hemilinn og láta sex hundruð samferðamönnum seinka enn meira en orðið er, aðeins af þvi að mannskraltanum þókn- ast að fara ekki lengra! Vagnstjóranum liafði ekki tekist að ná í þorparann. Og eftir dálitla stund rann lestin áfram út í náttmyrkrið, enn meira eftir áætlun en áður. SÍÐDEGIS daginn eftir las Hall- er eitthvað um morð í blaðinu. í fyrstu liugsaði liann ekki frek- ar um þessa frétt og ætlaði að fletta blaðinu áfram, er eitt ein- stakt orð i greininni vakli at- liygli lians. Það var orðið hættu- hemill. Það var ekki langt sið- an hættuhemill hafði skipt hann máli, því að nærri lá að hann yrði af viðskiptum vegna tafar- innar í lestinni kvöldið áður — það munaði sáralitlu að Iiann kæmi ekki of seinl á áríðandi fund. „Er morðinginn sami maðurinn og sá, sem kippti i hættuhemilinn?“ las Haller. Og nú vaknaði áhuginn. Maðurinn sem kippti í hættuhemilinn — það var samferðamaður lians. Hann flýtti sér að lesa alla grein ina. Morð hafði verið framið innan við hundrað metra frá staðnum, sem lestin slaðnæmd- ist á. Og af því að það hafði verið framið á svipuðum tíma og lestin var stöðvuð, og farþeg- inn sem stöðvaði lestina hafði flúið, eftir að hafa slitið sig' af vagnstjóranum, var lögreglan ekki í neinum vafa um að þessi farþegi væri morðinginn og eng- inn annar. En lögregluna vant- aði ítarlega lýsingu á þessum manni. Vagnstjórinn gat nefni- lega ekki lýst lionum, því að í tuskinu hafði mannfýlan slegið hann hnefahögg í andlitið svo að honum sortnáði fyrir aug- um ........ Haller fór á næstu lögreglu- stöð. Hann var á alveg sömu skoðun og lögreglan um hver maðurinn væri og gat nú gefið lýsingu af lionuni •— gleggstu lýsinguna, sem lögreglan hafði nokkurn tíma fengið. Auk þess gat liann — vegna þess hve maðurinn hafði liagað sér ein- kennilega — leitt líkur að því, að hér væri um ásetningsmorð að ræða. Maðurinn hafði verið svo annars liugar alla leiðina. Og hátterni hans stal'aði vafa- laust al' verknaðinum, sem hann ætlaði að fara að drýgja. Það var ekki laust við að Haller væri upp með sér er hann endurtók skýrslu sína fyrir blaða mönnunum og bætti ýmsu við. Hann var drjúgur er hann las viðtölin við sig í blöðunum daginn eftir. . VEGNA ]iess hve lýsing Ilall- ers var ítarleg og vegna þess hve vagnstjórinn var minnis- góður — liann mundi á livaða stöð maðurinn kom í lestina — tókst lögreglunni brátt að hand- sama glæpainanninn. Hann reyndist heita Berg og var papp- írskaupmaður. Haller var beð- inn um að lita á hann, og gat staðfest að þetta væri maður- inn úr lestinni. _ Nokkrum dögum síðar, þegar hann var á leið í réttinn til að bera vitni, varð bifreiðin sem hann ók í að stansa við galna- mót, því að umferðarvitinn sýndi rautt ljós — stöðvunar- merki. Stór tveggja manna bif- reið renndi upp að hliðinni á bílnum lians. Um leið og græna ljósið kom og allar bifreiðarnar runnu af stað samtímis, lieyrðist livellur, rúðan fór í mél á bil Hallers og hann kenndi sárs verkjar í öxlinni. Þegar hami bar hendina upp að sára staðn- um varð hann blóðugur í lófan- um. Bílstjórinn hrökk við og leit um öxl. Ilann sá að höfuðið á Halíer hneig niður á bringu og ók eins fljótt og hann gat upp að gangstéttinni. Hann hljóp út og kallaði á lögregluþjóninn á horninu og skýrði honum í flýti frá þvi, sem gerst hefði. En at- burðurinn hafði komið svo miklu fáti á hann að liann liafði ekki séð númerið á liinum biln- um og ekki heldur manninn, sem stýrði honum. Og hann liafði brunað á fleygiferð gegn- um þvöguna. Enginn nema bíl- stjórinn hafði tekið eftir neinu óvenjulegu. Hvellurinn hafði drukknað í umferðarskröltinu. Og það var svo vanalegt að sjá menn aka hart. SÍÐDEGIS þennan dag lieim- sótli Sindal lögreglufulltrúi Haller, þar sem liann lá all- þungt haldinn á sjúkraliúsinu. — Hvernig líður yður ? spurði liann eftir að hafa sagt til nafns sins. Þakka yður fyrir. Sem bet- ur fór var þetta ekki holundar- sár, ]iólt mig verki skrambi mik- ið í það. En ég hafði ekki látið mér detta í hug' að maður legði sig í lífshættu ineð því að gera borgaralega slcyldu sína. — Það er einmitt það, sem mig langar til að tala við yður um. I þetta skipti sluppuð þér furðanlega. En í næsta sinn . . — Næsta sinn? .... Haller tók fram í fyrir honum. •— Já, ég vil ógjarnan liræða yður, en ég verð eigi að síður að aðvara yður. Alll bendir til þess að hér séu hófar að verki, sem reyni að hjálpa samferða- manni yðar úr lestinni, og að þessir sömu menn víli ekki fyr- ir sér að drepa yður, svö að þér getið ekki borið vitni. Þess vegna detlur mér i hug, að ráð- legast væri, yðar vegna, að við létum yður devja. Deyja . . ? Haller rak upp stór augu. Til málamynda, vitanlega! svaraði lögreglufulltrúinn og' liló. Eg liefi talað við yfirlækninn hérna og hann veit hvað á spýt- unni hangir. Þér verðið fluttur á einkasjúkrahús hans og þar mun kona hans hjúkra yður. Þér fáið bráða eitrun í sárið og áður en vikan er liðin flytja blöðin eftirmæli eftir yður, og gleyma vitanlega ekki að geta þess, að það séuð þér, sem urð- uð fyrir hinni lymskulegu árás á götuhorninu. NOKKRUM dögum eftir að hlöð in liöfðu flutt fréttina fengu þau aðra frétt, sem vakti enn meiri athygli: Morðinginn með- gekk! Hið dularfulla morð er að fullu upplýst! — Nú er mér víst óliætt að fara að rísa upp frá dauðum? spurði Haller. — Nei ekki alveg strax, svar- aði Sindal lögreglufulltrúi. — Ekki þáð? Haller varð fyr- ir vonbrigðum. Honum var far- in að leiðast þessi þvingunar- vist á einkaspítalanuin. -— Nei, það er ekki vert að þér gerið það. Jafnvel þó að morð- inginn úr lestinni liafi meðgeng- ið, þá höfum við ekki fundið HÆTTUHEMILLINN \ | Spennandi sakamálasaga f

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.