Fálkinn


Fálkinn - 30.09.1949, Qupperneq 8

Fálkinn - 30.09.1949, Qupperneq 8
8 FÁLKINN > EG liafði afgreitf síðasta gest- inn í dag. Sem betur fór. Nú gat ég lokað, talið peningana og farið heim! En samt gerði ég nú ekkert af þessu. Jú, vitan- lega lokaði ég og dró tjaldið fyrir rúðuna í hurðinni. Svo tók ég peningakassann og fór inn í skonsuna inn af búðinni, settist þar og gerði ekki neitt •— lét bara hugann reika. Eg var ein til aðstoðar í fata- verslun Larsens. Eigandinn staldraði við hálfan annan klukkulíma hm miðjan daginn, og hljóp í skarðið fyrir mig meðan ég fór út að fá mér að borða. Þegar ég kom aftur úr matn- um þennan dag var húsbónd- inn að afgreiða gest, sem mér fannst ég þekkja á bakið. Eg fékk sting fyrir lijartað og lá við að snúa við í dyrunum. Því að væri þetta Hans þá vildi ég ekki bitta hann .... ekki eftir ÖII þessi ár og síst af öllu að Larsen viðstöddum. En liúsbónd inn hafði komið auga á mig, svo að mér var ómögulegt að snúa við. Eg smokraði mér inn i skonsuna, sem var eins konar útgangur og margt annað. Og þegar ég hélt að ég væri örugg um mig kallaði húsbóndinn til mín. „Vitið þér livort við eigum nokkuð eftir af góðu ensku sokk unum, ungfrú Lund? Þeim svörtu með litlu hvitu dröfn- unum?“ „En það^ verður að vera núm- er 12 ......“ Eg þekkti aftur rödd Hans — mundi liafa þekkt hana þótt ég hefði ekki liaft hugmynd um að hann væri nálægur. Það var ekki hægt að villast á henni. „Eg held við eigum tvö pör eftir, en ég er ekki viss úm hvaða númer er á þeim. Eg skal athuga það‘‘ .... Þegar ég hafði lagað á mér hárið fyrir litla speglinum, tók ég tröppuna og brölti upp að hillunni, sem sokkarnir voru venjulega i. Eg varaðist að líta við. Eg var ekki lengi að finna það sem ég leitaði að. Bæði sokkapörin voru númer 12, og ég fór með öskjuna niður úr tröppunni. „Gerið þér svo vel .....“ Eg lagði sokkana á diskinn og laut höfði, en leit ekki á mann- inn fyrir utan búðarborðið. „Nei — er það sem mér sýn- ist? Er þetta ekki Inga Lund?“ Það var auðlieyrt á röddinni að maðurinn var forviða. Eg hafði oft verið að velta því fyr- ir mér hvort liann vissi nokkuð bvar ég væri niðurkomin. „Jú, rétt er það — og þér er- uð í bænum,“ svaraði ég eins hispurslaust og ég gat, en auð- vitað gat ég ekki gert að því að ég roðnaði. Eg tók eftir að hús- bóndinn leit dálítið forvitnis- lega á mig, og skildi vel að hann furðaði sig á því að ég skyldi roðna. Hann mundi vitanlega draga rangar ályktanir af því. „Eg er hérna á ferð til að vera viðstaddur jarðarför móður minnar.“ Jæja, svo að móðir hans hafði þá flutt í kaupstaðinn í ellinni? Ef til vill hefir hún verið lijá annarri hvorri giftu dóttur sinni, sem ég hafði séð tilsýndar öðru hverju. Eg vissi að Hans mundi fara bjá sér við þessa samfundi, ekki síður en ég, er hann sá hvernig húsbóndinn leit á okkur. Til þess að láta sem minnst á því bera live órótt mér var fór ég að taka til að raða niður skyrt- um og slifsum, sem lágu á búð- arborðinu. En fyrst muldraði ég einhver hluttekningarorð til Hans, út af fráfalli móður hans. Að hugsa sér að fólk skuli geta fjarlægst svona! Þarna stóð Hans Tenge og ég, sitt hvoru megin við búðarborð og skipt- umst á orðum eins og framandi fólk! Og þó hafði hann einu sinni hvíslað ástarorðum i evra mér, hafði þrýst mér að sér. Mér fannst afarlangt siðan. Og það hafði gerst svo hræðilega margt siðan! Þegar húsbóndinn sýndi ekki á sér nein merki þess að hann ætlai að fara, fór svo að Hans fór. Eg fann það fremur en sá, að hann hafði verið að líta jjangað, sem ég stóð. „Adíu!“ Og svo var hann á bak og burt. Mér var næst að halda að hann mundi koma inn aftur, síðar um daginn, en það gerði hann ekki. Jæja, það kom í sama stað niður. Eg reyndi að minnsta kosti að ímynda mér það, en í bjarta mínu grét ég og harmaði þennan fund, sem aðeins hafði ýft gömul sár. -------— Nei, ekki dugði þetta. Best að telja í kassanum strax. Eg reyndi að hrinda frá mér hugsununum og byrjaði að gera upp reikningana. Þegar ég var langt komin með það var hringt í símann. „Þetta er Hans!“ hugsaði ég með mér þegar ég svaraði. „Halló, er það karlmanna- fatabúð Larsens .......“ „Góða ungfrú Lund!“ var sagt með karlmannsrödd. „Þetta er Malm forstjóri. Mér datt í hug að gera tilraun, í von um að þér væruð þarna ennþá, ung- frú ......“ Malm forstjóri var skiptavin- ur, sem gerði sig talsvert heima- kominn, gamall piparsveinn sem hafði verslað við Larsen alla tíð siðan hún kom þangað. Hann þekkti víst eigandann og þess vegna þorði ég ekki að vera afundin við hann. „Hvað get ég gért fyrir yður?“ spurði ég og hálfkveið því að hann mundi svara með þvi að bjóða mér í miðdegisverð. Það væri þá að ininnsta kosti ekki í fyrsta skipti, þó að aldrei hefði það borið annan árangur en kurteist nei af minni hálfu. „Kæra ungfrú, ég ætla í leik- húsið .... í smoking, og hefi enga hreina skyrtu. Má ég fá að koma inn bakdyramegin?“ Eg kunni nú ekki vel við þetta, einmitt af því að það var Malm forstjóri — En hvað gat ég gert ? Eg sagði að hann mætti lcoma ef hann gerði það strax. Til vonar og vara fór ég i káp- una og setti á mig hattinn, svo að liann gæti séð að ég hefði beðið lians vegna. En nú hringdi síminn aftur. Og í þetta skipti var það Hans. „Inga, ég má til að tala við þig!“ „Hvað getum við liaft hvort öðr'u að segja eftir öll þessi ár?“ sagði ég. „Að minnsta kosti ekkert sem hægt að segja í síma. Bíddu fyrir utan búðina lijá þér, •— ég er skammt undan.“ „En . .. . “ sagði ég. „Ekkert en! Eg á það inni lijá þér að þú gerir þetta . .. .“ Og svo sleit hann sambandinu. „Átti inni hjá mér? Þar gat ég ekki verið á sömu skoðun. En livað átti ég að gera? Eg gat ekki farið, vegna Malms for- stjóra, og Hans mundi koma meðan ég biði. Eftir tvær mínútur var barið á götudyrnar. Eg fór fram og opnaði. Það var Malm, óskap- lega þakklátur — en á þann bátt, sem mér féll ekki vel. Meðan ég stóð og tók fram skyrt- urnar var hann alltaf að þukla á höndunum á mér og strjúka þær. „Þér eruð perla, ungfrú Lund! Eg hefi oft sagt það við hann Larsen að hann verði að gera vel við yður, svo að hann missi yður ekki .... Er hann góður húsbóndi ?“ „Vitanlega er hann það. Hvaða skyrtu ætlið þér að taka?“ „En hvað mér leiðist að ég skuli vera bundinn í kvöld. Við hefðum getað gert okkur nota- lega stund saman! Farið út og borðað einlivers staðar þar sern góð hljómsveit er . .. .“ Góð hljómsveit! Eins og hann hirti nokkuð um það. Nei, það skipti meira máli að fá eitt- hvað að eta og drekka. Bara að hann vildi nú flýta sér! Eg var svo lirædd um að Hans sæi skuggana okkar gegnuni vindu- tjaldið og siðan horfa á þenn- an ógeðslega Malm koma út frá mér ....... Loksins hafði hann valið sér skyrtu, en ég neitaði að taka við borguninni af því að þetta var eftir lokunartima. Eg sagði að hann yrði að koma seinna til að borga.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.