Fálkinn


Fálkinn - 30.09.1949, Síða 13

Fálkinn - 30.09.1949, Síða 13
FÁLKINN 13 alclrei splirt eftir stöðu minni svo lengi sem ég hét Erika von Epp, þó að ýmsir vissu að ég átti vingotl við Hugo. Gregory kinkaði kolli. — Já, ég skil það! Þér hékiuð yður i rauninni uppi með því að giftast honum ekki. Einmitt og á næstu árum fóru þeir sem eftir voru af þýsku yfirstéttinni að rétta við aftur og ná völdum. Kapteinar og majórar, sem kommúnistar höfðu rifið axla- djásnin af eftir stríðið, urðu ofurstar og hershöfðingjar í liinu nýja landvarnarliði, Reichswehv. Það var erfitt að umgangast sumar frúrnar fyrst í stað, en karlmennirn- ir voru meðfærilegri. Efnilegustu menn- irnir í nýja hernum fóru að koma í húsið rnitt liér i Múnchen og ibúðina mína í Ber- lín, og undir eins og þeir lærðu að meta það vald sem ég hafði, fóru dömurnar að koma líka. Eg var góðkunnug Göring og hjálp- aði oft um upplýsingar um vini mína í liernum. Evrópa hafði leikið Þýskaland illa, og 1 þá daga álitu margir að nasistar mundu ekki aðeins hindra að Þýskaland yrði kommúnistiskt, heldur að þeir mundu geta gert landið sterkt og virkt á ný. Svo hófust Gvðingaofsóknirnar. Fyrst í slað tókst mér að vernda Hugo og vini hans, þótt ég gæti ekkert gert fyrir allan fjöldann. Ilugo hefði getað bjargað sér. Ilann var svo þýðinðarmikill fyrir nasista. Þeir hefðu ekki viljað fjandskapast við hann ef þeir lrefðu komist hjá því. En hann gal ekki horft upp á hvernig fátæklingar af lians eigin stofni voru rændir og pynt- aðir, án þess að reyna að géra eitthvað fyr- ir þá. Göring reyndi að fá hann til að fara á lnirt úr Þýskalandi og lofaði jafnvel að vernda eignir lians. En bann neitaði að fara. Eftir því sem ofsóknirnar urðu verri varð misklíðin meiri. Loks skrifaði Hugo Hitler og bað hann um að láta fara með Gyðinga eins og manneskjur, og hótaði þvi að ef bann breytti ekki slefnu þá mundi hann ekki veita stjórninni neina fjárhags- lega stoð. Svarið sem hann fékk var fang- elsun, og hann dó sex mánuðum siðar eftir misþvrmingar í fangabúðunum í Dachau. — Það er þá þess vegna sem þér hatisl við nasista. sagði Gregory hljóðlega. — Yður þótti vænt um hann. Eg skil vel til- finningar yðar. En hvers vegna giftust þér von Osterberg? Hún yppti öxlum.— Það var vegna hans pablia. Hann var af gamla skólanum og mjög siðavandur. Honum lá við að örvænta vegna lífernisins hjá mér. Hann reyndi að leyna hve glaður hann varð þegar Hugo dó, en þrátt fyrir alla mina bresti þótti hpnum vænt um mig og eina óskin hans var að vita mig vel gifta áður en hann dæi. í vetur varð hann fárveikur og við sá- um að hann mundi ekki eiga margar vik- iir eftir ólifaðar. Eg gat valið um ýmsa menn, og ég tók Kurt von Osterberg til að gera pabba ánægðan og til þess að geta verið minn eiginn herra áfram. Kurt er vísindamaður en hann vant- aði alltaf peninga til visindatilrauna sinna. Ilann er töfrandi, rúmlega fimmtugur, og ]>ótt hann tilbiðji mig er bann ekki ágengur við mig. Hann er afar stoltur vfir að vera giftur mér, ánægður yfir að vera vinur minn og meira en þakklátur fyrir að ég get stutt bann fjárliagslega með vísindatil- raunirnar sem eru svo mildls virði fyrir hann. Á þann hátt gat ég lialdið mínu persónu- lega frelsi og gert föður mínum gleði sið- ustu dagana sem hann lifði. Síðan Hugo dó liefi ég einstöku sinnum reynt að fella hug til skemmtilegra stráka, eins og l. d. Jimmy, en öllum hefir staðið á sama um mig, þangað til ...... — Já, þangað til ...... í|i'eip Gregory fram í. Hún hló. — Þangað til eina nótt í sept- ember, þegar magur bófi stöðvaði bifreið mína, slapp með naumindum við bana- skot er hann tók af mér skammbyssuna mína og fékk mig til að kyssa sig. En nú kemur til yðar kasta að segja frá. Gregory liristi höfuðið. — Eg hefi látið mér standa nokkurn veginn á sama um lífið þangað til sömu nóttina í september. Að minnsta kosti núna lengi. Bófaferli mínum get ég lítið gortað af, 'en ég skal síðar segja yður ýmislegt, sem mun skemmta yður. En nú verðið þér að segja mér hvers vegna þér voruð með svíninu Grauber? Hann hallaði sér fram. Þekkið þér hann? Það held ég nú. Gregory tók upp Gestaposkírteini Graubers og sýndi henni. — Eg stal þessu frá honum i París fvrir tíu dögum, og síðustu tvo dagana hefi ég sjálfur veiúð Herr Gruppenfúhrer Grauber. — Drottinn minn! Hvílik frekja! Hann sem er svo mikilsverður maður að Gestajío veit alltaf í hvaða borg hann er staddur. Ef hann væri hér og þér tækjuð upp á því að kalla yður Grauber í Frankfurt eða Köln þá mundi það komast upp innan tveggja tíma. Eg veit það, svaraði Gregorv bros- andi. Þess veíina hætti ég að vera Grauber á þeirri sekúndu sem ég kom auga á hann í kvöld. En ég hélt að hann væri lokaður inni i fangelsi i Hollandi, og að ég gæti notað nafnið hans nokkurn veginn örugg- ur hvar sem væri í Þýskalandi, meðan hann væri erlendis. Hann var fangi í Hollandi. Hann kom ekki til Þýskalands fyrr en í gærkvöldi. — Hvernig skvldi hann hafa komist und- an? Hann slapp frá okkur í París, en við aðvöruðum Hollendinga um að hann mundi koma þar og þeir tóku liann fastan — í kvenbúningý — fyrir að hafa notað falskt vegabréf. Mér var sagt að hann hefði feng- ið sex mánaða fangelsi. Hann gerði það, en Grauber er þýð- ingarmikil persóna fyrir nasista. Undir eins og Himmler frétti hvar hann var komsl hann að samningum við hollensku stjórn- ina. Hvernig var það liægt? Það var ofur auðvelt. Grauber var ekki mældur á sama kvarða og þýskur flugmaður eða hermaður, sem lendir i Hollandi. Hann hafði ekki gert neitt, sem gat komið í bága við hlutleysi landsins, hann var fangaður fvrir að hafa notað falsaðan passa — alveg eins og landflótta Gyðingur eða hver annar sem vera skal. Fyrir nokkrum vikum gerði hollenskur blaðaljósmyndari slæma skissu á austur- vígstöðvunum. Hann laumaðist burl þegar verið var að sýna ljósmyndurunum víg- völlinn og tók mynd af Hitler, þar sem hann var að skoða limlest lík pólskra kvenna og barna, sem þýsku flugmennirnir höfðu drepið. Ljósmyndirnar náðust og ljósmyndarinn var settur í fangelsi. Og nú höfðu þeir skipti á Grauher og ljósmynd- aranum. — Eg skil, sagði Gregory. -— Svoleiðis liggur í þvi. En hvernig datt yður i hug að vera með þessum erkibófa i kvöld? Hún dró ýsur og liann sá í hvitar tenn- urnar og rauðan tungubroddinn. Hún virt- ist yngri en hún var, en hún var vafalausl þreytt núna og Gregory langaði til að taka hana í faðm sér og kyssa hana. Hún yppti öxlum er hún svaraði: — Eg hefi oft verið með fólki, sem ég hefi haft viðbjóð á, þegar ég hefi haldið að ég fengi einhverju framgengt við það. Þorparinn mun vera ástfanginn af yður, og þér notið yður það. — Eg get orðið vitlaus af að hugsa til þess að hann snerti vður þó ekki væri nema með fingr- inum. Aumingja flónið! Hún hló innilega. Þér hljótið að vita að þegar konan nol- ar sín heitustu vopn, gleymir hún slíku undireins á eftir. Það skiptir engu máli fyrir hana. Það er sama. Mig langar enn meira en áður að kreppa fingurna að svíranum á honum. Mér finnst hann hafa bætt gráu ofan á svart með þessu. Hún studdi hendinni á öxlina á hon- um sem snöggvast. — Það er fallegl af vð- ur að lnigsa svona um mig, en þér þurfið ekkert að óttast. Grauber slendur alveg á sama um kvenfólk. Hvað vildi hann? Eg er ekki alveg viss um það, en ég er hrædd um að hann leiki tveim skjöld- um. Hann hefir lengi vanið komur sínar til mín til þess að snuðra um vini mína í hernum. Og hann átti meira undir sér en svo að ég þyrði að neita að taka á móti honuni. Svo varð hann formaður fvrir er- lendu deildinni í Gestapo, U.A.—1. Hann Ivefir líka fengið svo mikið að starfa að hann varð að hætta að ónáða mig. Eg hitti liann ekki í marga mánuði nema stöku sinnum af tilviljun. En þegar Ribbentrop hrfði undirskrifað samninginn við Sovjel- Rússland í sumar fór Grauber að venja komur sínar til mín aftur. Margir af leiðtogum nasista, svo sem Hess og Deutseh, eru ótrúlega heimskir, þeir eru bara sterkir menn, rennusteins- bófar, sem hafa komist í háar stöður af því að þeir studdu Hitler í gamla daga. En allir nasistar eru ekki heimskir og þeir greindustu eru nægilega klókir til að sjá, að Hitler hefir rekið rýtinginn í bakið á bestu stuðningsmönnum sínum, þýsku millistéttinni, með því að gera samning við bolsjevika. Það var ótti og hatur miðl- ungs Þjóðverjans til kommúnista sem studdi Hitler til valda, og hin ráðnu svik hans við and-komintern-samninginn hefir svift hann mörgum milljónum áhangenda. Gregorv sat og þráði að taka hana í fang sér, en honum var nayðsynlegt að hevra sem mest um Grauber. Hann stóð upp og fór að ganga fram og aftur um herbergið, en hún hélt áfram:

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.