Fálkinn


Fálkinn - 04.11.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.11.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN B. S. DYSTRA: ÁSTRALÍA er framtíðarland, ef mennirnir eyðileggja það ekki. Sidney, höfuðborgin í Nýja Suður-Wales er elsta og stærsta borg Ástr- aliu og frœg fgrir eina af stærstu brúm heimsins, sem er yfir Port Jackson-víkina. Hún var fullgerð 1932. UM aldamótin síðustu var það býsna skrítið, sem börnunum var kennt um Ástralíu á þess- ari hálfu blaðsíðu stóð um heimsálfuna aha í bókinni. Þar var allt öfugt. Árnar runnu inn i landið en ekki út úr því, spen- dýrin gengu á afturfótunum eins og fólk, blöðin á trjánum stóðu upp á rönd og álftirnar voru svartar. En þetta var nú enganveginn einhlít lýsing og sá sem til Ástralíu fer núna fær að sjá þrennskonar heimsálfu: Ástralíu nýtísku stórborga, Ástr- alíu sauða- og nautabænda, hveitiakra og ávaxtaakra, og loks hina ónumdu Ástralíu for- tíðarinnar. Og þetta síðastnefnda land er svo stórfenglegt og tignarlegt að maður mundi alls ekki verða hissa þó maður rækist þar á dinosaurusa eða önnur dýr frá gömlum jarðsöguskeiðum. Prófessor frá Evrópu sagði einu sinni: „Dýra- og jurtaríki Ástralíu er svo gerólikt okkar, að þegar ég reika hér um finnst mér ég ganga um land sem ekki telst til okkar jarðaldar.“ Og bann hafði rétt að mæla. Meiri andstæður eru varla til i náttúrunnar ríki en í Ástralíu. Áðeins 130 km. frá stórborginni Sidney lifir lágstæðasta frum- þjóð, sem hægt er að hugsa sér, við sömu kjör og forfeður henn- ar gerðu fyrir þúsund árum. Og safagræn beitilönd um- kringja hið „deyjandi hjarta“ Ástralíu, eyðimörkina, sem allt- af stækkar ár frá ári. Eigi að síður eru stærðir sauðabúa i jaðri þessarar eyðimerkur, fjall- lendinu Kimberley. Þar eru stærstu sauðabú heimsins og ó- trúleg kynstur af fé og ull. „Framtíðarlandið“ eru menn vanir að kalla Ástralíu. Eg ferð- aðist um þetta merkilega land í þrjú ár og sannfærðist um að undursamlegra land væri ekki til. En hvort framtíðarmögu- leikarnir eru jafn undursamleg- ir er ég ekki jafn sannfærður um. Að minnsta kosti óttast ég að illa fari, ef ekki verður ráð í tima tekið. -— En áður en rætt verður um framtíðarmöguleik- ana er rétt að vikja nokkuð að lífinu og mannfólkinu i hinni fjarlægu álfu. Við byrjum á hinum „inn- fæddu“ Ástralíubúum, það er að segja innflytjendunum, sem bafa verið búsettir þar kynslóð eftir kynslóð. Og það verð ég að segja, að aldrei hefi ég hitt fyrir siðmennt fólk, sem vissi jafnlítið um sitt eigið land og þeir. Og þó eru þeir greindir og vakandi á öðrum sviðum, og t. d. ágætir kaupsýslumenn. Þessir Ástralíubúar eru nefni- lega hvorki bændur né gripa- hirðar eins og maður skyldi halda.Þeir eiga í rauninni ekki heima í sveit heldur í eða kring um stórborgirnar. Þar reka þeir allskonar verslun, — græða pen inga og eyða peningum. Og mér er nær að halda að þeir gantist að innflytjendakjánun- um, sem gerast bændur í ein- hverri afskekktri sveit og eyða allri ævi sinni í að berjast við þurrka, skordýr og önnur mein- dýr, sem eyðileggja uppskeruna. — Þar á meðal kanínurnar. Nei, þá á braskarinn betri ævi, finnst Ástraliubúanum. Og því verður ekki neitað að hann hefir góða kaupsýsluhæfileika. Hann kaupir og selur allt sem hönd á festir, jarðir, búpening, ull, hveiti, gull og stál. En hann kærir sig kollóttan um náttúru- fegurðina og sérkenni landsins. Þegar hann ferðast eitthvað þá er það um „menningarsvæðin“. Að fara inn i landið og sjá ör- æfin, heiðarnar eða hátignarleg fjöllin dettur lionum ekki í hug. Hins vegar er hann ginkeyptur fyrir öllu því, sem landið gefur af sér. Hann er sérstaklega þef- vís á það, sem liægt er að græða á. Fljótur að taka ákvörðun og alltaf reiðubúinn til að nota tækifærin. En jafnframt er hann mjög heiðarlegur. Hann vill græða peninga, en aðeins með heiðarlegu anóti. Hann vil gera öllum jafnhátt undir höfði. Hann er með öðrum orðum allra besti maður, viss og á- reiðanlegur. En skólamenntun- in og upplýsingin er ekki nema af skornum skammti. Hann veit lítið um önnur lönd og nærri þvi ennþá minna um sitt eigið. Venjulega nær þekking hans ekki út fyrir fylkið, sem hahn á lieima í sjálfur. Ilin fylkin eru lionum lokuð bólc. Og þegar maður frá Sidney fyrirlítur manninn frá Melbourne, þá er það ekki af því að bann viti neitt um þá borg, heldur af því að liann hefir einhverntíma lesið í blaði, að Melbourne sé alltaf að stækka og muni taka við forustunni af Sidney áður en varir. En þetta er lika allt og sumt sem liann veit um Melbourne og Vietoria-fylki yfirleitt, og liann kærii- sig eklcert um að vita meira. Hins vegar er það varla til, sem hann veit ekki um ástralskar íþróttir og íþrótta- viðburði. Hann kann allt um cricket, kapjililaup og knatt- spyrnu og getur romsað upp úr sér met og nöfn. En vílci talinu að stjórnmálum þá er það að- eins eitt sem hann vill tala um: livað lionum sjálfum finnst að sljórnin eigi að gera til þess að gera Englendinga álirifalausa um öll ástralíumál! Ef þú vill reyna á skapstillingu lians þá skaltu fara viðurkenningarorð- um um Breta. Það kann að vera að þú sleppir ómeiddur frá þvi. — En ef breska heimsrikið er í hættu statt þá er enginn öt- ulli til varnar en liann! ÁSTÆÐURNAR til liins ein- kennilega viðhorfs Ástralíubú- ans eru margar og sumar þeirra augljósar. Fjarlægðirnar milli ríkjanna eða fylkjanna i Ástr- alíu eru miklar, járnbrautar- samgöngur ófullkomnar og yfir- leitt slæmar samgöngur um álf- una. Hvert fylki lifir sinu stjórn- mála- og fjárhagslifi, án þess að taka nokkurt tillit til hinna fylkjanna. I Ástraliu eru sex ríki og sex þing, í stað eins alþingis fyrir landið. Og sambandsstjórn in í höfuðstaðnum Canberra hefir hvorki mátt né myndug- leik til þess að gæta sameigin- legra liagsmuna rikisins, segja Ástralir. Hún er alveg i vasan- um á enska ríkisstjóranum, segja þeir, og dansar eftir hans blístru. Það er þeim ekki láandi þó að þeir liti einhliða á innan- og utanríkismál almennt, vegna þess að álfan hefir legið alger- lega fyrir utan áhrifasvæði Am- eríkumanna og Evrópumanna. Ástralir geta ekki fylgst með viðburðum, sem gerast í fjar- lægum heimsálfum, og þá lang- ar heldur ekkert til þess. Þeir lifa fyrir liandan alþjóðlegu viðfangsefnin. Og meðan þau snerta þá ekki er þess ekki að vænta að þeir sýni þeim áhuga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.