Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.11.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Einræðið í Honduras er hrotta- legast allra í Yestnrheimi LOFTIÐ TITRAR af hita er ég spyr mig fram í þröngum götun- um í Tegucigalpa, höfuðstaðnum í Honduras. Eg er á leiðinni til ritstjóra „La Epoca“, eina löglega blaðsins í bænum, sem gefið er út af eldheitum áhanganda ein- ræðisins. Lögregluþjónarnir — tveir og tveir saman — eru vopn- aðir hlöðnum byssum og gefa mér alls ekki hýrt auga. I ritstjórn- inni reyni ég að fá ýmsar „in- side“ upplýsingar, en fæ ekki ann- að en óvild og svör út í hött. Svo að ég verð að leita betri upplýs- ingalinda. Stjórnarandstæðingar hafa líka sín blöð, sem koma út einu sinni á viku — fjórar síður. Þau eru ekki gömul. Hér hefir verið hern- aðarástand í fjórtán ár, með gluggabyrgingu, en þegar því var létt af fóru fyrstu andstöðublöð- in að koma út. Það er ekki hlaup- ið að því að finna ritstjórnirnar, því að engin þeirra hefir fastan samastað. Eg hefi sett ungum, undirleiturri manni stefnumót, og hann fylgir mér fram hjá aur- slóðanum á torginu. Við vöðum skítinn fram hjá vesældarlegum aumingjum og fetum okkur upp gróðurlausa sólbakaða brekku. Flores Morales er ritstjóri „Ori- entacion“, eins andstöðublaðsins. Ungur maður fullur af þrótti. Hann á heima í einni aurgötunni uppi á ásnum, býr í mjög óbrotn- um húsakynnum, þar sem harla lítið er af húsgögnum, dálítið af bókum og svo móðir hans, kona og fimm lítil börn. Blað hans varð fyrst til að koma út, fáeinum mán- uðum eftir að hernaðarástandinu var létt af. Flores fór með mig í prent- smiðjuna sína, sem var í rökum kjallara í leiguhjalli. Fjögrasíðu blaðið hans er sett með þrenns- konar letri og prentað í lítilli handpressu, ein blaðsiða í einu. Það kostar viku strit að koma út þúsund eintökum af þyí. Ekki er leyfilegt að senda kaupendum það i pósti. Seljendurnir mest smástrákar, eru oft handteknir af lögreglunni og settir í fangelsi, en þar eru þeir látnir höggva til götusteina. Flores hefir sjálfur setið í fangelsi í sex mánuði — án réttarhalds. Árið 1941 stjórn- aði hann verkfalli hjá fyrirtæki, sem stjórnarherrarnir áttu hluta- fé í. Það var farið fram á 7% kauphækkun. Meðal kaupið var 57 cent, og þetta verkfall var eitt af þeim fáu, sem þorað var að ráðast í. Þvi að í Honduras hafa hvorki verkamenn, bændur, lækn- ar eða lögfræðingar leyfi til að stofna stéttarfélög. Fyrstu 29 daga fangelsisvistar- innar var Flores í dimmri kjall- araholu, og varð að skríða gegn- um langan gang til þess að kom- ast inn þangað. Kjallarinn var salerni fanganna í klefunum fyrir ofan. Andstöðuforinginn í stofufangelsi. Síðan laumuðumst við Flores til Lisandro Galvez tannlæknis. Dr. Galvez er formaður lýðræðis- tlokksins, sem nýlega hefir verið stofnaður, og hann gefur líka út svolítið vikubiað. Hann er mikill vexti, glaðlegur, með svart hrokk- ið hár. Víðlesir.n og víðförull og i ætt við hermálaráðherrann, sem er umboðsmaður erlends ávaxtasölufélags og er talinn lík- legur til að verða næsti einræðis- herra ef kröfur þjóðarinnar verða ekki of háværar. Maðurinn hefir sem sé gert sig sekan um svívirði- leg hermdarverk. Með nokkurnvegin jöfnu milli- bili setur stjórnin dr. Galvez í stofufángelsi — lætur loka fyrir rafstraum, vatn og síma hjá hon- um og bannar honum að taka á móti sjúklingum. — Eg er að minnsta kosti heppnari en flestir hinir, segir hann hlæjandi. — Hann Flores þarna hefir ekki átt sjö dagana sæla, en ég hefi sloppið sæmilega vel. Eg hefi prédikað lýðræði, málfrelsi, kosningafrelsi, vinnu- frelsi og umbætur á heilbrigðis- málum og skólum, en hingað til hafa þeir ekki gert meira en að ógna mér. Drengur, sem hrópaði einu sinni: „Viva Roosevelt" fékk níu mánaða fangelsi. Enginn rétt- arrannsókn. Þær eru aldrei not- aðar, tíðkast ekki hér. Kvenhetjur. 1 svölu herbergi með steingólfi og fjölskyldumyndum í stórum umgerðum á veggjunum átti ég tal við tvær fremstu konur í landinu. Visitacion Padille heitir önnur, og er frægt ljóðskáld. Hin var Lola Reyes de Waters, af herfor- ingjaætt og í frjálslynda flokkn- um. Visitacion er glaðleg, fríð dama, 63 ára gömul. Hún er kvek- ari. Árum saman hefir hún ekki mátt láta til sín heyra, öðruvísi en með leynilegum flugritum, en nú skrifar hún heiftugar greinar um einræðið. Lola er sérstaklega aðsópsmikil kona, hún er gift amerískum verkfræðingi og á fimm börn. Þegar verst vajr brutu þessar tvær konur öll bönn og stofnuðu kvenfélag, sem skyldi hjálpa föng- um, sem orðið höfðu fyrir mis- þyrmingum og limlestingum. Þær gerðu uppsteit og fluttu stjórn inni áskoranir og fyrir bragðið voru þær ákærðar fyrir að hafa ætlað að drepa forsetann. Leyni- snápar og lögregla eltu þær á röndum, hermenn misþyrmdu þeim og aðrir gerðu þeim margt til miska og köstuðu á þær skít. Þær fögnuðu sigri þegar Hitler féll. 150 konur söfnuðust saman í Guerrerogarðinum og veifuðu fána Sameinuðu þjóðanna. Lög- reglan tók fána og tróð þá undir fótum. Aðeins mexíkanska sendi- ráðið hafði þor til að mótmæla og heimta afsökun og að fána sínum skyldi skilað aftur. Tuttugu og níu konur voru sett- ar í fangelsi og urðu að sitja i sömu skorðum matarlausar í 17 klukkutíma. 1 níu daga svaf Lola á gólfinu í ofbirtu frá kastljósi, — þar var ekkert rúm, enginn stóll, ekkert vatn til að þvo sér úr, ómögulegt að skifta um föt. Þegar einn drengurinn hennar — þrettán ára — gerði tilraun til að fá að tala við hana, var hann sett- ur í fangelsi líka. Maður Lolu var erlendis um þessar mundir og fékk ekki innfararleyfi í landið. Stjórnin hafði þvingað námufé- lagið, sem hann vann hjá til að segja honum upp starfinu. Og hann gat ekki fengið annað starf — enginn sem er andstæður stjórninni fær það — og svo fór hann til Panama. En stjórnin vildi ekki leyfa Lolu og börnum hennar að fara úr landi, þó að þau væru amerískir ríkisborgar- ar. Eftir fangelsisvistina var Lola höfð í stofufangelsi í sjö mánuði. Hún fékk hvorki vatn, ljós né síma. Börn hennar máttu ekki fara í skólann. Enginn læknir eða tannlæknir mátti koma í sjúkra- vitjun, engir kunningjar í heim- sókn. Hún komst samt af — nær- gætinn kínverskur kaupmaður færði henni mat, sem hún dró upp til sín gegnum gluggann. Svo varð eitt barnið fárveikt og hún fór út til að ná í lækni. Varðmennirnir beittu hana hörku og loks varð henni leyft að tala við sendifulltrúa Bandaríkjanna, í viðurvist lögreglumanns. Stofu- fangelsinu var létt af, en hvar sem hún fer eltir hana jafnan vopnað- ur varðmaður, sem meira að segja situr við hliðina á henni þegar hún fer í bíó. Þannig fór þá þeim, sem fögnuðu falli Hitlers í Honduras. Hjá forsetanum. Fernando Zepeda Duron rit- stjóri stjórnarblaðsins ,La Epoca‘ fór með mig í heimsókn til for- setans, Tiburcio Carias. Járnhlið- in að höll hans, sem er virki lík- ust, opnuðust. Vopnaðir varð- menn heilsuðu virðulega og Zep- eda fór með mig upp í íbúð for- setans á efstu hæð og inn í mót- tökuherbergi með flauelsklædd- um stólum í rokoko-stíl. 1 göngunum hengu óteljandi gyllt fuglabúr og blómskrúð var þar mikið. Svo kom einræðisherr- ann, stór tígrislíkur jötunn, 150 kg. af keti og beinum. Þrátt fyrir 70 ár að baki er hann enn þá viðbjóðslegasta ímynd dýrslegr- ar orku, sem ég hefi nokkurntíma séð. Kanarífugl söng bak við hann. Hann var aðeins 15 ára þegar hann byrjaði að leggja launráð gegn stjórninni og í fjörutíu ár háði hann óslitna baráttu fyrir því að komast inn í þessa höll. Þessi Tuburcio Carias Andino, sem stjórnað hefir Honduras í 15 ár með harðri hendi, lítur út eins og einræðisherrar gera í kvikmyndum. Hitler komst aldrei lengra en að líkjast meinlegri skop mynd af Chaplín. Ef ég væri kvik- myndastjóri og ætti að gera kvik- mynd um einræðisherra mundi ég síma eftir Carias. Hann væri snið- inn í hlutverkið. Við sátum hlið við hlið í sama sófanum. Það var einræðisherr- ann, sem réð þessari óþægilegu sætaskipun. Hann sat eins og steingervingur meðan viðtalið fór fram. Svolítið bil milli digurra fótanna, og hendurnar eins og þungar sleggjur á hnjánum. Eg

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.