Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1949, Page 7

Fálkinn - 25.11.1949, Page 7
FÁLKINN 7 Til vinstri: Á leið á UNO-þingið. — Undan- farin ! úr hefir misklíðin milli Rússa og vesturveldanna verið aðalumtalsefnið í sambandi við störf UNO, en í þetta sinn virð- ist það ekki vera eins áberandi og áður í Lake Success. Áður hefir þing sameinuðu þjóðanna lagt mesta áherslu á að ná sátt- um milli austurs og vesturs, en nú virðist sú skoðun meiru ráð- andi en áður, að þessar sættir megi kaupa of dýrt, og ýmsir sætta sig við að veröldin verði , hveir heimar“ í framtíðinni. — Á þingið sem hófst í september fór Visjinski utanríkisráðherra fljúgandi í þetta sinn. Myndin er tekin meðan hann tók sér hvíld í London til að rétta úr sér. Sést hann þar (með hönd- ina um hökuna) ásamt frú Zaru bin, konu rússneska sendiherr- ans í London. Til hægri Fyrsta þreskivélin. Nútíma land- búnaðartækni er nú að byrja að ryðja sér til rúms í Afríku, þar sem gnægtir af góðu landi bíða þess að mannhöndin yrki það. Núna í ár liafa t. d. bænd- ur í Marocco fengið landbúnað- arvélar í fyrsta sinn til reynslu. Þessi mynd er frá þorpinu Bou- Izakarn í Marocco, þar sem ver- ið er að nota þreskivél í fyrsta sinn. illltl ' ''' ■■■■ '■V'N.Tf, & mM s Wmmm »» H| vÆÆttmð wmmm iaiai j ,■>* él' tip!SP Til vinstri: t/The Blue Coat Boys“. — Sam- kvæmt gamalli venju ganga drengir úr ákveðnum enskum frískólum, sem kostaðir eru af frjálsum framlögum, í skrúð- göngu nm götur Lundúna 21. sept. — á Mattheusarmessu. — Á myndinni sjást drengirnir í bláu fötunum sínum ganga yfir London Bridge á leið til messu i St. Selpuchrekirkjunni. Prest- urinn, sem prédikaði þar, var sjálfur gamall „Blue Coat Boy.“

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.