Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1949, Síða 12

Fálkinn - 25.11.1949, Síða 12
12 FÁLKINN 43. ÚT í OPINN DAUÐANN særið og vinir þeirra verða hundeltir og skotnir. Eg vil ekki eiga á hættu að þú verðir skotin. Þegar þau komu út úr borginni jók híl- stjórinn hraðann og eftir tuttugu mínútur nam bíllinn staðar á vegar brúninni svo sem 20 km. fyrir utan Berlín. — Það er aðeins einn kílómetri eftir til Seefeld og þið verðið að fara út liérna, sagði Ameríkumaðurinn. Hann benti til bægri og hélt áfram: — Þið farið þennan stíg. Það eru ekki nema 400 metrar að ganga, en ég má ekki eiga á hættu að bíll- inn minn sjáist þar og þess vegna stansa ég alltaf hérna. Þið hittið fyrir bóndabæ á vinstri hönd. Berjið að dyrum þar og segið gamla manninum, sem þið hittið að billinn bafi bilað. Hann býður ykkur til gistingar og þið segið honum að þið verðið að komast 220 kílómetra áður en birti. Tvö hundruð og tuttugu, munið það. Svo geng- ur allt af sjálfu sér. Verið sæl — og góða ferð. Þau þökkuðu honum innilega fyrir hjálp- ina og leiddust upp stiginn. Þau voru bæði þreytt eftir allt sem á daginn hafði drifið. Gregory reyndi að dylja live máttfarinn hann var. Blóðmissirinn hafði dregið úr honum allan mátt og hann gat varla lyft fótunum. Hann beit á jaxlinn. Erika mátti ekki fá að vita að hann væri særður, fyrr en þau væru komin á óhultan sað. Þegar þau komu að bænum fóru þau að ráðum bílstjórans og gráhærður bóndi tók á móti þeim og fór með þau inn í stórt eldhús og brann eldur þar á skíðum. Við arininn stóð maður í flugmannabúningi. Olíulampi logaði þarna inni. Þegar Gregoi’V’ hafði virt flugmanninn lengi fyrir sér þekkti liann hann loksins. Það var Charlton flug- lautinant. Þetta var ágætt! sagði hann. — Eruð þér hérna? Eg hélt að það stæði til að smygla okkur úr landi um Danmörku eða annað land, en úr því að þér eruð hér sé tk ur ui ur tk ar th ar va, tts i« «r "tn ég að þér flytjið okkur beint heim. Carlton hló. — Við erum þrír í þessum leyniferðum. Eg hefi farið ellefu ferðir síð- an ég var með yður fyrir utan Köln fyrir tveimur mánuðum, svo að þér gfetið gert ráð fyrir að verða í London í fyrramálið, ef allt gengur að óskum. Ætlar þessi dama að verða samferða? — Nei, sagði Erika alveg óvænt. — Eg get það eklci? — Hvað segirðu? hrópaði Gregory og gleymdi alveg hve máttfarinn hann var. —«Þú verður að koma með mér! Þú sagð- ist ætla að koma með mér þegar við vor- um í Berlín. — Nei, sagði hún aftur. — Eg lofaði þvi ekki. Eg liefi aldrei ætlað mér að fara frá Þýskalandi. Eg er Þjóðverji og verð hjá mínu fólki. Eg get ekki farið núna, þegar starfið sem við höfum verið að undirbúa ei hafið. Ef hershöfðingjarnir sigra þá er ég örugg, og undir eins og vopnahlé kemst á fer ég til London. En ef illa fer þá á ég marga að. Mér skal takast að vera í fel- um. En hversu lengi sem stríðið stendur þá skal ég aldrei hugsa um neinn annan en þig, þangað til við sjáumst aftur. Og við eigum eftir að sjást aftur. — Elskan mín, þú verður — þú verður að koma með mér! sagði hann biðjandi. ■— Eg get ekki skilið þig eftír hérna. Ef þú ferð ekki þá fer ég ekki heldur. Það mátt þú ekki! Hún greip fast i öxlina á honum og borfðist í augu við hann. Þú hefir dugað ágætlega og rekið erindi þitt. Nú átt þú að fara heim. Ef ég læt þig verða hérna þá verður að hafa þig í felum kannske í marga mánuði eða mörg ár. Það er miklu auðveldara fyrir kvenfólk en karlmenn að fela sig í landi sem er i stríði. Þú mátt ekki eiga á hættu að verða tckinn og skotinn. Eg elska þig. Gregory - ég elska þig heitar en ég elskaði Hugo miklu heitara. Eg veit að ég má til að láta þig fara. Eg er ung ennþá, en ég hefi upplifað svo margt, og þess vegna veit ég að ég elska aldrei neinn annan en þig. Eg skal fara með þér livert sem þú ferð — en ekki fyrr en eftir að stríðinu er lokið. Hann fann sársaukan eins og sting gegn- um hjartað á sér meðan hún var að tala, því að hún hélt svo fast í öxlina á honum. Honum sortnaði fyrir augum. Knén misstu allan mátt. Charlton hljóp til og studdi hann. * Erika leit á höndina á sér. Hún var rök af blóðinu, sem hafði seitlað gegnum frakk ann. — Lieber Gott! hrópaði hún. — Hann er særður! Eg skal koma með heitt vatn, sagði bóndinn. — Færið hann úr frakkanum og jakkanum og svo skulum við búa um sár- ið áður en hann leggur af stað. — Já, gerið þið það, sagði Charlton. Ilann jafnar sig bráðum. Þetta er bara yfirlið. Erika rétti upp höndina. — Nei, sagði hún. — Það er bara skotsár á öxlinni. Fljótir nú! Berið hann út í flugvélina með- an hann er meðvitundarlaus. Síðasta liálf- límann hefi ég verið að brjóta heilann um hvernig ég ætti að koma honum á burt úr Þýskalandi án þess að fara með honum sjálf. Þetta tækifæri er gefið af æðri forsjón. Mér tekst ekki að fá hann til að fara, eftir að liann hefir rankað við sér. Charlton kinkaði kolli. Hann beygði sig og lyfti Gregory og svo báru þeir hann, bóndinn og bann, út í flugvélina og settu hann í farþegasætið. Erika stóð og grét þegar lireyfillinn fór í gang. Augnabliki síðar rann vélin af slað og hvarf út í myrkrið. Hún var ein eftir hjá bóndanum. Þeir voru i mikiHi hæð yfir Norður-Þýska landi þegar Gregory fékk meðvitundina. í fyrstu gat hann ekki áttað sig á livað gerst hafði. En frakkinn var linepptur frá lion- um og þegar hann lyfti hendinni varð fyrir honum járnkrossinn. sem von Pleisen hafði fcst á hann. Og nú mundi hann allt. Hann vissi að hann hafði sigrað og táp- að og sigrað aftur. Hann liafði rekið er- indi sitt. Þetta gat bjargað heiminum. Hann hafði misst af því að vera með Eriku von Epp, sem hafði átt svo marga elskhuga. En hann hafði unnið hjarta hennar og mundi ávallt eiga það, þangað til bjartari dagar kæmu yfir veröldina og þau fengi að hitt- ast aftur. ENDIB. ★ ★ ★ ★ ★ ★ Svíar a slæðingi * ★ ★ ★ ★ ★ ÞARNA stóð ég á miðju gólfi og skalf eins og ég væri með inflúensu, og þó vissi ég ekki hver skrattinn það var, sem gerst hafði. Aldrei á ævi minni i Back Kingdom hafði ég heyrt þvílíkan hávaða svo snemma morguns. Þetta var nálægt hálftíma fyrir sólarupkomu, og þeir skutu af fallbyssu og það var eins og ís væri brotinn upp á tuttugu metra dýpi, og ég skal bölva mér upp á að það fannst vera jafn nærri mér og lapjL irnar eru frá hausnum. Fall- byssan skaut og lyfti mér 6—7 þumlunga upp úr réiminu, og áð ur en ég kom fyrir mig fótun- um kom nýtt öskur, eins og maður með fjórtán daga gam- alt kvef befði hóstað inn í út- varpstæki alveg við eyrað á mér. Eg ætla að vona að ég verða aldrei vakinn svona aftur þangað til ég kemst lieim í Back Kingdom, þar sem ég að réttu lagi á heima. Eg hlýt að hafa staðið svona í tíu, fimmtán mínútur og skolf- ið í náttskyrtunni, en hjartað barðist innan í mér eins og rambúkki á staur, og lilustaði eftir hvort ekki kæmi nýtt skot. Maður veit aldrei hvað gerist á næsta augnabliki í Maine- fylki; þess vegna óska ég þess stundum, að ég hefði aldrei farið hænufet frá Back King- dom. Eg hafði sextíu dollara á viku þar og góðan mat og húsnæði, en þá þurfti ég, þorsk-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.