Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1949, Page 13

Fálkinn - 25.11.1949, Page 13
FÁLKINN 13 urinn, að rífa mig upp og flækj- ast hingað. Sem ég er lifandi maður skal ég fara þangað aft- ur; ég liefi ekki átt náðugan dag síðan ég kom liingað fyrir þrem—fjórum árum. Þetta er horngrýtis hola, og hér getur vesæll maður átt von á að upp- lifa eins margt óvænt og óút- reiknanlegt eins og á langri æfi og hnattsiglingu. Ef maður er borinn og barnfæddur í Back Kingdom, ætti hann að vera þar sem hann á heima; það hefði ég gert ef ég hefði bara haft vit á að halda mér fjarri „Bukt- inni“ liérna, þar sem matSuil aldrei veit hvað lcann að ske, hvorki livar nié hvenær. En þarna stóð ég nú á gólfinu á annari liæð og skalf eins og asparlauf í ágústroki og vissi ekki nema skotið yrði aftur af þessari fallbyssu þá og þegar. Einmitt þá heyrði ég til Jim og frú iFrost, sem voru að trítla berfæll á gólfinu fyrir neðan. Jafnvel þó ég vissi ekkert liver rækallinn hafði komið fyrir, þá vissi ég' að minnsta kosti að ekki var sérlega kyrrt og ró- legt kringum mig, eins og vant er að vera á sunnudagsmorgn- um í mai, þvi að ekki veitti af öllum hávaða i liinmariki og helvíti til þess að koma Jim og frú Frost upp úr volgu ból- inu fyrir klukkan sex á morgn- ana. Eg hljóp að glugganum og stakk út höfðinu eins langt og ég gat til þess að heyra hvað væri á seyði. Úti var allt svo kyrrt og rótt, sem verið getur um miðja nótt i hliðargötu á miðjum vetri. En ég vissi að eitthvað var í bigerð, því að Jim og frú Frost voru ekki vön að fara upp úr volgu bólinu sínu á þessum tíma, á köldum maídegi. Það var ástæðulaust að ég stæði þarna i kuldanum, skjálf- andi í einni skyrtu, svo að ég klæddi mig og blístraði gegnum tennurnar á meðan til að halda á mér hita, og reyndi að kom- ast að niðurslöðu um livaða hjálfi það væri, sem færi að skjóta með fallbyssu á sunnu- dagsmorgni. Þá lieyrði ég að gengið var um dyrnar niðri, og upp stigann, tvö þrep í skrefi, kom Jim í axlaböndum og með skyrtuna flagsandi. Hann var ekki lengi að kom- ast upp stigann, þegar á það er litið að hann er sextíu og sjö, en áður en hann komst að dyr- unum mínum reið annað skot af: Bomm! Alveg * svona! Og bergmálið velti sér ofan úr hæðunum og inn um gluggann. Bomm! Bomm! Eins og flug- ildar þegar þú lokar augunum. Jim hafði komist inn úr dyrun- um en þegar liann heyrði bomm ið 'þá hringsnerist hann eins og »findhani, fimm, sex sinnum og flaug út úr dyrunum eins og hann hefði verið skotinn í rass- inn með haglabyssu. Svona bomm, svona snemma á morgn- ana, var nægilegt til að gera hvern meðalmann villausan, og Jim var alveg eins og ég og liver annar í bænum East Joloppi. Hann hringsnerist og flaug út úr dyrunum og niður á efstu tröppuna, alveg eins og hann iiefði ætlað að komast á vissan stað í flýti, slugslaust og orða- laust. Eg hafði unnið hjá Jim og frú Frost öll þessi þrjú—fjögur ár, og ég var eiginlega engu minni Frost en Jim var, að nafninu slepptu. Við Jim vorum afar samlientir, unnum liús- vcrkin og útistörfin í samein- ingu, og hvorugur olckar reyndi að láta hinn vinna meira. Við áttum skolli vel saman, og mér datt ekki í hug að segja upp vistinni og Jim sagðist eklci gera það heldur. Að vísu har Jim nafnið Frost, en mér datt aldrei í hug að kalla neinn því nafni. Bergmálið af skotinu velti sér ennþá milli ásanna og inn um opinn gluggann þegar við heyrð um allt i einu ferlega hóstann í útvarpinu aftur, heint inn i herbergið og út í hvern krók, já, og enda um allan Joloppi- bæ. Maðurinn eða nautið eða hvaða dýrategund það nú var, sem öskraði svona, ætti að lok- ast inni svo að liann ærði ekki konur og hörn, og ekki var þetla neitt uppbyggilegt hljóð fyrir fullorðna karlmenn held- ur, sem hafa verið vanir friðn- um og kyrrðinni í Back King- dom alla sína æfi, — snemma á sunnudagsmorgni. Eg rauk fram í dyrriar, sem Jim hafði flogið út um einni mínútu áður. Hann hægði elcki á sér fyrr en hann var kominn niður stigann. Þar stóð hann og glápti á mig eins og kálffull helja, sem er staðin að þjófnaði i kornakri sýslumannins. „Hver var það sem skaut þessu déskotans skoti, Jim?“ öskraði ég til lians og brunaði niður sligann, dálitið hraðar en mönnum á minum aldri eigin- lega sæmir að gera. „Guð sé mér næstur!“ sagði Jim hás og lypjiaðist niður eiris og kerlingarsvunta. „Svíarnir! Það eru Svíarnir sem skjóta!“ „Hvaða Svíar, Jim — eru það Sviarnir sem eiga jörðina og húsin þarna hinu megin við veginn?“ sagði ég og reyndi að finna hnappagatið á skyrtunni minni. „Ætla þeir að setjast að þarna á bænum?“ „Seisei-já.“ sagði liann með hryglurödd eins og liann hefði gleypl of mikið af vatni. „Svi- arnir eru alls staðar. Hvar sem þú lítur — svo mikið er til af þeim.“ „Hvað heita þeir, Jim?“ spurði ég. „Þið frú Frost liafið aldrei sagt mér hvað þeir heita.“ „Svei mér ef ég veit það. Eg hefi aldrei heyrt þá kallaða annað en Svía, og það er víst það sem þeir eru. Þeir ættu að minnsta kosti að heita það, jafn- vel þó að þeir væru það ekki. Eg hljóp ganginn á enda til þess að líta út um gluggann, en það var öfugu megin i húsinu svo að ég sá ekki neitt. Frú Frost vaggaði um stofurnar og læsti allt lauslegt niðri í skúff- um og skápum og gleymdi svo hvar hún Iét lyklana. Eg sá liana inn um dyrnar og hún var enn ærðari en Jim var. Hún var svo hrædd við Sviana að hún vissi ekkert hvað hún gerði. „Hvers vegna komu þessir Sviar aftur?“ spurði ég. „Mig minnir að. þeir segðust vera að fara alfarnir seinast.“ „Sei, sei, nei, ég veit ekki hvers vegna þeir hafa komið aftur. Eg spái því að fólk hverfi alltaf að jörðinni aftur i lélegu árferði, og Svíarnir eru alltaf á undan öllum i öllu. Eg veit ekki hvers vegna þeir komu aftur, en þeir eru alls staðar og skjóta og öskra og gera þenn an helvítis gauragang. Þeir eru einir þrjátíu—fjörutíu, sýnist mér, þegar maður telur allt sem haus er á.“ „Hvað gera þeir annað en skjóta og öskra, Jim?“ „Ó, sei, sei,“ sagði Jim og leit um öxl til þess að sjá hvað frú Frost gerði við dótið hans inni í stofunni. „Mér þætti gaman að vita hvað þeir gera ekki. En nú heyri ég til þeirra! Flýttu þér út undir eins og læstu öll amboðin inni í ldöðunni og sæktu kýrnar og bitlu þær á básana. Eg verð að flýta mér að hirða alla nýju girðingar- slólpana sem liggja á hlaðinu áður en þeir fara með þá. Ó, sei, sei„ — alls staðar Svíar livar sem litið er. Við verðum að flýta okkur, Stjáni!“ Jim hljóp út bakdyramegin en ég fór að engu óðslega. Eg var ekki hræddur við Svíana, eins og Jim og frú Frosl voru, og ég ætlaði ekki að láta Jiiri þræla mér út, — að minnsta kosti eklci fyrir morgunmat og vinnu- tíma. Að minnsta kosti var ég ekki hræddari við Svía en ég var við Finna og Portúgala. Amerikumenn mega skammast sín fyrir að láta Svía, Finna og Portúgala gera sig vitlausa af hræðslu. Þeir eru skrattakorn- inu ekkert öðruvísi en við, og þú sérð aldrei Finna eða Svía, sem eru hræddir við Ameriku- menn. En Jim og frú Frost eru lafhrædd við Svía og annað fólk úr löndunum í gamla heim inum; Jim og frú Frost gefa sér aldrei tíma til að liugsa um það að við Ameríkumenn höf- um allir einhvernlíma komið úr gamla heiminum. En það var ekkert unnið við að rökræða við Jim og frú Frost einmitt núna, því að Svíarnir breiddu úr sér út um allt eins langt og augað eygði, eins og eldur hefði komið i mauraþúfu, og frú Frost var með lífið í lúk- unum að þeir mundu koma inn í húsið og bera út húsgögnin hans Jims og liennar. Svo að á meðan frú Frost var að sauma skóna sína og hans Jims inn í koddaver og fela þau í skápum og undir rúmum, hallaði ég mér út um eldhúsgluggann til að sjá hvað væri að gerast við liáa, gula húsið þarna fyrir hand- an veginn. Jim og frú Frost höfðu rétt fyrir sér i þvi, að þarna var allt morandi i Svíum. Það voru Svíar um alla sveitina og um allan Joloppi-bæ, eftir þvi sem ég gat hest séð úr eldhúsglugg- anum. Þeir voru eins og mý á mykjuskán kringum hlöðuna og pumpuna og viðarköstinn. Sviar hvar sem maður gat séð, og þar sem maður ekki sá þá, heyrði maður þá væla og emja inni í gula lauphúsinu við veg- inn. Það var ekki vafi á að þar voru Svíar líka; því að ég hefi aldrei séð mann, sein tekur Svia eða Finna fyrir Amerikumann. Undir eins og þú sérð Finna eða Svía þá veistu að mér heil- um og lifandi að hann er Finni eða Svii en ekki Portúgali eða Ameríkumaður. Þarna voru Sviar hvar sem litið var. Sumir þeirra voru litlir Sviar og aðrir kvenkyns Svíar. En smá-Sviar og kven- Sviar reyndar lika, vaxa og verða stórir áður en líkur. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft er engin meining í að greina smá- Svía og kven-Svia frá. Uti á götunni fyrir framan húsið þeirra stóðu sjö—átta bíl- ar, kúfaðir af húsgögnum og innanhússmunum. Og í kring eintómir Svíar. Svíarnir vældu og öskruðu hver á annan, smá- Svíarnir og kven-Svíarnir engu síður en hinir, og enginn virt- Framhald i næsta blaOi.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.