Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1950, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.02.1950, Blaðsíða 5
FÁLKIN N 5 freistaðist til að leggjast sjálfur í kassann og reyna að end- lieimta frelsi á þann hátt? .... Hann gerði tilraun og frúin setti lokið á: ÞÞau ætluðu að prófa hve lengi liann gæti hald- ist við í kassanum. Góð stund leið þangað til Grotius sagðist vera að kafna. Árum saman æfðu þau þessa kassalegu og hún æfði sig í að herma eftir honum og ná raddhreim hans. Tækifærið lcom um 22. mars 1621, er varðstjórinn fór í ferða- lag og eintómir meinleysismenn héldu vörð. Grotius kallaði á vörðinn og bað um að kassinn yrði sendur vini sínum, er liann nafngreindi, undir eins og hann hefði látið hækurnar í hann. Því var lofað. Svo afklæddi Grolius sig; liann varð meira að segja að taka af sér skóna vegna þrengslanna. Fjórtán sinnum tók Grotius eftir að kassinn var settur niður og jafnan heyrðist liringla í lyklunum á meðan, svo að Grot- ius stóð á öndinni. En enginn lireyfði við lokinu. Grotius var borinn út úr kastalanum. Þegar kom til vinarnis, sem átti að taka á móti kassanum, þótti vissara að. koma honuin lengra undan. Hann var fluttur um borð í skip og þegar hann hékk í bómunni heyrði Grotius kall- að: „Gætið þið að — nú dettur kassinn í sjóinn!“ Og þegar kass anum var skipað upp heyrði hann skipstjórann segja: „Við tökum þennan kassa síðast. Það eru bara bækur í honum!“ En loks slapp hann úr kassanum með hjálp vinar síns, og dulbú- inn sem múrari komst hann til París. Varðstjórinn í Loewen- stein varð hamslaus er hann frétti um flóttann, en lét loks mild ast, og frú Grotius og börnun- um var sleppt úr fangelsinu. „Réttlátar“ styrjaldir. Lúðvík XIII. liét Grotiusi ríf- legum lífeyri, en sveik það lof- orð. Það vitnaðisl víst aldrei á hverju Grotiusfólkið lifði þessi árin, er hann — innblásinn af 30-ára stríðinu, sem eisaði um þessar mundir — skrifaði fræg- asta rit sitt: „Um rétt striðs og friðar“. Engin lögfræðibók seld- ist jafnvel — sex útgáfur komu af henni áður en Grotius dó. Þar var í fyrsta skipi gefið full- komið yfirlit yfir öll lögfræðileg viðfangsefni ríkja á milli. I. og III. bindi fjalla um stríð. II. bindi, sem er stærra en hin tvö samanlagt er um samskipti ríkja á friðartímum. Þarna er gerð ljós grein fyrir því, að sam- skipti ríkja á milli verði að vera háð sömu réttarreglum sem samskipti einstakra þegna innbyrðis. Ritið kom út 1625, og orð Grotiusar, sem liann skrif- aði þá, liafa haldið gildi sínu furðuvel: „I öllum kristnum heimi má sjá ofsafengni í hern- aði, sem jafnvel siðlausu þjóð- irnar mundu skammast sín fyr- ir. Undir eins og gripið er til vopna er hætt að taka nokkurt tillit lil laga guðs og manna. Það er eins og vitfirringunni sé sleppt lausri með valdboði, og svo er leyft að fremja hvern hugsanlegan glæp .......“ Styrjöld getur í sumum til- fellum verið réttmætur verknað- ur — að því er Grotius kennir en eigi fyrr en reynt hefir verið að leyta um sættir. Orðið hlut- leysi er ekki til i framkvæmd- inni. En Grotius leggur ríka á- lierslu á, að ríki sem sitja lijá í stríði, megi elcki vera vilhöll þeim aðilanum, sem hefir á i’öngu að standa. Páfinn bannfærir. Meðal stjórnmálamanna vakti rit Groliusar afarmikla athygli. Ritið vai'ð lil þess að Richelieu kardináli svipti höfundinn öll- um tekjum í Frakklandi og páf- inn lét skrá ritið á „skrá bann- færða bóka“, og þar var liún til ársins 1901! Þegar Gustaf Adolf var fallinn í orustunni við Liit- zen 1632, fannst bók ein í tjaldi lians: Hei’naðarréttur Groti- usar! Eftir að Frakkar höfðu svift Grotius öllu lífsuppeldi vai’ð txann að leita sér tekna á annan liátt. Hann tók tilboði Kristínar Svíadrottningai’, dóttur Gustafs Adolfs, um að vei’ða séndiberra Svía í París, og þeirri stöðu gegndi Iiann frá 1635 til 1645, eða lengst af þeim tíma er Sviar og Frakkar stóðu sanxan í 30- ára stríðinu. Þegar Danir og Sviar fóru í stríð hverjir gegn öðrum 1645 sendi Kristín drottn ing eins konar eftirlitsmann til Parísar, en það vildit Grotius ekki sætt sig við. Hann sagði af sér í von um að fá aðra stöðu. En hann fékk hana ekki. Fór hann til Stokkhólms í þeim erindum og ætlaði þaðan til Hollands, en skipið fékk ofsa- veður og strandaði við Pomm- ernströnd. Grotius komst á land jxrekaður mjög af volkinu, og fékk lungnabólgu upp úr ]xví. Dó liann í Rostock skömrnu síð- ar. Siðustu orð hans eru sögð þessi: „Eg tók mikið að mér •— og kom ekki neinu fram.“ Ná- lægt 240 árum síðar var risa- vaxið minnismerki reist höfundi alþjóðaréttarins í fæðingai’bæ Hugo Grotiusar, Delft. Mjósnameistarinn Tanama ÞESSA sögu hefi ég frá Yablonsky hershöfðingja, gömlum manni, sem kvöld eftir kvöld sat við sama borð- ið i horninu á litlu rússnesku kaffi- húsi við Nollendorfplatz i Berlín. Það var ómögulegt annað en taka eftir honum, því að heiðursmerkin voru eins og mý á mykjuskán á brjóstinu á honum. Hann var ekta rússneskur landflóttamaður, bláfátæk ur hershöfðingi frá zar-öldinni, sem lifði eingöngu á endurminningun- um um æskudagana í Rússlandi. Fengi hann nóg af vodka fór liann að segja söguna af Tanama höfuðsmanni. „Það er maðurinn, sem hefir rússnesku byltinguna á samviskunni,“ var hann vanur að segja í sögubyrjun. „Einn einasti maður, Japani — Tanama höfuðs- maður. Það væri zar í voru heilaga Rússlandi enn i dag, ef Jiann hefði ekki verið í leiknum. Þér munið vist að Japanar sigruðu okkur 1905, og sá ósigur flýtti fyrir byltingunni. En Japanar hefðu aldrei unnið þá styrjöld, ef ekki hefði verið þorp- aranuin Tanama til að dreifa. hafið þér aldrei heyrt hans getið?“ Það hafði ég ekki. Og gamli hersliöfðinginn, sem einu sinni hafði verið i fréttaþjón- ustu keisarans, sagði nú eftirfarandi sögu: Tanama höfuðsmaður kom til St. Petersburg 1901, sem liermálafull- trúi japönsku sendisveitarinnar. Hann hlýtur að hafa haft útlent blóð í æðum, því að hann var ekki snxá- vaxinn eins og flestir Japanar, en yfir 180 cm. hár. Andlitið var brons- gult og ljótt eins og púkagrima frá Tibet. Eigi að siður sópaði að hon- um i einkennisbúningnum, og kven- fólkinu virtist lítast á lxann. Eg var höfuðsmaður um þær mund ir og starfaði lijá fréttastjóra her- foringjaráðsins. Vitanlega var okkur forvitni á að vita livað Tanama liefðist að. Hann var hermálafulltrúi erlends ríkis, cða njósnari, svo að maður noti ekki eins hæverskt orð. Hann var af einni af elstu ættuin Japana, og faðir lians einn af nán- ustu ráðgjöfum míkadósins. Tanama liafði fengið góða menntun og dval- ist erlendis mörg ár og lært örugga og laðandi framkomu heimsmanns- ins. í rauninni höfðunx við sérstaka ástæðu til að hafa auga á Tanama. Við vissum að það var ekki nema tímaspursmál að okkur lenti i stríði við Japana eystra. Auk þess skýrðu njósnarar okkar í Tokió frá þvi að japanska hermálaráðuneytið fengi að staðaldri fregnir af hernaðarleynd- armálum okkar. Það var ekki vafi á þvi að Tanama gæti sagt okkur hvernig þær liöfðu lekið út úr Rússlandi. Ekki var nema um eitt að gera: við urðum að þvinga Tanama til að fara úr landi, í von unx að eftirmað- ur hans yrði ekki alveg eins dug- legur og ismeygilegur og ekki eins heppinn. Við afréðum að hóta hon- um með hneykslismáli til þess að fá hann til að fara eða fremja sjálfs- rnorð. Það skipti engu máli hvort hann gerði, ef við bara losnuðum við liann. Það var auðvelt að lokka hann í gildru. Hann var í þingum við leik- konu, sem liét Ilyinskaya. Við fórum til hennar og sögðum henni hvers við óskulðum, en við urðum að hóta lienni illu til þess að fá hana til að lofa að hjálpa okkur. Eg held beinlínis að henni liafi þótt vænt um þorparann! En ioks lofaði luin að gera eins og við höfðum sagt henni. Eitt kvöldið fór hún til Tanama höfuðsmanns og sagði að hann yrði að giftast henni eins fljótt og unnt væri. Hann færðist undan •—- vitan- iega með hæverskum orðum, eins og öðrum eins veraldarmanni og lionum sómdi ■— og benti lienni á að japanskur herforingi sem giftist útlendingi yrði að ganga úr herþjón- ustu. „Auk þess,“ bætti hann við, eins og þetta væri eitthvað sem honum dytti í hug í svipinn •— „á ég konu í Japan.“ Hann bauð Ilyins- kayu peninga, en hún vildi ekki Jieyra á það minnst. Annað Jivort yrði liann að giftast lienni eða hún gerði opinbert hneykslismál úr öllu saman. „Þú getur Ixugsað niálið þang að til annað kvöld,“ sagði liún. ,.Þá kem ég til að fá að lieyra hvorn kostinn þú velur.“ Daginn eftil' var liringt i símann á skrifstofunni hjá mér. Það var Tanama, sem spurði hvort hann mætti tala við mig undir eins. — „Það cr viðvíkjandi mjög mikilsverðu mál- efni.“ Eg fór heim til lians. Eg verð að játa að hann var hreinskilinn, því að liann spurði mig berum orðum: „Haf ið þér lieyrt um mig og Ilyinskayu? Eg gat ekki endurgoldið jiessa hreinskilni en svaraði að ég skildi ekki við livað hann ætti. Hann setti mig inn í málið, með sem fæstum orðum og sagði: „Þér skiljið vist að ef hún gerir alvöru úr hótuninni þá er hér aðeins ein leið opin. Þér skuluð ekki halda að ég sé lydda. Eg er ekki hræddur við lineyksli og ekki við sjálfsmorð heldur. En ég er af gamalli aðals- ætt, sem hefir glæsilegar erfðir og faðir minn, sem situr i æðsta ráði keisarans, er orðinn gamall. Það versta sem hugsast gæti væri að hann vissi son sinn ærulausan. Rann mundi telja það skyldu sína að fremja liarakíri ásamt mér. Sama er að segja um föðurbróður minn. Þér þekkið ckki okkur Japana.“ Svo starði hann i augun á mér og sagði: „Monsieur le capitain þér getið lijálpað mér. Hvað heimt- ið þðr i endurgjald?“ í huganum gladdist ég yfir því að svona auðvelt hefði orðið að lcika á hann. En ég lét sem ég væri i miklum vafa er ég sagði: „Eg er ekki viss um að ég gcti hjálpað yður. Þér neyðist að minnsta kosti til að fara á b~urt úr Rússlandi.“ „Sjálfsagt. Og hvað meira?“ Tilgangurinn með þessari spurn- ingu setti mig svo út af laginu, að ég lét duga að svara: „Eg verð að tala um það við yfirboðara mína.“ Eg fór aftur á skrifstofuna og sagði félögum mínum frá samtalinu. Frh. á bls. IL

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.