Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1950, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.02.1950, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA ^ ^ ^ ^ ÞEGAR ATLANTIS SÖKK 10. EFTIR FRANK HELLER ># ^ ^ ^ ^ ^ ^ — Hafið þér séð hann áður? •— Aldrei. Dósentinn liugsaði sig dálítið um. Notar herra Gundelach ilmvötn? Davíð kinkaði kolli. — Það gerir hann. Og þau nokkuð væm- ii>, af karlmanni að vera. Ekki lavendel, eins og flestir karlmenn. Eg hefi oft hugs- að um það. — Hafið þér séð hann nota pelargoníu- vatn? Því ekki það. Þeir búa til ilmvötn bæði úr rúskinni og heyi, sagði Lutjens og lét á sér sjá að hann hefði ekki að fleiru að spyrja. Davíð dró sig í hlé og Ebb sagði lausnar- orðið: — Á vinkrána! hrópaði hann. — Við verðum að ræða þetta mál! III. Lifið um borð í lúxusskipi er eins og i stórhorg •— það stendur aldrei kyi’rt. í kiánni voru gestir, þó að klukkan væri orðin hálfþrjú. Þremenningarnir fengu sér sæti úti í horni, þar sem þeir gátu verið í næði, því að við borðin er næst voru sátu Englendingar og Frakkar, sem ræddu alls konar tilbrigði af heimspólitík, — mik- ið af smáfréttum hafði borist þennan dag, Eg gef Trepka vini vorum orðið, sagði dósentinn. — Úr því að hann hefir gefið þá skýringu að þetta sé ekki annað en af- sprengi af sjúku hugmyndaflugi minu, er ekki um annað að ræða en samþykkja það. Eða livað segið þér, Ebb. — Alveg sama finnst mér, sagði norska skáldið og saup gúlsopa af ísköldu groggi. Talið þér, Trepka! Grípið til vopna gegn öllum þessum fáránlegu ímyndunum og drejiið þær í snatri. Að deyja, að sofa, kannske líka að dreyma ...... — Háð yðar er háfleygt, svaraði banka- stjórinn og skákaði Norðmanninum með því að drekka glasið sitt botn í einum tcyg. — Eg vil ekki mæla móti því, að hér hafi ýmislegt skeð. En ég kynoka mér við að draga of víðtækar ályktanir af því. Og þó forðast ég enn meira að draga þær of fljótt. — Það er nú einsdæmi að Trepka skuli viðurkenna að eittlivað hafi skeð, svaraði Ebh. — En af þvi að ég er ekki eins var- kár og vinur okkar úr hinum æðri fjár- málaheimi, leyfi ég mér að draga ýmsar ályktanir nú þegar. Eitthvað hlýtur að valda því að Gundelach fannst meðvitundarlaus. Þetta eitthvað getur tæplega verið af nátt- úrunnar völdum, — manneskja hlýtur að liafa verið viðriðin. Og manneskja slær ekki manneskju í rot að gamni sínu eingöngu. Einhverjar hvatir hafa legið á bak við. — Frændurnir, gall bankastjórinn við. — Eg hefi margsagt það. Annaðlivort myrðir hann þá eða þeir hann. Þeir höfðu hetur í fyrstu umferð. Voilá tout! — Ágætt, sagði Kristian Ebb. -— En lcannske full einföld ályktun. Þér gleymið víst að við vorum sjónarvottar að atviki fyrir nokkrum klukkutímum, og að það atvik er kannske elcki alveg óskylt því, sem gerst hefir. — Eg kynoka mér við að trúa því eitt von Post varð sár. En enginn skal fá mig einasta augnablik, sagði Trepka. — Herra til að trúa að fyrrverandi sænskur embætt- ismaður sýni banatilræði fyrir það. — Héaaðshöfðinginn er talsverður ofstopa maður og hann er fauti. Þegar Hambeck fornvinur lians dró dár að kenningum hans núna nýlega varð hann svo ofsareið- ur að hann hefir elcki talað orð við hann síðan. Hafið þér tekið eftir því, Lutjens. — Já, og Hambeck þegir líka. Hann mælti ekki orð í lcvöld, og var þó svo að sjá sem hann langaði til þess. Trepka skellihló. -— Það er Hambeck sem hefir ráðist á Gundelach. Það er deginum ljósara. Hann hefir skopast að fræðikenningum vinar sins, en vill ekki biðja fyrirgefningar. Og að biðja ekki fyrirgefningar er sama og að áskapa sér innibyrgðar kenndir, og við vitum allir hve hættulegt það er. I kvöld skopast annar maður að vininum. Og þeg- ar í stað knýja innbyrgðu kenndirnar Ham- beck til að fara inn í klefa viðkomancli manns og berja hann í hausinn með hamri. Svona er þetta einfalt, kæri Watson. — Hvers vegna geymið þér hamarinn i silkipappír, úr því að þér liafið allar til- raunir til að skýra málið, að liáði og spotti. — Af því að ég er kristin manneskja, hvæsti bankastjprinn. — Af því að ég vil ekki að þið tvær varpið grun á allt fólkið um borð. Finni maður fingraför er málið útkljáð. — Heyrðuð þér ekki livað læknirinn sagði? Hér er enginn um borð, sem getur framkvæmt þessa rannsókn. Og það er ó- gerningur að taka fingraför allra farþeg- anna. — Eg hefi hugsað mér að annast þá rannsókn sjálfur, sagði Trepka hryssings- lega. — Eg held að ég sé maður til þess. Ög ég skal verða mér úti um fingraför til samanburðar líka. Þið skuluð reiða ykkur á það. — Bravó! sagði Ebb. — En áður en þvi er lokið er Gundelach væntanlega kominn á fætur og viti nokkur hver tilræðismað- urinn er þá hlýtur hann að vita það. — Ekki skuluð þér sverja það, tautaði hankastjórinn. — Einu sinni var ráðist á mig i Kaupmannahöfn, og skrattakorninu að ég vissi nokkuð um hvað var að gerast, fyrr en það var afstaðið. Lögreglan náði hvorki í tilræðismanninn né 300 krónurn- ar mínar. Það var nú sandpoki þá, en ekki hamar. En ég held að það skipti litlu máli í framkvæmdinni. — Hvað segið þér? Inni í skrifstofunni yðar? — Nei i stiganum. Og þar var betra ljós en í klefa Gundelaclis. Ebb stóð upp og augun leiftruðu. — Við höfum gleymt einu, hrópaði hann. — Bréfunum! Bréfunum sem við fengum og sem sögðu, að eitthvað mundi koma fyrir. Þarna lcemur ódæðið, sem talað var um þar. Bankastjórinn hvæsti svo að Þvindlaaskan þyrlaðist upp. -— Þér eruð ólæknandi, Ebh. — Við feng- um bréfin i Gautaborg. Haldið þér að þetta — lun, — atvik — hafi verið undirbúið svo löngu fyrirfram? Það væri alveg álíka viturlegt að staðhæfa að — hm — óhapp —Gundelachs væri í nokkru sambandi við bréfin, eins og að halda þvi fram að þjóf- urinn í dag gerði það. — Og hvers vegna gæti ekki verið sam- band milli þessara tveggja atburða, spurði dósentinn neðan úr stólnum sínum. — Eg spyr einfeldningslega eins og Sókrates. Hver segir að það sé ekki þjófur, sem ver- ið hefir í heimsókn hjá Gundelach? Gunde- lach kemur honum i opna skjöldu— og svo verða sviptingar ...... — Þjónn! kallaði bankastjórinn. — Aðra flösku og þrjú glös! Ef ég á að hlusta á meira af þessum hugarórum án þess að drekka, þá fæ ég svima og velgju. Kristian Ebb starði með el’tirvæntingu á dósentinn. En hann var að fitla við nokk- ur glerbrot, sem hann geymdi í blaði, sem hann hafði rifið úr vasabókinni sinni. IV. Þegar Kristian Ebb vaknaði morguninn eftir — það var ekki sérlega snemma •— fannst honum helst að maður með liamar mundi liafa komið í heimsókn til hans líka. En gusa af ísköldu vatni gerði undur- samlegt gagn gegn timburmönnunum, og hann flýtti sér út á þilfarið undir eins og hann var kominn í fötin. Hann hafði gert sér von um að liitta vini sína tvo þar, en þá var hvergi að sjá. En í staðinn kom liann auga á fríðan hóp, ungfrú Marianne, dökkhærða greifann, og ljóshærðan ungan aðalsmann frá Sviþjóð, erfingja að sögu- fiægu óðari. Þau sálu skáhallt fyrir neðan hann á afturþilfarinu og liorfðu á kjölröstina frá Helgelandsholm, sem stefndi i norður, eins og mjallhvítt plógfar. Skipið .mikla var á leið lil næsta viðkomustaðar, Dakar i Vest- ur-Afríku hinni frönsku. Kristian Ehb gat fylgst með hverri hreyfingu fóllcsins. Og þær sýndu betur en orð hvað var að gerast. Það var auðséð að Marianne lék sér að þcssum mönnum, eins og duglegur tafl- maður leikur sér að andstæðingum sínum í fjöltefli. Það var ómögulegt að sjá hvor-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.