Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1950, Síða 5

Fálkinn - 02.06.1950, Síða 5
FÁLKINN 5 á Metröpolitan, en þar er allt uppselt fyrir nokkrar næstu vik- ar, og hann fer á mis við svert- ingjaleikinn „Porgy and Bess“ í Harlem, vegna þess að hann er ekki auglýstur. Hann getur heldur ekki pantað að sjá hófa ræna hanka eða drepa mann á götunni, en ef hann er á ferli upplifir hann vafalaust eilthvað annað, sem síðan er sagt frá á 1. síðu í blöðunum, svo sem að negrum lendi saman í áflogum á götunni eða að verðfall verði á kauphöllinni. Kauphöllin kem ur yfirleitt mikið við daglega lífið á Manhattan. Ef snöggar hrej'tingar verða á skráðu gengi hlutahréfa eða vöruverði er þetta l'ljótt að verka bæði á iðn- samsteypurnar og á skrifstofur stéttafélaganna. Verðskráning á oliu, liveiti, stáli eða kaffi hef- ir ótrúleg áhrif og því meiri sem verðbreytingin er, livorl lieldur er hækkun eða fall. í sumar varð vérðfali á hluta- hréfum ýmissa framleiðslufyr- irtækja vegna þess live horfurn- ar á útflutningi voru slæmar, og þá var þegar farið að spá því, að nú væri í aðsigi kreppa og atvinnuleysi á borð við það, sem gerðist 1929. En allt jafn- aðist. Manhattan lifir og lirærist í peningum og1 einstaklingurinn er háður liinu óumbreytanlega æðaslagi baráttunnar fyrir til- verunni. í rauninni er ævi stór- borgarbúans xnjög fábreytileg. Hann mætir í vinnunni á sömu mínútunni dag eftir dag og ár eftir ár, og starf hans er ein- liæft vegna þess live verkaskipt- ingin hefir vei’ið framkvæmd út í æsar. Á þessum staðnum sit ur ung stúlka, sem gerir ekki annað allan daginn en líma frí- merki á bréf eða stimpla þau í frímerkjavél og á öðrum stað er þjónn sem þeytist upp og ofan-í lyftu allan daginn. Og fólkið verður ekki aðeins ein- hæft af vinnunni. Það les allt sömu Ixlöðin, heyrir sama út- /arpið og sér sömu kvikmynd- irnai’, raular sömu dægurvísurn- ar. Og það etur meira að segja sams konar nxat og gengur í iamskonar fötum. Ef vefnaðar- vöru-stórlaxarnir vilja að þú gangir í hrúnum vaðmálsfötum þá gerir þú það, því að þú lest auglýsingarnar og vei’ður fyrir áhrifum af þeim. Hvergi er máttur þeirra meiri en í Man- hatlan. Og hvergi í heiminum er „standardisering“ lengra á leið komin en í Ameríku og þeir sem lengst eru komnir í lienni geta selt ódýrast. Woolworth varð á sínum tíma auðugur á 5- og 10-centa vai-ningnum sín- um, og Macy liefir orðið stærsta verslun í heimi á því að selja allt „6% ódýrara en aðrir,“ — líka þær vörur er firmað fram- leiðir ekki sjálft. Til þess að þessi afsláttur sé raunverulegur hefir firmað 125 manns í þjón- ustu sinni til þess að fylgjast með vei’ðlagningu hjá öðrum. I hverri viku kaupa þeir mörg þúsund hluti af líkri tegund og Macy selur — frá flugvélum til títupi’jóna — til samanburðai’. Sé einhver þeirra jafngóður Macys og jafn ódýr eða ódýi’ari, fær viðkomandi deild hjá Macy hálftíma til að breyta vei’ðmið- unum á henni. Mestur er ysinn og þysinn á Manhattan um það leyti sem fólk er að fara til vinnu sinnar eða úr henni, og í matarhléinu um miðjan daginn. Það er vott- ur um þjálfun einstaklingsins og milda tækni að hægt skuli vera að láta alla þá umferð fara frani árekstrai’laust, bæði liina gífurlegu bifreiðaumferð og ösina á hrautai’stöðvunum. Reyndu að fylgjast með ein- hverjum vinnandi manni frá því Syðri hluti Man- hattan séður úr RCA-byggingunni. í góðu veðri er hægt að sjá til hægri Hudson River, sem renn- ur milli Manhatt- an og New Jers- ey, og til vinstri East River, milli Manhattan og fírooklyn. að hann slokar í sig glasi með appelsínusafa kl. 7.24 á morgn- ana og þýtur á næstu biðstöð og þangað lil hann lokar fyrir útvarpið frá WBC eða WCB klukkan 22.48, dregur upp vekj- araklukkuna og slekkur á nátt- borðslampanum. Ef þú hefir fylgst með þeim degi í dag þá veistu livernig liann verður á morgun og liinn daginn, eða eftir eitt ár og tíu ái’, ef heilsa mannsins endist og húshóndi Iians fer ekki á hausinn. Man- hattan-dagurinn er nákvæmari stundaskrá en nokkur skóli licf- ir: Þú hangir í stroffunni í spor- vagninum kl. 7.48—8.27, selur sjálfblekjunga,hálshindi eða póst- korl kl. 8.30—12.15. Boi’ðar tvö stykki af brauði, drekkur kaffi og fæi’ð þér sígarettu á troð- fullu kaffihúsi helst nákvæm- lega kl. 12.22. Sleikir sólina á götunni kl. 12.29—15.58. Klukk- m 13—18.40 eru það svo sjálf- blekjungar, hálsbindi og póstkort aftur, og svo spoi’vagninn heim. Og svo er dagurinn húinn. New Yorkhúum er það ljóst sjálfum að tilveran á malbikinu hefir sínar skuggahliðar, en hvernig svo sem afstaða ein- staklingsins er'til skýjakljúfanna á Manhatlan þá verður liann að viðurkenna að Manhattan er stórfenglegur borgarhluti — mikilfenglegri en nokkur annar í veröldinni. Hraðinn, gáskinn-, snyrtilegt og prúðhúið fólk, ljósaauglýsingar — allt þelta liefir mikil áhrif á gestinn sem að gai’ði ber. Sá sem fer til Am- eríku með þær hugmyndir að þar sé allt gæfa og gengi, kemst fljótlega á aðra skoðun í Man- liattan, en liins vegar verður liann vísari um ýmislegt það hesta í amerískri menningu, sem hann hefir ekki hugmynd um. Strand. — Eyrstu alvarlegu hauststormarnir gengu yfir Ev- rópu í októberlok og gerðu skaða bæði á landi og sjó. Hér sést ensld flulningasldp strandað í Ermarsundi. Hundur og köttur. — Það er ekki alltaf, sem þessi tvö húsdýr lifa saman „eins og hundar og kett- ir“. Þessi varðhundur, sem verstu glæpamenn hafa ástæðu til að vera hræddir við, hefir tekið að sér að vernda síams- kött. X

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.