Fálkinn - 02.06.1950, Side 7
F Á L K I N N
7
Stórsýning í vændum. — 1 Lond-
on er farið að undirbúa sýningu
eina mikla, sem halda skal næsta
ár. Steinsteypustoðirnar, sem
sjást hér á myndinni, eiga að
bera uppi hvelfingu eina mikla
úr aluminium, sem verður nærri
því eins stór og Trafalgar Square
og undir þessctri hvelfingu á að
sýna allt það markverðasta sem
liggur eftir breska hugvitsmenn.
Sænskur hálmiðnaður. — Svíar
hafa tekið upp á því að búa til
ýmsa smáhluti úr hálmi sér til
gamans. Lítið t. d. á þennan
íkorna með heslihnotuna milli
framlappanna.
Skipsklukkur til sölu. — Klukk-
urnar úr 80 enskum herskipum,
sem hlotið hafa frægð í tveimur
síðustu heimsstyrjöldum, hafa
mí verið auglýstar til sölu af
ensku flotamálastjórninni. Verð-
iðer frá 2 til 18 puhd. Fyrir síð-
ast nefnt verð má t. d. fá lclukk-
una úr skipinu „Royal Sover-
eign“, sem er 150 kg. þung, en
því skipi skiluðu Rússar nýlega
til Bretlands, en höfðu fengið
það lánað á stríðsárunum. For-
ingjar af skipunum liafa for-
kaupsrétt að klukkunum.
Eimreiðarlæknirinn. Dr. William
M. Barr, sem er forstöðumaður
rannsóknardeildar Union Paci-
fic-járnbrautarfélagsins og jafn-
framt forstjóri ef napróf unar-
stofnunar Bandaríkjanna, er
sannkallaður eimreiðalæknir,
því að síðan 1916 hefir hann
rannsakað aragrúa af eimreið-
um, sem eitthvað hefir gengið
að, og jafnan fundið sjúkdóm-
inn og getað læknað hann. Hér
sést hann vera að hlusta gamla
hraðlestar-eimreið. Hún dæmd-
ist vera: Gömul en snör kella!
Röntgen-smásjá. - Ungfrú Char-
kys M. Lucht, sem starfar á rann
sóknarstofu raftækjafirmans
General Electric í Schenectady,
er hér á myndinni að reyna
röntgen-smásjá, sem hún hefir
fundið upp og smiðað með að-
stoð fleiri vísindamanna á stofn-
uninni. Með smásjá þessari má
skoða örsmá korn í ógagnsæjum
hlutum.
Þrír Hoover-ættliðir. — Mynd-
in sýnir Herbert Hoover, fyrr-
um Bandaríkjaforseta, son hans,
Allan, og sonarsoninn Andrew,
og er tekin í sólskininu á Flór-
idaströnd, þar sem gamli for-
setinn dvelst í vetrarleyfi og
stundar uppáhalds-iðju sína —-
fiskveiðar.
Franskir kúrekar. — Nú þarf
ekki lengur að fara til „The
Wild West“ til að sjá „cow-
boys“. í Frakklandi er sem sé
lassó-klúbbur, með 12 meðlim-
um — einn þeirra er stúlka —
sem telja sig fyllilega eins góða
riddara og lassókastara eins og
amerísku kúrekarnir.
Marsíhall-stjórnin í París. —
Framkvæmdastjóri Marshall-
hjálparinnar, Paul Hoffmann,
hefir dvalist í París undanfarnar
vikur og haldið fundi um fjár-
hagsmál með fulltrúum frá 19
löndum. — Ilér sést liann ræða
við blaðamenn frá Parísarblöð-
unum.
Til vinstri:
Handleggjalaus. — Frú Henriette
Chrismacker hefir verið kölluð
„Venus frá Milos“. Hún ef nefni
lega handleggjalaus, eins og hin
fræga f orna marmaramynd.
Fæddist þannig, en hefir eigi að
síður getað bjargað sér að mestu
leyti með því að nota fæturna
í handa stað. — Hér sést hún
vera að búa til sígarettu með
tánum, en það geta fæstar stúlk-
ur gert með fingrunum, svo
að vel sé.
Til hægri:
Á frumsýningu. — „Clieri“ liið
fræga leikrit frnsku skáldkon-
unnar Colette hefir verið tekið
til sýningar á ný á Madeleine-
leikhúsinu í París. Meðal gesta
á frumsýningunni sást Elizabet
drottning, ekkja Alberts Belgja-
konungs. Hér sést hún vera að
ganga í leikhúsið, en hermenn
frá Marokkó halda vörð fyrir
utan húsið.