Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1950, Page 10

Fálkinn - 02.06.1950, Page 10
10 FÁLKINN VNO/fW U/IMUMttR Hann smíðar húsgögn fyrir fullorðna Englendingurinn Kauter var einu sinni venjulegur liúsgagnasmiður. Stundum bjó hann til smágerðir af stólum og borðum svo að skiptavin- irnir gætu séð hvort þeim litist á iagið á þeim, áður en hann færi að smíða þau í fullri stærð. Smám- saman varð hann leikinn í að gera svona smáfyrirmyndir og nú lifir hann eingöngu á því að selja rikum Ameríkumönnum líkön af fögrum gömlum húsgögnum. Hvert líkan svarar út i æsar til fyrirmyndarinnar. Rokkar með smá- lijólum snúast á verkstæðinu hans, skáparnir eru með örsmáum löm- um, Borgundarhólmsklukkur tifa í stofuliorninu og það er liægt að draga skúffurnar í litlu kommóðunum og skattholunum út og nn. Vitanlega er það tímafrekt að gera þessi iíkön svona vandlega og ná- kvæmt. Kauter þarf t. d. fjóra daga til að smíða Borgundarhólmsklukku og tvo til að smíða bólstraðan stól. En liann fær„ leikföngin“ sín vel borguð, skiptavinirnir eru áægðir og liann liefir gaman af starfinu. Og meira er ekki liægt að heimta. 3-^f- Copyrighl P. I. B. Box 6 Copenhogen Baráttan við flugurnar. -Skrítlup- — Eg ætla rétt að Ijúka við að lesa þennan kafla, herra aðmíráll, svo skal ég slökkva á Ijósinu. — Þér munduð ekki liafa hárnál þarna? Pipan mín er stífluð. Ilyggni hesturinn var gabbaður. Það gerist algengt að bændur noti rafmagnaðar girðingar kringum hesta hagann sinn. Og undir eins og hest- arnir fá í sig straum læra þeir að varast að koma nærri girðingunni, jafnvel þó að straumurinn sé tekinn af henni. Þó er gamli Brúnn undantekn- ing í þessu. Hann toldi aldrei inni í girðingunni nema þegar straumur var á. í hvert sinn sem bóndinn vildi spara rafmagnið braust Brúnn út úr henni og fór í kornakurinn hinu megin. Bóndinn skildi ekki livernig klárinn fór að vita hvenær straumur var í girðingunni og hvenær ekki. Faldi hann sig því undir tré skammt frá haganum til að sjá aðfarir hests- ins. Sá liann nú að Brúnn fór að spennubreytinum við girðinguna. Ef liann lieyrði ekkert dikk-liljóð í hon- um fór hann yfir girðinguna, en ef hljóð lieyrðist reyndi hann ekki til þess, þvi að hann vissi, að þá væri óþægilegt að koma við virinn. Þetta var skynsamlega ályktað — af hesti, en bóndinn var samt séðari en Brúnn. Hann setti vekjaraklukku á spennukassann, og þegar klárinn heyrði tifið i henni þorði hann ekki til við girðinguna! Vöruskiptaverslun sem mistókst. Innfæddur maður frá Norður- Burma (Austur-Indlandi) fór fyrir nokkru gangandi til Assam — mörg hundruð kílómetra leið — með 3 fíla, sem hann ætlaði að selja —1 fyrir sigarettur. Því miður átti enginn tóbakssali borgarinnar nægilega mikið af síg- arettum fyrir heilum fil, og varð manngarmurinn þvi að fara heim til sín aftur tóbakslaus, með fílana þrjá í eftirdragi. Leikhússtjórinn: — Þér eruð brjál- aður, maður. Þér hlóguð eins og vit- firringur í siðasta leikatriðinu, þar sem þér eigið að deyja. Leikarinn: — Með þeim sultar- launum sem ég liefi, þá gat ég ekki stillt mig um að ganga lilæjandi og fagnandi út í dauðann. Tveir lieyrnardaufir mcnn hitt- ust. — Það var hörmulegt að þú skyldir missa konuna þína, sagði annar. — Hvað segirðu? spurði hinn. — Það var liörmulegt að þú skyld- ir missa konuna þin. — Talaðu hærra, ég heyri ekki hvað þú segir. — Það var sárt að þú skyldir þurfa að sjá eftir konunni þinni í gröfina. — Mér var nauðugur einn kostur — hún dó. Joe Brooks fór heim til ekkjunpar til þess að greiða henni líftrygging- arfé mannsins liennar. Hún var auð- sjáanlega óliuggandi og hafði grátið stanslaust í þrjá daga. En þegar hún leit á ávisunina fyrir liftrygging- unni — þetta voru tvö liundruð þús- und krónur — hætti hún að vola. — Eg veit ekki hvort þér trúið því, sagði hún, — en ég vildi gjarn- an borga tuttugu þúsund af þessum peningum, til þess að hann væri kominn til mín aftur! Kennarinn: — Hvers vegna kallaði ég þig lítinn bjána í gær, Tumi litli? Tumi: — Vegna þess að ég er ekki eins stór og þér eruð. Frúin: •— Hvers vegna segið þér upp vistinni, Gudda? Við höfuni far- ið með yður eins og þér væruð barn- ið okkar. Gudda: — Það cr einmitt þess vegna, sem ég segi upp. Augnlœknirinn: — Þér eruð afar nærsýnn, þér sjáið ekki jafnlangt nefi yðar. — Hvað hafið þér fyrir stafni? — Eg er stjörnufræðingur. /s/ r-~> I

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.