Fálkinn


Fálkinn - 03.11.1950, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.11.1950, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ' CHARLES MÓTMÆLTI. Þegar skíra átti litlu dóttur Elísa- betar prinsessu og Philips hertoga af Edinborg, fannst Charles, syni þeirra, aö nú gengi úr hófi fram, með allt tilstand og viöhöfn. Honum var ekkert um að fara að klæöast í neinn skrúöa og reyndist hinn baldnasti. Hér sést amma hans, Elísabeth drottning, og langamma, Mary ekkjudrottning, vera að reyna aö róa drenginn, meðan faöir hans horfir brosandi á. — Elisábeth prinsessa situr með litlu dótturina i kjöltu sinni. Hún hlaut nafnið Anne Elisabeth Alice Louise við skírnina. CHURCHILL IKAUPMANNAHÖFN Bifreið Churchills sést hér koma af „Strögetu á leiö inn á Ráðhústorgið, þar sem fjöldi fólks hafði safnast sam- an tH að fagna honum, er hann kom til Kaupmannahafnar nýlega. Churc- hill rís úr sæti sínu og heilsar með hinu þekkta V-merki sínu. GIFTIST TVISVAR SAMA DAGINN Það var mikið um dýrðir á Riviera- ströndinni um daginn, er Errol Flynn gekk i lieilagt hjónáband með leikkon- unni Patrieiu Wymore tvisvar sama daginn. Fyrst var borgaráleg vígsla í ráðhúsinu í Monaco, en síðar um dag- inn kirkjubrúðkaup í Nizza. Fór það fram í mótmælendákirkjunni þar í borg. — Hér sjást bruðhjónin ásamt brúðarmeyjunum eftir hina hátíðlegu ■xthöfn í ko'kjunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.