Fálkinn


Fálkinn - 02.02.1951, Síða 4

Fálkinn - 02.02.1951, Síða 4
4 FÁLKINN VERSLUNARMANNAFÍLAG REYKJAVÍKUR 60 ÁRA Á síðasta áratugi 19. aldarinn- ar voru stofnuð í Reykjavík mörg félög, m. a.: elstu stéttarfélögin, enda hófst þá nýtt tímabil í at- vinnusögu landsmanna. Útgerðar- hættir færðust í nýtt og fullkomn- ara horf og útflutningur sjávar- afurða óx geysilega. Hin auknu afköst þjóðarbúsins sköpuðu skil- yrði fyrir aukinni velmegun lands- manna. Sú velmegun endurspegl- aðist í vexti viðskiptalífsins, en fjörkippur í viðskiptalífinu er á- vallt hið ytra tákn velmegunnar í þjóðfélögum verkaskiptingar. Það var eðlilegt, að upp úr slík- um jarðvegi spryttu félagssamtök verslunarmanna hér á landi. — Verslunarmannafélag Reykjavík- ur var stofnað 27. janúar 1891, og er því nýlega orðið sextugt. I afmælishefti blaðs félagsins, „Frjálsri verslun“, er greint ýtar- lega frá starfsemi félagsins á liðn- um árum og verður hér stuðst við þá frásögn í aðalatriðum. Engin gögn eru til fyrir því, hver hafi átt hugmyndina að stofnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur, en miklar líkur eru taldar á, að það hafi verið Þor- lákur Ó. Johnson kaupmaður. Hann er einn hinn merkasti mað- ur, sem íslensk verslunarstétt hef- ir átt, og var í mörgu á undan sinni samtíð. Fyrir honum vakti að skapa hér menntaða innlenda verslunarstétt, er væri starfi sínu fyllilega vaxin. Kom hann hér á fót verslunarskóla, en um það mál hafði hann mikið ritað. Skóli þessi tók til starfa haustið 1890 og var rekinn í húsnæði Þorláks, sem hann lagði ókeypis til. Um leið og heilsu Þorláks þraut, sem varð skömmu síðar, hvarf þessi skóli úr sögunni. Hinn 12. janúar 1891 komu ýmsir verslunarmenn saman í kaffihúsi því, „Hermes“, sem Þor- lákur Ó. Johnson lét starfrækja í Lækjargötu 4, til þess að athuga möguleika á því að koma á fót félagi, er sérstaklega hefði það að markmiði að efla samheldni Pétur Jónsson einn af stofnendum V. R. og einingu verslunarstéttarinnar hér á landi. Var á þessum fundi kosin nefnd til undirbúnings máls- ins, og áttu sæti í henni kaup- mennirnir Th. Thorsteinsson, Dit- lev Thomsen, Matthías Johannes- son, Þorlákur ó. Johnson og Jó- hannes Hansen verslunarstjóri. Undirbúningsnefndin kallaði síðan saman fund á veitingastað Þorláks 27. janúar til þess að ganga frá lögum félagsins og end- anlegri stofnun þess. Á fundi þess- um var lagafrumvarp nefndarinn- ar í öllu verulegu samþykkt ó- breytt og félagið þar með stofnað. Stofnendur félagsins voru 33 að tölu. Voru 22 þeirra verslun- armenn, 5 kaupmenn, 3 verslun- arstjórar, 1 veitingamaður, 1 kennari og 1 póstritari. Af stofn- endum félagsins er nú aðeins einn á lífi, Pétur Jónsson, til heimilis hér í Reykjavík. Á næsta fundi í félaginu, er haldinn var 4. febrúar, var kosin stjórn fyrir félagið. Hlutu kosn- ingu Th. Thorsteinsson, formaður; Ólafur Rósinkranz, skrifari; Matt- hías Jóhannesson, féhirðir; Dit- lev Thomsen og Ludvig Hansen meðstjórnendur. Á þessum sama fundi gengu þrír nýir menn í fé- lagið. I árslok 1891 voru meðlimir orðnir 42 að tölu. Vöxturinn var ekki ör fyrstu 28 árin. Hæst komst félagatalan upp í 124, en lægst 26 árið 1918. Félagið fór í mörgu vel af stað. Fyrirlestrar voru haldnir, fyrsta árið reglulega og margir, en brátt fór að draga úr þeim, uns þeir hættu með öllu. Tilraunir voru gerðar til þess að halda uppi í- þróttastarfsemi innan félagsins fyrstu árin, en það blessaðist ekki. Aftur á móti var bókasafn félags- ins strax mikið notað, og var töluverðu fé árlega varið til kaupa á blöðum og bókum. Hélst sú starfsemi um fjöda ára, og kom félagsmönnum að miklu gagni. Bókavörslunni var svo varið, að bókavörður var við á hverjum fundi, sem haldinn var, og þeir voru margir, meðan spilamennsk- an var við lýði, og afgreiddi hann þá og hafði skipti á bókum félags- maanna. Skemmtanastarfsemin varð strax mikil og lengi vel voru haldnir fundir 14. hvern dag, og var þá spilað og teflt á ýmiss kon- ar töfl. Þessi fundir voru að jafn- aði fámennir. Félagið gekkst einnig fyrir kvöldskemmtunum, sem voru mjög fjölbreyttar, enda þóttu þær bera langt af öðrum slíkum sam- komum hér. Jólastrésskemmtanir fyrir fé- lagmenn og börn þeirra voru strax í upphafi teknar upp, og árið 1896 var sá siður tekinn upp að halda jólatré fyrir fátæk börn og gefa þeim gjafir, og hélst það um fjölda ára. Þá voru á hverju ári heldnir Frá frídegi verslunar- manna skömmu fyrir aldamót. Félagar V. R. safnast saman viS Lœkj- artorg. Til vinstri: Th. Tliorsteinsson, fyrsti form. V. R. Til hœgri: Stjórn V. R. 1906: Standandi: SigurÖ- ur Þorsteinsson, E. Jacobsen, ólafur Johnson. Sitjandi: Árni Jónsson og Gísli Jónsson. nokkrir dansleikir fyrir félags- menn og gesti þeirra, venjulega í sambandi við almenna skemmt- un. Verslunarmannafélagið tók þátt í hinum svonefndu þjóðhátíðar- höldum, sem tíðkuðust nokkur ár um og eftir aidamótin. Fyrsti frí- dagur verslunarmanna var hald- inn hátíðlegur í Ártúnum 14. ág. 1895. V. R. átti mikla hlutdeild í að koma Verslunarskólanum á fót árið 1905, ásamt Kaupmannafé- laginu. Áður hafði starfað nefnd á vegum félagsins að undirbún- ingi skólamálsins. Á árunum 1908-1919 dró smátt og smátt úr allri starfsemi félags- ins, og árið 1918 virðist hún hafa legið niðri með öllu. Þá tók Ámi kaupm. Einarsson sér fyrir hend- ur 1919 að lífga félagið við og

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.