Fálkinn


Fálkinn - 02.02.1951, Page 6

Fálkinn - 02.02.1951, Page 6
6 FÁLKINN Spennandi framhaldssaga. 4. M 0 K Eftir Stefan Zweig. ef við fengjum yður í staðinn. En livers vegna komið þér aldrei til aðaistöðvanna? Þér lifið liér eins og meinlætamaður.“ Eg komst ekki að fyrir henni. Mælgin stafaði sýnilega af tauga- óstyrk og hann hafði allt annað en hætandi áhrif á mig. Hvaða þvaður var þetta? Hvers vegna segir hún mér ekki hver lmn er? Hvers vegna tekur hún ekki af sér blæjuna? Skyldi hún vera með hitasótt? Kann- ske var hún geðveik? Eg varð stöð- ugt meira ruglaður, þar sem ég stóð sem steini lostinn, en hún lét móð- ann mása. Að lokum hafði hún þó talað út og ég gat boðið henni upp á loftið. Hún gaf þjóni sínum merki um að bíða og rauk upp á undan mér. „En hvað þér búið vel hérna,“ kallaði hún og litaðist um í setu- stofunni minni. „Ó, hvílíkar hækur. Eg vildi mega lesa þær allar.“ Hún stikaði yfir að bókaskápnum mín- um og fór að lesa nöfnin á bókun- um. Nú fyrst þagnaði liún snöggv- ast. „Má bjóða yður bolla af tei?“ sagði ég. Hún svaraði án þess að snúa sér við: „Nei, þakka yður fyrir, læknir. Eg má ekki tefja neitt að ráði. Nei. Þarna hafið þér „Education senti- mentale“ Flauberts. Hvílík bók. Þér lesið sem sagt líka frönsku. Þjóð- verjar eru yndislega þjóð. Ykkur eru kennd svo mörg tungumál i skól- unum. Það hlýtur að vera dásam- legt að kunna líka að tala þau eins og þér gerið. Varalandstjórinn sver og sárt við leggur að hann skuli aldrei framar láta nokkurn lækni annað en yður koma nálægt sér með hníf. Gamli læknirinn ojckar hefir ekki gaman af neinu nema bridge. En þér, já, mér flaug i hug í dag að lcita t.il yðar með dálítið. Þegar ég ók hérna fram hjá hugs- aði ég með mér: „Þú færð aldrei betra tækifæri en þetta.“ En hún sagði þetta án þess að lita á mig, hún sneri sér að bókunum. „Þér hafið auðvitað meira en nóg að gera, alveg yfirlilaðinn störfum. Eg ætti kannskeheldur að koma seinna.“ „Skyldi lnin loksins ætla að sýna lit?“ hugsaði ég. Eg lét hana vitan- lega ekki skilja, hvað ég hugsaði, en fullvissaði hana um að mér væri ekkert að vanbúnaði núna en hún gæti líka eins vel komið seinna, ef hún óskaði heldur. „Jæja, gott og vel, úr þvi að ég er hingað komin,“ sagði hún. Hún sneri sér að mér til hálfs, leit ekki upp en blaðaði stöðugt í bók, sem liún hafði gripið úr bókahillunni. „Það er svo sem ekkert alvarlegt. Kvenfólk fær þetta stundum. Svimi, aðsvif, ógleði. Það leið yfir mig í bílnum áðan. Pilturinn þurfti að halda mér uppi, annars hefði ég runnið niður á gólf. Hann stökkti á mig vatni, þá batnaði mér strax. Kannske bifreiðarstjórinn hafi bara ekið of hratt. Haldið þér það ekki læknir?“ „Því get ég ekki svarað fyrirvara- laust. Hefir liðið yfir yður þannig oft áður?“ „Nei. Ekki þangað til nýlega, — upp á síðkastið. Nokkuð oft siðustu vikurnar. Eg er dálitið slöpp á morgnana.“ Aftur var hún komin að bóka- skápnum, tók aðra bók og blaðaði í henni eins og áður án þess að staðnæmast nokkurs staðar. Hvers vegna liagaði liún sér svona? Hvers vegna tók hún ekki af sér blæjuna og leit frainan í mig? Af ásettu ráði svaraði ég ekki strax. Eg skemmti mér við að láta hana bíða. Mér var ekki vandara en lienni að haga mér kynlega, hún var þógesur liér. Loks ins hélt hún áfram, kæruleysislega og dálítið utan við sig: „Þér eruð mér sammála um það, er það ekki, læknir? Það getur ekki verið neitt alvarlegt. Enginn þessara hræðilegu hitabeltissjúkdóma. Ekk- ert hættulegt.“ „Látið mig finna, hvort þér haf- ið liita. Má ég þreifa á slagæðinni?" „Nei, læknir. Eg er viss um að ég hefi ekki liita. Eg hefi mælt mig daglega, síðan .... siðan ég fór að fá þessi yfirlið. Aldrei eitt strik. Og meltingin er í ágætu lagi lika.“ Eg liikaði dálítið. Hið kynlega látbragð konunnar liafði vakið grun- semdir mínar. Hún vildi auðsjáan- lega lát'a mig kveða upp úr með eitthvað. Hún liefði ekki farið að taka á sig tvö hundruð milna krók tii þessa útkjálka einungis fil að skoða bókina hans Flauberts í skápnum mínum. Eg beið i eina eða tvær mínútur, siðan sagði ég: „Afsakið. Má ég leggja fyrir yður fáeinar einfaldar spurningar?“ „Vitanlega. Vitanlega. Undan því verður ekki komist, þegar maður leitar læknis,“ sagði hún léttilega. En hún liafði enn á ný snúið að mér baki og fitlaði stöðugt við bækurnar. „Hafið þér átt nokkur börn?“ „Já, eitt, dreng.“ „Nú já. Urðuð þér þess sama var- ar þá, á fyrstu mánuðum meðgöngu- tímans?“ »Já.“ Svarið var einbeitt, stutt og lag- gott, ckkert málskrúð eins og áður, ekkert hjal, sem áður hafði einkennt framkomu hennar. „Nú já. Getur elcki verið að það sé einmitt þetta, sem að yður geng- ur núna ?“ „Jú.“ Sama einbeitta ákveðna svarið. „Þér ættuð að koma inn i lækn- isstofuna mina. Það tekur ekki lang- an tima að skoða yður.“ Hún sneri sér loksins alveg að mér, ég fann að hún livessti á mig augum bak við blæjuna. „Þess þarf tekki læknir. Það er ekki minnsta vitund að mér.“ Þögn. Eg heyrði sögumann minn fá sér enn einn skammt af liressingarlyf- inu. Síðan hélt hann áfram: „Hugleiðið þér nú þetta með sjálf- um yður. Hér var ég að veslast upp i einverunni. Þá skýtur þessum kvenmanni upp, allt í einu, fyrstu hvítu konunni, sem ég hafði aug- um litið árum saman. Mér var inn- anbrjósts cins og eittlivað af því illa, eittlivað hættulegt, væri hjá mér í herberginu. ísköld ró licnnar fyllti mig kvíða og liryllingi. Hún virtist í fyrsu hafa komið einungis til að masa, annað varð ekki ráð- ið af orðum hennar og látbragði. Síðan snýr liún við blaðinu, gerir kröfu á liendur mér, rétt þvi likast sem þún án viðvörunar varpi að mér liárbeittu vopni. Mér var nú mæta vel ljóst, til hvers hún ætl- aðist af mér. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem kona bað mig þeirrar bcWiar. En þær liöfðu komið á hnjánum, grátandi höfðu þær sár- beðið mig að hjálpa sér í neyð þeirra. En hér var kona með alveg óvanalegri, miskunnarlausri festu. Frá upphafi hafði ég greinilega fund- ið, að liún var sterkari en ég. Lík- lega gæti hún, ef svo mætti segja, linoðað mig eins og deig i lófa sér. Og ef þarna sveif illur andi yfir vötnunum þá var liann víst áreið- annlega í mér, karlmanninum. Eg liafði fyllstu gremju, uppreisnarhug gagnvartt þessari konu. Eg skynj- aði bitran óvin þar sem liún var. Um stund var ég þrákelknislega þögull. Eg fann að hún starði á mig gegnum blæjuna, að hún ögraði mér, að lnin heimtaði með þögninni að ég skyldi kveða upp úr. En ég ætl- aði mér ekki að láta undan. Þegar ég loksins lióf mál mitt, talaði ég undir rós, eins og ég væri ósjálf- rátt að líkja eftir kæruleysislegu látbragði liennar. Eg lést ekki hafa skilið hana, reyndi að neyða hana til að vera hreinskilna. Eg ætlaði ekki að mæta henni á miðri leið. Eg vildi fá hana til að grátbiðja mig eins og liinar liöfðu gert, ekki síst fyrir þá sök að liún hafði með framkomu sinni sýnt slikan sjálf- byrgingsskap og drottnunargirni, og kannske var osökin lika sú að ég fann til veikleika mins gagnvart hroka hennar. Eg fór kringum efnið eins og köttur í kringum heitan graut. Sagði að sjúltdómseinkenni þessi væru ekki alvarlegs eðlis, slik yfirlið væru algeng snemma á meðgöngutíma, að slík einkenni væru allt annað en ólieillavænleg, þau bentu að jafn- aði einmitt til að allt væri með felldu. Eg nefndi dæmi frá» eigin reynslu, studdi mál mitt fræðileg- um rökum, þetta væru í fáum orð- um sagt hreinir smámunir. Eg tal- aði og talaði í þeirri von að liún tæki fram í fyrir mér, það var ég sannfærð um að hún myndi gera. Að því kom líka. Hún bandaði með hendinni, rétt eins og liún með einni lireyfingu vildi eyða öllum rökum mínum. „Það er ekki þetta, sem ergir mig, læknir,“ sagði liún. „Mér líð- ur ekki eins vel og þá. Það er eitthvað að hjartanu í mér.“ „Hjartatruflanir, segið þér,“ varð mér að orði og gerði mér upp kvíða svip. „Það þarf að athugast strax.“ Og ég gerði mig líklegan til að ná í hlustpípuna. Ennþá sýndi hún mótþróa. Hún talaði skipandi, næstum eins og hrokafullur, nýbakaður liðþjálfi við undirmenn sína. „Þér megið trúa því, að ég hefi hjartatruflanir. Eg kæri mig ekkert um að eyða tíma mínum og yðar til algerlegra ónauðsynlegra rann- sókna. Mér finnst, auk þess, að þér gætuð tekið það alvarlega, sem ég er að segja. Eg liefi sýnt yður fullt traust.“ Þetta var striðsyfirlýsing. Hún hafði varpað hanskanum og ég lét ekki á mér standa að taka áskor- uninni. „Traust byggist á lireinskilni, fullkominni lireinskilni. En um fram allt takið þér af yður blæjuna og setjist niður. Látið þér bækurnar vera og leggið spilin á borðið. Það er ekki venja að hafa blæju fyrir andlitinu, þegar leitað cr ráða hjá lækni. Hún stóð við einvigisáskorunina, settist niður gegnt mér og lyfti blæjunni. Andlit hennar var eins og ég hafði óttast, stillilegt og ó- rannsakanlegt. Eitt af þessum dá- samlegu ensku andlitum, sem ekki einu sinni aldurinn vinnur á. Það átti þó hér ekki ennþá við, þvi að þessi kona var ung. Augun voru grá, svipurinn bar vott um sjálfs- traust og innri rósemi, en jafnframt um ster.kar ástriður. Munnsvipurinn var ákveðinn. Það mundi ekki auð- velt að fá liana til að segja frá því, sem hún vildi halda leyndu. Við liorfðumst i augu góða stund, hún drembileg og þó spyrjandi, næstum grimmdarlega kuldaleg. Það varð sem vænta mátti ég, sem fyrr leit undan. Hún gat þó ekki hrist af sér óró- ann fullkomlega, barði hnúunum létt í borðið. Skyndilega sagði hún: „Læknir. Vitið þér eða vitið þér ekki, hvað ég vil yður?“ „Mig grunar eitthvað, held ég. Við skulum tala út. Þér viljið láta mig binda cnda á ástand yðar. Þér viljið láta mig losa yður við svim- ann, yfirliðin o. s. frv., — með því að fjarlægja orsökina. Er það ekki?“ „Jú.“ Svarið reið yfir mig jafn hlífðar- laust og blaðið í fallöxinni myndi hafa gert. „Vitið þér, að slíkt er liættulcgt, — báðum aðilum?“ „Já.“ „Að vcrknaðurinn er ólöglegur?“ „Eg veit, að hann er undir viss- um kringumstæðum ekki bannaður, meira að segja álitinn lifsnauðsyn- legur.“ „Já. Þegar ákveðin, læknisfræðileg skilyrði liggja til grundvallar.“ „Gott og vel. Þér getið uppgötvað slík skilyrði! Þér eruð læknir." Henni brá ekki. Hún leit á mig, eins og liún væri að gefa skipun. Festa hennar og ísköld ytri ró var svo mikilfengleg, að ég varð ger- samlega skelfdur, vesalingurinn. Þó var ég ekki bugaður enn. Eg skyldi ekki láta hana sjá, að hún hefði vald yfir mér. „Ekki rasa um ráð fram,“ liugsaði ég. „Trufla hana. Neyða hana til að fara að mér bón- arveginn.“

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.