Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.02.1951, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Sveinn Björnsson, forseti. Georgía Björnsson, forsetafrú. SVEINN BJORNSSON FORSETI ÍSLANDS SJÖTUGUR Fyrsti innlendi þjóöhöfðingi í sögu ísiands, Sveinn Björnsson forseti fyll- ir sjöunda áratug sinnar merku ævi þann 27. febrúar. Sá dagur er hátíðis- dagur í sögu vorri, bæði vegna þess að hann er einstæður og vegna hins, að i hlut á maður, sem öll þjóðin elsk- ar og virðir. Starfsævi Sveins Björnssonar for- seta og mesta framfaraskeið i sögu þjóðarinnar eru skrifuð með sömu ár- tölum. Viðreisn íslands í sjálfstæðis- málum, efnalegum og andlegum mál- um fer fram á þeim tima, sem hann starfar. Og hann starfar að öllum þess- um málum, betur en nokkur annar. Og þó er hann enginn baráttumaður. Það hafa aldrei staðið ströng veður um hann i íslenskum stjórnmálum. Einfaldasta skýringin á þessu er sú, að hann hefir víst sjaldan tekið að sér að vinna fyrir málstað, sem ekki var viss um sigur og var svo augljós að hann hlaut að sigra. Honum var lagið að finna og gcra öðrum Ijósa þungamiðju hvers máls. Skarpskygni hans og rækileg ihugun gerði lionum kleift að bera málin þannig fram, að þeim sem lásu eða hlýddu, fannst að það sem hann sagði væri það eina rétta. Og í framkvæmd- inni reyndist það líka svo. Þess vegna vann hann traustið, sem hann hefir notið alla ævi. Það á ekki við hér, að fara að skrifa æviminningu. Bæði af því að ævi for- setans er öllum iandslýð kunn af verk- um hans og af því, að lýsingin yrði of löng, ef hún ætti að vera sæmilega ítarleg. En þó þykir rétt að rifja upp fáein atriði. Þegar Sveinn Björnsson kom lieim til Reykjavikur að afloknu laganámi í Kaupmannahöfn árið 1927 stofnaði hann málaflutningsskrifstofu, fyrst með Magnúsi Sigurðssyni síðar banka- stjóra og siðan með Guðmundi Ólafs- syni. Sem málaflutningsmaður hafði hann ærið að starfa, en þó ekki svo, að honum ynnist ekki tími til að sinna öðrum málum. Hann sat meðal annars í bæjarstjórn Reykjavíkur ár- in 1912—’'20 og á Alþingi 1914—’16 og 1919—’20, og vann jöfnum höndum að landsmálum og bæjarmálum. Trú- in á framtíð landsins einkenndi flest verk hans, og hann varð frumkvöðul] ýmissa nýmæla, sem aðrir höfðu að vísu ef til vill látið sér detta í hug, þó að þeir hefðu ekki hátt um þau. Sveinn Björnsson þorði að hafa hátt um þau, berjast fyrir þeim og leiða þau til sigurs. Þau eru ekki fá fyrir- tækin í Reykjavík, sem hann hefir átt frumkvæðið að, og þau lifa góðu lífi og starfa þjóðinni til hagsældar og bera vitni glöggskygni þess manns og þeirra manna, sem áttu hlut að stofnun þeirra. Hér skal aðeins minnst tveggja. — Sveinn Björnsson átti ásamt fleiri framfaramönnum frumkvæði að stofn- un Eimskipafélags íslands og var fal- ið að annast undirbúning stofnunar- innar, en sem ráðunaut hafði hann Emil Nielsen siðar forstjóra félags- ins. En Sveinn Björnsson var for- maður félagsstjórnar frá upphafi og þangað til að hann tók við sendi- herraembættinu í Kaupmannahöfn sumarið 1920. Óskabarn þjóðarinnar hefir Eimskipafélag íslands siðar ver- ið kallað, og óskabarn Sveins Björns- sonar var það í orðsins, fyllsta skiln- ingi. Það kom fljótt á daginn að fé- lagið varð landinu þarfara en jafnvel nokkurn hafði grunað. Fyrri heims- styrjöldin skall á að heita mátti um leið og félagið byrjaði að starfa, og ýkjalaust má segja, að félagið hafi bjargað landinu frá vöruskorti. Þar naut þjóðin framsýni Sveins Björns- sonar og samherja hans. Fyrir fjörutíu árum þótti það fá- sinna að láta sér detta í hug að ís- lensjt tryggingastarfsemi gæti þrifist. BessastaOir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.