Fálkinn


Fálkinn - 23.02.1951, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.02.1951, Blaðsíða 6
6 FÁLKINlSl Spennandi framhaldssaga. A M 0 K Eftir Stefan Zweig. Næsta morgun fór ég lieim til hennar. Nú stóð sá kínverski í dyr- unuin. Kannske liefir hann komið með sömu lestinni og ég. Hann hefir vist verið látinn standa á verði, þvi að þegar hann kom auga á mig, læddist hann burtu, þó ekki fyrr en ég hafði séð skrámurnar framan i honum. Kannske hefir hann aðeins farið inn til þess að tilkynna komu mina. Eitt af því, sem nú kvelur mig mest, er það, að kannske hafði hún nú skilið, að ég vildi hjálpa henni. En við að sjá drenginn þyrmdi svo yfir mig af minni eigin skömm, að ég sneri frá og þorði ekki að senda nafnspjald mitt inn. Eg fór burtu, sárkvalinn, og kann- ske beið hún min með eftirvænt- ingu. Eg vissi ekki hvernig ég ætti að láta tímann líða í þessari ókunnu borg. Að lokum datt mér í hug að heimsækja varalandstjórann. Hann var heima, gladdist við að sjá mig og tók mér hið besta. Hefi ég sagt yður að ég tala hollensku eins og innfæddur? Eg var í skóla í Hollandi i nokkur ár. Það var meðal annars þess vegna að ég réð mig til hol- lensku stjórnarinnar þegar ég þurfti að fara frá Leipzig. Eg hefi víst verið eitthvað kynleg- ur í framkomu. Að minnsta kosti horfði þessi fyrrverandi sjúklingur minn dálítið undarlega á mig. Eg sagði honum að ég hefði komið til að óska eftir að ég yrði fluttur til. Eg gæti ekki átt lengur heima þarna i auðninni. Eg vildi komast til borg- arinnar strax. Hann liorfði spyrj- andi á mig, — líkt og læknir horf- ir á sjúkling. „Taugaóstyrkur, læknir?“ spurði hann. „Eg skil það vel. Eg skal gera það sem ég get, en þér verðið að biða eitthvað, þrjár til fjórar vikur, þangað til að ég get ráðið annan í yðar stað.“ „Þrjár til fjórar vikur,“ hrópaði ég. „Eg get ekki beðið einn einasta dag.“ Hann leit aftur undrandi á mig. „Eg er liræddur um að þér verð- ið að sætta yður við það, læknir. En ég skal scm sagt póstleggja bréf um þetta með lestinni strax í dag.“ Þarna stóð ég og beit mig í varirnar. Nú skyldi ég fyrst til fulls í hvílíkan þrældóm ég hafði selt mig. Mér flaug i hug að segja öllum reglum hans að fara til fjandans, en hann var formfastur, honum var vel við mig, en liann myndi ekki láta mér haldast uppi að rjúfa samning minn við stjórnina. Eg ætlaði að fara að segja eitthvað í reiði, en hann hefir víst séð það á mér, þvi að hann flýtti sér að taka til máls á undan mér: „Þér hafið liagað yður eins og einsetumaður, sjáið þér til. Það eitt er nóg til að eyðileggja taugar livers manns hér. Bæði ég og aðrir eru hissa á að að þér skulið ekki hafa beðið um að verið fluttur, að þér skulið ekki einu sinni hafa látið sjá yður liér í borginni. Góður félags- skapur við og við myndi hafa getað bætt yður einveruna eitthvað upp. Meðal annarra orða, það er móttöku- athöfn í kvöld i stjórnarfulltrúabú- staðnum. Gerið svo vel að koma. Þar verða flestir embættismenn hér- aðsins, þar á meðal ýmsir, sem hafa spprt eftir yður og haft orð á að þcir myndu gjarnan vilja kynnast yður.“ Eg sperrti eyrun. Spurt eftir mér? Vildu kynnast mér? Var liún ein þcirra? Sú hugsun var áfeng. Eg rankaði við mér, þakkaði boðið og lofaði að koma. Eg kom snemma, mjög snemma. Eg var knúin áfram af óþolinmæði og var sá fyrsti, sem til séndifull- trúabústaðarins koma. Eg reyndi að róa skapsmunina með þvi að lilera eftir fótataki hinna innlendu þjóna, sem voru önnum kafnir við undir- búninginn undir veisluna, en höfðu þó tima til (eins og upptendrað imyndunarafl mitt sagði mér) að flissa að mér á bak. í fullan stundar- fjórðung var ég aleinn, og eftir að þjónarnir höfðu lokið undirbúningn um var þögnin svo djúp að ég gat hcyrt tifið í vasaúrinu mínu. Siðan fóru gestirnir loksins að tínast í liúsið, nokkrir stjórnarem- bættismenn ásamt konum þeirra. Varalandstjórinn tók á móti gestun- um. Hann bauð mig hjartanlega vel- kominn og tók mig tali. Eg held að mér hafi tekist furðanlega að sýn- ast rólegur þangað til allt í einu að taugaóstyrkurinn greip mig fyrir- varalaust lieljartökum og ég fór að titra. Hún hafði sem sé komið inn í satinn. Til allrar hamingju hætti varalandstjórinn að tala við mig i sama mund og sneri sér að einhverj- um gestanna, annars lield ég að ég myndi hafa sýnt honum þá kurteisi eða hitt þó heldur að snúa í hann bakinu. Hún var i gulum silkikjól, axlirnar voru hvítar eins og filabein. Nú fór hún að tala glaðlega við ein- Iiverja kunningja. En ég, sem þekkti leyndardóm hennar, varð þess var, eða svo fannst mér að minnsta kosti, að það væri einhver broddur i glað- værðinni. Eg færði mig nær, en liún sá mig ekki eða lést að minnsta kosti ekki sjá mig. Bros hennar gerði mig óðan, því að ég vissi að það var uppgerð. „Nú er miðviku- dagur,“ hugsaði ég. „Á laugardag kemur maður hennar heim. Hvern- ig getur hún brosað eins og ekkert sé? Hvernig getur hún fitlað við blævænginn í stað þess að kremja liann milli handa sér?“ Eg skalf, þegar ég liugsaði til þess, hvað beið hennar. í tvo daga hafði ég nú þjáðst með henni. Hvernig gat bros hennar verið annað cn gríma til þess að hylja angistina inni fyrir? Hljómsveit byrjaði að spila i stór- um sat við Jiliðina á móttökusaln- um. Miðaldra liðsforingi bauð henni upp í dans. Hún tók arm hans og þau gcngu til danssalarins. Þau gcngu fram hjá mér og hún komst ckki hjá að sjá mig. Hún virtist hissa í fyrstu, og áður en ég gat gert upp við mig, hvort ég ætti að láta sein ég þekkti hana eða ekki (hennar vegna) hafði hún kinkað kolli vin- gjarnlega og sagt: „Gott kvöld, læknir:“ Engan skyldi hafa grunað, hvað bjó í svip liennar. Eg var hissa. Hvers vegna lét hún það sjást, að hún þekkti mig? Var hún að láta undan, var þetta friðartilboð til min? Kannske hafði hún ekki áttað sig fyrr en og seint. Hvað átti ég að halda? Eg vissi ekkert annað en það, að ég hríðskalf. Eg horfði á hana þar sem hún dansaði. Gleðibros lék um varir henn ar, en ég vissi, að meðan hún dans- aði var hún ekki að liugsa um að dansa, hcldur var hún að hugsa um jiað sama og ég, um hið hræðilega leyndarmál, sem aðeins við tvö átt- um. Þessi hugsun gerði mig, ef liægt var, enn óþolinmóðari, kviða- fyllri og ruglaðri, og var þó ekki á bætandi. Ef 'til vill hefir einhver veitt mér nána athygli. Hafi ein- hverjum dottið í hug að bera okkur tvö saman, hvílík hrópandi mót- sögn: Hún köld, örugg, fullkomlega róleg að sjá, ég aftur á móti allt hið gagnstæða. Eg gat ekki haft augun af lienni í þeirri veiku von að hún myndi, þótt ekki væri nema í eitt augnablik láta grímuna falla. Það hlýtur að hafa verið henni til ó- þæginda hvernig ég strði á hana. Þegar hún kom aftur frá danssaln- um leit hún á mig leiftursnöggt, ráðrík, rciðileg, skipaðj mér með augunum, að ég skyldi liafa svo- itið bctri stjórn á sjálfum mér. Eg var „am«k“ og skyldi hana fullkomlega. Eg vissi livað augna- ráðið þýddi: Beindu ekki þessari athygli að mér. Hafðu dálitla stjórn á sjálfum þér.“ Hún var að reyna að koma mér í skilning um að innan um allt þetta fólk væri betra að sýna dálitla hyggni. Mér fannst, að ef ég færi heim nú án þess að mikið bæri á, myndi hún taka á móti mér á morgun. Það eina, sem hún ætlaðist til af mér nú, væri að ég sýndi ofurlitla háttvísi. Svipur lienn ar sagði mér, að hún væri á nálum um að eitt misstigið spor myndi koma henni i klípu. Já, ég vissi hvað hún vildi, en ég var „amok“ og varð að fá að lala við hana á stundinni. Eg fikraði mig þangað, sem hún var nú. Hún var að tala við nokkra kunningja sina. Eg þekkti engan þeirra, samt olnbog- aði ég mig inn á milli þeirra í átt- ina til hennar. Þar stóð ég eins og negldur við gólfið og hlustaði á hana, skjálfandi eins og lúbarinn rakki, þegar ég af og til mætti aug- um hennar. Enginn sagði orð við mig og auðsætt var, að hún var mér sárreið fyrir frekjuna. Eg vcit ekki, hve lengi ég stóð þarna. Heila eilifð, fannst mér. Eg var töfraður. Nærvera mín varð henni að lokum óbærileg. Ilún sagði við kunningja sína með fullkomlega sannfærandi uppgerðarró og yndis- þokka: „Jæja, ég er dálítið þreytt og ætla að fara snemma heirn. Eg vona að þið viljið gera svo vel að hafa mig afsakaða. Góða nótt.“ Hún kinkaði kolli vingjarnlega, þar á meðal víst til mín, og sneri burt. Eg glápti á fallegar og fagur- lega lagaðar axlir hennar og bak upp undan flegnum kjólnum, og svo lamaður var ég, að fyrst í stað átt- aði ég mig ekki á þvi, að nú myndi ég ekki sjá hana meira i kvöld, að nú ætlaði þetta kvöld, sem ég hafði beðið eftir með svo mikilli til- hjökkun og eftirvæntingu, að liða svo, að ég fengi ekki að segja eitt einasta orð við hana, vonir mínar um fyrirheit þessa kvölds þar með hrundar til grunna. Eg stóð sem límdur við gólfið, þangað til að þetta rann upp fyrir mér. Þá .... l^á ...... Eg verð að draga þessa mynd ná- kvæmlega upp fyrir yj5ur, ef þér eigið að geta skilið, hvilíkur bölv- aður grasasni ég var. Stóri móttöku- salurinn í stjórnarfulltrúabústaðnum var nær tómur orðinn, en allur upp- ljómaður. Flestir gestirnir voru að dansa, þó sátu hér í salnum nokkr- ir eldri menn að spilum. Hingað og þangað í strjálingi menn að tala saman. Nú gekk hún yfir salinn með þeiin virðulcik og yndisþokka, sem heillaði mig ætíð, kinkaði við og við kolli til þeirra, sem hún þekkti. Þegar ég jafnaði mig var hún komin yfir gólfið og um það bil að fara út í dyrnar. Þá varð mér Ijóst að nú væri hún að ganga mér úr greipum, og hljóp á eftir henni, já, ég hljóp yfir salinn, skórnir inínir glömruðu á hörðu og gljáandi gólfinu. Vitanlega liorfðu allir á mig, sem til sáu, og ég sár- skammaðist mín, — en gat ekki staðnæmst. Eg náði henni i dyrun- um, og hún sneri sér að mér, aug- un skutu gneistum og nasavæng- irnir titruðu af reiði og fyrirlitn- ingu. En hún hafði það sjálfstraust, sem mig svo tilfinnanlega vantaði, og í sama vetfangi náði hún valdi yfir reiði sinni, hún rak upp lilátur og sagði svo hátt að allir heyrðu: „Sjáum til læknir. Svo að þér munduð eftir lyfseðlinum fyrir litla drenginn minn. Ykkur vísindamönn unum hættir nú samt stundum til að vera utan við ykkur og gleyma, cr það ekki?“ Tveir menn er nærstaddir voru, glottu góðlátlega. Eg skyldi, dáðisl að leikni hennar við að koma okkur úr klípunni og var sem betur fór með það mikilli vilglóru að eyði- leggja ekki bragð hennar. Eg reif upp veskið mitt, þar sem ég geymdi liefti með lyfseðilseyðublöðum, reif eitt úr og rétti henni, tautandi ein- hverja afsökun. Hún tók brosandi við blaðinu, sagði „góða nótt“ og fór. Hún hafði forðað vandræðum. Mér fannst nú allt vonlaust, að hún áliti mig fífl og hataði mig út af lifinu. Að hún mundi reka mig burt aftur, aftur og aftur eins og hund, hversu oft sem ég kæmi heim til hcnnar. Eg reikaði inn í salinn aftur, fólk glápti á mig, eða svo fannst mér að minnsta kosti. Það var enginn efi á, að ég var svolítið einkennilegur. Eg fór að barnum og livolfdi í mig nokkrum glösum af víni. Taugar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.