Fálkinn - 13.04.1951, Blaðsíða 5
FÁLKINN
5
Það litla sem ég á enn og hefi
kringum mig, eru nokkrar myndir
af manninum minum Bruno syni
minum og barnabörnunum. Allt þetta
hefi ég læst niðri í hjarta mínu,
og ég vil heldur ekki tala um það.
Hjá mér eru allir dagar eins. Eg
fer snemma á fætur, það er alltaf
nóg að gera á heimilinu og ég geri
aht sjálf, fægi, matreiði, þvæ, sauma
og tek til. Tíminn líður. Ef einhver
nágranninn rekst inn er ég oftast
önnum kafin við þvottabalann með
kápuna af Romano eða blússurnar
af Önnu-Maríu. Hér þornar allt svo
fljótt i sólinni á svölunum. Eg er
alltaf hissa á að það skuli vera
koinið kvöld —■ tek ekki eftir þvi
fyrr en börnin koma heim að borða.
Þetta gamla hrörlega hús sem við
eriim i hlýtur einlivern tima að hafa
verið klaustur. Það brakar og brest-
ur i þvi i myrkrinu á nóttinni. Sum-
ir halda að hér sé draugagangur.
Sjálf trúi ég ekki á drauga, nema
þessa frá manns eigin fortið, sem
sífellt eru á ferli i buga manns.
Romano fer nærri daglega til Na-
poli. Hann kemur með bátnum kl.
ö á kvöldin. Það er ekki laust við
að liann sé dálítið vandfýsinn, liann
kvartar undan að flibbarnir fari
ekki vel á skyrtunum, sem ég sauma
handa honum, svo að slifsið aflagist
(slifsið er honum mikilsverðara en
nokkuð annað um þessar mundir).
Mér sárnar þetta dálítið, því að
maðurinn minn gekk alltaf í skyrt-
unum, sem ég saumaði á hann,
meira að segja i Róm. Annars get
ég ekki kvartað undan börnunum
þeim þykir vænt um mig. Þau eru
gerólík: Anna-María er viljasterk
og blátt áfram, eins og faðir henn-
ar, en drengurinn hefir erft mýlit-
ina i fari lians. Hann er óframfær-
inn og dulur, og er afar illa við að
tekið sé eftir honum. Dóttir mín er
fuh af lífsþrótti og áhuga. Það fer
ekkert fram hjá henni.
Hún hefir gaman af bókum. Hún
situr úti á svölunum tímunum sam-
an með gamlan tághatt og les. Síð-
degis hringja vinstúlkurnar til henn-
ar og hún fer með þeim á sauma-
námskeið. Mér þykir vænt um að
hún lærir að saunia. Iívenfólkið
verður að kunna alla vinnu. Henni
kemur það að gagni síðar í lífinu.
Þessi kunnátta verður eini heiman-
mundur hennar ef hún giftist, ég
hefi eklcert að gefa henni. Eins og
stendur hugsar hún ósköpin öll um
kvikmyndir. Herhergið hennar er
cins og myndasafn. Hún hefir klippt
út leikaramyndir og límt á þilið.
Hún veit allt um lif þeirra og starf.
Romano hefir gaman af tónlist, hef-
ir næmt eyra og semur lög. Hann
spilar bæði á píanó og gitar. Sjálf
hefi ég ekkert tómstundadund. Eg er
alltaf á stjákli milli eldhússins og
stofunnar. Þegar dyrabjallan hring-
ir kemst ég út i dyrnar. Mér þykir
alltaf gaman að sjá póstinn, og ég
fæ alltaf mörg bréf, sérstaklega frá
Ameríku. Pósturinn er eina sam-
bandið mitt við umheimjnn. En niér
leiðist ekkert, þvi að ég hefi alltaf
liaft mest gaman af húsmóðurstarf-
inu.
Það eina sem Anna-Maria annast
að öllu leyti eru búðarferðirnar.
Hún fer inn í þorpið á hverjum
morgni með strákunum, og þeir
bera körfuna fyrir hana.
Þið trúið varla hvað það kostar
mikla vinnu að halda liúsinu hreinu
og þrifalegu. Eg er að þessu allan
daginn. Einasta hvildin min, ef
hvíld skyldi kalla, er borðhaldið, en
þó verð ég að fara út í eldhús við
hvern munnbita. Við erum lengi að
borða. Við étum sama mat og allar
kröfulitlar fjölskyldur, sem ekki liafa
efni á óhófi. Eg hefi aldrei kært
mig um kræsingar, og það kemur
sér vel núna. Eg bý matinn til eins
og móðir mín og amma gerðu heima
í Romagna. Eg baka hveitibrauð
þegar ég hefi mél til þess eða fæ
citthvað gott i Amerikuböggli. Kjöt
borðum við þegar það er að fá, og
mikið af ávöxtum.
EG HEFI ekki mikinn tíma til lest-
urs, ég hleyp yfir Napoliblöðin á
kvöldin. Eg hefi gaman af að lesa
um fólk, sem ég þekkti einu sinni
og sjá hvað á daga þess hefir drifið.
Eg ætti víst að kaupa mér ný gler-
augu, en vil ekki missa þau gömlu,
þvi að maðurinn minn gaf mér
þau. Þau eru einn af fáu minja-
gripunum, sein ég á. Aht hitt glat-
aðist i umrótinu, ýmist var því stol-
ið eða það var gert upptækt. Ný-
lega var gefin út skipun um að
gera upptæka smájörð, sem við átt-
um Predappio, ganila heimilið okk-
ar og kofann við Ostia. Þannig hafa
þeir eyðilagt síðustu minjar um
heimilislíf okkar. Fatnaður okkar og
innanstokksmunir var látið á upp-
boð og selt. Húsið okkar í Rocca
della Caminata er óbyggilegt núna.
Jafnvel það sem naglfast var í þvi
hefir verið hirt og liúsið er eins og
tómur braggi. Verkamenn skiptu
bókasafni mannsins mins milli sín.
En ef svo færi að þér ættuð leið
þar hjá gæti hugsast að þér fynd-
uð þar slitrur úr þvi úti á viðavangi.
Verst þykir mér að hafa misst
öll ehikaskjöl okkar, ekki síst bréf-
in mannsins míns til min, Ciano-
möppuna, skjölin viðvikjandi Buff-
arini Guida og handritið að „Eins
árs sögu“, endurminningarnar úr
Maddalenafangelsinu, sem maðurinn
minn gaf mér áður en við skildum.
Við hittumst tveimur dögum fyrir
áfallið mikla. Eg skildi skjölin eftir
í húsi í Como, og þau hurfu þaðan.
Það eina sem ég gat gert var að
kæra húsmóðurina þar fyrir varð-
manninum. En mér tókst að halda
síðasta bréfinu, sem maðurinn minn
skrifaði mér áður en hann fór til
Valtellina til að þola sinn dóm. Eft-
ir að ég hafði fengið það bréf töl-
uðum við saman í síma. Eg man
það sem hann sagði, eins og það
hefði skeð i gær, og get enn heyrt
röddina lians í símanum. Þegar ég
grátbændi liann um að flýja og koma
sér fyrir á öruggum stað svaraði
bann: „Nei, Rachele ég verð að
hlýða forlögunum.“
EG hefi ekki skrifað neitt i dag-
bókina mína núna lengi. Eg byrjaði
á lienni 1922 og skrifaði lijá mér
allt sem maðurinn minn sagði mér.
Nú hefi ég afráðið að láta gefa hana
út, og hún kemur bráðum i hókar-
formi. Það verður fyrsta frásögn-
in og hún áreiðanleg — af atburðun-
um, sem blaðamenn og rithöfund-
ar hafa eytt miklu bleki i, en ekki
alltaf farið sem réttast með. Auk
þess segir um einkalíf mitt. Munu
þessar 300 blaðsiður drepa á flest
það, sem gerðist í Ítalíu hin löngu,
örlagaríku ár. Þau sýna Mussolini í
þeirri mynd, sem flestir vissu ekki
hvernig var — eins og liann var
lieima hjá sér, laus við hið ytra
látbragð, sem hann varð að hafa á
sér samkvæmt stöðu sinni, út á við.
Auðvitað gat ég ekki stillt mig um
— jafn liispurslaus og ég er -— að
segja að lokum mína eigin skoðun
á honum, þessum manni sem ég var
i sambýli við í svo mörg ár og
þekkti betur en nokkur annar.
Eg iiefi ekki meira að segja um
ÁRIÐ 1832 gerði Bandarikjastjórn
ógætilega ráðstöfun viðvikjandi
listaverki. Það veitti 5000 dollara
myndhöggvaranum Horatio Green-
ough, sem var frægur mjög á þeirri
tið, og átti liann að gera hetjumynd
af George Wasliington og var ætlað
að myndin stæði fyrir framan Capi-
tol. Horatio fór til Firenze með pen-
ingana, og sex árum siðar hélt liann
heim með myndina, sem vóg 20 tonn.
Hún var i trékassa, svo stórum að
til þess að koma honum áfram
hlykkjótta vegina í ítaliu varð viða
að höggva olíventré burt og laga
vcgina. Allur kostnaðurinn varð
8311.5 dollarar.
Þegar styttan var komin til sjávar
hófst útskipunin undir eftirliti
vcrkfræðinga. En taliurnar stóðust
ekki rnátið, kaðlarnir slitnuðu og
George Washington datt í sjóinn.
Vátryggingarfélagið greiddi skemmd
irnar sem urðu á skipsliliðinni. En
herskip var sent frá Bandarikjunum
til Ítalíu til að ná Washington upp,
og tókst það.
Herskipið lagðist við bryggju í
New York, en nú kom á daginn að
járnbrauargöngin voru of þröng
fyrir kassann, — faðir Bandaríkj-
anna komst ekki gegnum þau. Sjó-
herinn hljóp aftur undir baggann og
flutti kassann nú til New Orleans.
Þaðan var kassinn svo fluttur ýmsar
krókaleiðir til Washington, svo að
Iivergi þurfti að fara gegnum járn-
brautargöng. En flutningskostnaður-
inn varð mikill. Nú var listaverkið
komið upp í 26.000 dollara.
SVO varð þingið að veita 2000 doll-
ara fyrir stöpul undir listaverkið
að standa á. Og loks, á 109 ára af-
mæli höfðingjans var allt til reiðu
undir afhjúpun listaverksins.
Hljómsveit frá flotanum lék þjóð-
sönginn — þingmcnn héldu innfjálg-
120 ÁRA — ÓLMUR í AÐ GIFTAST.
Peter Chandler Pringle í Johann-
ésborg varð 120 ára 17. júh, en
finnst samt að hann sé unglingur
og er að líta kringum sig cftir konu,
sem á að vera ung og fírug, svo mað-
ur noti hans eigin orð. Pringle
fæddist 1830 og var of gamall til að
taka þátt i Búastriðinu 1899, en
segist ekki vera of gamall til að
gifta sig núna, þótt ekki sé nema ein
tönn eftir i munninum á honum.
En hann hefir ágæta sjón og heyrn.
Hann fer á fætur klukkan 6 á morgn
ana og gengur langar leiðir eftir
að hann liefir étið litla skattinn.
ævi mina hér i Forio. Jafnvel þó
að það sé ekki skynsamlegt þá er
mér oft gramt i geði, og væri fús íil
að fara til vina minna fyrir vest-
an haf. En ég hefi ekkert að áfell-
ast mig fyrir, ég hefi gert skyldu
mína scm húsmóðir og móðir og
get horfst í augu við hvern sem vera
skal.
ar vakningarræður ■—■ einn af for-
setum þingsins kippti i bandið ....
Æ, livilík hörmung!
Þarna stóð stofnandi sambands-
ríkjanna i tvöfaldri stærð, „klædd-
ur eins og rómverskur senator sem
er á leiðinni í baðið.“ Það gljáði á
brjóstvöðvana í sólskininu •—- lár-
viðarkrans liélt liárinu i skefjum.
Marmaraklæði lá losaralega um lend
arnar, svo losaralega að það full-
nægði varla vægustu kröfum um
velsæmi. Samkvæmt klassiskum stil
voru böndin á ilskónum milli tánna.
EFTIljj margra vikna þref fram og
aftur var afráðið að sprengja mynd-
ina í mola með dýnamiti. En þá
kom á daginn, að i fimmtiu ára
gömlum lögum var stafur fyrir því,
að stjórninni væri óleyfilegt að eyði-
leggja listaverk, hversu vafasöm sem
þauværu. Þingmennirnir höfðu keypt
köttinn i sekknum og urðu nú að
taka afleiðingunum af léttúðinni.
Þeir gerðu það sem þeir gátu og
lieitstrengdu að lita aldrei á mynd-
ina framar.
Fyrst og fremst var byggður tré-
skúr (1600 dollarar) utan um mynd-
ina, svo að enginn þyrfti að sjá
hana. Og svo var pexað áfram, ár
eftir ár, en aðkomumönnum var
gáta hvað gæti verið i skúrnum
þarna við Capitol.
Árið 1908 voru þingmenn orðnir
svo þreyttir á pexinu, og skúrinn
auk þess lirörlegur, að 5000 doll-
arar voru veittir til þess að binda "
endi á málið. Peningarnir voru not-
aðir til að rífa skúrinn og til að
flytja bera forsetann — vitanlega á
næturþeli — frá Capitol til Smitli
sonian Institute, þar sem ýmiss kon-
ar furðuverk eru geymd. Þar er for-
setinn geymdur niðri í kjallara enn
þann dag í dag.
Þcgar han nheldur að enginn sjái
til rólar hann sér í kaðli, sem hann
liefir fest í ferskjutré i garðinum
sinum. Wingle, sem talar aðeins
Afrikumál, fæddist í Cradwackhér-
aði og fyrsta endurminning hans
er frá 1837 er hann fluttist með for-
eldrum sínum til Oranje. Fimmtug-
ur kvæntist liann Anne Beiukes,
missti hana og kvæntist aftur Hannie
Kriiger, sem hann missti 1918.
Pringle gefur þettta ráð öllum,
sem langar til að verða gamlir: Þú
verður að hafa nóg af lireinu lofti,
lireyfingu, hunangi og mais. Og um
fram allt: Þú mátt aldrei reiðast!
Rachele Mussolini.
George Washington
strípaður