Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1951, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.04.1951, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Leikfélag Hafnarfjarðar: „Nóttin langa“ Eftir Jóhannes Steinsson. Lcikfélag Hafnarfjarðar hafði frumsýningu á leikritinu ,,Nóttin langa“ eftir Jóhann'es Steinsson síð- astliðið laugardagskvöld. Gnnnar Bjarnason í hlutverki stórkaupmannsins. „Nóttin langa“ er í senn gaman- leikur og ádeila. Leikritið fékk mcð- mæli dómnefndarinnar í leikrita- samkeppni Þjóðleikhússins í fyrra, ])ó að vcrðlaun hlyti það ekki. Höf- undurinn, Jóhannes Steinsson, fer hér vel af stað. Siðasti þáttur leiks- ins er afburðasnjall, og skemmtileg- ur, og þar hefir liöfundi fekist sér- staklega vel að svipta dulunni frá síngirni mann'eðlisins og lýsa bak- tjaldamakki og klækjum dægurlífs- is, en hvort tveggja rífur liann sund- ur og saman i háði. Hnyttin gaman- yrði fjúka öðru hvoru og stundum allþétt i hverjum þætti, en óneitan- lega er þó leikritið full þunglama- legt fyrst framan af. En þeim mun meiri verður stígandinn, og höfundi tekst að halda áhorfendum í eftir- væþtingu allan iimann. Hiutverkin eru flest álíka stór, og lcikendurnir gera þeim allir sóma- samleg skil. Gunnar Bjarnafion leik- ur þarna sem gestur, en aðrir leik- arar eru Kristjana Breiðfjörð, Haf- steinn Bajdvinsson, Hulda Runólfs- dóttir, Sigurður Kristinsson, Auður Guðmundsdóttir, Jóhanna IJjaltalin, Ölafur Örn Árnason og Vajgeir Óli Gislason. Ymsir leikenda eru svo til ný- liðar á lciksviðinu, og er þvi ánægju- legt að vita til þess, að svo vel skuli vera á spilunum haldið, að hvergi verði lciksýningin götótt. Leikstjóri er Einar Pálsson, og lief- ir lionum farist starf sitt vel úr hendi, því að uppsetning leiksins er alls ekki vandalaus, þótt aldrei sé skipt um leiksvið. Meira lið til Kóreu. — Þátttaka ldríverskra hermanna í Kóreu- stríðinu hefir haft frað í för með sér að UNO hefir enn orðið að senda liðsauka þangað. Ýmsar UNO-Jjjóðir, en Jjó engin NorðurlandaJjjóð, hafa orðið til þess að senda lið, m. a. Tyrk- ir. Á myndinni, sem er tekin á Pusan í Suður-Kóreu sést Natik Poyrazogin ofursti, sem stjórnar fyrstu tyrknesku sveitunum í Kóreu. Hann er að taka á móti blómum. Á myndinni sjást tyrkneska- og UNO-flaggið hlið við hlið. Páskar í Ameríku. — Það er haldið dálítið öðruvísi upp á páskana i Bandaríkjunum en hjá okkur. Auk hinnar hefð- bundnu ' Fifth Avenue skrautsýningar í New York voru nú 1000 páskaliljur gróðursettar í Channel Gardens í Rockefeller Center borgarbúum til augnayndis. Meðal blómanna var kom- ið fyrir risastórum rauðum krossi til þess að minna á söfnun Rauða krossins. Danir hafa búið til mikið af Churchill-skrítlum síðan gamli mað- urinn var á ferð i Danmörku. Hér er ein: Churchill var á dansleik og dama hans spurði: — Segið þér mér, mr. Chúrchili, hvers konar dans er það eiginlega, sem Bevin utanríkisráðherra dansar? — Það er alls cnginn dans, svaraði Churchill, það er verkamannahreyfing. „Herra ritstjóri: — Eg er ástfang- inn af óbreyttri stúlku, en rík stúlka vill endilega giftast mér. Hvað á ég að gera “ Svar ritstjórans: „Gifstu þeirri sem þú elskar, fyrir alla lifandi muni, og sendu mér nafn og lieim- ilisfang hinnar.“ MlV/V<V/V/W<WlV/ Loftbélgir austur yfir járntjald. Nýlega voru 50.000 heliumfyllt- ir loftbelgir sendir í loft upp i Wien, og var þeim ætlað að fara austur fyrir járntjald. Á hverjum belg er ritaður áróð- ur fyrir frjálsri Evrópu á fjórum tungumálum. Hér sjást nokkrir belgir leggja í loft upp.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.