Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1951, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.06.1951, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Tekur þátt í bresku sýningunni. — Á sýningunni miklu, „Festi- val of Britain“, vilja Bretar gjarna sýna, að þeir hafi „komið víða við“, m. a. í heimskautaferðalögum, og kunni margt. Þess vegna eru þarna á sýningunni Grænlandshundar, samæfðir fyrir sleða. En skritnast er að maðurinun, sem hefir tamið þá, er sunnan úr Kenya í Afríku, sem liggur suður við Miðjarðar- baug. Ur fylki í fylki. — Víða í Bandaríkjunum er mikið af brennslu- gasi í jörðu, svo að það borgar sig jafnvel að leggja langar pípur, til þess að leiða það milli fylkjanna. Hér sést brot úr leiðslu, sem liggur úr Massachusettsfylki til suðurhluta New- Englands. Prammarnir í Berlín. — Þegar „kalda stríðið“ stóð sem hæst í Berlín hér á árunum, og Vesturveldin svöruðu samgöngubanni Bússa á landi og vatnaleiðum með „loftbrúnni“ svonefndu, var mik.il rimma um prammana, sem fluttu þungavörur þaðan, er árnar urðu óskipgengar. Nií ganga prammarnir tiltölu- lega óhindraðir til V.-Berlín, þó að samkomulagið hafi ekki batnað milli austur og vesturs. Kaupið og lesið vinsælasta vikublaðið í stórum stíl.— Þar sem margra kílómetra langar limgirðing- ar eru kringum akrana, eins og sums staðar á þjóðbýlum vestan hafs, mundi verða seinlegt að klippa þær á vorin með hand- klippum Þess vegna eru notaðar á þessar girðingar vélklippur, eins og þær sem sjást hér á myndinni. Hjálp til landsmanna. — Myndin er tekin á basar, sem haldinn var í Pakistan Iiouse í London lil styrktar fólki í Pakistan, sem missti allt sitt í vatnsflóðum í vor í Panjab-héraði. Maðurinn, sem verið er að festa blómin í hnappagatið á er stjórnarumboðs maður Pakistans í Englandi, Hahib Rahimsoola, og stúlkurnar eru pakistanskar hjúkrunarlconur, sem eru við framhaldsnám á sjúkrahúsi í London.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.