Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1951, Blaðsíða 12

Fálkinn - 08.06.1951, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Framhaldssaga eftir Jennifer Ames. 10 JANET TAMAN Aafarspenncindi ástarsaga, viðburðarnk og dularfull. líka vegna ávarpsins, sem hann notaði svo smeðjulega. — Ef hann hefir farið í ferðalag, þá hlýtur vafalaust að vera einhver á skrifstofunni, sem getur afgreitt mál mitt, svaraði hún kulda- lega. — Eg held að hann sé vanur að taka ritar- ann sinn með sér í ferðalögin. En samt þykir mér líklegt að hann hafi skrifstofustúlkuna eftir heima. Reiðin sauð ennþá niðri í henni. — En ég hefi ekki farið alla þessa leið til þess að spjalla við skrifstofustúlkuna hans. Hann brosti aftur yfirlætislega. — Þér munið vafalaust eftir því, að Jeber- son ráðlagði yður að koma ekki.---------Það lítur annars út fyrir gott veður. Þau fengu inndælt veður, en Janet naut þess ekki. Góða veðrið gerði meira að segja sitt til þess að ergja hana yfir tilverunni. Hún reyndi að vísu að taka þátt í lífinu um borð — hún borðaði með hinu fólkinu, gekk upp á þilfarinu og tók þátt í leikjum. En nú fundust henni leikirnir , sem áður voru svo skemmti- legir, asnalegir og leiðinlegir. Farþegarnir — jafnvel þeir, sem hún áður hafði svo vel getað þolað — voru nú hundleiðinlegir. Hún tók að vísu þátt í skrafi þeirra, en var þó oftar þögull hlustandi. Hún sá Jason öðru hverju. Hjá því var ekki hægt að komast, þar sem skipið var svo lítið og þau sátu við sama borð. En hún umgekkst hann ekki öðru vísi en farþegana, sem hún þekkti lítið og skiptist aðeins nauð- synlegum orðum á við. Þau beindu orðum sín- um að jafnaði ekki til hvors annars, og Jason sá svo um, að þau sætu aldrei ein við matborð- ið. Að sjálfsögðu minntist enginn á hina breyttu framkomu hans gagnvart henni, en hún var viss um, að allir töluðu um það á bak við hana og það gerði henni ákaflega gramt í geði. Hún tók eftir því, að nú bað enginn þau Jason um að spila bridge eða bauð þeim upp á „cocktail." Sir John tók auðvitað líka eftir þessu. Janet fannst, að ekkert gæti farið framhjá hinum djúphugulu, vingjarnlegu augum hans. Hann var samt ekki með fjas og orðmælgi út af því. Hann gaf henni aðeins nánari gætur en áður. Hann hélt sig í nánd við hana um „cock- tailtímann" og bauð henni oft upp á líkjör eftir mat. Hann var líka sá eini, sem virtist láta sér annt um hana, og þess vegna þáði hún alltaf boð hans. Og svo skeði það — kvöldið áður en skipið átti að koma til Jamaica, að hún lenti í fasinu á Sonju James, þegar hún var að fara upp á þilfar eftir að hafa klætt sig um. Það rann allt í einu upp fyrir henni, að hún hafði séð Sonju mjög sjaldan, síðan þær fóru saman í land á Bermudaeyjum, og nú brosti hún vinalega til hennar. — Gott kvöld, Sonja. Ætlið þér niður að skipta um föt? — Eg sé litla ás.tæðu til þess að skipta um föt fyrir mig, svaraði Sonja. Tónninn var ekki kæruleysislegur heldur reiðilegur, og Janet fylltist hryllingi við augnatillit hennar. Hún hafði séð Sonju líta þannig á mqður sína. — En .... en hvað með alla kjólana, sem þér keyptuð í Hamilton? Hvað með fallega síðdegiskjólinn? En Sonja hélt áfram að horfa reiðilega á hana. —- Keypti ég fallega kjóla í Hamilton? Hún hló napurlega. — En hvað það var heimsku- legt af mér. En þá hélt ég að lífið ætlaði að fara að snúa bjartari hliðinni við mér á ný. Þetta sýnir, hve heimskulega menn geta hagað sér. — Eg skil ekki, við hvað þér eigið, sagði Janet og var angistin uppmáluð á svipinn. — Eg er viss um, að lífið gæti leikið við yður aftur. — Það er undarlegt að heyra einmitt yður segja þetta. Þér hafið einmitt eyðilagt alla framtíðardrauma mína. Að svo mæltu rigsaði hún fram hjá 'henni. Janet stóð agndofa og starði ráðvillt á eftir henni. Hvað í ósköpunum gekk að Sonju? Um hvað hafði hún verið að tala? Hún komst í svo mikið uppnám út af þessu, að hún fór í hugsunarleysi inn í reykingarsalinn, en þang- að hafði hún ekki komið, síðan þau Jason urðu ósátt. Það var yfirfullt í reykingarsalnum, eins og alltaf á „cocktail-tíma“ fyrir matinn. Hún sá Jason við annan enda barsins. Hann hallaði sér fram á borðið. Alltaf þegar hún kom inn í stofu eða gekk upp á þilfar sér til hressingar, reyndi hún að sjá ekki Jason, en það var eins og augu hennar drægjust að honum og hjarta hennar þurfti ekki meira til þess að fá ákafan kipp. Hann brosti út í annað munnvikið, þegar hann sá hana, og þegar hún staldraði við, lyfti hann höfðinu og leit á hana. Augu þeirra mættust augnablik. Hann kinkaði kolli til hennar, en sneri sér svo aftur að manni þeim, sem hann var með. Þó að hún væri orðin vön ýmsum uppátækj- um af hans hálfu upp á síðkastið, fannst henni bros hans vera sem löðrungur á sig. Tárin ætluðu að brjótast fram í augum hennar, og hún sneri við í dyrunum. En áður en hún var komin út gekk hár og þrekinn maður í veg fyrir hana. — Mætti ég ekki bjóða yður drykk, ungfrú Wood? Það vill líka svo tiL að ég þyrfi að tala svolítið við yður út af sérstöku máli. Hún gat ekki þolað James Henderson, en eins og á stóð, hefði hún þegið drykk af hverj- um sem var, þó ekki væri nema til að sýna, það það væru karlmenn um borð, sem kærðu sig um hana, þótt hann kærði sig ekki um hana. Og enda þótt hún vissi það sjálf, að þetta var ákaflega barnalegur og kjánalegur hugs- unarháttur, þá stóðst hún samt ekki freist- inguna. — Kærar þakkir. Það vil ég mjög gjarnan. — Ágætt! Eigum við að setjast hérna? Hann dró fram stól fyrir hana, settist sjálfur í ann- an og pantaði síðan drykk fyrir þau. — Eg vildi mjög gjarnan sjá yður oftar, byrjaði hann, — en ef ég á að vera hreinskilinn, þá á ég vin um borð, sem er ákaflega einmana, og hjá honum sit ég öllum stundum. Janet muldraði eitthvað í barm sér, að sér þætti fyrir því. En sjálf vissi hún, að honum gekk eitthvað annað en greiðviknin ein og vináttan til með að sitja yfir einhverjum manni tímunum saman. Slíkum manni gat ekki gengið gott eitt til með neinum gerðum sínum. — Eg et ekki skilið að nokkur hafi veriö sjóveikur í þessu veðri, bætti hún við. — Það er heldur ekki sjóveiki. Hann var las- inn, þegar hann lagði af stað frá Englandi, og sjóferðin hefir greinilega ekki bætt hann. — Hefir hann klefa númer 11, þennan við hliðina á klefa mínum, spurði Janet. Hann leit snöggt á hana. — Þekkið þér hann? — Nei, ég hefi aðeins heyrt, að það liggi veikur maður þar. Þetta var eins og forboð einhvers óhugnanlegs, sem væri í vændum. Hún upplifði nú í huganum, hvernig hún haf ði villst inn í klefann og staðið augliti til aug- litis við skammbyssuhlaup. Það var stutt þögn, meðan drykkurinn var á borð borinn. — Það, sem ég vildi gjarnan tala við yður um, er þessi eign yðar á Jamaica, sagði hann, þegar þjónninn var farinn. Eg hefi góðar frétt- ir að færa yður, hugsa ég. Hún rétti úr sér og fylltist áhuga. — Er það satt? — Eg minntist á það við yður, að ég hefði áhuga á fasteignum á Jamaica, munið þér það ekki? Einn af vinum mínum hefir af til- viljun keypt sér jörð í grennd við eign yðar í Salt Harbour. Eg hafði símasamband við hann í dag og ympraði á því við hann, hvort hann vildi kaupa eign yðar, og hann gerði sig strax liklegan. Hann sagði, að eignin væri að vísu umlukt af mýrarfenjum, en hann skyldi taka þetta til yfirvegunar, þar sem eignin lægi að jörð hans. Þér munið víst, að ég nefndi 4 til 500 pund sem hámark fyrir eignina? En ég kom honum til að samþykkja 750 pund fyr- ir hana. Það er mjög gott tilboð, finnst yður ekki? Hann horfði á hana og brosti breitt. — Þá fáið þér upp í kostnaðinn við ferðalagið, 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.