Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1951, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.07.1951, Blaðsíða 3
F ÁLKINN 3 RANDOLP TURPIN, enski Evrópumeistarinn í millivigt sigraði óvœnt ameríska hneja- leikalcappann Sugar Ray Rohin- son í keppni sem nýlega var háð um heimsmeistaratitilinn í milli- vigt. Urslitin komu flestum á ó- vart, eins og áður segir, og halda sumir því jram að umhoðsmenn þeirra haji samið fyrirfram um úrslitin. Það er ekki óalgengt að slílcar brellur séu liajðar í jrammi til þess að tryggja aðsókn að síð- ari keppnum. En í ráði er að Tur- pin og Robinsón Jceppi um heims- meistaratitilirm ajtur í haust. — Ekki svo að skilja að útilokað sé að Turpin sé vel að sigrinum kom- inn, því að álitið er að hann sé einhver ejnilegasti lmejaleikari, er jram hefir lcomið á síðari árum. Olíudeilan í íran. — Hér sést formaðnr persnesku olíunefnd- aAinar, Hussian Makki heiiir hann, sem hefir verið sérstak- lega gallharður í deilunni við Breta, horfa yfir olíuhreinsun- arstöðvarnar í Abadan, með tor- rætt bros á vörunum, að austur- lenskum hætti. Til hægri: RAUSAÐ ÁN AFLÁTS. Frakkar hafa ekkert á móti því að fólk tali lengi í síma. Þar hefir verið tekið einkaleyfi á áháldi til að festa við hausinn á sér, svo að báðar hendur eru frjálsar. Og nú geta dömurnar farðað sig, og jafn- \vel haldið á prjónunum sínum meðan þœr láta móðann mása. Austræna í London. — Þrjú ind- onesisk systkin hrífa um þessar mundir gestina á Lundánasýn- ingunni, en þar dansa þau dansa frá Bali. Dansfólk frá þessari eyju er löngu frægt um allan heim. Myndin er af yngsta syst- kininu, dansmeynni Tamara sem er 17 ára gömul. Omar Bradley í París. — Brad- ley hershöfðingi, hæstráðandi Bandaríkjahers var nýlega í Par ís og ræddi þar við Eisenhower og franska hermálaráðherrann Jules Moch um hervarnir. Hér sést Bradley á leiðinni í franska lxermálaráðuneytið. GOTT AÐ VERA ÞAR! „Eyja hinna heilögu bíflugna" cr ofurlítil Paradís, 20 milur undan strönd Queenslands i Ástralíu. Hef- ir luin nýlega vcrið seld fyrir 6.500 stcrlingspund og þykir gjafverð, þvi að þar eru engir skattar og maður getur lifað góðu lífi á því sem nátt- úran býður fram. Þar eru alls konar pálma-ávextir, ostrur og fiskur. í kaupunum voru innifaldar 300 kind- ur, 40 kýr, sjö liestar, danssalur, 35 feta seglbátur og bús með níu berbergjum. ÁTTRÆÐUR TRÉSMIÐUR vinnur fullan vinnudag á verkstæði sínu UNGFRÚ TRUMAN 1 PARÍS. Jón Sigurösson. Á Akranesi er starfandi húsasmiða- meistari á níræðisaldri. Hann heitir Jón Sigurðsson og býr á Vesturgötu 51 þar i bæ, en það hús byg'gði hann sér árið 1911. Jón er fæddur 10. maí 1870, svo að hann er kominn rösklega ár á 9. tuginn. Borgfirðingur er hann að ætt, en fæddur í Krisuvik. Um skeið bjuggu foreldrar hans að Vífilsstöð- um. Ilann varð snemma gefinn fyrir smiðar, cnda átti hann ætt til þess. Faðir Iians, Sigurður, og afi, Jón Símonarson, voru báðir hagleiks- menn. Jón lagði þá út í trésmíða- nám hjá Jakob Sveinssyni í Reykja- vík og gerði hann sveinsstykkið árið 1894. Var það póleraður klukku- kassi utan um sigurvcrk, er Magnús Benjamínsson smíðaði, og er það nú á þjóðminjasafninu. Árið 1896 fluttist Jón upp á Akra- nes og hefir stundað smíðavinnu þar og i næstu héruðum siðan. Hef- ir hann smíðað fjölda húsa víða um .Borgarfjarðarsýslu. Trésmíðaverkstæði er í húsi Jóns með ýmsum þörfum vélum og verk- færum, m. a. trésmíðavél og stign- um rennibekk, er hann liefir sjálfur gert fyrir hálfri öld. Vinnur hann þar enn fultan vinnudag við smiðar. Álnigamaður er hann mikill um ýmis þjóðþrifamál, ekki síst aukna tónlistarmenningu og skógrækt. Tel- ur liann, að iðnaðarmönnum sé liollt að hlúa að slikum málum eins og reyndar öllum borgurum þjóðfclagsins. Margrét Harrysdóttir Truman söngkona, sem féngið hefir mis- jafna dóma „sem slík,“ liefir verið á löngu ferðalagi í Evrópu, heimsótt konunga og önnur stórmenni og gengið fyrir páfa og vafalaust fengið „sérstaka blessun." Hér sést hún heilsa Evrópu, er skipið sem hún kom á að vestan siglir inn til Le Havre ( efri myndin). — Fyrsta kvöldið sem Margaret Truman var í Paris í Evrópuferð sinni var hún i luítíðarboði með grímu dansleik á eftir. — Á neðri myndinni sésl lu’in í veisluklæð- um, en tígulsjöið við hliðina á lxenni er Bruce sendiherra Bandarikjanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.