Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1951, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.07.1951, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Smásaga eftir O. Henryl Stúlkan frá Long Island tlL þess að fyrirbyggja að grúnsamur Iesari fleygi þessari sögu út í liorn, ætla ég í tæka tíð að benda honum á, að þetta er engin blaðasaga. I>ú hittir engan alvitran ritstjóra með stuttar skyrtuermar, engan kjaftforan blaðamannahvolp, sem er í fyrstu fréttasmala- mennskunni sinni — engar brell ur, enga árekstra — í stuttu máli ekki neitt. En ef þú vilt leyfa mér að láta fyrsta þátt gerast á frétta- mannastofu blaðsins „Morgun- blysið“, ætla ég að endurgjalda þér vinsemdina með því, að sneiða hjá öllu þvi sem blaða- mannalbragð er að. Eg bjó til dálkafylli í „Morg- unblysið“ og ég hafði allra náð- arsamlegast fengið til afnota of- urlítið horn á löngu borði, sem var alsett eintómum próförk- um, þingtíðindum og gömlum dagblöðum. Þarna vann ég mitt verk. Eg skrifaði um hvað eina, sem pískrað var í bænum og það sem öskrað var eða hvíslað í eyrað á mér er ég gekk um göturnar, en það gerði ég oft. En tekjur mínar voru fremur óvissar. Einn daginn kom Tripp inn og hallaði sér upp að borðinu mínu. Tripp var upphaflega eitt eða annað í vélafaginu, en ein- mitt þessa stundina held ég að liann hafi aðallega fengist við Ijósmyndir, því að lúkurnar á honum voru alltaf litaðar og skemmdar af sýriím. Hann var fast að því tuttugu og fimm árá, geri ég ráð fyrir, en leit út fyrir að vera fertugur. Hálf ásjónan var á kafi í stuttu, brokknu, rauðu skeggi, sem minnti á slitna dyramottu með sama lit. Hann var fölur, heilsu- leysislegur, aumingjalegur og skriðdýrslegur og iðinn við að losa sig eða aðra við fjáruppliæð- ir, mismunandi frá tuttugu og fimm sentum og upp í einn dollar. Einn dollar var hámark- ið. Þangað og ekki lengra. Þeg- ar hann sat við borðið mitt, hélt hann annarri lúkunni ofan á binni til þess að varna því að báðar skylfu. Whisky! Hann reyndi að láta falskan keim upp- gerðarfjörs og drýginda leika um sig, en enginn lét flekast af því. Þennan dag liefði mér verið i lófa lagið að sækja fimm gljá- andi silfurdali til gjaldkerans fyrir sögu í sunnudagsblaðið, svo að þótt ég befði ekki að fullu samið frið við þennan heim, þá var þó að minnsta kosti eins konar vopnahlé. Eg var nýbyrj- aður á andríkri lýsingu á Brook- lynbrúnni í tunglsljósi. — Jæja, Tripp, sagði ég óþol- inmóður og horfði á hann. — Hvernig gengur það? I dag virtist hann vera enn meira skríðandi og traðkaður en nokkurn tima áður. Hnnn var kominn á það stig eymdarinnar, að liann vakti meðaumkun annarra með sér á þann hátt að mann langaði til að sparka í hann. — Hefirðu einn dollar? spurði Tripp með auðmjúkasta augna- ráðinu, sem hann átti til í liunds glirnunum á sér. — Það hefi ég, svaraði ég. — Það hefi ég, endurtók ég ó- þolinmóður. — Eg hefi einn og fjóra við hliðina á honum. Og ég á að heilsa og segja þér, að það var enginn hægðarleikur að kreista þá úr honum Atkin- son gamla. Og ég þarf nauðsyn- lega á þeim að lialda sjálfur til þess að jafna gamlan skuldapóst — kröfu —sem nemur nákvæm- lega fimm dollurum. Eg sagði þetta með minni allra sterkustu áherslu, því að ég var hræddur um að ég væri í þann veginn að missa einn af þessum fimm dollurum mínum. — Eg ætlaði ekki að fá lán, sagði Tripp. Mér létti. — En ég hélt að þér þætti vænt um að fá efni í góða sögu, liélt hann áfram. — Eg hefi bráðgóða hugmynd. handa þér. Það verður margra dálka saga. Hún kostar þig kannske einn dollara eða tvo. Eg ætla ekki að taka neitt fyrir hana. Eg varð sáttfúsari. Tillagan bar þess vitni að Tripp virti við mig fyrri skyndilán, þó að hann léti sér ekki detta í hug að borga þau. Ef hann hefði verið svo klókur að biðja mig um einn dollar þá hefði hann fengið hann. — Jæja, út með söguna þá, sagði ég og dýfði pennanum í. — Það er ung stúlka, sagði Tripp. — Falleg stúlka úr sveit. Ein fallegasta stúlkan sem þú getur liugsað þér. Rósahnappar með morgundögg .... fjólur í sól og sumarlofti .... er ekkert i samanburði við hana (Tripp gat hagað orðum sínum smekk- lega þegar andinn var yfir hon- um). Hún hefir átt heima í Long Island í tuttugu ár en hef- ir aldrei komið til New York fyrr. Eg rakst á hana í 34. götu. Hún stöðvaði mig og spurði, hvar hún gæti fundið Georg Brown. Spurði mig hvar hún ælti að finna George Brown í New York City. Hvað segir þú um það? — Eg talði við liann dálitla stund og varð þess vísari að hún var í þann veginn að gift- ast ungum bónda, sem heitir Hiram Dodd — í næstu viku. En það er svo að sjá, sem Georg Brown sitji i öndvegi í hug- skotinu á henni. Georg Brown hafði farið hingað inn í borg- ina fyrir viku en ekki látið heyra frá sér síðan. Og svo liafði Hiram Dodd notað sér tækifær- ið. En af því að óðum líður að brúðkaupsdeginum, tekur Ada — hún heitir Ada Lowery — liest sinn og söðlar hann, ríður átta mílur á næstu járnbrautar- stöð og fer þaðan með lsetinni inn í borgina. Til þess að leita Georg uppi! — Eg gat ekki forsvarað að sleppa lienni lausri út í úlfa- horgina við Hudsonfljót. Eg geri ráð yrfir að liún hafi liugs- að, að fyrsta manneskjan sem hún spyrði myndi svara að vörmu spori: „George Brown .... jú, bíddu við .... látum okkur sjá! .... í meðallagi hár og með ljósblá augu? Já, þú hittir liann í tuttugustu og fimmtu götu, til hægxú við ný- lenduvöruvei’slunina. Hann er lcontóristi hjá leðurkaupmann- inum þar. Þú skilur hve barna- leg og saklaus hún er. Hún er úr einu af þessum sveitaþorp- um þai’na langt úti á Long Is- land .... Greenburg .... sem eru alveg ósmituð af skarkala og löstum stói-borgarinnar. Þú ættir að sjá hana. — Hvað get ég gert? hélt hann áfram. Eg hefi ekki fundið lykt af svo miklu sem einu senti í allan dag. Og hún hafði eytt síðasta skildingnum sínum fyr- ir farmiða með járnbrautinni, nema nokkrum aurum, sem hún keypti sér stóran poka af brjóst- sykri fyrir. Eg fór með hana í gistihæli í þrítugustu og annarri götu — ég hefi húið þar stund- um sjálfur. Og nú vantar hana einn dollar. Hún Guinness gamla tekur dollar fyrir daginn. Eg skal fylgja þér þangað. — Hvað meinar þú eiginlega með þessu, Tripp? Eg man ekki betur en að þú segðist ætla að segja mér sögu. Hver einasta fex-ja sem siglir yfir Austurá, liefir um horð fjölda af stúlk- um fi-á Long Island. Hrukkurnar í ásjónu Tripps urðu enn dýpri. Hann skildi lúkui-nar að og undirsti’ikaði orð sín með skjálfandi vísifingri. — Sérðu ekki hve fína sögu þú getur búið til úr þessu? Þú veist allt um rómantik .... þú getur skotið einhverju inn í um tryggð í ástum .... þú getur þetta. Þú færð ekki minna en fimmtán dollara fyrir svona sögu, og útgjöldin verða ekki nema fjórir dollarar. Það verða ellefu dollarar netto. —. Hvernig ætti það að kosta mig fjóra dollara? spurði ég torti’ygginn. — Einn dollar handa hús- móðurinni á vertshúsinu og tvo dollara fyrir fargjaldinu heim. — En sá fjórði þá, spurði ég og fór að í'eikna í liuganum. Einn dollar handa mér, svar- aði Tripp. — Fyrir whisky. Skil- urðu það? Eg hrosti íbygginn og setti olnhogana í stellingar til að skrifa. En veslings manni’æfill- inn ætlaði ekki að láta mig hrista sig af mér. Ennið á honum varð allt í einu gljáandi af raka. — Skilurðu ekki, sagði hann innilega og með liita, að það verð ur að senda þessa ungu stúlku heirn í dag en ekki á morgun. Eg get ekki gert neitt fyrir hana en þú getur það, ef þú bara vilt. Nú fór ég að finna til þess- arar leiðinlegu, hlýþungu og þrykkjandi kenndar, sem kölluð er skylda. Hvex’s vegna átti skyldan endilega að lenda á mér, með öllu sínu fargi? Nú vissi ég að ég neyddist til að missa af þessum peningum sem ég hafði eignast með súrum sveita, til þess að hjálpa þessari Ödu Lowery. En ég sór þess dýr an eið í hljóði, að Ti-ipp skyldi ekki fá whiskýið. Fölur en stilltur fór ég í frakkann og setti upp hattinn. Við komum á matsöluhúsið og Tripp hringdi. Dyrnar voru opnaðar svo að gættin varð um tveir þumlungar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.