Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1951, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.09.1951, Blaðsíða 6
6 F Á L KIN N 12 HVAR ER EVA? Framhaldssaga eftir H. COURTHS-MAHLER. Henrilc Malte kinkaöi brosandi kolli til cinkaritara síns. Hann var vanur þvi að Iiann leysti slörf sín vél af hendi. Eftir a'ð Brown hafði yfirgefið þá á ný, sátu vinirnir saman um stund og röbbuðu saman. Því miður gátu þeir alls ekki orðið samferða til Evrópu, þar sem Gunnar Broberg var bundinn við störf í Argentínu urii hríð. Hann l»að Henrik um að iáta sig vita, þegar hann hefði fund- ið dóttur sina. Því lofaði hann. Þeir ákváðu einnig, að Henrik skyldi heimsækja Gunnar síðar. Næsta kvöld gat Gunnar Broberg dáðst að snill vinar snís á liljóm- Ieikunum. Hann var nægilega tón- elskur til þess að njóta listarinnar i ríkum mæli. Aldrei liafði liann séð nokkrum listamanni fagnað cins vel og Henrik Malte i þetta sinn. „Það er skaði, að þú skulir ckki ætla að koma opinberlega fram oft- ar! Þú ert listamaður af guðs náð.“ Henrik Malte liristi höfuðið. „Það cr alltaf best að listamenn- irnir dragi sig í hlé, áður en fer að halla udan hjá þeim á listabraut- inni. Auk þess þrái ég frið og ró einkalifsins. Yonandi verður það þó ekki sama og einvera. Eva Malte lék á hverjum degi i veitingahúsi Schröders. Hún var glöð yfir þvi að liún leysti starf sitt vel af hendi. Miðstéttarfólk sótli veitingahúsið nú í sívaxandi mæli. Auk þess sem hinn góði leikur Evu á fiðluna dró gestina að, tók Schröd- er eftir því, að þeim fjölgaði stöðugt sem kom til þess að dást að feg- urð Evu og yndisþokka, en ekki fyrst og fremst til þess að njóta tón- listarinnar. Það var lika síður en svo, að hann hefði nokkuð á móti því. Mcðal aðdáenda Evu var ungur maður úr mikilsmetinni borgarastétt. Hann var svo heillaður af persónu- leika og þokka Evu, að hann skrif- aði henni hátíðlegt bónorðsbréf. Þetta var þýðingarmikið augnablik í lífi hinnar fátækii stúlku. Biðillinn hafði lagt spilin á borðið fyrir hana cinnig livað snerti fjárhagshliðina. Hún sá að slíkt tilboð mundi liún ekki fá oftar á ævinni. Hún skildi að þetta hlaut að vera manninum mikið i muna. Hún hlaut að hafa heillað hann mjög, þar sem hann lét sér standa á sama, þótt hún hefði leikið á veitingaliúsi. Hann brá sér greinilega út af venjum svissneskra borgarafjölskyldna. Það hvarflaði að henni um liríð að taka þessu boði og losna þannig við all- ar fjárhagsáhyggjur. Hún mundi eignast vistlegt heimili og yrði aftur tekin í betri borgara tölu. Það væri eitthvað annað en að standa þarna á pallinum í veitingaliúsinu á hverjum degi við liliðina á Runge, sem .aldrei var ódrukkinn, og fara svo cin heim i herbergið sitt, sem hún hafði ekki efni á að hita upp. Hún varð að velta hverjum pen- ingi tvisvar, áður en hún lét hann frá sér fara. Það var þvi ekki að undra, þótt hún liugsaði bónorðið í alvöru. Samt átti hún erfitt með að taka ákvörð- un. Hún þekkti unga mannnn i sjón. Hann hafði oft fært henni blóm og horft á hana með tilbeiðslu i aug- unum. En þegar hún hugleiddi bón- orð hans, þá skaut inynd Ib Olden- tofts alltaf upp í huga liennar, og þá vissi hún, að hún mundi aldrei gcta gefið neinum öðrum hjarta sitt. Það vær því ekki heiðarlegt gagnvart hinum unga biðli að taka lionum i orði, en ekki á borði, þó að lítil lik- indi væru til þess að sá, sem hug- ur hennar var bundinn hjá, mundi nokluirn tíma oftar verða á leið henn ar. Þess vegna skrifaði liún lionum vingjarnlegt bréf, þar sem liún tjáði lionum, hvaða liug hún bæri til hans og að hún gæti ekki tekið hónorði hans. Hann skildi clcki stofna fjöl- skyldu sinni i nena hættu sin vegna. Jafnframt þakkaði hún honum fyrir, að hann skyldi liafa talið hana verðuga að bera nafn lians. Að svo lninu var þessu máli lokið frá lienn- ar liendi, og liú.n liélt áfram starfi sínu af mestu skyldurækni. Nú voru liðnir næstum þvi fjórir mánuðir, síðan Eva var aðframkom- in af hungri og Ib Oldentoft gerðist bjargvættur liennar. Dag nokkurn, þcgar Eva stóð á pallinum og lék á fiðluna, kom liún allt i einu auga á andlit, sem hún kannaðist við i gestahópnum. Hún sá frú Möller, konuna, sem hún liafði leigt hjá, sitja við eitt borðið og stara á sig með litlum, dökkum augunum. Frú Möllér virtist eiga erfitt með að ákveða sig i, hvort hún ætti að heilsa ungfrú Malte eða láta sem liún þekkti hnna ekki. En þegar hún heyrði, live vel leik hennar var tekið af gestunum, þá á- kvað hún að klappa fyrir henni, og í einu hléinu gekk hún til hennar. „í fyrstu var ég ekki viss um að þetta væruð þér, ungfrú Malte. Svo að þér starfið þá hér. Og ég geng næstum því daglega liérna fram hjá án þess að liafa hugmynd um, hvar sé hægt að ná í yður. Skelfing er ég hissa! Ef þér hefðuð gefið mér upp heimilisfang yðar, þá gætuð þér liafa fengið stöðu hjá tignum manni. Hann kom daginn eftir og vildi bjóða yður einkaritarastöðu hjá sér. Hvað hét liann nú aftur? Hann lét mig hafa nafnspjaldið sitt, ef ég kynni nð rekast á yður. Hann er verkfræðingur. Já, nú man ég það, Ib Oldentoft hét liann. Sóttuð þér um stöðu hjá einhverjum Old entoft verkfræðingi. Eva var frá sér numin af fögnuði við þessar fréttir. Ib Oldentoft! Hann hafði þá komið tl þess að hitta hana! Hendur hcnnar skulfu af geðshræringu. „.Tá, mig minnir, að ég hafi gert það,“ muldraði hún liálfvegis gegn vilja sínum. ,Það hlýtur að liafa verið miklu betri staða en sú, sem þér nú hafið Hérna standið þér fyrir allra augum. Ilefði ég vitað, hvar yður var að finna, þá hefði ég sent verkfræð- iinginn hingað. Það er þó óvíst íið hann hefði viljað ráða áyður tií sín eflir að þér höfðuð verð starf- andhér.“ Eva fölnaði. Guði var svo fyrir að þakka, að Ib Oldentoft hafði losn- að við að sjá hana standa þarna á pallinum. „Já, vist er um það, frú Möller. En ég var nauðbeygð til að taka þessu starfi, þvi að annars hefði ég orðið liungurmorða.“ „Guð minn góður! Já, baráttan fyrir tilverunni er erfið fyrir ein- mana konu. Um það get ég dæmt. En nú lnigsa ég að það sé orðið of seint fyrir yður að gefa yður fram við Ib Oldentoft. Hann hefir vafa- laust ráðið aðra i staðinn. Hefði ég hitt yður fyrr, þá liefðuð þér getað farið á fund hans. Þér liefðuð getað leynt því, að þér hefðuð leikið á fiðlu á veitingahúsi þennan tíma.“ „Nci, nei. Þvi hefði ég ekki þor- að að leyna. Þetta er vist best eins að það er. Eg kemst af, þó að það kosti mikla vinnu.“ „Það er nú samt leiðinlegt, að þér skulið vcrða af svona góðri stöðu. Komið þér og heimsækið mig einlivern tíma — seinni hluta dags.“ „Því miður, frú Möller, þá er ég bundin hér alla daga frá kl. 2 til 12. „Eruð þér svona lengi fram eftir? Á morgnana hefi ég svo mikið að gera, eins og þér vitið, að ég get ekki tekið á móti neinum.“ „Já, ég veit það, frú Möllcr. En nú verð ég að halda áfram að lejka.“ „Jæja, vcrið þér sælar og gangi yður vel. Eg lít kannske hérna inn einhvern tima seinna og fæ mér bolla af súkkulaði. Eva hafði þegar lagt bogann á strengina. Hún kinkaði kolli til frú Möller. Frú Möller fór aftur til sætis síns og sat heilan klukkutima. Henni fannst gaman að geta hlustað á fyrr- verand leigjanda sinn leika þarna opinberlegaogfáauk þess mikiðklapp. Henni varð hugsað til unga manns- ins, sem liafði spurst fyrir um hana. Hún hafði lofað að láta liann vita ef hún liefði spurnir af Evu. Ennþá gæti hún gert það, jafnvel þótt það væri þýðingarlaust vegna stöðunnar, sem liann hafði boðið Evu. Það væri' að minnsta kosti gaman að ciga bréfaviðskipti við svo tiginn mann, því að liann mundi ekki vera þckktur fyrir að láta bréfi hennar vera ósvarað. Loforð var líka lof- orð. Hún varð að halda það. Strax og hún kom hcim um kvöldið, sett- ist hún niður til þess að skrifa Oldentoft verkfræðingi. Það hefði mátt ætla, ag Ib Ohlen- toft hcfði liaft svo mikið að starfa við fyrirtæki sitt, þegar hann kom heim, að liann hefði ekki haft tíma til þess að hugsa um Evu. En það reyndist öðru vísi. Því meira sem liann stritaði til þess að reyna að gleyma Evu því meira ásótti liugs- unin um hana hann. Hún stóð hon- um svo greinilega fyrir liugskots- sjónum, er lnin var fyrir utan gisti- húsið og horfði upp i gluggann, að það hvarflaði oft að honum að fara aftur til Sviss og leita liana uppi. Aage Torring hafði tekið sér ból- festu í liöfuðborginni, en Ib og Dolly bjuggu í grennd við hana. Iiann var allvel efnaður. Bæði hafði hann erft allmikið fé eftir foreldra sína, cn auk þess hafði honum orð- ið gott til fjár í Afrikuferðinni. Hann varð brátt þekktur og eftir- sóttur verkfræðingur og liafði jafn- an nóg að starfa. Oft varð hann að fara í lengri og skemmri ferðir út á land, og þá leiddist Dolly alltaf. Aage Torring heimsótti Olden- toftsfólkið oft. Lífgaði liann heimilið mjög upp, cn samt mundi Dolly hafa neitað að hún saknaði hans, er langt leið milli heimsókna, ef hún hefði verið að þvi spurð. Gagnvart Dolly hélt Aage upp- teknum hætti. Hann liafði á engan hátt skipt um áætlanir og var viss um sigur að lokum. Dag nokkurn spurði Dolly bróður sinn og reyndi að sýnast kærulcysisleg: „Hver skyldi stúlkan eiginlega vera, sem Aage hefir alltaf verið hrifinn af? Ib skyldi vel, að það var afbrýði- semi, sem bjó á bak við spurning- una. Hann vissi vel, hvernig hann átti að snúa sér i þessu, þvi að Aage og liann höfðu gert ráð fyrir þessu, jiegar þeir tóku saman ráð sin. „Eg þekki hana vel, Dolly“, svaraði Ib með dálitlum stríðnisgalsa, en hann sá eftir því, er hann tók eftir, hve Dolly fölnaði. „Segðu mér það. Þér er óhætt að trúa mér fyrir þvi.“ „Hvaðan kemur þér þessi áhugi á einkamálum Torrings og sambönd- um, DoIIy?“ „Kvenfólk er nú alltaf forvitið, ekk satt? Eg hef ckkert á móti því að vita það.“ „Því miður get ég ekki sagt þér þiað. Eg hefi lofað Torring þvi, að ég skuli þegja yfir leyndarmáli hans. „Unaðslegt leyndarmál, gæti ég trúað," sagði hún hæðnislega. „Unaðslegt fyrir hann.“ „Hvers vegna trúlofast liann lienni ekki?“ „Hann hefir ekki ennþá fengið jáyrði hennar.“ Vonarleiftri brá fyrir i augum Dolly. „Vill hún hann ekki?“ „Jú, áreiðanlega. Hann hefir bara aldrei látið til skarar skriða. Hann vill vera alveg viss um hana fyrst.‘“ „Það skyldi hlægja mig, ef hún hryggbryti hann!“ „Slíkur maður fær ckki hrygg- brot. En hvers vegna mundi það hlægja þig? þetta er ljótur hugsunar- háttur og ég man ekki eftir því, að þú hafr nokkun tíma tekið svo ill- girnislega afstöðu.“ Augu hennar leiftuðu, en samt lá lienni við gráti. „Hvers vegna, spyr þú. Vegna þess, að þá lætur hann kannske af þessari liræðilegu mikilmennsku, sem einkennir framkomu hans. Eg hefi lengi þráð það, að hann fengi laglega kaffæringu. Þá gæti ég kann- ske í cilt skijjti fyrir öll náð mér niðri á hdrium og hlegið að honum, svo að hann rnuni eftir því. „Svona stilltu þig nú Dolly mín! Hann lætur ekki gera gys að sér. Þú ættir hcldur oð bnda endi á stríðsástandið milli ykkar.“ „Eg er ekkert smeyk við hann. Mig langar til þeess að launa lionum í eitt skipti fyrir allar kaffæring- arnar, sem ég liefi fengið hjá hon- um.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.