Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1951, Blaðsíða 16

Fálkinn - 07.09.1951, Blaðsíða 16
16 F A L K I N N KÖKURNAR VERÐA RETRI og FALLEGRI EF ÞÉR NOTIÐ „Royal“ GERDUFT. H Ú S M Æ Ð U Ii : Hafi'ð þér reynt „ROYAL“ gerduftið? — — Ein dós kostar ekki miki'ð, en hún tryggir að kakan fellur ekki. Munið að bæta „ItOYAL“ á vörulista yðar hjá matvörukaupmanninum. — Biðjið kaupmanninn um „ROYAL“ leiðarvísi me'ð kökuuppskriftunum. REYNIÐ ÞESSA UPPSKRIFT AF ENSKUM SMÁKÖKUM: 50 gr. sylcur 2 egg, salt.. 113 gr. hveiti. 2 matsk. mjólk. 2 tesk. „ROYAL“ gerduft, (sléttfullar). Þeytið eggin og sykurinn saman unsþykkt Hrærið saman hveili salt og „ROYAL“ gerduft. Hrærið síðan allt saman og þynnið ineð mjólk. Látið á pönnu og bakað i 10 til 15 mínútur. Látið kólna. Skerið niður i smástykki og skreytið með sultu eða öðru. Notið aðeins „Royal“ I I Vélaverkstæði Sig. h.f. Skúlatúni G. — Sími 5753. I sS 9 Smíðiim alls konar varaliluti fyrir: Jarðýt u r Vélskóf lur Skurðgröfur Dráttarvélar Gerum upp bensin- og dieselmótora. Uölum varahluti fyrir NEW ENGLAND togvindur, og tökum að oss viðger'ðir á þeim. Framl. hotnvörpurúllur af öllum. stærðum fyrir togbáta. Framl. vélar, liitara og gufukatla fyrir saltfisk- þurrkhús. Öll vinna er framkvæmd mcð fullkomnustu vélum. Elac-fisksjáin íslensk reynsla hefir þegar sannað að Elac-fiskjáin tekur öðrum fiskleitunartækjum fram. Elac-físksjáin sýnir hvern fastan hlut í sjónum og má greina á milli hvort um stóra eða smáa fiska er að ræða. Fisksjáin er látin aðgreina fisk hálfan meter frá botni. Hún er því hið árangursrik- asta tæki við togveiðar. Fisksjáin er svo nákvæm- ur dýptarmælir að mismunur sést á því livort skipið er uppi á öldukambi eða niðri í öldu- dal. Veltingur og stórsjór hef- ir Jítil áhrif á mælingarnar. Fisksjáin gefur allar mæl- ingar á því augnabliki sem skipið siglir yfir staðinn og þó hcldur fyrr, því að sjónar svið fisksjárinnar er 3 á móti 10, þ. e. á 100 faðma dýpi sýnir fisksjáin hringsvið, sem er 30 faðmar að þvermáli við botn. Hraði skipsins upp i 12 milur hefir engin áhrif á mælingarnar. Fisksjáin mælir niður á 280 faðma dýpi og er botnsjónar- svið hcnnar þá yfir 80 faðmar i þvermál við botn. Fisksjáin gctur samtímis sýnt torfur mismunandi stórra fiska, t. d. sild uppi i sjó og þorsk niðri við hotn. Á fisksjánni er liægt að stækka ])að sem sést og glöggva sig bctur á því. Ilægt er að einangra livert 15 mctra svið af dýpinu, stækka það sem ])ar sést og atlniga. Fisksjáin þarf engar rafhlöður né pappir. Sá kostnaður fell- ur niður. Á þann hátt einan sparar fisksáin sig upp á örfáum árum samanborið við sum önnur fisklcitartæki. Fisksjáin og búnaður henhar er traust og vandað smíði. Hún vegur með búnaði rösk 170 kg. Botnstykkin eru smá, aðeins 0x11 og liggja utan á skipssúðinni, bæði á sömu sí'ðu. Á skipssúðina þarf aðeins að gera tvö litil göt fyrir leiðslur. Það er löngu kunnugt að fiskurinn heldur sig yfirlcitt i torf- um, scm hafa einn eða fleiri þétta kjarna sem þynnast til allra iiliða niður i cinstaka dreifða fiska. Þcssar torfur eru yfirleitt svo stórar að það gctur verið margra tima sigling á ganggóðu ski])i frá því að fyrsti fiskur finnst þar til kjarninn cr fundinn Nú greinir fisksjáin einstipka fiska og er þá hægt méð því að fylgja reg'lum sem gefnar eru í leiðarvísi fisksjárinnar að þreifa sig áfram frá þeim einstaka fiski og þar til kjarninn — sjálf torfan finnst. KAFSÍLD. — Með fisksjánni væri liægt að fiska i herpinót síld sem liggur nokkra faðma undir sjávarskorpunni. Þar sem fisksjáin greinir misdýpi áður en komið er að því er hægt að forðast hraunbrúnir og snaga, minnka þar með veiðar færaslit og rifrildi og viðgcrðarvinnu. í l'isksjánni búa miklu meiri möguleikar til fiskleitar en hægt er að scgja frá að sinni. Skipstjórar og útgerðarmenn. Vinnið að því að fá fisksjá í skip yðar. Ilún skilar andvirði sinu til haka á skömmum tima í auknum afla, minna ’veiðarfærasliti og timasparnaði. — Norð- menn kynntust fisksjánni fyrst i fyrrasumar. Þeir oiga nú yfir hundrað Elac-fisksjár í pöntun. — Elac-fisksjáin er i þessum íslenskum skipum: Fiskirannsókuarskipið Fanney, Reykjavik. Togarinn Röðull, Hafnarfirði. M.b. Hásteinn, Stokkseyri. Elac-fisksjáin kemur á næstunni i þessi skip: M.b. Hclgu frá Reykjavík. — M.b. Björn Jónsson frá Reykja- vík. — Tý frá Vestmannaeyjum. —. Bangsa frá Bolungarvík. — Einar Hálfdán frá Bolungarvík. — Keili frá Akranesi. — Eddu frá Hafnarfirði. Aí’sreiðlufrestur lyrir ísland er ennþá stuttur. Niurlangnr Jónsson «& ( o. Sími 4680, Hafnarstræti 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.