Fálkinn - 28.09.1951, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
15
HVAR ER EVA?
Framhaldssaga eftir H. COURTHS-MAHLER.
TÚLlPANAR I PARlS.
Myndin er frá Place du Carrousel
í París, tekin nú í sumar. — Aö
baki sést Sigurboginn.
Frákkland er mesta vínberjáland
Evrópu, en mjög er það breytilegt
frá ári til árs hve uppskeran verð-
ur góð. En í góðum árum eru vín-
berin í svo lágu verði, að börnin
geta keypt sér stóran poka af
þeim fyrri sama verð og ein kara-
mella kostar hér á landi.
AÐ SÆKJA MÖMMU.
Þegar Elísábeth Englandsprins-
essa kom frá Möltu í sumar kom
Charles sonur hennar á flugvöll-
inn til að táka á móti henni. Hann
fékk að skoða flugvélina um leið.
Hendur lians skulfu.
Hann gaf stúlkunni, scm liafði af-
greitt hann, mcrki um að koma að
borðinu til sín.
„Hvað heitir stúlkan, sem leikur
á fiðluna?“
„Þetta er ungfrú Eva Malte, herra
minn.“
Henrik Maltc sat sem lamaður
væri. Honum syrti fyrir augum.
Hann gat ekki komið upp einu orði.
Hann þurfti á öllu sínu sálarþreki
að halda til þess að hafa stjórn á
sér á yfirborðinu. Dóttir lians!
Þetta var þá dóttir lians, hin und-
urfagra og geðuga stúlka, sem þarna
var! Dóttir hans stóð þarna uppi á
pallinum og iék á fiðiuna lians föð-
ur síns! Hún varð að gera sér að
góðu að lcika á kaffihúsi fyrir sötr-
andi lýð, þó að hæfileikar hennar
stæðu til annars meira.
Hann hlustaði á næsta viðfangs-
efni án þess að hafa rænu á að gera
nokkuð til þess að komast í sam-
band við Evu eða þrótt til þess að
hreyfa sig. Minningar frá þrenging-
arárum hans leiftruðu fyrir hug-
skotssjónum hans. Hann hafði sjálf-
ur orðið að eyða drjúgum tíma i
að leika fyrir áheyrendur, sem ekki
höfðu skilyrði til þess að meta list-
ina meira cn kaffibollann. Margir
staðir, sem liann hafði leikið á,
voru satt að segja iangt fyrir neðan
þetta ailsnotra kaffihús livað útlit
og gesti snerti. En hann var karl-
maður og ekki eins tilfinninganæm-
ur og ungar stúlkur hlutu að vera.
Hann skyldi bæta henni þetta upp,
leiðbeina henni og hlúa að henni
á besta hátt!
„Barnið mitt, litla dóttir min! Þig
órar ekki fyrir því, að það er faðir
þinn, sem situr hér! Þú veist alls
ekki, hvernig hjarta mitt slær? Hvers
vegna horfir þú stöðugt á mig —
mig einan?
Þannig talaði hann við dóttur sína
með sjálfum sér. Hann fann straum
samúðar og skilnings liggja milli
þeirra. Hún horfði stöðugt á hann
með spyrjandi augnaráði, eins og
hún vildi segja:
„Leysi ég hlutverk mitt vel af
hendi? Ert þú ánægður með mig,
ókunnugi maður?“
Hann hugsaði um það, hvernig
hann ætti að ná tali af henni í
einrúmi. Hérna væri það ómögulegt
— hér mundi hann ekki geta fund-
ið viðeigandi orð. En héðan varð
hún að komast sem fyrst. Hún skyldi
ekki leika á fiðluna á þessum stað
lengur en nauðsyn krefði.
Hann litaðist um í salnum. Feiti
maðurinn sköllótti væri áreiðanlega
eigandi kaffihússins, hugsaði hann
með sjálfum sér. Hann var þá hús-
bóndi dóttur hans. Ætti liann kann-
ske að tala við hann fyrst, segja
til sín og hverra erinda hann væri
hingað kominn? Síðan gæti hann
keypt dóttur sína lausa. Nei, ekki
var hann ánægður með það. Bann
vildi ekki láta feita manninn verða
fyrstan manna þarna til þess að
vita hið dýrmæta leyndarmál sitt.
Hann yrði að tala við Evu fyrst
allra.
Hann velti þvi fyrir sér án af-
láts, hvernig liann gæti best hagað
til fundi þeirra. Á meðan sat hann
eins og negldnr við stólinn og var
Evu aukinn styrkur í leik hennar.
En þar kom að, að Eva varð
dálítið óróleg yfir því, hve mikið
ókunnugi maðurinn starði á hana.
Samt fann lnin, að það bjó ekkert
óviðurkvæmikegt í hinu starandi
augnaráði lians. Hver gat þessi mað-
ur verið? Hann virtist vera út-
lendingur eftir hinu sólbrúna and-
liti hans að dæma. En live andlitið
var svipmikið og svipfast! Að Ib
Oldentoft fráskíídum liafði hún al-
drei fengið slíkan áhuga á nokkurri
manneskju, og þó var liér óliku
saman að jafna, þvi að áhuginn var
af öðrum toga spunninn.
Tíminn leið. Gestir komu-og gest-
ir fóru. En Henrik Malte sat sem
fastast og hugsaði um, hvernig hann
gæti með bestum hætti náð tali af
Evu, án þess að vekja atliygli for-
vitins fólks. Loksins datt honum ráð
í hug. Hann kallaði á þjónustustúlk-
una.
„Eg vildi gjarnan fá að tala við
herra Schröder,“ sagði hann rólega.
Hinn þriflegi gestgjafi kom undir
eins til hans brosandi út undir
eyru. Henrik Malte heilsaði honum
virðulega.
„Eg safna gömlum, verðmætum
hljóðfærum,“ sagði hann, „og mér
virðist að fiðlan sem ungfrúin
þarna á pallinum leikur á, hafi
mjög góðan hljóm. Eg er fús til að
greiða hátt verð fyrir hana, ef það
er ósvikin Cremonese-fiðla, eins og
ég hcld. Vilduð þér vera mér hjálp-
legur við að fá leyfi til að skoða
fiðluna?“
Herra Schröder hneigði sig.
„Sjálfsagt herra. Það lilyti að
vera mikilsvert fyrir ungfrú Malte
að geta selt fiðluna fyrir gott verð.
Hún getur vafalaust fengið sér aðra
ódýrari í staðinn. En í hreinskilni
sagt, þá hcfi ég ekkert vit á þess
háttar, svo að það væri best fyrir
yður a ðtala við ungfrúúna sjálfur."
„Alveg rétt! En ég vil ógjarna
vekja athygli gestanna á þessu til-
boði minu. Eg gæti móðgað ung-
frúna.“
„Það er hægt að koma því í
kring. Ef þér vilduð gjöra s.vo vel og
ganga inn í skrifstofuna mína, þá
get ég sent ungfrú Malte inn til yðar.
Hún getur fengið fri i hálftíma.
Píanóleikarinn getur leikið einleik
á meðan.“
Siðan fylgdi gestgjafinn Henrik
Malte inn á skrifstofuna, en gekk
síðan til Evu. Það var einmitt hlé
milli laga jiessa stundina.
Ungfrú Malte, hafið þér ekki tek-
ið cftir hinum ókunna manni, sem
sat þarna. Hann vill tala við yður.“
Eva fölnaði.
„Hvaða erindi á hann við mig?“
„Þér munuð vafalaust verða undr-
andi, ungfrú Malte. Hinn ókunnugi
lierra er mjög hrifinn af fiðlunni
yðar. Hann telur, að hún sé mjög
verðmæt. Hann safnar fágætum
hljóðfærum."
„Fiðlan mín er ekki til sölu.“
„'Gerið nú enga vitleysu. Ilinn ó-
kunnugi herra sagðist mundu vera fús
til þess að greiða gott verð fyrir
fiðluna, ef hún væri það, scm hann
héldi. Ef þér verðið nú skynsamar
þá cr efnahag yðar borgið.“
Eva hristi höfuðið.
„Eg sel ekki fiðluna mina. Hún
er mér dýrmæt endurminning, sem
ég læt ekki frá mér fara.“
„Jæja, þér ráðið auðvitað hvað
þér gerið, en segið þér manninum
það sjálfar, annars heldur hann, að
ég liafi spillt fyrir.“
Vonsvikin gekk Eva inn á skrif-
stofuna. Hinn ókunni maður hafði
þá aðeins orðið hrifinn af fiðlunni!
Henrik Malte hneigði sig virðu-
lega er Eva gekk inn í herbcrgið.
„Afsakið, að ég skuli gera yður
ónæði, ungfrú,“ sagði liann.
Hún hneigði sig.
„Húsbóndi minn hefir sagt mér
erindi yðar. Hérna cr fiðlan min!
Þér megið vcra vissir um, að fiðlan
er ekki mjög verðmæt. En þó að
hún væri það, þá mundi ég ekki
selja hana, hversu fátæk sem ég
væri. Hún er minjagripur frá föð-
ur minum sáluga. Eg hefi ekki skil-
ið hana við mig, þó að ég væri að-
framkomin af hungri, og enn sið-
ur mun ég selja hana núna, þegar
ég hefi nóg að borða og þak yfir
höfuðið. Eg vil að þér vitið þetta
slrax.“
Augu hans leiftruðu. Rödd henn-
ar fannst honum jafnvel ennþá hug-
þekkari en útlit hennar.. Og hún
vihli ekki selja fiðluna, þó að henni
byðist gott verð fyrir hana. Hann
tók við fiðlunni orðalaust og þekkti
hana strax aftur. Hann strauk hönd-
unum létt yfir strengina, og Eva
undraðist, hve fallegum tónum hann
náði úr þeim þannig.
„Eg mundi hafa gaman af að
leika ofurlítið á ])essa fiðlu. Eg er
sjálfur fiðluleikari, Leikur yðar hef-
ir hrifið mig, og þér ættuð að geta
náð langt á listabrautinni. Munduð
þér vilja koma með fiðluna upp á
gistihúsið til mín á mórgun, þegar
þér hafið tima?“
Ilún horfði hálf vandræðalega á
hann og yppti öxlum. Hin virðulega
framkoma lians afvopnaði hana þó
alveg.
„Jæja, ég skal koma. En ég get
aðeins komið fyrir hádegi. Hvenær
mundi jiað vera hentugast fyrir
yður?“
„Klukkan ellefu, ef það er góður
tími fyrir yður?“
„Það er ágætur tími. Á hvaða
gistihúsi b.úið þér?“
„í Baur au Lac.“
Ilún roðnaði. Ilún minntist þess,
að á jjessu gistihúsi hafði Ib Old-
toft búið.
„Eg skal koma stundvislega. En
hvað hcitið þér með leyfi?“
„Fyrirgefið, ég gleymdi að kynna.
mig. Spyrjið eftir hcrra Joachim frá
Buenos Ayres,“ sagði hann snöggt
eftir andartaks hik. Það var heppni,
að liann skyldi hafa látið innrita
sig á gistihúsið undir listamanns-
nafni sínu, eins og hann var vanur á
hljómleikaferðum sinum.
Eva hneigði sig og fór út úr her-
bcrginu til starfs síns. Henrik Malte
fylgdi henni með augunum, uns-
dyrnar höfðu lokast á eftir lienni.
Síðan scttist hann i hægindastól og