Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1951, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.09.1951, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN GUY VALLE heitir þessi franski teiknari, sem er að mála gamanmynd á hrygg- inn á stúlkunni. Hann hefir feng- ið verölaunin „Prix Garrizcy“, sem árlega eru veitt besta „seriu“- teiknara Frakka, og ætlar nú að spreyta sig á að teikna á þessa óvenjulegu „pappírsörk“. HiÐ fornfræga land Egypta hefir lengi verið á hnign- unarvegi. ÞjóðskipulagiS er úrelt og óréttlátt, meiri liluti þjóSarinnar lifir í öitbirgS og þrældómi. Þó aS Egyptaland sé um tíu sinnum stærra en Island, þá er ræktað land þar ekki meira en um 35 þúsund ferkm. eða sem svarar rúmum þriðjungi. Það er aðeins 50 kílómetra hreitt helti meðfram ánni Níl, sem er ræktað — liitt er eyði- mörk. Á þessu landi lifa um 18 milljón manns og rækta bómull, sendi faðir lians liann til Eng- lands til að menntast. Þá var hann laglegur piltur og spengi- legur og iðkaði marga íþrótt, svo sem skilmingar, hnefaleik, golf og póló. En Englandsvist- in varð skemmri en lil stóð, því að Puad konungur dó árið 1936 og nú varð Farúk að fara heim til að taka við ríkinu. Þó var stjórnin í höndum trúnað- armanna fyrst í stað, því að Farúk varð ekki myndugur fyrr en 1938. Þá giftist liann undurfríðri stúlku, Faridu Zulfikar, sem var dóttir hátt- sem heita Sousse, og versluðu fyrrum með hrotajárn. Þegar konungurinn hefir farið á milli klúhbanna fer hann í aftureld- ingunni lieim í hvítu eyðimerk- urliöllina sína. „Halfway IIouse“ nýtísku stórhýsi, sem liggur miðja veru milli Kairo og Alex- andríu. Þar eru margir glæsi- legir salir og stórir og þar eru átta baðherbergi úr marmara og gleri. Um þessa sali liafa gengið óteljandi dansmeyjar og sönggyðjur, sem skila kveðju frá Sousse-bræðrunum um leið og þær koma inn ...... Astamál Egyptakonungs HVERGI SMEYKUR — ! Á reiðmennskusýningu i Darm- stadt hefir hestamaðurinn Karl Ulrich leikið óvenjulega list. Eft- ir marga mánaða æfingu hefir hann látið hest sinn hlaupa yfir torfæru, sem hann liggur sjálfur á endilangur. TIL EFTIRBREYTNI. Það væri gaman að þessi mynd hefði almennara gildi en hún hefir enn. Hún er frá Vínarborg og sýn- ir amerískan og rússneskan fyrir- liða vera að hafa varðsveitaskipti. Þeir heilsast með handabandi og virðast vera hinir bestu vinir. — Betur að sama mætti segja um fúlltrúa þessara tveggja heims- velda, annars staðar sem þeir hitt- ast i veröldinni. maís, hveiti og sykur. En land- inu er mjög misskipt milli þjóð- arinnar. Konungurinn á sjálfur um fimmtung alls lands. Og um 12.000 stórbændur eiga 28% af landinu. Hitt — eða rúmur helm ingur — skiptist milli 2—3 millj- ón smábænda, svo að þar kem- ur ekki mikið í livern hlut. Þessi fjöldi lifir við hin bág- ustu kjör. Aðeins 15% af þjóð- inni er læs og skrifandi, heil- brigðismálin eru í mesta ó- lestri og barnadauði livergi meiri en þar. Vafalaust er liið bághorna ástand þjóðarinnar mest af því, hve lengi hún lief- ir verið kúguð af öðrum þjóð- um. Síðan árið 670 f. Kr. liefir landið verið háð öðrum, fyrst Assyríumönnum og Persum, þá Grikkjum, Rómverjum Aröb- um, Tyrkjum. og síðast Englend- ingum. Egyptaland fékk ekki sjálfstæði sitt aftur fyrr en árið 1922, og þá fremur í orði en á borði. Það sem nú liáir þjóðinni frekar en nokkuð annað er það, að bún virðist eiga einstaklega ónýtan stjórnanda, sem fremur minnir á sællífan kalífa úr „1001 nótt“ en nútímamann. Það ganga margar sögur um Farúk konung, ýmist frá Frakk- landi og Monaco þegar hann er þar að spila fjárhættuspil og skemmta sér á annan hátt, eða að heiman, þar sem hann hefir mjög verið bendlaður við kvennamál, og skapað sér álit, sem konungi er ekki hollt að hafa. Fuad var hinn fyrsti faraó Egypta á þessari öld. Þá var Farúk svo til nýfæddur, og þótti mesta efnisbarn. Hann varð skáti þrettán ára gamall, árið 1933, og tveimur árum síðar setts lögfræðings. Og svo safn- aði hann sér yfirskeggi á la Clark Gahle. Farúk koniingur og hin unga drotln- ing hans, Narriman Sadek, á brúð- kaupsferð um Miðjarðarhafið. För þeirra vakti gcysimikla athygli. Árin liðu og yfirskeggið óx, en að sama skapi fjölgaði und- irhökunum. Og bak við gull- gleraugun voru nú augu, sem Englendingunum er þekktu liann forðum og töldu hann best uppalda ungling veraldar- innar, hefði brugðið við að sjá. Dökku gleraugun liefir hann fengið sér vegna þess að aug- un þola illa dagsljósið. — Ilann hefir mest megnis hafst við í nátt klúbbum síðustu árin, þeir eru 5—6 j og kringum Kairo, og liann á þá sjálfur. Undirkon- ungarnir lians í náttklúbbunum eru þrír slyngir, grískir bræður ZULFIKAR. — Farúk varð brátt leiður á drottningu sinni þótt fögur væri og fór svo illa með hana, að hans nánustu ofbauð, og voru þeir þó ýmsu vanir. Loks skildi hann við liana og gaf henni að sök að hún hefði ekki átt neinn son. Þau höfðu eignast þrjár dætur og taldi hann það sönnun þess að hún gæti ekki átt sveinbarn. En samt þótti honum vissara að banna henni að giftast aftur, því að málstaður hans hefði orðið verri ef hún hefði eignast son í nýju hjónabandi. Þjóðinni var talin trú um að það vær samkvæmt himneskri opinberun sem Farúk hefði skilið við konuna — „mót vilja hjónanna beggja.“ Skömmu síðar kom liin und- urfagra systir Farúks, Fawsia, til Kairo. Hún hafði verið gift unga sjahinum af Iran, Muham- med Riza Palilevi. Því lijóna- bandi hafði líka verið slitið, og sú ástæða færð fyrir, að Fawsia þyldi ekki loftslagið í Persíu. Vorið 1940 giftist liún svo aftur — Egyj)tanum Ismail Sherine Bey. Maður er nefndur Hassan el Banna, æðsti maður ofstækis- trúarflokksins „Samband múh- ameðskra bræðra“ Hann lýsti því nú yfir opinberlega í ræðu, að Farúk og Fawsia hefðu inn- leitt gömlu kynferðismálasiðina, sem tiðkaðir voru í tíð Kleó- pötru, við egyptsku hirðina. Nokkrum vikum síðar var Hass- an drepinn í götubardaga en orðrómurinn dó ekki með bon- um heldur hefir breiðst út með- al þjóðarinnar og er nú að eyði- leggja síðustu leifarnar af til- trú þeirra og áliti, sem konung- urinn liefði þurft að njóta. Konungur innleiddi nú rit- skoðun og hótaði útlendum blaðamönnum burtvísun úr

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.