Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1951, Qupperneq 6

Fálkinn - 05.10.1951, Qupperneq 6
6 FÁLKINN BLINDUR Á HJÓLI. David og Patricia Fergusson heita hjón frá Kanada, sem í sumar hafa verið að ferðast um Evrópu á 2ja-manna reiðhjóli. Maðurinn missti sjónina í stríðinu og er blindur síðan. Þess vegna stýrir frúin hjólinu og segir David frá því, sem fyrir augu ber. Hér sjást hjónin á götu í París. BlLSKÚR. Hugvitsamur Þjóðverji hefir gert sér bílskúr, sem hægt er að draga sundur og saman eins og harmón- íkubelg. Á efri myndinni sést bíl- skúrinn samandreginn en á þeirri heðri hefir hann verið dreginn sundur. 16 HVAR ER EVA? „banabrautir“ Það er tálsvert algeng þraut bif- hjólreiðamanna að hjóla í hring innan í síválningi, þannig að mið- flóttaaflið háldi hjólinu við síváln- inginn, þó að hausinn á manninum standi niður. Á Lundúnasýning- unni fær álmenningur að leika þessa list, að vísu ekki á mótor- hjólum heldur smábílum. PÓSTUR Á HRAÐRI FERÐ. Bæjarpóstarnir í París heyja á hverju ári kappgöngu um aðál- götur Parisar, og hana langa. — Sjást nokkrir göngugarpanna hér á myndinni. En sagt er að daginn eftir komi pósturinn óvenjulega seint í húsin, vegna þess að póst- arnir séu með harðsperrur. — „VASABÁTUR" Nýjasta nýtt er gúmmíbátur, svo lítill um sig að hægt er að stinga honum í vasann áður en hann er blásinn upp. Það er hægt að gera á tveim mínútum og verður hann þá 1,3 m. langur og 90 cm. breið- ur. Hann vegur 2 kg. en getur bor- ið 90 kg., og sagan segir að hann geti ekki hvölft. — Á ofanverðri myndinni sést ung Berlínarstúlka vera að blása bútinn upp, en á vatninu er annar á floti. — Framhaldssaga eftir H En það kom ekki til. En ég mun annars segja þér betur frá þcssu seinna. Reyndu á meðan að komast til botns í málum ykkar Dolly. Eft- ir öllum sólarmerkjum að dœma ætti úrslitanna ekki að vera langt að bíða.“ „Vonandi ekki. Satt að segja á ég orðið erfitt með að halda þetta út. Eg hefi livað eftir annað verið að þvi kominn að gefa eftir, þegar ég hefi séð hvernig ég kvel hana. En bráðum hefi ég náð takmarki mínu, og þá get ég slakað til án þess að litillækka mig í hennar augum. En þetta er nauðsynlegt, ef ég á að vænta mér varanlegrar hamingju.“ „Mér er næst að lialda, að þú hafir rétt fyrir þér. Þú þekkir innsta eðli Dolly vist betur en ég, þvi að ég liefi gert mér of dælt við hana. Annars fer ég að þrá friðarsamn- inga milli ykkar hvað úr hverju, því að það er oft eins og ég sitji milli elds og púðurtunnu, þegar við erum sainan öll þrjú.“ Aag'e hló. „Eg skil það. Ef þú verður aðeins rólcgur stutta stund ennþá, þá er sigurinn vís, og þá get ég æðrulaust gælt meira við þrákálf- inn en þú hefir nokkurn tíma gcrt.“ Vinirnir kvöddust innilega og Aage sagði með glettnisglampa i aug- ununi, um leið og liann að siðustu þrýsti hönd Ibs gegnum opinn klefa- gluggann: „Eg hefi árangurslaust biðið cftir þvi, að þú bæðir mig að skila kveðju til hennar systur þinnar. Ib skellti upp úr. „Jæja, svo að þú hafðir búist við þvi. Eg bið þig þá hér með að flytja henni bróðurlegar kveðjur mínar.“ „Þakka þér fyrir. Það skal ég gera. Góða fcrð! Gangi þér allt í vil!“ Ib andvarpaði. „Sait að segja veit ég ekki, hvað ég vil eiginlega, gamli vinur. Vertu blessað.ur!“ Síðan lagði lestin af stað. Ib kom á áfangastaðinn með morgninum og fékk sérherbergi á sama gistihús- inu við vatnið og áður. Eftir stutta hvild bjóst hann til að fara til kaffihúss Schröders. Hann spurðist fyrir um það hjá dyraverðinum, hvar það væri. Honum var sagt, að það væri ekki langt frá gistihúsinu á leiðinni til járnbrautarstöðvar- innar. Ib fylltist cftirvæntingu og innan skamms stóð liann fyrir utan kaffi- húsið. Á skilti, sem fest var við hliðina á útidyrunum stóð: „Hljóm- leikar á hverjum degi.“ Hann fór inn fullur eftirvænting- af og kviða. Hann leit strax í áttina að hljómlistarpallinum, þar sem hann kom auga á flygil. En pallurinn var mannlaus. Það var eins og lion- um létti við það. Hann settist við litið borð og pantaði hressingar- drykk um leið og frammeiðslustúlk- an bar drykkinn fyrir hann, spurði liann: „Það stendur á skiltinu hérna fyr- COURTHS-MAHLER. ir ulan, að það séu lialdnir liljóm- leikar hér daglega. Eru þeir ckki byrjaðir ennþá?“ „Nei, herra. Þeir byrja aldrei fyrr en klukkan 2 eftir liádegi.“ „Einmitt það. Eru það aðeins pianóhljómleikar?" „Nei, herra — pianó og fiðla. Við höfum stúlku, sem leikur mjög vel á fiðlu. Henni er alltaf fagnað ákaft. Píanóleikarinn er líka ágætur — þegar hann vill. En viljann skort- ir bara stundum. “ Unga stúlkan liristi höfuðið að- eins og brosti. „Er það ungur maður?“ spurði Ib og lést vera kæruleysislegur, þótt leynd afbrýðissemi kveldi hann. „Nei, nei. Hann er nálægt fimmt- ugu. Gestirnir koma aðallega vegna ungfrú Malte. Hún leikur svo ljóm- andi vel. Hún er reglulegur lista- maður. Það segja allir, sem vit liafa á.“ „Hún cr þá orðin fullorðin, er ckki svo?“ „Nei, ég lield nú ekki,“ mótmæltti stúlkan af eldmóði. „,Hún er ung og falleg. Hún ætti eiginlega heima í einum af þessum stóru liljómleika- sölum, þar sem viðurkenndir lista- menn koma fram. En hún er svo óskaplega litillát og lætur sér nægja að fá hundrað franka á mánuði og frítt fæði. Hún lilýtur að liafa átt i miklum erfiðleiluim, er hún tók þessa stöðu. Hún skalf og titraði í fyrstu alltaf áður en liún fór upp á pallinn. Hún sagði mér einu sinni að liún vildi óska að lnin mætti leika á bak við eitthvert tjald, þvi að það væri svo erfitt að standa svona fyrir allra augum.“ Framreiðslustúlkan lét munninn ganga. „Eg man það, hve kjóllinn hennar var roðinn þunnur af sliti þegar hún kom liingað, en samt gat hún ekki keypt sér nýjan um næstu mán- aðamót, þvi að hún hafði tekið mán- aðarkaupið fyrirfram til þess að greiða með skuld. Annars er herra Schröder ekki þess háttar maður, að hann greiði fólki fyrirfram. í þetta skipti gerði hann þó undantekn ingu, af þvi að hún bað hann svo vcl. — Jæja ég tala víst allt of milc- ið. Þér hafið vafalaust engan áhuga á þessu.“ „Jú, einmitt, ungfrú góð. Slíkt hlýtur að vekja áhuga allra. En þér hafið ef til vill ekki tíma til þess að ræða frekar við mig?“ Hún yppti öxlum. „Um þetta leyti dags er allt með kyrrum kjörum hérna. En þér ætt- uð að koma hér síðari liluta dags. Þá er jafnan urmull af gestum — varla nokkur stólj auður. Þannig hefir það ætið verið síðan ungfrú Malte fór að leika hérna.“ „Eg fer að fá mikinn áliuga á að hlusta á ungfrúna leika. Á hún ekki marga aðdáendur?“ „Jú, á þeim er enginn hörgull. Hún fær mikið af blómum, en sum- þeirra eru frá kvenfólki. En hún fer aldrei með þau heim með sér, held-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.