Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1951, Blaðsíða 11

Fálkinn - 05.10.1951, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 — Haldið þér nú, háseti minn góð- ur, að ég geti verið viss um að mér verði bjargað, ef skipinu hlekkist á? — Verið þér óhrædd, frú — ég cr gamall hvalveiðari. — Skrítið er það, en mér fin/íst hann í rauninni vera líkur hvaða 5 til G mánaða barni sem vera skal! — Þetta er allra síðasta nýjungin í sjálfblekungagerð — það þarf ekki að fylla á þessa nema 25. hvert ár! — Það kemur vonandi engin lest hér bráðlega? — Hefirðu nokkurn tíma séð lest aka hérna á miðjunni? I-illa sagan: Hatur AÐ RÖKKVAÐI. Svo var lcveikt á niislitu lömpununi á markaðs- torginu, kringum liringekjur, rólur og skotbrautirnar. Ungu piltarnir úr Liben-hverfinu, „við, sem eigum að fara í eldhríðina," eins og þeir köll- uðu sig heima fyrir, róluðu sér svo kröftuglega að rólurnar nániu við tjaldþakið — eklci aðallega til þess að skemmta stúlkunum, heldur til þess að erta þýsku dátana, freknóttar, út- skeifar og rytjulegar pöddur, sem hafði verið smalað saman i fjallaþorp- unum til þess að fylla i skörðin, sem rússneski veturinn hafði Iiöggvið í herfylkingarnar. „Æ, bara að maður gæti gefið þeim á kjaftinn í einhverju dimmu skoti.“ luigsuðu ungu piltarnir allir sem einn, þegar þeir sáu grá- grænu ófreskjurnar í pokalegum ein- kennisbúningunum ramba milli búð- anna á torginu. Og þessi pínandi, nag- andi minnimáttarkcnnd örvaði þá til þess að sýna yfirl/urði sína i rólun- um, svo að þessir fjallatarfar sæju, hvað Pranadrengir gátu. Þjóðverjarn- ir hópuðust að skotbrautinni með byssur og skotskífur, sem voru i mannsmynd, og iðkuðu þar frumstæð manndráp, sem átti vel við þá. Þarna stóðu þeir föstum fótum, þarna gátu þeir látið til sín taka. „Sehau, Ferul, ein echter Bolsclie- \vist!“ sögðu þeir og bentu á skot- sldfumyndirnar af skóurum, skakk- cygum Kínverjum og klunnalegum veiðimönnum, og með kjánalegu raupi miðuðu þeir svo á myndskífurnar og hlógu af ánægju, þegar þeim tókst að hitta. Þetta voru auðveld mörk, svo að jafnvel hálfbjánar gátu hitt þau. Bilstjórinn Lojza Mrazek, sem hafði verið korpóráll og átti tvenn verðlaun fyrir skotfimi, varð gramur þarna sem hann stóð. Hann ýtti nokkrum á- horfendum til hliðar, hysjaði upp um sig brækurnar og sletti tveimur krón- um á borðfjölina. „Láttu mig fá nokk- ur skot í þessu spilverki," sagði bann. Svo sýndi hann þessum bjálfum, hvernig hann gat hitt léttar yllimergs- kúlur, sem dönsuðu á vatnsbununni úr gosbrunninum, hvernig hann gat hitt svolítið spegilglerbrot, sem dingl- aði í bandi og glitraði eins og geisli á vatninu. Svo lagði hann tóma byss- una frá sér á borðið. Einhver stúlkan fór að hlæja hátt og hæðnislega og tvær bassaraddir tóku undir. Einhver framandi maður kom og klappaði Mrazek á öxlina, hrifinn. Dátarnir trufluðust og litu kringum sig og loksins skildist þeim, að þeir voru þarna innan um fólk, sem var magnað af fjandskap eins og há- spenntur rafmagnsþráður. „Þetta var nú karl í krapinu .... en hann þorir ekki að skjóta almenni- lega!“ kallaði gömul kona með hettu- klút og hvarf svo strax, því að hún var hrædd við það, sem hún hafði sagt. „Vertu óhrædd, gamla min, við skul- um bauna á þá, þegar timi er til kom- inn!“ Undir eins og Mrazek hafði gloprað þessu út úr sér, iðraðist hann eftir það. Við hliðina á sér tók hann eftir mögrum, ljótum manni í stuttum vetr- arfrakka og með svartan, harðan liatt og augu, sem voru köld eins og stál. „Nú er fjandinn laus, ég er fallinn í hendur njósnarmanns!“ datt honum í hug, og honum fannst þessi köldu rannsóknaraugu þukla á kroppnum á sér. Ennþá hafði ekki verið tækifæri til þess að laumast burt. Að markaðstorg- inu lágu þröng og dimm sund á alla vegu, sund sem liann ])ekkti siðan hann lék sér þar i æsku. Þó svo að allir Þjóðverjar, sem þarna voru eltu hann, mundi liann liklega geta komist undan. En eins konar þrái aftraði lion- um frá að fara. Auk köldu gráu augn- anna, hvildu mörg aðdáunaraugu á honum. Hann gekk þess vegna mjög rólega, cins hægt og hann gat, þó að hann vissi af njósnaranum á hælunum á sér — þættist meira að segja heyra skóhljóð hans þarna í fjöldanum. Nú var hann á vinstri hlið Mrazeks og Mrazek fann að ógæfan nálgaðist. Allt i einu var ])rifið i handlegginn á hon- um. Hann gengur frómur eins og lamb við hliðina á þessu úrþvætti yfir mark- aðstorgið og felur sig fyrir augum á- liorfendanna en virðist ganga viljandi í gildruna. Þeir nema staðar undir eins og þeir eru orðnir einir. „Þér skutuð ve!!“ ,..Tá. Og livað um það?“ „Þér hafið auðsjáanlega lært það sem hermaður ....“ „Eruð þér þefari?" Mrazek hafði einsett sér að hafa engan formála. Augu liins mannsins glenntust upp af undrun yfir þessu ókunna orði. Svo lyfti Iiann harða hattinum: „Eg lieiti Babanek, er bókari. Skilj- ið þér .... ég ætlaði bara að spyrja yður hvort þér vilduð eklci hjálpa mér .... að skjóta er, fræðilega, ofur einfalt, en í framkvæmdinni er það undir þrennu komið: réttu augnabliki, góðri miðun og góðri hittni. Eg hefi lnigleitt þetta allt .... en vitanlega, í framkvæmdinni .... undir eðlilegum kringumstæðum mundi ég aldrei... Kvöldið eftir skutu þeir saman á skotbrautinni og cyddu í það 50 krón- um. Eg get séð Babanek bókara, aumleg- an eins og vængbrotinn fugl, get séð liann ráfa um í Prag, markað af mark- aði milli skotbrautanna. Á vetrum þeg- ar Prag er köld og undir snjó, beldur hann sig á skotbrautunum og borar köldu, gráu augunum i svartar og hvit- ar skotskifurnar. Þar i kring er krökkt af þýskum her- mönnum i smáhópum. Þcir geta elcki farið framhjá, þar sem þeir sjá skot- braut. Kannslce óska þeir eftir að geta æft sig þar í manndrápum á öruggum stað, kannske langar þá til að eignast ljótu brúðurnar og glingrið, sem gefið er í verðlaun. í 5—G manna hópum troða þeir sér fram, dæma með æfðum augum byssurnar og setja mislitu örv- arnar í skífurnar. — Babenek bókari treður sér fram að glugganum og and- ardrátturinn þíðir blett á lirimið á rúðunni. Hann býr sig undir hlutverk, sem hann hefir oft leikið. Þegar tími er til kemur hann inn i skotskýlið, ör- uggur eins og æfður gamánleikari, til ]>ess að skcmmta gestunum. Þjóðverjarnir láta alltaf ginnast. Þeir veltast um af lilátri við tilhugsunina um að sjá þennan manngarm, þessa skrifstofurottu, að hún dirfist að taka sér byssu í hönd. Þeir lialda að hann liafi villst þarna inn af flónsku, og TÍSKUMYNDIR Þið getið mætt haustnæðingun- um örugg í Jjessum gráa ullar- frakka, sem iil tilbreytingar er frá Ítalíu, frá tískuhúsi Nober- asko í Mílano. Iiann fellur vel að hátsínum og er hneppt í vinkil eins og sjá má á mgnd- inni. Á erminni er ekkert upp- slag aðeins einn hnappur. Vas- ar djúpir. Áður en sumarið er liðið geta komið svo góðir dagar að cnn sé not fgrir hlýralausan sólkjól með lítilli bólerótreyju. Pilsið er slétt og /iröngl með rgkktum vösum. Á tregjunni að ofan er slaufa fest við brúnina. hnippa hver i annan og ýta honum fram að borðinu. Þeir stinga byssu í hendurnar á honum og bjóða honum að borga umgang fyrir hann. E.n Babanek er kaldur eins og stóll, bandar frá sér — hann getur sjálfur borgað. Hann skýtur öllum örvunum i svarta blettinn. Svo leggur Iiann tóma byss- una frá sér og fer. Hinn 10. maí 1945, þann ánægjulega morgun, þegar rússneskar brynreið- ar settu punkt við harmleikinn i Prag, sá ég Babanek bókara aftur. Niðurlag á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.