Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1951, Side 14

Fálkinn - 05.10.1951, Side 14
14 FÁLKINN KROSSGÁTA NR. 834 TUNGISSKNSEYJAN. Frh. af bls. 10. ið breytti skipið stefnu, og dreng- irnir sannfærðust um að þetta væri gert af ásettu ráði. „Eg er viss um að hann er að reyna að villa okkur, — kannske á einhvern stað sem hann á kunningja á,“ sagði Bill. „Mér líst ekki vel á hann, en við verðum að þola liann þangað til við gctum komið lionum einlivers staðar á land,“ svaraði Joe. Bill stóð við stýrið og Joe sat lijá honum með uppdráttinn af Tungls- skinseyju, meðan þeir voru að tala iim ])etta. Allt í einu sáu þeir hylla undir land. „Skyldi þetta ekki vera Tungls- skinseyjan,“ sagði 'Bill og starði í áttina og Joe lika. Hvorugur þeirra tók eftir að Lobo var að læðast upp stigann, með kylfu i liendinni. Illmennskan skein úr úr ándlit- inu á malajanum. Hann hafði ein- sett sér að drepa blökkudrenginn — þá gæti liann ráðið við hvíta drenginn einan, og neytt hann til að stýra skipinu í þá átt sem hann vildi. LOBO FLÝR. Meðan drengirnir störðu á landið, sem smám saman var að skýrast í mistrinu, nálgaðist malajinn þá í morðliuga. En þá >skeði allt i einu dálítið, sem breytti öllu viðhorfinu. Urgandi hljóð kom neðan úr djúpinu, skipið hafði rekist á sker undir sjávarborði og skipið steytti svo hart á, að Lobo datt kylliflatur á dekkið, en þó hafði Joe séð það áður, hvað honum var i hug. „Þrælmcnnið!“ hrópaði Joe. „Við björguðum lifi hans, og nú ætlar hann að drepa okkur.“ Drengjunum kom saman um að liafa nánar gætur á Lobo úr þessu. Hann livarf inn i búrið en nú fundu drengirnir að skipið stóð ekki, svo að þcir héldu að árekst- urinn hefði vcrið meinlaus. En áður en þeir höfðu siglt áfram heilan klukkutíma urðu þeir þess varir, að skipið var stórlekt. „Sæ- stjarnan" var að sökkva. Hvergi sáu þeir Lobo. Meðan þcir stóðu við stýrið hafði liann tckið eina bátinn á skipinu og farið sína |eið. Nú var komið að kvöldi og drengirnir sáu að þeim mundi ekki vera óhætt á sökkvandi skipinu yfir nóttina. „Scm betur fer kunnum við að nota fleka!“ sagði Bill hlæjandi, meðan þeir Joe og hann voru að taka til vistir og annað nauðsyn- legt og koma þvi á fleka, — það voru lestaropshlerarnir sem þeir not uðu cins og í fyrra skiptið. „Meðan lognið helst er engin hætta á ferðum,“ svaraði Joe, og innan stundar reru þeir burt frá skipinu, sem nú var að sökkva, og áleiðis til eyjarinnar, sem þeir höfðu séð síðdegis. Tunglið var komið upp er þeir náðu landi, og nú lögðust þeir fyrir í fjörunni og sofnuðu. Þeir vöknuðu ekki fyrr en morgunsólin fór að hita þeim. Og nú komu þeir auga á háan mann í hvítum léreftsfötum. Iiann gekk í áttina til þeirra. „Er þetta faðir þinn?“ spurði Joc forvitinn. „Nei, því er nú verr,“ svaraði Bill. „En það er þó heppni að hitta hvít- an mann — ég var hræddur um að Lúrétt, skýring: 1. Vann eið, 4. nafnorðsmynd, 10. vind upp, 13. dregur í vafa, 15. krakka, 10 mála, 17. liásetaklefi, 19. flan, 20. Norðurlandaþjóð, 21. á- kæra, 22. vcra til leiðinda, 23. sið- ar, 25. stilla upp, 27. skelin, 29. egypskt goð, 31. orkulindin, 34. veð- urátt, 35. sleif, 37. brauðið, 38. gang- flötin, 40. tilbúin, 41. gan, 42. rit- höfundur (skst.), 43. slá í öngvit, 44. ílát, 45. lognar, 48. málmtegund, 49. örsmæð, 50. kærleikur, 51. veiga- litill, 53. sbr. 34. lárétt, 54. fugl, 55. heimta, 57. vargar, 58. vinnusamir, 60. eldstæði, 61. peningur, 03. gagn- sætt: utar, 05. æðir, 00. raðtala, 68. útlimur, 09. forfeður, 70. fáninn, 71. elskan. við mundum koma á stað, þar sem við hittum cingöngu blóðþyrsta villi- menn.“ Þeir stóðu upp og heilsuðu, og maðurkin tók þeim vingjarnlega. „Hvernig hafið þið komist hing- að?“ spurði maðurinn. „Eruð þið skipbrotsmenn? Það þykir mér und- arlegt, því að veðráttan liefir verið svo góð hérna undanfarið, og yfir- leitt get ég varla hugsað mér ....“ „Er þetta Tunglsskinseyjan?“ spurði Bill ákafur. Maðurinn horfði forviða á þá. „Nei, þessi eyja heitir Ironga, og Tunglsskinseyjan er drjúgan spöl héðan — hvers vegna spyrjið þið að henni?“ Bill sagði nú sögu sina og Joe, og að hann væri að leita uppi föður sinn. Maðurinn hlustaði á og kink- aði kolli: „Þetta er merkilcgt, en svo mikið get ég sagt þér, að indverski furst- inn, sem átti eyjuna, dó fyrir þrem- ur mánuðum og arfleiddi Norton skipstjóra að henni, svo að liann er réttur eigandi hennar. En hvort lion- um vcrður ánægja að gjöfinni -----“ Hann þagnaði og virtist hugsandi. Drengirnir fóru með honum inn í fallegt hús og liann bauð þeim að dveljast hjá sér þangað til þeir fréttu citthvað nánar um Tunglsskinseyna. Þeir fengu að vita, drengirnir, að þessi vingjarnlegi maður hét Baring. Lóðrélt, skýring: 1. Læt af hendi gegn borgun, 2. tregur, 3. votar, 5. fljót í Síberíu, 0. færa til betri vcgar, 7. athafna- semi, 8. kvenmannsnafn, 9. tónn, 10. lagskonan, 11. snæðir, 12. bátur, 14. handverksmcnn, 16. gerðir við, 18. skipa niður, 20. karlmannsnafn, 24. börn, 26. innir af höndum, 27. agnúi, 28. ávöxtur (flt.), 30. bjálfar, 32. skora á, 33. hlunnindi, 34. óþrif- in, 30. kaun, 39. karlmannsnafn, 45. vonar, 46. ofbeldi, 47. gerði verð- minna, 50. hulduvcrur, 52. hella, 54. lengdarmál, 50. endurheimta, 57. ógrcidda, 59. blót, 00. þrir sérhljóð- ar, 01. æða, 02. mat, 04. fljót í Þýska- landi, 00. smávcrkfæri (þf.), 07. upphafsstafir. IAUIN A XRSSSfi. NR. 833 Lárétt, rúðning: 1. Janúar, 0. átfrek, 12. Háfell, 13. aldini, 15. rr, 10. spik, 18. klár, 19 an, 20. ana, 22. annálar, 24. opn! 25. siða, 2,7. nálar, 28. plat, 29. að- all, 31. rak, 32. fegra, 33. naut, 35. bila, 30. bragparts, 38. pakk, 39. á- las, 42. reima, 44. fló, 40. anker, 48. Alla, 49. fregn, 51. arfi, 52. sss, 53. ólagnar, 55. ást, 50. ak, 57. atóm, 58. afar, 60. tu, 01. ragnar, 63. tung- an, 05. rjálar, 60. fantar. Lóðrétt, rúðning: 1. Járnið, 2. af, 3. nes, 4. úlpa, 5. alinn 7. talar, 8. flár, 9. rdr, 10. ei, 11. knapar, 12. hrasar, 14. inntak, 17. knár, 18. klak, 21. aðan 23. á- lappaleg, 24. ólga, 26. Alabama, 28. pclsana, 30. lurka, 32. fitla, 34. tak, 35. brá, 37. frasar, 38. pils, 40. sgrá 41. áritun, 43. elskar, 44. fram, 45. ógna, 47. efstar, 49. Flóra, 50. Nafta, 53. ótal, 54. raun, 57. ana, 59. RNT, 02. GJ, 64. gá. Hann stundaði þarna kokospálma- rækt og átti mestan hluta eyjarinnar Ironga. (I næsta blaði verður sagt því, sem kom fijrir drengina, ú Ironga). TIL TUNGLSINS. G. H. Davis í Brighton í Englandi, hefir gert lílcan af rakettu, sem á aö geta farið til tunglsins og til baka. Hreyfillinn er likur og i þýsku rákettunni V-2, og er í stélinu. 1 nefinu er komiö fyrir sjálfvirkum Ijósmyndavélum, firð- sjá og radar ásamt fleiri vísinda- tækjum. Hér sést skýringarmynd af þessari hugarsmíð G. H. Davis. HATUR. Frh. af bls. 11. Ilann sat á litlu skólapúlti við þver- girðingarnar á götu i úthverfinu, þar sem dauðinn hafði uppskorið í þrjá daga samfleytt. Starði út í bláinn grá- um augum. Á skólapúltinu lá þýsk byssa. Og lil hans kom ein af þessum hetj- um, sem fyrst nú sáu ástæðu til að útvega sér byssu til þess að sýna hreysti sína. Maðurinn kom auga á Babanek með slitna harða liattinn, sá þennan spaugilega manngarm, sem virtist hafa verið settur þar í ógáti. „Hafið þið séð skrifaralúsina þarna, livað á hún við byssu að gera?“ hróp- aði nýbökuð frelsishetja og til að sýna yfirburði sína tók liann byssuna af Babanek of fór að fitla við gikkinn. Hár og magur strætisvagnstjóri, sem hafði setið á gangstéttinni, með hend- urnar á byssuskeftinu, rétti hægt úr sér, cins og hann væri crgilegur yfir ónæðinu og gaf honum utan undir. „Burt með þig, götustrákur, sagði hann. „Þetta er besta skyttan okkar.“ Og með óhreinum fingri benti hann á þakið á sporvagni sem lá brotinn á hliðinni við götuvirki. Á svörtu þak- inu var röð af strákum, eins og gest- gjafar á krám nota, til Jiess að liafa tölu á ölglösunum, sem þeir bera á borð. Þar stóð: „Bab. 111111111111 l.“ Einn áhorfandinn sagði, öfundsjúk- ur: ,.Fimmtán!“ Babanek bókari flutti sig með erfið- ismunum að byssunni sinni og tók hana upp. Þurrkaði skeftið og hlaup- ið með hendinni og um leið og hann leit raunalega kringum sig sagði hann: „Fimmtán, hvað eru fimmtán! Þcir skutu drenginn minn út af honum Hcyderich .... Fimmmtán jiúsund væri ekki nóg.“ Og ]ireytt augun, sem voru illileg af óánægju og hatri og hræðileg á- sýndum — þessir tveir klakamolar í fölu andlitinu námu staðar við hvítu krítarstrikin.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.