Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1951, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.10.1951, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Talal hinn nýi konungur í Jordan er talinn andstæður Bretum og hafa áhuga á að taka upp samvinnu við Arabarikin. Af heilsuhæli í hásæti Talal prins af Jordan sat í flugvél, á leiS heim til sín, þegar þingið í Amman kaus hann til konungs eftir Abdullah föður hans, sem myrtur var í sumar. Talal prins var að koma af liressingarhæli í Geneve. Abdullali konungur var síðasti vin- ur Breta í hópi hópi arabískra þjóð- höfðingja, og ólætin út af olíumálun- um í Persíu urðu minni en í nokkru öðru landi í Suðvestur-Asíu. Það má heita vist, að umkomulausi skraddar- inn, sem myrti Abdullali konung, hafi verið verkfæri einhverra sterkari afla. Virðist mega rekja morðið til mesta hatursmanns Breta, stórmúftans af Jerúsalem, sem nú dvelst í Egypta- landi sem persónulegur skjólstæðing- ur svallarans Farouks konungs. Hat- Abdullah konungur var síðasti Breta- yinurinn í hópi arabískra höfðingja. E iðabræður ur múftans til Abdullah var gamalt, en blossaði upp á ný, þegar Abdullah skarst úr leik hinna Arabarikjanna og lét hina „arabísku sveit“ sína, sem er undir forustu hins breska pasja John Bogot Glubb og er skipuð sem- kvæmt enskri fyrirmynd, leggi undir sig Iiluta af ísrael og samdi síðan frið við Gyðinga. Með þessu og stefnu sinni yfirleitt gerði Abdullah sig ó- alandi og óferjandi meðal Arabaríkj- anna, en stórmúftinn telur sig for- ustumann þeirra og andlegan höfð- ingja. Undir eins eftir að Abdullah hafði verið myrtur var farið að þrefa um hver ætti að verða eftirmaður hans. Elsti sonur hans og réttur arftaki var á hressingarhæli í Sviss, til lækn- inga við hættulegum kirtlasjúkdómi, sem hafði haft þau áhrif að tauga- kerfið bilaði. Var Naif bróður hans því gerður ríkisstjóri i bili. Naif var talinn mikill Bretavinur, svo sem ver- ið liafði Abdullah faðir hans, en liins vegar var sjúklingurinn Talal talinn andstæður Bretum og hafa áhuga á því að taka upp aftur nána samvinnu við Arabaríkin. Það var talað um að þeir bræður væru fjandsamlegir hvor öðrum og að Bretar reyndu að koma þvi til lciðar að Talal afsalaði sér ríkiserfðum svo að Naif gæti orðið konungur. Og það er meira að segja fullyrt, að Talal hafi verið lialdið sem fanga á svissneska hælinu. En bæði þetta og sögurnar um fjald- skap bræðranna hrakti Talal skorin- ort til baka áður en hann fór frá Geneve. Hann virðist nú orðinn sæmi- Icga liress eftir taugaáfallið, sem hann fékk í vetur. Það er einnig talið vist, að áður en þingið í Amman kaus Talal til konungs, hafi Bretar fengið loforð um, að snögg stefnuskipti gagn- vart þeim skyldu ekki verða i Jórdan. En þó er það ekki að efa, að liinn nýi konungur, nýkominn af sjúkrahæli og litt kunnur í landinu, getur aldrei orðið Bretum sú stoð sem faðir hans var. Fyrir sambúðina við Breta skipt- ir það mestu máli hvernig samkomu- lagið milli bræðranna verður og hvort Naif prins tekst að hafa áhrif á bróður sinn i þá átt að hann gangi ekki í berhögg við Breta. Þvi að vilji kon- unganna er meira metin i Suðvestur- Asíulöndunum, en títt er á Vestur- löndum. Naif er talinn mikill Bretavinur, svo sem verið hafði Abdullah faðir hans. Naif var gerður að ríkisstjóra vegna f jarveru Talals, sem var á hæli í Sviss. í sumar cr leið mátti í blöðunum sjá minnst hins gamla búnaðarskóla á Eiðum, sem breytt var í alþýðu- skóla um 1918. Voru þær greinar í sambandi við hundrað ára minn- ingu Jónasar Eiríkssonar frá Skriðu- klaustri, er lengst var skólastjóri á Eiðum á þessu fyrra tímabili skól- ans (1888—1906). -—- Af þessu til- efni fóru synir Jónasar til Eiða í sumar og gáfu skólanum veggtöflu úr eir með mynd af forcldrum sin- um, er próf. Einar Jónsson mynd- höggvari liafði gert. ■— Þeim fækkar nú að vonum, sem muna liina gömlu Eiðabræður, þar á staðnum, enda er aðeins einn þeirra eftir i sveitinni. Sitt af hverju Regnhlífin er kom_. frá Kina. Mandarinarnir þar notuðu regnhlíf- ar, sem gerðar voru úr olíubornum pappír, svo að þær urðu vatnsheldar. Nú er England mesta regnlilífaland heimsins, og maðurinn sem fyrstur innleiddi þær þar var Jonas Han- vvay, landkönnuður, sem ferðast hafði um Ivína. Marmaramynd af honum er i Westminster Abbeý. Hestar fældust, konur féllu í ómeg- in og krakkar háöskruðu þegar fyrsta regnhlífin sást i Ameriku, segir sag- an. Maðurinn sem olli þessu átti heima í Baltimore. Hann liafði keypt fyrstu regnlilif Bandarikjanna af sjómanni, sem kom frá Indlandi. Skrautlegasta regnhlíf i heimi var gerð handa maharajahinum af Najp- ur. Efnið var úr úrvals silki, lit- saumað með silki og baldírað með gullliræði. Handfangið var úr skiru silfri. Þessi regnhlif var til sýnis á Lundúnasýningunni miklu 1851. Franskir bændur eru allra bænda afturhalssamastir og liötuðust við regnlilifarnar þegar þær komu til Frakklands á 18. öld. Þeir gerðu þessa grein fyrir máli sínu: „Guð sendir reknið og ætlast til þcss að fólk vcrði vott af því.“ Þcir voru sjö að tölu, synir Jónasar en engin dóttir. Allir eru þeir á lifi enn, og mun það fátitt um svo marga bræður, þar sem sá elsti varð i suniar sjötugur en þrír aðrir eru yfir sextugsaldur. Mynd sú, er liér birtist, var tekin í sumar, og standa þar eftir aldri frá vinstri — í neðri röð — Hall- dór á Hagstofunni í Reykjavík, Jón og Benedikt kaupmenn á Seyðisfirði, — í efri röð — Þórhallur á Breiða- vaði lireppstjóri i Eiðaþinghá, Gunn- laugur bankagjaldkeri og ritstjóri á Seyðisfirði, Emil simritari á sama stað og Friðrik kennari við Mela- skólann i Reykjavík. Eitl járnbrautarfélagið enska, Southern Railways, hefir leigt út regnhlífar siðustu árin. Farþegar sem hafa mánaðarskirteini eða fyrir lengri tima geta leigt sér regnhlíf fyrir 2 pence i hvert sinn, en aðrir farþegar verða að setja 2V& sh. tr/ggingu. Þeir sem mest nota þetta eru gleymnir kaupsýslumenn og fólk sem alltaf spáir góðu veðri. Mörgum finnst einkennilegt að Neville Chamberlain, sem var for- sætisráðherra Breta þegar stríðið skall á 1939, sást aldrci nema með regnhlif. Spunnust sögur um það að hann hefði leynivopn i regnhlif- inni. Sumir sögðu að þar væri tára- gas og aðrir að rýtingur væri í leggnum, sem hægt væri að kippa út með handfanginu. Víða í Evrópu eru regnhlífar kallaðar „Chamberlain“. Sjálfur sagðist bann hafa notað söinu regnhlífina i 44 ár. í gamla daga máttu jesúitaprestar ekki eiga regnlilíf, vcgna fyrirmæl- anna um að þeir yrðu að afhenda kirkjunni axla muni sina. En i stað- inn keypti kirkjan svo fjölda af regnhlífum lil að lána prestunum. En það kom á daginn að prestarnir voru gleymnir cins og fólk flest og skiluðu ekki regnhlifunum aftur nema með höppum og glöppum. Regnhlífakostnaður kirkjunnar fór því sivaxandi, uns fyrirmæli voru sett um að hver prestur skyldi fá eina rcgnhlif en yrði að kaupa nýja í skarðið sjálfur ef hann týndi henni. Niðurlag á bls. 9.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.