Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1951, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.10.1951, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Litla sagan RALPH URBAN: LÖQteQlnn veit allt UNGI Jansen sat í almenningsvagn- inum og kikti á l)laöið, sem sessu- nautur iians var aö lesa. Hann var í miðri skemmtilegri grein þegar sessu nauturin nstóð upp og gekk út. „Skárri er það nú nærgætnin!“ taut- aði Jansen og mjakaði sér innar á bekkinn. En þá snerti liann við ein- hverju 'hálu, líkt og leðri. Vasabók sem lilaut að liafa hrokkið upp úr rassvasa sessunautarins. Jansen fékk lijartslátt og lét veskið renna varlega ofan i vasa sinn. Auðvitað ætlaði hann að skila veskinu, en ekki al- veg strax, — ekki vagnþjóninum. Beint á lögreglustöðina. Og sem ær- legum finnanda vor honum varla of gott að sjá hvað væri í veskinu. Jansen fór út úr vagninum á næstu hiðstöð. Þegar hann var kominn heim í einhleypingsbústaðinn sinn tvílæsti hann hurðinni, settist við skrifborðið og tók upp veskið. Það var dálítið snjáð en þylikt. Jansen varð skjálflientur þegar hann fór að rannsaka það. Fyrst komu nokkr- ir reikningar og önnur blöð, og liann var vonsvikinn. En nú tók hann and- ann á lofti þvi að eitt hólfið var fullt af peningum. Tíu króna — fimmtiu króna — hundrað króna seðlar — samtals fimm liundruð og tuttugu krónur! Jansen staklc tveim fingrum undir flibbann og sagði: „Pú-hú!“ Svo stóð hann upp og fór að æða aftur og fram um herbergið. Til lögreglunnar? Hann! Maður, sem fer svona ógætilega með peninga á ekki skilið að sjá þá aftur! Og svo var liægt að nota þessa peninga til svo margs. Hins vegar væri þetta auðvitað fúlmennska. „Drottinn minn, sá einn sem þekk- ir freistinguna, veit hann livernig ég kvelst!“ tautaði Jansen. Og í miðri freistingunni var dyrabjöllunni hringt. Ilann stakk veskinu á sig i snatri, fór fram i ganginn og opnaði og fékk 220 volta sálartitring um leið. „Þér eruð herra Jansen, er elcki svo!“ spurði lögregluþjónninn sem stóð við dyrnar. „Eg átti að biðja yður að koma á lögrcglustöðina undir eins. „í hvaða erindum?“ spurði Jan- sen og varirnar titruðu. „Að ])ví er ég best veit er það eilt- hvað viðvikjandi fundnu fé,“ sagði lögreglumaðurinn. „En þér fréttið nánar um það þegar þér komið á stöðina.“ „Já, já,“ sagði Jansen með lcökk i hálsinum „auðvitáð, — ég hafði cinmitt hugsað mér að fara þangað sjálfur." „Það var heppilegt,“ sagði lög- regluþjónninn, „þá verðuin við sam- ferða.“ Á leiðinni var Jansen að ígrunda hvernig lögreglan hefði komist að leyndarmálinu. Einhver hlaut að hafa tekið cftir honum. „Þér eruð herra Jansen?“ spurði alvarlegur fulltrúi við stórt skrif- borð, Þegar á lögreglustöðina kom. „Þctta er mjög leiðinlegt mál, en ég ætlaði hingað —• varð rétt að skreppa heim til mín áður. Hérna er veskið, sem ég fann í vagninum. Eg hefi ekki ennþá athugað .......“ Fulltrúinn virtist ekki skilja i neinu en fór að atliuga veskið. Svo tók hann fram skrána um fundna muni og skrifaði veskið þar. „Þér efist vonandi ekki um að ég ætlaði að skila þessu?“ „Alls ekki,“ sváraði hinn og brosti eins og skógarguð um sólarlag. „En þekkið þér nokkra ungfrú Lilly?“ „Já!“ hrópaði Jansen skelfdur. „Þér vitið það þá líka?“ „Lögreglan veit allt!“ sagði mað- urinn við skrifborðið og brosti. „Annars skal ég segja yður að á- stæðan til að lögreglan kvaddi yður hingað var sú að hingað barst i dag dömutaska sem einhvcr hefir týnt. Eina vísbendingin um eigand- ann cr sú, að i töskunni var vasa- klútur með isaumuðu nafninu Lily og svo nafnspjaldið yðar. Og þá var ekki nema eðlilegt að við snerum okkur til yðar til að fá að vita hver þessi Lilly væri. En livað hitt atriðið snertir þá dettur okkur vitan- lega ckki i hug að efast um ráð- vendni yðar, herra Jansen. BERAR AXLIR ORSAKA EINVÍGI. Oscar Scalfare, 32 ára þingmaður i ítalska þinginu hefir fengið hólm- gönguáskorun úr tveimur áttum út af berum öxlum einnar tískudömunnar i Róm. — Fyrri áskorunin kom frá föður dömunnar, signoritu Edith Tóussan. Hann er 67 ára. Segist hann ekki sætta sig við að Scalfare, sem er málaflutningsmaður, hafi kall- að dóttur sína „blygðunarlausan ræfil“, þó að liún hafi sýnt sig létt 4' J klædda á veitingastað í Róm í sum- ar. Hann símaði frá Florence að liann mundi koma til Róm til að heyja einvígi ,við Scalfare. En svo er a ðsjá sem Scalfari muni fá að lifa. Hann hefir sagt, að sem trúr sonur kaíþólsku kirkjunnar megi hann ekki heyja einvigi, þvi að þá verði lionum útskúfað úr kirkju- félaginu. Ekki er öllu þar með lokið, því að axlirnar á dömunni ollu hvössum umræðum í þinginu. Þar var borin fram tillaga, sem lýsti vanþóknun á ummælum Scalfare. En hann svaraði því að með framkomu sinni liefði Edith skipað sér i flokk með lauslætisdrósum. Hún og faðir- inn voru á áheyrendapöllunum, og undir eins og gamli maðurinn hafði lieyrt síðustu ummæli Scalfare náði hann sér i einvígisvotta. — Hér hljóta að vera páfagaukar — ég heyrði svo ægilegt bölv og ragn hérna einhvers staðar .... Stefnumót klukkan tvö. — Losnaðirðu við béaða gigtina þarna í Hveragerði? — Já, blessaður vertu, þetta reynd- ist vera snurða á axlaböndunum mín- um! %1T1» ÞÉR . . .? að kynblendingur hests og asna erfir aðallega einkenni móður sinnar? Múldýrið, sem á asna að föður en hryssu að móður, erfir krafta hests- ins og þol og nægjusemi asnans. — Ilins vegar nnilasninn, sem á ösnu að móður en hest að föður, erfir fyrst og fremst dynti og þráa móðurættar sinn- ar. Múlasninn er með hrosstagl og lineggjar eins og hestur, en múldýrið, sem er miklu gagnlegra og þess vegna algengara en múlasninn, hefir asna- hala og öskrar eins og asni. að andlitið á flugmönnum í hraðskreiðum flugvélum af- myndast, ef þeir verða að kasta oe; úr vélinni á fullri ferð ’ Lækna-rannsóknastofa ameríska sjóflughersins hefir gert ýmsar til- raunir til þess að finna verkanir loft- streymisins á andlitið, því að ýmsii hafa haldið því fram að það geti rifn- að við mjög hratt loftstreymi, eins og flughjálmarnir stundum gera. Rannsóknirnar sýna að andlitið þol- ir, en afar mikið reynir á það. Á mynd- unum, sem teknar eru á rannsókna- stofunni þannig að brot úr sekúnu leið á milli, sést til vinstri hið eðli- lega útlit flugmannsins, í miðju sést hann á 450 kilómetra liraða og til hægri er hraðinn kominn upp í 500 km. og þar eru varirnar tútnaðar út. — Hraðskreiðustu flugvélar nútim- ans geta komist upp í 1300 km. hraða og má því geta nærri, að flugmaðurinn verður að hafa andlitið vel varið, ef svo kynni að fara að hann þyrfti að stinga sér út úr vélinni i faUhlif. ER LÆKNIRINN BARNSFAÐIR? í enska þinginu hélt talsmaður stjórnarinnar því fram nýlega, að læknir, sem framkvæmdi sæðingu á konu stæði næstur til að gangast við faðerni barnsins. Ekki væri hægt að kenna barnið manni, sem aldrei hefði lieyrt konuna eða séð. Það var Jowitt lordkanslari, sem varpaði fram þessari spurningu, og öðrum var erfitt um mótsvör. Taldi hann réttast að svona barnsfaðernismál væri látitð koma fyrir dómstól, til þess að skera úr um hvaða venju beri að skapa i þessu efni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.