Fálkinn - 02.05.1952, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
ar Hilda stendur allt í einu upp og
segist vera svo þreytt.
— Þér ætlið þó ekki að fara, frú
Hagen?
— Hún frú Hagen þreytuleg segir
sú rauðhærða, •— hún hefir sjálfsagt
lofað manninum sinum að koma
hrcss og endurnærð heim. Og frú
Stella beinlínis kveður hana út úr
sofunni.
Hilda hefir gengið um stofurnar
Alls staðar situr fólk í hópum, les
eða talar sarnan, en hún sér hvergi
„þann geðslega1, dökkan eins og
spanjóla, fölan og grannan. Krag
málari kemur á móti henni. Og
Hilda hefir hugsun á að spyrja hann
hvar dyrnar að veislusalnum séu.
— Eg ætiaði að lita inn þangað
snöggvast, en gat hvergi fundið
dyrnar.
Málarinn er reiðubúinn að hjálpa,
þó að eiginlega sé hann ekki húsum
kunnugur. Þau fara sitt á hvað og
opna dyr cftir dyr og lilæja eins og
krakkar. þangað til þau finna réttu
dyrnar, sem Hilda vissi að visu allt-
af livar voru. Hún neyddist til að
þakka fyrir hjálpina — nú sé liún
einfær, og svo fer hún erindisleysu
inn í tóman kaldan salinn og stend-
ur þar um stund áður en henni
finnst sæmandi að koma fram í
ársalinn aftur. Ansi var hann sætur!
Og á morgun á að verða dansleikur!
Dagarnir líða og Hilda er farin
að þreytast á þessum Björnsen-Bartli
leik. Sá geðslegi þarf svo oft að
hvíla sig.
Albert Björnsen er orðinn óeir-
inn. Hann segir við frú Barth að
hann megi til að hreyfa sig. Og svo
fer hann að rannsaka gangana uppi
á efri hæðunum i hótelinu. Það er
orðið svo leiðinlegt i salnum. Hann
stendur snöggvast og hugsar sig um,
svo ber iiann laust á herbergisdyrn-
ar hjá Hiidu. Blið rödd svarar:
Kom inn! Albert Björnsen stingur
hausnum inn og setur lipp viili-
svínsbrosið.
— Það er bara ég ....“
Hilda starir á hann og kemur
ekki upp nokkru orði. Brosið dvin
á Björnsen.
— En — en —, stamar lnin —•
eruð það þér?
— Já, liver ætti það annars að
vera. Kæra frú, þér megið ekki
vcrða hrædd. Eg skal ekki bita.
Björninn er svo vel taminn. Þér
látið mig sitja þarna við útvarpið
allt kvöldið. Er nokkur meining i
þvi
En 'HSilda starir bara. Og þá verð-
ur hann alvarlegur.
Látið þér nú ekki sem þér séuð
hissa, frú Hilda. Eg er ósköp blátt
áfram maður.........
— Hvað er eiginlega erindið?
Eg skil ekki .......
— Verið þér ekki svona alvarleg-
ar! Það á ekki heima í leiknum. Eg
hélt a ðvið hefðum skilið hvort
annað, og að við hefðum getað gert
okkur glaða stund ....
— Þér — þér megið til að gera
svo vel að fara út! stamaði Hilda.
— Nei, kæra frú, nú brjótið þér
leikreglurnar. Eg er enginn frem-
ingardrengur, og þér heldur ckki
fædd i gær.
— Dettur yður í hug .... Hilda
hló, en það var ekki innilegur iilát-
ur. — Gerið þér nú svo vel að fara.
Eg pið yður um það, — jæja, þá
hringi ég! Þetta er alvara. Hún var
hrædd.
Hann steig eitt skref aftur á bak.
Nú sást í vígtennurnar, en hann
brosti ekki.
Hver haldið þér eiginlega að þér
séuð? Þér eruð engin Greta Garbo,
þrátt fyrir hárgreiðsluna! Jæja, frú,
jiér lærið betur síðar. ímyndið þér
yður að þér getið leikið yður að
Albert Björnsen? Þér skuluð fara
sem fyrst heim til mannsins yðar!
— Þér — þér eruð dóni! hvíslaði
Hilda.
Hann fór aftur á bak út úr dy-
unum. — Jæja, jæja, frú Dyggð —
úr þvi að þér takið þessu svona . .!
Hann hneigði sig djúpt.
Hilda flýtti sér að loka hurðinni
og aflæsti. Hneig magnþrota niður
á rúmstokkinn. Hvilíkur fábjáni.
Misskilja liana svona! Tárin hrutu
af augum iiennar. Þessir karlmenn!
Björnsen gekk niður stigann hálf-
lúðulallalegur. Hann hafði þótst
nokkurn veginn viss þegar hann fór
upp — en — þessi líka bjáni! Hann
fór beint niður í borðsalinn, fór að
gæla við stofustúlkuna og bað hana
að flytja diskinn sinn að borðinu
þar sem hann var fyrst. — Það var
súgur frá glugganum — þakka yður
kærlega fyrir.
En Stella Barth var engin ráð-
gáta. Hann ætti að þekkja þann
fugl á kvakinu. Kannske hafði hann
verið of veiðibráður. Stelpugreyið
iiafði kannske orðið lirædd. Jæja,
hann skyldi sýna lienni að honum
væru aðrir vegir færir. í kvöld var
dans. Hann skyldi sýna henni að
hún var i ónáð.
GLAÐA tunglsljós á hverju kvöldi.
Albert Björnsen fékk sér blund eft-
ir miðdegisverðinn og svaraði bréf-
unum konunnar sinnar. Úr veislusaln
um heyrðist liljóðfærasláttur. Flestir
voru þar niðri i kvöld — hann
iieyrði hlátur og samtal. Svo gekk
liann út á svalirnar, loftið var lireint
og kalt og tunglið var eins og gull-
bjól þarna á ásnum.
En hvað var nú þetta? Eitthvað
hreyfðist þarna undir snjóþungri
björkinni og svo kom það út á stig-
inn. Nei, sannarlega — hann ætti
að þekkja þetta liár — en hver var
maðurinn?
Já, ekki ber á öðru — málarin'n,
þessi Krag. Þessi aumingi með inn-
föllnu bringuna. Já, þessir svoköll-
uðu listamcnn, þeir kunna lagið á
þvi! Albert Björnsen dáðist að
manninum i aðra röndina, en var
hins vegar gramur og vonsvikinn.
Það var þá 'hann — þarna sér mað-
ur!
„Sá geðslegi“ gekk við hliðina á
Hildu og studdist við arm liennar.
Lofti ðvar milt og tært. Þau gengu
í hálfdimmu milli trjánna. Hann
var hrærður og var að segja Hildu
ævisögu sína um faliegu fyrirmynd-
ina, sem hann liafði liaft i nokkur
ár, en hún varð veik í fyrra vor.
Varð að fara á heilsuliæli. Og svo
fékk liann aðkenning af sjúkdómi
iíka. Það var svo kalt og mikill næð-
ingur á vinnustofunni. Nú yrði hún
sjálfsagt að fita sig, og það væri
skaði. Afarleiðinlegt. Hilda ætti bara
að sjá live grönn hún var. Og svo
„malerisk“. Ryðrautt liár, gult liör-
und, dökk undir augunum, blá i kinn
unum — grænhvítur kroppur ....
llilda reyndi að setja saman þessa
Jitasymfóníu hans. Iiún fann að
hún sjálf mundi vera mikils til of
heilbrigð og feit. Henni líkaði þetta
ekki. Skömmu siðar bauð hún mál-
aranuin góða nótt. Mætti sjálfri sér í
stóra speglinum í ganginum. Hún
var ekkert fyrir málarann, andvarp-
aði hún. Og Albert Björnsen hafði
skipt um borð og sat nú lijá Stellu
Barth, og lét sem hann sæi ekki
Hildu ..........
En allt i einu stóð hann fyrir
frainan liana, alveg eins og honum
hefði skotið upp úr jörðinni. «—
Jæja. frú min, afsakið þér — hafið
þér týnt einhverju af dyggðinni?
Hilda starði kuldalega á liann. „Góða
frú, við erum að minnsta kosti
tískufólk,“ sagði hann og setti upp
villisvínsbrosið. „Kannske þér haf-
íð lært lexiuna yðar?“
Ililda liljóp upp stigann. Æ, skelf-
ing voru karlmennirnir vitlausir!
Viðbjóðslegir og eigingjarnir! Bara að
hún gæti farið heim undir eins.
Hún grét og, snökti meðan hún var
að skrifa bréfið:
„Kæri Leifur! Hér er hræðilegt.
Geturðu ekki komið og sótt mig
bráðum? Mér er ómögulegt að vera
án þin og krakkanna lengur. Eg vil
komast heim .........
ÞAÐ SEM VIÐ TÖLUM UM.
Á kaffihúsi einu i Austur-Þýska-
landi sat rússneskur liermaður og
var að tala við Þjóðverja. „Það er
merkilegt,“ sagði Rússinn, „að þið
virðist ekki getað talað um annað
cn húsnæði og mat. Hvers vegna
getið þið ekki talað um göfugar
hugsjónir og menningu, eins og við
gerum i Rússlandi?" ■—• „Já, er það
ekki alltaf svo, að maður talar mest
um það sem mann vantar?“ sagði
Þjóðvcrjinn.
í fyrra fæddust fjórburar í London eins og skýrt var frá í
fréttum þá. Litlu stúlkunum fer vel fram og þroskast þær
eðlilega. Þær heita Patricia, Frances, Marie og Edna, og eru
hér með páskaeggin sín.
Skrúðgarðabókin
„Girimríðiir
Þetta er mikið rit, 450 blaðsíður
tölusettar aúk margra heiisíðumynda.
Bókinni er ætlað að glæða áhuga
fyrir ræktun skrúðgarðagróðurs
og veita ræktunarleiðbeiningar. Jafn
framt er hún heimildarrit um það
hvaða tegundir cru ræktaðar í görð-
um á íslandi nú um miðja 20 öld;
se;gir hvernig þær þrifast, hvernig
hægt sé að rækta þær og þekkja.
Geta garðeigendur flett upp í bók-
inni og séð hvaða blóm, runna og
tré þeir eigi að velja í garða sína.
Eru þar töflur um blómgunartíma,
blómaliti, stærð og liarðgervi teg-
unda. Höfundar bókarinnar grasa-
fræðingarnir Inigimar Óskarsson og
Ingólfur Davíðsson liafa árum sam-
an athugað skrúðgarða viða um land
og liafa alls fundið rúinlega 600 teg-
undir og ennfremur á fimmta hundr
að afbrigða í skrúðgörðunum. 90
tegundanna eru íslenskar en rúm-
lega 500 erlendar frá ýmsum lönd-
um lieims. 114 tegundir trjáa og
runna, yfir 100 tegundir surnar-
blóma og hátt á fjórða liudrað teg-
udir fjölærra jurta vaxa í íslensk-
um skrautgörðum. Þar blómgast nú
árlega fjöldi jurta frá Mið- og Vest-
ur-Evrópu og allmargar ofan úr
Alpafjöllum og Pyreneafjöllunum og
jafnvel Himalajafjöllum. Einnig aust-
an úr Sovétrikjunum, Siberiu, Jap-
an og Kina, vostan frá Ameriku,
sunnan úr Miðjarðarhafslöndum o.
s. frv. Getur auðsjáanlega furðu
margt þrífist á íslandi. Má af þessu
sjá að úr nóigu er að velja í garðana.
•—< í bókinni eru um 300 myndir,
flest tegundamyndir, en einnig all-
margar skrúðgarðamyndir og nokkr-
ar litmyndir. Sýna skrúðgarðamynd-
irnar glögglega hve gróskumikill
trjágróður vex i ýmsum görðum hér
á landi og verða siðar merkilegar
heimildir. Kaflar bókarinnar eru
þessir: Gar&aspjall (sögulegt yfirlit),
Fjölærar skra.utjurtir, Stœrð, blóma-
litir og blómgunartími, Laukjurtir
og hnúðjurtir, Grajsfletir, Eilífðar-
blóm, Sumarblóm, Tré, Trjámæling-
ar, Runnar, Sjúkdómar. Síðari hluti
bókarinnar lýsir einstöku iegundum
og ræktun þeirra og er fullkomin
flóra garðagróðursins. — —- Vorið
er að koma. Látið bókina Garða-
gróður aðstoða ykkur við störfin í
skrúðgörðunum.
S.