Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1952, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.05.1952, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Bristow yppti öxlum aftur. — Eg get ekki svarað því, sagði hann. — En ég geri allt sem i mínu valdi stendur til að ná í réttu perlurn- ar aftur, herra Vagnall. Mannering átti erfitt með að fela sigurbros- ið sem sótti á varir hans. En ánægja hans var blandin óþægilegri óvissukennd. Hann hefði viljað gefa mikið fyrir að vita hver það var, auk hans sjálfs, sem 'var að reyna að ná í perlurnar, og hefði látið gera falska festi til þess að nota í þeirri baráttu. XIII. GRUNUR. Mannering varð ekkert hissa morguninn eftir þegar hann kom niður í ársalinn á gisti- húsi sínu og hitti þar Gerry Long, sem sat og beið eftir honum. Sama drengjabrosið lék um varirnar á Ameríkumanninum, en líklega var það aðeins yfirskin innri óróa. Það leið held- ur ekki á löngu, þangað til Gerry fór að tala um atburðinn frá kvöldinu áður, er þeir voru á leiðinni til Junior Carlton-gildaskálans. — Þetta fór vel eftir atvikum, sagði hann. — En ég er viss um að Belton ofursti hefir grun á mér. Og ég veit ekki hvernig ég á að haga mér gagnvart lögreglunni. — Eg geri ráð fyrir, að þér meinið, að ef maður gæti fundið manninn sem stal perlun- um, þá mundi það losa yður við gruninn? sagði Mannering. — Já, einmitt, svaraði Long. — Og hvernig hafið þér hugsað yður að fara að því? — Það er það, sem ég ekki veit. Ef ekki lög- reglan......... — Þér gætuð náttúrulega leigt yður einka- njósnara, sagði Mannering. En annars verðið þér að lifa í voninni um að Scotland Yard ráði gátuna. En það er svo að sjá, sem þér hafið ekki neinn sérstakan grunaðan? Mannering var ekki viðbúinn því sem nú kom. — Það er einmitt, það, sem ég hefi, sagði Long. Mannering stansaði ósjálfrátt og skipti lit- um. Hann kenndi í brjósti um Long og hafði afráðið að gera allt sem í hans valdi stæði til að létta af honum gruninum, án þess þó að vekja grun á sjálfum sér. Og nú sagði Long að hann hefði grun um hver stolið hefði perl- unum! — Það kann að þykja fáránlegt og ég ætti víst helst ekki að trúa neinum fyrir þvi, hélt Long áfram. — En .... — Hver er það sem þér grunið? spurði Mannering fljótmæltur. Og hinn svaraði tafsandi, eins og hann væri hræddur um að gera sig að athlægi: — Greifa- frúin af Kenton. Mannering starði á Ameríkumanninn og átti erfitt með að koma upp nokkru orði. — En hvers vegna þá? FELUMYNÐ Hvar er skógarbúinn? — Mér fannst grunsamlegt að henni skyldi verða fótaskortur þarna, og perlurnar hverfa í sömu svifum. — Það er ekki áreiðanlegt að það hafi skeð í sömu svifum. — En það er langsennilegast, sagði Long. —Hlustið þér nú á: Eg veit að ég tók þær ekki. Þér vitið að þér tókuð þær ekki. Og hver ann- ar hefði þá átt að gera það? Hún var sú eina fyrir utan okkur tvo/sem stóð nærri perlun- um. — Hafið þér munað eftir Mason, leynilög- reglumanninum ? — Já, en hann stóð frammi við dyrnar og kom ekki nærri borðinu. Annað hvort hefir það verið þér eða greifafrúin, — þannig lít ég á málið. Var honum alvara með þetta eða var hann að reyna að setja upp gildru? Mannering hefði viljað gefa mikið fyrir að vita hvort heldur var, en honum var nauðugur sá kostur að bíða, þangað til hann fengi eitthvað betra til að átta sig á. — Jæja, sagði hann eftir nokkra þögn, — Þetta er allt i lagi frá okkar sjónarmiði. En lögreglan hefir ástæðu til að gruna yður, ekki síður en greifafrúna. — Já, þér þurfið ekki að fræða mig um álit lögreglunnar á mér, sagði hann með beiskju. Það var engum blöðum um það að fletta, að Long tók sér málið ákaflega nærri. I raun- inni þurfti hann þess ekki, því að fjárhags- ástæður hans voru þannig, að hann væri haf- inn yfir allan grun. — Eigum við ekki heldur að koma heim til mín og tala um þetta? sagði Mannering. — Við höfum betra næði þar en í klúbbnum. Long féllst á það og þeir sneru við. Og eftir klukkutíma sá Mannering sér til mikillar gleði, að Ameríkumaðurinn ungi yfirgaf hann miklu glaðari en hann hafði hitt hann. Þegar Mannering var orðinn einn opnaði hann leynihólfið í veggnum og tók fram perlu- festina. Hann hafði ekki tekið munninn of fullan kvöldið áður, þegar hann sagði við greifafrúna að þetta væri fallegustu perlur, sem hann hefði nokkurn tíma séð. Þær voru vafalaust ekki minna en fimm þúsund punda virði, og hann var hissa á hve stórgjöful greifa- frúin væri. Þetta var alveg óvenjuleg gjöf, og greifafrúin hafði í rauninni ekki neina ástæðu til að vera svona gjöful. Hann lagði festina inn í hólfið aftur, kveikti sér í sígarettu og tók sér matarbita. Hann ætl- að til Bristows á eftir. Hann hafði einsett sér að heimsækja Scotland Yard hvað sem öðru liði, en samtalið við Gerry Long hafði gefið honum sérstaka ástæðu til þess. Bristow tók honum með venjulegri.alúð, og Tring lögregluþjónn kvaðst vona, að Mann- ering væri ekki mjög þreyttur eftir atburðinn daginn áður. — Nei, sagði Mannering. — Og sjaldan hefi ég séð.mann leggja minna á sig en þér gerðuð. Hvers vegna læstuð þér ekki dyrunum? — Það var orðið nokkuð seint að gera það, þegar við uppgötvuðum þjófnaðinn, sagði Tring. — Ekki vorum við nú heppnir í fyrsta skipti sem við ætluðum að reyna samvinnuna, sagði Bristow þegar Tring var farinn út. Mannering hló af hálfum hug. Honum var farið að þykja vænt um þennan lögreglumann. — En það er ekki að sjá að þér hafið tekið yður það nærri, sagði hann. — Það er til lítils að taka sér það nærri. Og svo veit ég líka að við náum alltaf í þjófinn fyrr eða síðar. — 1 níutíu og níu tilfellum af hundrað, að minnsta kosti. — Þér gerið auðvitað ráð fyrir að það hafi verið Baróninn vinur okkar, sem var að verki í gærkveldi líka? Bristow kinkaði kolli. — Já, ég geng að því vísu. Perlunum var stungið í vasann á Long, til þess að svo skyldi líta út sem........ — .... sem hann væri þjófurinn. — Já, til þess að það skyldi að minnsta kosti falla grunur á hann fyrst í stað. Maður þarf ekki að hugsa málið lengi þangað til maður uppgötvar að Long var í bókasalnum til þess að hinn maðurinn skyldi hengja hattinn sinn á hann. Og meðan Tring og hinir lögreglu- mennirnir voru að fást við Long, fékk þjófur- inn sjálfur tækifæri til að komast á burt með herfangið. Adamson og skrúð■ garðamenningin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.