Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1952, Side 3

Fálkinn - 30.05.1952, Side 3
FÁLKINN 3 Þjóðleikhúsið: \ „Det lykhelige skibbrud“ Dönsku leikararnir hylltir me6 blómum eftir gestaleikinn á laugardagskvöldiO. (Ljósm.: Vignir). Sýningar leikflokksins frá Konung- lega leikhúsinu i Kaupmannahöfn á sjónleiknum „Det lykkelige skibbrud“ eftir Holberg hafa vakið geysilega at- hygli. Hinn frábæri leikur, sem marg- ir leikenda sýna, mun vafalaust seint liða leikhúsgestum úr minni. Vonandi er, að Þjóðleikhúsið geti á ókomnum árum fengið hingað sem oftast erlenda úrvalsleikflokka til þess að kynna leikhúsgestum það besta i erlendri leikhúsmennt. Gamanleikurinn „Det lykkelige skib- brud“ getur ekki talist stórbrotinn að efni. í honum felst að vísu ádeila, en hún hefir vafalaust verið tímabærari á fyrri hluta 18. aldar, þegar Holberg samdi leikritið, en nú. Sams konar á- deila liefir verið kveðin i eyra núlif- andi kynslóðar í ótal leikritum, sög- um og ljóðum, en allt um það eru þær manntegundir þó til, sem koma fram i leikritinu í ýktum búningi. Þess vegna þarf efni leikritsins ekki að vera úrelt. Sýningarnar á „Det lykkelige skib- brud“, í Þjóðleikshúsinu hafa verið farmúrskarandi góðar, enda „valinn maður i hverju rúmi“. Poul Reumert leikur liinn ágjarna og fláráða mag- ister af dæmafárri snilld, sem enginn mun gleyma, sem séð hefir. Elith Foss leiku'r Gottfred, þjón hans, afburðavel. Jeronymus og Magdelone leika þau Johannes Meyer og Maria Garland mjög virðulega, og börn þeirra, Astrid Villaume og Jörgen Reenberg, sem bæði eru úr hópi efnilegustu leik- ara Dana meðal unga fólksins. Er leik- ur þeirra mjög áferðarfallegur og elskulegur. Philemon, unnusta Leo- noru, leikur hinn glæsilegi William Rosenberg og sómir sér einkar vel i því hlutverlci. Með hlutverk Pernille, vinnukonu hjá Jeromynusi, fer Lily Broberg. Hinn létti og gáskafulli leik- ur hennar mun seint gleymast. Poul Reichardt, hinn vinsæli kvikmynda- leikari, fer með hlutverk Henriks, þjóns Pliilemons. Kemur liann fram í þrem gervum og bregst aldrei boga- listin. Önnur hlutverk eru minni, en samt eru þau yfirleitt mjög vel leik- in. Ellen Gottschalch leikur Lucretiu, Pouel Kern Oldfux þorpara og skrif- ara dómarans. Rasmus Christiansen leikur Niels Vognmand, Martin Han- sen dómarann, Frode Jörgensen vörð, Kai Wilton kavalera, Aage Winther- Jörgensen pólítískan brýningamann, Else Höjgaard hviklynda jómfrú, Kar- en Berg og Inga Schultz tvær óða- mála systur og Aage Fönss grobbinn foringja. Leikstjóri er Holger Gabrielsen, sem hefir leyst verk sitt af hendi með mikilli prýði. Islenskir leikhúsgestir þakka leik- flokknum og forstjóra Konungiega leikhússins hjartanlega fyrir komuna og vænta, að þetta sé aðeins upphafið að nánu samstarfi milli Konunglega leikhússins og Þjóðleikhúss íslend- inga. Poul Reumert sem Rosiflengius. Aslrid Villaume og William Rosenberg sem Leonora og Philemon. Poul Reichardt og Ellen Gottschálch sem Henrik og Lucretia. Lily Broberg og Poul Reichardt sem Pernille og Henrik. Lily Broberg sem Pernille. William Rosenberg og Poul Reichardt sem Philemon og Henrik Elitli Foss sem Gottfred. Pouel Kern sem Oldfux.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.