Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1952, Blaðsíða 10

Fálkinn - 30.05.1952, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Sir Walter Scott: 32. Eftir nokkrar umræður tókst Tressilian ekki aðeins að sefa smið- inn, heldur og að fá leyfi hans til þess að skoða vinnustofu hans. — Hún var sambland af smiðju og rann- sóknarstofu. Wayland sagði ævisögu sína og kom víða við. Flest störf hafði hann sýslað við um dagana, m. a. stundað lækningar. Einhverju sinni hafði hann komið á bæ Robsarts riddara og mundi eftir í sjón bæði liinni undurfögru dóttur lians Amy og Tressilian. 33. Hér í smiðjunni hafði hann numið læknislist af doktor Deme- trius. Doktorinn var nú fluttur á hraut, og síðan var smiðjan Wayland ekki skemmtilegur staður. Þegar Tressilian stakk upp á þvi við liann, að hann gengi í þjónustu sína, sam- þykkti hann það óðar. — Þegar Wayland kom aftur, rakaður og þveginn, var liann óþekkjanlegur. 34. Þegar Tressilian og nýi þjónn- inn höfðu riðið um stund, heyrðist brestur mikill að baki þeim. — Það var smiðjan, sem sprakk í loft upp. — Svo að það voru þá þessi örlög, sem gamli lærimeistari minni, doktor Demetríus, hafði hugsað mér, mælti Wayland. Nú lieldur liann, að ég sé dauður og list hans horfin með mér. í fyrstu kránni, sem þeir áðu, heyrðu þeir menn tala um smiðinn, sem Kölski hefði hirt, og kvörtuðu yfir því, að aidrei mundi annar eins iæknir fást í hans stað. 35. Daginn eftir riðu þeir inn í hið gamla virki Robsarts riddara, og Tressilian færði honum þær fréttir, að Amy dóttur hans væri haldið á laun i höllinni Cumnor Place sem frillu Varneys. Robsart riddari var sammála Tressilian i því, að liann skyldi fara á fund jarlsins af Leicester og sýna honum fram á, hversu ill- mannlega þjóni hans (Varney) hefði farist. Ef það hrifi ekki, skyldi hann ná fundi sjálfrar drottningarinnar. 36. Áður en Tressilian færi af stað, kom hraðboði með bréf frá jarlinum af Sussex. Rað hann Tressilian að hitta sig þegar, því að hann væri hættulega sjúkur. Wayland spurði hraðboðann spjörunum úr um veik- indi jarlsins, og þegar þeir riðu af stað skömmu síðar, sagði hann við Tressilian, að hann væri þess um- kominn að iækna jarlinn, ef liann gæti komist yfir vissar lyfjateg- undir. 37. Á ieið sinni þurftu þeir að fara um Lundúnaborg, og þar sem Tress- ilian hafði fengið margar sönnur þess, hve fær læknir Wayland var, lét hann undan þeim óskum hans að versla í lyfjabúðum borgarinnar. Þeir fengu allt, sem þeir liöfðu not fyrir, að undantekinni einni lyfja- tegund, sem hvergi mundi fáanleg, nema hjá Gyðingi nokkrum. — Gyð- ingurinn þóttist í fyrstu ekki skilja, hvað þeir ættu við, en þar sem Wayland sannaði skjólega kunnáttu sína í læknislistinni og hinum marg- flóknu formúlum og merkjum, lét liann þó að lokum undan þrábeiðn- inni og seldi þeim lítinn skammt. VVTIÐ ÞÉR . . .? að friður á jörðu milli þjóð- anna er svo að segja óeðlilegt ástand? Óeðlilegt að svo miklu leyti sem sjaldgæft ástand þykir óeðlilegt. Eftir því sem hægt er að komast næst um sögu þeirra þjóða, sem nokkrar sög- ur ná til, hefir aðeins verið fullkom- inn friður á jörðu í 323 ár samtals, síðan 1914 f. Kr. — eða með öðrum orðum ekki tíunda 'hvert ár að jafn- aði. Núlifandi fólk má minnast þess hve margar styrjaldir hafa verið háð- ar á þessari öld — auk lieimsstyrjald- ■anna tveggja. hvernig hægt er að þekkja stóra hvali í mikilli fjarlægð? Þeir sem ferðast mikið á sjó sjá oft hæði stærri og smærri hvali, en fæst- ir geta þekkt þá sundur. Hér er leið- beining um að þekkja fáeinar algeng- ar hvalategundir. Efsta myndin er af steypireyði (bláhval). Blásturinn úr henni er breiður um sig og kring- um 3—4 metra hár. Sporðurinn sést venjulega ekki fyrr en hann stingur sér eftir blásturinn. í miðjunni sésl langreyður. Þegar hún blæs sést helmingurinn af sporðinum upp úr og er það glöggt kennimerki. Blásturs- gusan er mjórri en hjá bláhvalnum og um 3 metra há. Neðst er búrhveli. Það er auðþekkt á því hve hausinn er stýfður að frainan og blástursgusan úr honum stefnir skáhallt fram. Frúin: — Má ég ekki bjóða yður bolla af kaffi, prófastur. Próf.: — Nei, þökk. Ekki kaffi. Frúin: — En bolla af tei þá? Próf.: Nei, þökk, ekki te. Frúin — En bolla af súkkulaði? Próf.:— Nei, þökk, ekki súkkulaði. Frúin: — Eitthvað megið þér til að fá. Whisky og sóda? Próf.: — Þökk fyrir ekki sóda.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.