Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1952, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.05.1952, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Anðæfi sem hurfn Andrew Carnegie gaf mestan hluta eigna sinna til þjóðþrifafyrirtœkja í Bandaríkjunum og Skotlandi. Erfingj- ar hans fengu „aöeins“ 25 milljónir dollara. Það helst ekki öllum eins vel á auðnum og Rotschildunum gerði. Hér eru nokkur dæmi, sem sanna það. ALLIR hafa heyrt eða lesið um Rockefeller og Ford, um — Morgan og Vanderbilt, um Gould og Astor. — Menn sem urðu ríkir og voldugir. Margir hafa borið virðingu fyrir þeim, þvi að þeir voru sinnar eigin gæfu smiðir og byrjuðu með tvær hendur tómar. Það er í raun réttri undravert að umkomulaus sunnudagaskólakennari geti orðið olíukóngur veraldar og einn af rík- ustu mönnum heimsins og hafi efni á að gefa 500 miljón dollara til vis- inda og félagsmálaumbóta um leið og hann lætur af störfum. En þannig er ævintýrið um John D. Rockefeller. Böggull fylgir skammrifi. En ekki helst þeim öllum á auð- æfunum, sem rikir verða. Sá sem hefir tækifæri til að kanna fátækra- hverfin i New York, gæti eflaust fundið þar marga svarta sauði úr auðkýfingsættunum, menn sem ólust upp í allsnægtum en létu peningana gera sig að aumingjum, eða töpuðu aleigunni fyrir ósjálfráðar orsakir — menn sem einu sinni gátu skrifað eign sína með átta tölustöfum en dóu fyrir eigin hendi á einhverju fjórða flokks gistihúsi, eða fundust frosnir í hel bak við einhvern hafnarskúrinn einn vetrarmorguninn. Frá Wall Street til Park Avenue. Þær raunasögur eru alls ekki fáar. Það er oft að erfingjum auðkýfinga helst furðu illa á arfinum, eða að minnsta kosti að þeim tekst ekki að halda í horfinu. Þeir hafa kannske nóg að bíta og brenna til dauðadags, en hafa misst völdin og álitið sem auðnum fylgdi. Fyrir minna en hundrað árum áttu Vanderbilt og Gould svo að segja allar járnbraut- irnar í Bandaríkjunum (járnbraut- irnar þar eru ekki reknar af rík- inu), Astor-fjölskyldan átti mest af dýru lóðunum í New York, og erf- ingjar Andrews Carnegie áttu mesta stálbræðslufyrirtæki veraldarinnar þegar hann féll frá. Járnbrautirnar, stálbræðslurnar og skipafélögin, sem þessir menn áttu, eru nú eign hluta- félaga og stóru félögin hafa verið hlutuð sundur i sjálfstæðar deildir og dótturfélög — oftast nær til að sleppa betur við háskattana. Það var „antitrust-löggjöfin", sem kom i byrjun aldarinnar, sem olli þessu. Einstakir menn skipta nú auði sínum í lifanda lifi milli barna og barna- barna og systkina, til að sleppa með lægri skatta. Hin núlifandi kynslóð auðkýfinga- ættanna er með öðrum svip en sú éldri. Það er fólk sem á miklar eign- ir, en hefir ekki umráð yfir heilum greinum atvinnulífsins. Það ber á þessu fólki i samkvæmislífinu í New York og blöðin segja frá brúðkaup- um og garðahátiðum þessa fólks eða John Jacob Astor var enskur kapteinn í fyrri heimsstyrjöldinni og særöist. Hann er enskur lávaröur. þegar það heldur samkvæmi til ágóða fyrir einhverja líknarstarfsemi. Það leigir dýru stúkurnar í Metropolitan- óperunni og eru bestu skiptavinir klæðskeranna. En þetta fólk ræður engu í peningastrætinu — Wall Street. Það heldur sig við Park Avenue, höfðingjagötuna í New York. En sumir verða að flytja úr Park Avenue á ódýrari staði. Andrew Carnegie lét erfingjum sínum eftir „aðeins“ 25 miljón dollara — það var ekki nema lítið brot af auðæfum hans. Mestur hlutinn fór til rann- sóknarstöðva, bókasafna og skóla í Bandaríkjunum og í Skotlandi. En af þessum 25 miljónum hefir tálgast svo við bankahrun og skatta og við ný erfðaskipti, að Carnegie-ar nútimans hafa ekki efni á að búa nema i tré- húsum. Og þeir nota Ford-bíla. Úr auðæfum Astors varð enn minna. En álit Astoranna fór vax- andi að sama skapi sem auður þeirra gekk saman. Ættfaðirinn, hinn fyrsti, Johan Jacob Astor, var bláfátækur í æsku en græddi á húsa- og lóða- braski og lét eftir sig yfir 30 miljón dollara, er hann dó árið 1848. Af- komendur lians eru engir auðkýf- ingar, en liafa komist til mannvirð- inga og meira að segja orðið enskir lávarðar og meðeigendur i „Tlie Times“. Lóðirnar í New York hækkuðu í verði eftir að Johan Jacob Astor dó, svo að þegar sonarsonur hans, John, dó 1889 var hann talinn eiga um 200 miljón dollara. En svo fór að ganga saman. William sonur hans fluttist til Englands, varð enskur rikisborgari og fékk aðalstign 1917. Þessi enska grein Astor-ættarinnar er í miklu áliti í Englandi, en mest- ur hluti eignanna er nú farinn í skatta. Af amerisku greininni var aðeins einn maður, sem mikið kvað að. Hann var sonarsonarsonur Jo- hans Jacobs og reisti fjölda af verk- smiðjum í Bandaríkjunum. Hann fórst á „Titanic" árið 1912. Nú er það ekki annað en gistihúsið Waldorf Astoria, sem heldur nafninu á lofti í Bandarikjunum. En í Englandi er Astor-nafnið frægt, Astor var orðinn þingmaður áður en hann var aðlað- ur og fluttist í lávarðadeildina, og kona hans er atkvæðamikil í stjórn- málum. í fangelsi. Afkomendur Vanderbilts, Carnegie og Goulds hafa tapað bæði péningum og áliti, en enginn þeirra mun hafa komist á vonarvöl. Öðru máli er að gegna um afkomendur fjármála- og iðnaðarkónga, sem höfðu grætt of fjár og misstu allt og sátu stundum eftir með falsað bókhald og stór- skuldir. Samuel Insull er dæmi um slíkan fjármálamann. Hann fluttist 22 ára frá Englandi og varð einka- ritari hugvitsmanns eins, sem ekki var talinn með öllum mjalla í þá daga. Hann reyndist hugvitsmann- inum tryggur þjónn — það var Thomas Alva Edison — og þegar hann féll frá eignaðist Insull ýms af Charles Mitchell bankastjóri stærsta banka Bandaríkjanna varö uppvís aö því aö hafa notaö peninga annarra til fjárglœfrafyrirtækja. Hann komst hjá fangelsi meö því aö „hverfa". fyrirtækjum hans. Um eitt skeið var hann valdamesti maður i raítækja- iðnaði Bandaríkjanna. En þegar liinum mörgu Edison-fyrirtækjum var slegið saman í eitt missti hann öll völd. Og þegar hann dó 1938, var liann gleymdur og blöðin minnt- ust varla á hann. Þó hafði liann ekki gerst sekur um sviksamlegt athæfi. En það hafði olíukóngurinn Harry Sinclair. Á árunum fyrir fyrri heims- styrjöldina stofnaði hann olíufélag, sem á skömmum tíma fékk afar mik- il völd og þótti jafnvel skyggja á sjálfan Rockefeller. En dýrðin varð skammvin. Með þvi að múta einum ráðherranum i stjórn Hardings for- seta hafði hann náð einkarétti á olíu- lindunum Teapot Dome í Kletta- fjöllum árið 1921. Þetta olíusvæði var ríkiseign og átti að sjá herflotanum fyrir olíu. Sinclair græddi ógrynni fjár á einkaleyfinu og færði fé yfir á lilutafélaganefnur, sem hann átti sjálfur og stal á þann hátt frá eig- endum aðalfyrirtækisins. Þetta kvis- aðist og bæði Sinclair og ráðherr- ann lentu í fangelsi. Mörguni árum síðar vitnaðist að Sinclair hafði að- hafst fleira glæpsamlegt og var nýtt mál höfðað, en Sinclair komst und- an til Evrópu og var þar i tuttugu ár, þangað til málið var fyrnt. Ekki fór betur fyrir Charles Edwin Mitcliell. Árið 1907 réðst liann starfs- maður í banka, þá þrítugur að aldri, og hækkaði fljótt í tigninni, og varð stjórnarmeðlimur í fjölda fyrir- tækja samtímis, og loks aðalbanka- stjóri National City Bank og New York árið 1921, helsta banka Banda- ríkjanna. En um leið var hann í senn keppinautur, samverkamaður, skiptavinur og lánardrottinn Pier- mont Morgans. Þegar kreppan skall á í Bandaríkjunum 1929 fór allt í strand. Hann hafði braskað með pen- inga, sem aðrir höfðu trúað honum fyrir, og þegar hræðslan greip fólk og það ætlaði að taka peninga sína út úr bankanum varð hann að loka. Mitchell fór vitanlega frá og fór liuldu höfði næstu tvö ár. Flóðalda kreppunnar. Það voru fleiri, sem urðu illa úti i kreppunni miklu, 1929—1933. Bank- ar urðu gjaldþrota og víxlarar fyrir- fóru sér, miðlarar, komust ú vonar- völ og urðu sumir þeirra að gerast götusalar og selja ávexti og tuggu- gúmmí. Afleiðingarnar fyrir þjóðina urðu þær, að 15 miljónir manna misstu atvinnuna um skeið. En alltaf gátu braskarar fundið eitthvað nýtt til að græða á. Þegar allt lék í lyndi, um 1925, græddu margir á lóðabraski í Miami á .Florida, eftirsóknarverðasta baðstað í Bandaríkjunum austanverðum. Þar voru reist gistihús og spilabankar svo liundruðum skipti. Lóðaverðið snarhækkaði og allir vildu eignast hlutabréf í gistihúsum og baðstöð- um í Miami. George Merrick liét maður, sonur baptistaprédikara, sem einu sinni hafði keypt lóðarspildu við Miami fyrir nokkra dollara. George græddi 400 miljónir á þess- ari lóð á tveimur árum, bútaði hana sundur i byggingalóðir, reisti gisti- liús og seldi svo lóðirnar, sem að lokum komust upp í 300 dollara fer- fetið. í þessu tilfelli var það náttúran sjálf, sem batt enda á braskið. Felli- bylur gekk yfir Floridaskagann og Olíukóngurinn Harry Sinclair stal af meöeigendum sínum og lenti í fangelsi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.