Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1952, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.05.1952, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 John Jacob Astor lét eftir sig 30 millj. dollara er hann dó 18J/8. Þegar sonar- sonur hans dó, 1889, var auöurinn orö- inn 200 milljónir. feykti burt húsunum og baðgestirn- ir flýðu — þeir sem lifðu veSriS af. Luxus-bær Merricks var í rústum og nú vill enginn líta viS þessum staS. Nokkrum árum seinna stóð þessi klausa í New York Times: Gjatd- þrotamálið gegn George Merrick hef- ir verið látið falla niður, þvi að eng- ar eignir voru í þrotabúinu. !_J Völdin koma aldrci aftur. Þetta eru sögur frá liðinni tíð. En rísa ekki upp einn góðan veðurdag nýir menn eins og Rockefeller og Carnegie? munu einliverjir spyrja. Jú, alltaf verða einhverjir rikir, ekki síst bændurnir i Texas, sem hafa einkaflugvélar til að flytja krakkana sína í skólann og úr. En annars er margt breytt frá því sem var fyrir stjórnartið Franklins Roosevelt. Það er ekki eins auðvelt og áður var að láta mikil auðæfi ganga í erfðir, því að erfðafjárskatt- urinn er orðinn svo geysilega hár. Þannig myndast ekki nú nýjar auð- kýfingaættir. Og i öðru lagi hafa fjáraflamennirnir ekki eins frjálsar liendur i Bandaríkjunum núna og þeir höfðu áður. Fjármálalifið er orðið háðara opinberu eftirliti. Það eru til lög sem banna gróðabrall og „trust“- samtök og lög til verndar smáu spari- fjáreigendunum. Rikið á hluti í mörgum hlutafélögum og getur því fylgst með rekstri þeirra. Tekju- skattar gróðarfyrirtækjanna eru há- ir og stjórnin getur sett hámarks- verð á vörur til þess að takmarka gróða framleiðendanna. Rikisstjórn- in hefir tekið i sinar hendur völdin, sem einstakir menn höfðu áður yfir peningunum. Ef erlend ríkisstjórn þarf að fá lán i Bandarikjunum snýr liún sér ekki til Wali Street eða Morgans, heldur til stjórnarinnar i Washington.. Það er hún sem ræður. Nýjustu ævintýrin. En þrátt fyrir allt stjórnareftiriit getur slyngum mönnum tekist að raka saman peningum með ýmsu móti. Chicago-hugvitsmaðurinn Prest- on Tucker þóttist liafa smiðað bifreið, sem tæki öllum öSrum fram, og hann Framhald á bls. 14. „(Jorðurinn ofcknt" Garðstæði, jarðvegur og jarðvinnsla Eftir Friðjón Júlíusson. III. Jarðvinnsla. Takmark jarðvinnslunnar er að búa til gljúpt og gott vaxtarbeð fyr- ir jurtirnar. Jarðvinnslan er fólgin í því, að snúa jarðveginum, losa hann og mylja. Þetta er hægt, með minni eða stærri áliöldum. Frumstæðasta jarð- vinnslutækið er stunguspaðinn eða kvislinn. Sé um stóra garða að ræða þá þykir það nú bæSi erfitt og sein- legt, að nota handverkfæri til jarð- vinnslu ,enda verður hún oft betri með hesta- eða vélaverkfærum, sér- staklega ef um er að ræða fyrstu vinnslu þ. e. a. s. land, sem unnið er i fyrsta skiptið, þvi að með slikum áhöldum er hægt að vinna jarðveg- inn dýpra en með liandverkfær- um, en það er þýðingarmikið atriði að vinna jarðveginn nægjanlega djúpt, og ekki hvað sist sé um nýtt land að ræða. Þó ber þess ætíð að gæta, að ekki komi alltof mikið í einu af dýpri jarðlögum upp á yfirborðið og bland- ist við efsta jarðlagið, þvi að sá jarð- vegur er oft miður heppilegur fyrir gróðurinn, og meira að segja inni- heldur stundum efni sem eru ban- vænleg fyrir jurtagróðurinn. Þetta á þó einkum við leirjarðveg. Sama máli gegnir ef uppmokstri úr skurðum er blandað i efsta jarð- lagið. Ef nauðsynlegt þykir að láta uppmokstur í garðlandið, sem stund- um getur verið réttmætt frá öðrum sjónarmiðum, þá er það afar áríð- andi að dreifa vel úr uppmokstrinum svo að ekki of mikið af honuin komi á einn stað. Sé um fyrstu vinnslu að ræða, er best að plægja eða stinga landið að liaustinu og láta það liggja i plóg- strengnum yfir veturinn. Viðrast þá jarðvegurinn við það, að loft og vatn nær að ieika um hann auk þess, sem jarðvinnslan verður mun auðveldari að vori eftir að jörðin hefir iegið þannig yfir veturinn. Þeir sem hafa garðrækt i hjáverkum sér til gam- ans og búdrýginda leggja ógjarna í þann kostnað, að útvega sér dýr jarðvinnslu- og garðáhöld — nema þá um samvinnu geti verið að ræða — þeir verða þvi að nota handverk- færi sem líka er kleift til vinnslu í litlum görðum. Óefað þykist margur kunna að stinga upp garð, en því miður er skortur á réttu handlagi við það hjá mörgum. Við uppstungu garða ber að stinga skóflunni beint niður og snúa því vel við er á skófluna eða kvíslina kemur. Jafnframt þarf að mylja alla köggla, svo að öll vinna við jöfnun og fínrökun yfirborðsins verði sem auðveldust. Jarðvinnslan bætir jarðveginn á ýmsan hátt( hún temprar rakann, greiðir loftinu veg, gerir jarðveginn hlýrri, eykur nauðsynlegt bakteríu- lif, eyðir illgresi, jafnar yfirborðið og losar jarðveginn og gerir á þann hátt jurtunum auðveldara að stinga rótum dýpra niður í jörðina þar sem raki og næring eru nóg fyrir þrif og viðgang jurtanna. Grænkál Þegar rætt er og ritað um kálteg- undir er venjulegast mest látið af blómkáli, hvítkáli, rauðkáli og fleiri höfuðkáltegundum, en miklu sjaldnar talað um grænkálið, enda þótt það hafi marga kosti fram yfir hinar tegundirnar og sé meira að segja þegar allt er meðreiknað næringar- ríkasta matjurtin sem við getum haft i matjurtagarði okkar. í grænkáli eru 20 hundraðshlutar af næringarefnum og þar við bætist að auk þess er þessi tegund inni- haldsmest hvað bætiefni snertir, þar sem sólin hefir áhrif á hvert einasta blað, en svo sem allir vita myndast bætiefni i grænum blöðum plantn- anna fyrir áhrif sólargeislanna á þau. Allir ættu einnig að vita að bætiefnin eru heilsuverndandi og þvi er þaS mikið hagsmunamál hvers og eins að tryggja sér og sín- um bætiefnaríka fæðu — og þar með góða heilsu. Og í þessu efni eru það matjurtirnar sem eigi að hjálpa almenningi og best er að geta rækt- að sitt grænmeti sjálfur, liafa það nýtt og óskemmt á borðum hvern dag yfir sumartímann. Grænkál er ekki vel fallið til að vera verslunarvara, það visnar fljótt, og því er mikils um vert að geta skorið grænkálsblöðin af í eigin garði um leið og þau eiga að brúk- ast. Grænkál er sérlega vel fallið til ræktunar hér á landi. Fræ af því er miklu ódýrara en annað kálfræ. Grænkál er lang harðgerðasta káÞ tegundin — þolir mikið frost. Græn- kál er ekki eins ásótt af kálflugu eins og hinar káltegundirnar og það nær þroska á miklu styttri tima en aðrar káltegundir. Það er ennfremur vandalaust að rækta það og vegna allra þessara kosta ætti grænkál að vera i hvers manns garði á þessu landi. Vilji menn fá grænkálsblöð til neyslu snemma sumars má dreifa fræinu á beð og eftir 6 vikna tima er komin græn breiða af smáum blöðum, sem skera má af og neyta. En vilji menn fá mikið blaðamagn til siðsumars- og haustnotkunar þarf að sá grænkálsfræinu seint í april eða fyrst í maí, i jurtapott í glugga, eða i vermireit og gróðursetja plönt- urnar á beð eða í raðir (hafa t. d. 50 cm. milli raða, en 25—35 cm. milli plantna í röðum). Getur þá hver og ein planta orðið mjög stór og borið fjölda blaða. Til daglegrar neyslu má taka neðstu blöðin af plöntunum, þegar auðséð er að þau hafa náð fullum þroska, en ekki skera plöntuna af eins og sumir gera. Myndast þá ný blöð og plantan heldur sinni stærð. Grænkál þrífst i hvaða jarðvegi sem er, en getur notað mikinn áburð ef það á að gefa mikla uppskeru. Blöð- in má þurrka og geymast þau þá vel og lengi. Grænkál þolir mestu frost og þykir jafnvel Ijúffengara eftir að það hefir frosið. En hvassviðri og snjóþyngsli þolir það auðvitað ekki. £tórar plöntur má taka upp með haus og færa þær saman t. d. í snjó- byrgi og á þar að vera hægt að taka ný blöð meðan byrgðir endast. — Vegna innihalds grænkálsins af C- bætiefni er það hið besta meðal til að fyrirbyggja skyrbjúg og fylgi- kvilla hans, sem munu algengari en Frh. á bls. U. Garðeigendur athugið! Eins og undanfarin ár tökum við að okkur alla skrúðgarða- vinnu. Lagfærum garða, skipuleggjum og standsetjum nýjar lóðir. Otvegum allt i garða s. s. þökur, hellur, mold, áburð, trjáplöntur, sumarblóm og fjölærar plöntur, einnig fallegar íslenskar plöntur í steinbeð. Vinnan er framkvæmd bæði í ákvæðis- og tímavinnu. — Pantið í síma 7315 Báldur Maríusson Þórarinn Sveinbjörnsson garðyrkjumaður garðyrkjumaður Helgi Gunnarsson garðyrkjumaður

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.