Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1952, Qupperneq 11

Fálkinn - 30.05.1952, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 STJÖRNULESTUR. Framhald af bls. 9. og munu þessi mál undir fremur góð- um áhrifum, þó munu fjárhagsörðug- leikar koma til greina og tefja fram- kvæmdir. Júpiter og Merkúr í 4. húsi. Bændur og búalið ætti að vera undir góðum álirifum og framkvæmdir nokkrar æltu að eiga sér stað. Satúrn og Neptún í 9. húsi. Slæm áhrif á ut- anrikissiglingar og tafir koma í ljós í þeim greinum. Ágreiningur i trúar- legum málefnum og dauðsföll gætu átt sér stað og sjóslys. — Mars í 10. húsi. Hefur slæmar afstöður. Ráðend- urnir eiga i ýmsum örðugleikum og rnörg örðug mál að fást við. Gæti ver- ið hætta á styrjöld. Tokýo! Nýja tungiið er í 1. húsi. Breytingar ýnrsar eru sýnilegar og til bóta. Koma þær að ýmsum leiðum, — Neptún og Mars i 6. húsi. Mjög slæm afstaða fyrir verkamenn og vinnuþiggjendur yfir höfuð. Hita- sóttir og eiturnautnir áberandi. Und- angraftarstarfsemi rekin. — Úran í 3. húsi. Slæm afstaða fyrir samgöng- ur og sprenging gæti átt sjer stað í flutningatæki eða bifreið og truflan- ir á símakerfi, póstflutningum og — Komdu aftur eftir nokkur ár, og ef þú ert jafn skotinn í henni þá, skal ég tattóvera þig .... — Alltaf er veriö að tala um sparnað, en mér finnst of langt gengið aö eyða ekki nema einu skurni um okkur alla,...... — ..... en svo hefi ég því miður ekki fleiri ....... þjófnaðir gætu komist upp í þeim greinum. — Merkúr, Júpiter og Ven- us í 12. húsi. Sæmileg afstaða í öllum þeim málum sem teljast góðgerða- starfsemi, sjúkrahúsum og vinnuhæl- um. Washington. — Nýja tunglið er i 4. húsi. Afstaða þessi styrkir mjög andstöðu stjórnarinnar og veitir henni sterka aðstöðu og stjórnin mun dala í áliti. Landbúnaður og bténdur und- ir góðum áhrifum. — Úran í 6. húsi. Slæm aðstaða verkamanna og þjóna og óróleilci gæti átt sjer stað í hernum og sprenging í herskipi. Satúrn og Neptún í 8. húsi. Dauðsfötl meðal háttséttra manna og aldraðra fyrrv. embættismanna. Voveifleigir dauðdag- ar gætu komið til greina. — Mars í 9. húsi. Slæm afstaða fyrir utanríkis- siglingar og eldur gæti komið upp i flutningaskipi. — Merkúr og Júpiter í 3. húsi. Bendir á sæmilega afstöðu í flutningaatvinnu og útgáfustarfsemi. Tekjur nninu vaxa í þeim greinum. Island: 8. hús. — Nýja tunglið er í liúsi þessu. Bendir á dauðdaga manna i háum stöðum, d flutningum og utan- landssiglingum og þeim sem verið hafa í opinberum stjórnarembættum. 1. hús. — Mars er i liúsi þessu. — Órói mikill og uppivaðsla gegn yfir- ráðendum og verkföll gætu átt sjer stað, saknæmir verknaðir og veikindi er sýnilegt og íkveikjur. 2. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. •Hefir frekar góðar aðstöður sem ættu ef til vitl eitthvað að draga úr hinum afarillu áhrifum í fjárhagsmál- unum, sem komú frá mjög sterkri og slæmri afstöðu á milli Mars og Júpí- ters, sem bendir á örðugleika mikla i verðbréfaverslun og slæma meðferð á bönkum. 3. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. Tafir og truflanir í meðferð flutninga, pósts og sima og fréttaflutningi, blaða- útgáfu og bóka. 4. hús. — Júpiter ræður húsi þessu. Þetta ætti að vera sæmileg afstaða fyrir bændur og landbúnaðinn yfir höfuð, en truflanir eru þó sýnilegar vegna Marsáhrifa, sem berast frá al- menningi vegna urgs og ágreinings. 5. hús. — Mars ræður húsi þessu. Þetta er örðug afstaða fyrir leikara og leiklist og rekstur leikhúsa. Eldur gæti gosið upp í leikhúsi eða skemmti- stað. 6. hús. — Mars ræður húsi þessu. Bendir á hitasótt og hálsbólgufarald- ur. Óánægja meðal verkamanna og þeirra sem eru annarra þjónar. 7. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. Ætti að vera sæmileg afstaða til utan- ríkisviðskipta, en slæm afstaða frá Mars gæti orsakað áframhaldandi á- greining við England sem Mars ræður. 9. hús. — Úran er i húsi þessu. — Bendir á sprengingu eða bruna í skipi og ágreining milli undirmanna og yfirboðara. 10. hús. — Sól ræður húsi þessu. Bendir á sæmilega afstöðu stjórnar- innar og mun hún sitja enda þótt af- staða til Neptún sé mjög óábyggileg og varasöm. 11. hús. — Satúrn er i húsi þessu. — Slæm afstaða með tilliti til fram- kvæmda þingmála og ákvörðunum þings og stjórnar. Hætt er við að stjórnin hafi ýmsa örðugleika við að stríða. 12. hús. — Neptún er í húsi þessu. Vandkvæði gætu komið í ljós í sam- bandi við spítala og góðgerðastarf- semi og fátækralöggjöf og fram- kvæmd hennar. Ritað 17. maí 1952. LITLA SAGAN FRITZ RUZICKA: HRAÐLESTIN Mr. Corkie, margfaldur miljóna- mæringur sem á hundrað verksmiðj- ur, — er staddur fjarri manna- hyggðum á leið frá Colorado Springs, þegar hreyfiliinn í bílnum hans ger- ir verkfall. Og þarna situr mr. Corkie fastur, með landabréf, far- angurinn og bílstjórann. „George, George,“ veinar mr. Corkie. „Þessi vélabilun er mesta á- fallið, sem ég hefi orðið fyrir á æv- inni. Eg verð að vera kominn heim á morgun. Eg má til! Hundrað þús- und dollarar i veði. Samningarnir geta ekki byrjað án þess að ég sé viðstaddur.“ Andlitið á bílstjóranum bærðist ekki. „Það verður eina ráðið að þér labbið á næstu járnbrautarstöð. Það er rétt míla til Bloomfield.“ Mr. Corkie reif í það, sem eftir var af hárinu á honum. „Ein mila,“ stundi liann. „Ein míla. Eg hefi aldrei á ævi minni geng- ið eina mílu.“ „Jæja, ekki iþað,“ sagði bílstjórinn ráðalaus. Másandi og stynjandi lyfti mr. Corkie hundrað og tuttugu kílóunum sínum úr mjúku sætinu í bílnum. „Læstu bilnum, George, taktu töskurnar mínar og fylgdu mér til Bloomfield. Og undir eins og ég er farinn þaðan, ferð þú hingað aftur og sérð fyrir bílnum.“ Nú var það George sem fór að stynja. En hann vissi hvaða skyldur hvíldu á honum og hlýddi. Þeir löbbuðu í tvo tima án þess að hitta einn einasta bíl, sem hefði getað bjargað mr. Corkie og flutt hann til Chicago, og um leið bjargað George undan töskum húsbónda hans. Og loks blasti Bloomfield við. Eða rétt- ara sagt járnbrautarstöð og þrjú íbúðarliús. Það var staðurinn sem hét Bloomfield. „Og þetta í þokkabót," stundi, mr. Corkie. Úr þvi að hér eru ekki nema fjögur hreysi stansar engin hraðlest hérna. „Jæja, en stöðin er að minnsta kosti við aðalbraut," sagði George. „En ég verð að fá næstu hraðlest til að staldra við, hvað sem það kost- ar. Halló . . . halló . . . þér þarna, maður,“ kallaði hann til járnbraut- armannsins. „Fer næsta lest um á þessari stöð? Hvað er langt þangað til liún kenmr?“ „Tvær minútur, sir,“ svaraði mað- urinn. „Heyrið þér — heyrið þér!“ kall- aði mr. Corkie og gat náð í handlegg-' inn á stöðvarmanninum. „Heyrið þér — þér fáið fimrn hundruð dollara ef þér stöðvið hraðlestina!“ „En, sir . . . ég . . .“ „Jæja, þúsund dollara . . . .“ „En, sir . . . ég . . .“ „Fimmtán hundruð dollara . . . mitt siðasta boð . . .“ „Nei, sir . . . mér er ómögulegt að . . . .“ „Jú, víst er það hægt! .... Tvö þúsund dollara!“ TISKUMYNDIR Hér eru hlífðarföt frá Ameríku. Það er hálfsíður frakki úr léttu, ljósu ull- arefni með víðum raglanermum, sem ýtt er upp undir olnboga. Takið eftir hneppingunni. — Alveg nýtt blússusnið. Léreftsblússa frá Jean Desses. Blússan er hneppt í kross að framan en að öðru leyti alveg slétt og einföld. Lítill flibbi í hálsinn. Nú kom hraðlestin brunandi og maðurinn með rauða bandið á húf- unni lyfti flagginu sínu. Lestin haml- aði og nam staðar. Mr. Corkie reif tvo þúsund dollara seðla upp úr vas- anum, fékk járnbrautarmanninum þá og lét George ýta á afturendann á sér meðan hann var að komast upp þrepin. Og George henti ferðatösk- unum á eftir honum inn í vagninn. Svo hélt lestin áfram með Corkie hinn ríka. George og stöðvarstjój-inn í Bloom- field, sem horfði forviða á jmsund dollaraseðlana, stóðu eftir. „Þér eruð djarfur maður," sagði George með, aðdáun. „Tvö þúsund dollarar eru laglegur skildingur að visu. En er staðan yðar ekki meira virði? Þér verðið vafaíaust rekinn fyr- ir að stöðva liraðlestina? Vitið þér ekki að Bloomfield er póststöð og að hraðléstin kemur alltaf við hérna?“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.