Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1952, Síða 12

Fálkinn - 30.05.1952, Síða 12
12 FÁLKINN ANTHONY MORTON: 17. Leikið á lögregluna Npenuandi framhalds§ag:a um grlæpi og ástír Mannering ræskti sig, það var um að gera að röddin væri þannig að hún hæfði hlutverk- inu er hann lék. — Hvern fjandann kemur yður það við? sagði hann. Eitt augnablik mættust augu þeirra, en ekki var svo að sjá sem Þanki hefði þekkt þau aftur. — Þér megið ekki taka mér það svona illa upp, stýrimaður, sagði hann. — Það er best að þér skiptið yður ekki af þessu. Hann sneri sér að Grayson, sem hallaði sér aftur í stólnum og brosti. — Mér þykir leitt að ég verð að ónáða yður, herra Gray- son, sagði hann í nöprum tón. — En ég verð að leyfa mér að líta kringum mig hérna. — Líta kringum yður? sagði Grayson og rak upp stór augu. — Eg skil yður víst ekki fyllilega .... — Ekki það? Hugsið þér yður ofurlítið um, herra Grayson, og þá skiljið þér sjálfsagt hvað ég meina. Þeir eru sumir að ympra á því að þér rekið verslun með þjófstolna muni, skilj- ið þér. En þér hafið kannske ekki heyrt neitt um það. Grayson barði í borðið. — Ekki neitt þvaður hér, Tring, sagði hann. — Ef þér eigið eitthvert erindi við mig þá er yður best að ljúka því. Þér sjáið víst að ég á annríkt. — Jæja, ég ætla að gera húsrannsókn hérna, ef þér skiljið það betur. — Ekki nema þér hafið heimild til þess, sagði Grayson hvasst. Þanki sat og dinglaði öðrum fætinum. — Þér haldið víst ekki að ég sé svo vitlaus að ég komi hingað án þess að hafa húsrann- sóknarúrskurð upp á vasann? sagði hann. — Reynið þér nú ekki neinn mótþróa, Grayson, — ég ræð yður til þess. — Nei, ég hefi vitanlega ekkert við þetta að athuga, ef það er svo að þér hafið húsrann- sóknarúrskurð. Þanki dró upp skjal og lagði það á borðið fyrir framan hann. Grayson las það og bað- aði út höndunum. — Gott og vel, byrjið þér þá! En ég segi yður það fyrirfram að þér skuluð fá að finna þetta síðar. Þanki klappaði saman lófunum og menn- irnir tveir, sem Mannering hafði séð við hlið- ið, komu inn. Þeir byrjuðu undireins rann- sóknina og fóru vandlega að öllu. Þeir um- sneru gömlum, rykföllnum skápum, rótuðu í kössum og skúffum og rannsökuðu gólfið þangað til þeir fundu tvö laus borð, sem þeir tóku upp. En árangurinn varð núll. Þanki átti bágt með að dylja í sér gremj- una. Hann hafði búist við einhverju öðru en þessu. — Hvað geymið þér í peningaskápnum yð- ar, Grayson, sagði hann. Látið þér mig fá lyk- ilinn. — Hann er ólæstur. Eg var nýbúinn að oþna hann þegar þér komuð. — Eg hefði gaman af að vita hvers vegna þér gerðuð það, sagði lögreglumaðurinn. Hann hoppaði niður af skrifborðinu og fór að skápnum. Hurðin var ólæst, og inni í skápn- um lágu þrjú stór seðlabúnt, samtals tólf hundruð pund. Þanki tók seðlabúntin og handlék þau og flutti sig aftur að skrifborðinu. Svo settist hann upp á borðið aftur. Það lá við að hjartað í Mannering stæði kyrrt. Þanki sat aðeins um þumlung frá hnappnum á borðplötunni, sem opnaði skáp- inn er perlurnar voru í. Ef hann þokaði sér ofurlítið til, gæti hann þrýst á hnappinn, og þá var úti um bæði Mannering og Grayson. Svitinn spratt fram á enninu á honum. Aldrei á ævinni hafði hann verið eins hræddur og hann var núna. — Þetta er laglegur skildingur — að hafa liggjandi heima hjá sér, sagði Þanki. Grayson deplaði ekki einu sinni augunum, þó að vitanlega væri hann skíthræddur um að lögreglumaðurinn þrýsti á hnappinn, og leyniskápurinn opnaðist. Hann brosti er hann svaraði: — Eg gæti gefið út tékk handa yð- ur yfir tífaldri þessari upphæð, og samt haft hlaupareikninginn minn í lagi. Þetta eru pen- ingar, sem ég þarf að nota í kaupgreiðslur, Tring. — Þér hafið þá miklar launagreiðslur, sé ég muni vera? . — Það kemur að minnsta kosti ekki lög- reglunni við. Þessir peningar eru fyrir kaupi, hefi ég sagt. Eg sótti þá i bankann fyrir stund- arfjórðungi. Þér getið athugað það í bank- anum, ef yður langar til. Tring hristi höfuðið. — Eg þarf þess ekki, sagði hann. — Eg sá yður bæði fara inn í bankann og koma út. En hvers vegna viljið þér ekki heldur spara yður óþægindi og segja mér til hvers þér ætlið að nota þessa peninga? — Eg hefi sagt yður það tvisvar sinnum, og nú heyrið þér það í þriðja sinn! Eg borga fólkinu mínu kaup mánaðarlega. — Verkamennirnir á skipasmíðastöðinni eru ekki ráðnir upp á mánaðarkaup, sagði Tring. — Eg hefi enga skipasmiði um borð í skip- unum mínum, svaraði Grayson stutt. — Jæja, hafið þér ekki skip inni núna? — Jú, þrjú. En það getið þér gengið úr skugga um sjálfur. Þanki yppti öxlum, fór að skápnum og lagði peningana inn í hann aftur. Svo hlamm- aði hann sér aftur upp á skrifborðið, og í þetta sinn var svo að sjá sem hann settist ofan á hnappinn. En svo hoppaði hann niður af borðinu aftur og það varð til þess að Mannering fékk nýtt angistarkast. — Það var nú það, sagði hann. — Og nú verð ég að leita á yður sjálfum, herra Gray- son . . . og gestinum, sem er hjá yður. Eg hefi óljósan grun um að hann sé hjálparmað- ur yðar. Mannering sá að það mundi koma ein- kennilega fyrir sjónir ef hann mótmælti þessu. Hann tók á öllum sínum sálarkröft- um, vann sigur á óttanum og stóð upp af stólnum. — Eg sætti mig ekki við að lögreglusnáp- ar móðgi mig, sagði hann. — Þér hafið enga skriflega heimild til að leita á mér, og ég læt ekki leita á mér. Þanki horfði hvasst á hann. — Eg hefi skipun um að rannsaka þessa skrifstofu og þér eruð hér á skrifstofunni eins og stendur. Að vísu eruð þér kraftalega vax- inn, en samt skuluð þér ekki hætta yður út í neina vitleysu. Því að þá neyðist ég til að sjá yður fyrir húsaskjóli í nótt. Mannering pírði augunum tii þess að lög- regluþjónninn skyldi síður þekkja þau. — Nú? sagði Þanki í ógnandi tón. — Látið þér þá bara rannsaka yður eins mikið og þá langar til, sagði Grayson óða- mála. Mannering urraði og yppti öxlum. Svo lét hann leita á sér, í fyrsta skiptið á ævinni. Hann átti bágt með að standa kyrr meðan lögregluþjónninn var að róta í vösum hans. En honum þótti vænt um að hafa hlýtt ráð- inu, sem Flick Leversen hafði gefið honum: Vertu aldrei með dót Hansens í vösunum þegar þú þykist vera Olsen. Hann hafði ekk- ert á sér, sem stóð í nokkru sambandi við Mannering. Það eina sem nokkru máli skipti fyrir Þánka var gúmmípokinn, sem hann hafði geymt perlurnar í. Fyrir klukkutíma mundi Þanki hafa fundið það sem hann þráði mest eins og sakir stóðu, og þá hefði ferli Barónsins verið lokið með skelfingu. Þanki tók pokann og hélt honum milli tveggja fingra. — Hvað er þetta? spurði hann og horfði á gular tennurnar í Mannering. — Geymið þér tannburstanum yðar í þessu? Mannering glotti. En hvað þér eruð fynd- inn! Þanki fleygði pokanum á borðið, þar sem ýmislegt fleira smávegis lá, sem hann hafði fundið í vösum Mannerings. — Þér megið halda þessu, sagði hann svo. — Og svo kem- ur að yður, Grayson! Nú fór sama athöfnin fram á Grayson og árangurinn var jafn magur. Og nú var Þanki orðinn reiður. — Eruð þér viss um að þetta sé búið? spurði Grayson. Þanki svaraði ekki. — Ef svo er þá ætla ég að gefa yður ráð, Tring. Að þér verðið dálítið gætnari í fram- komu í framtíðinni, hélt Grayson áfram. — Ef þér kynnuð að koma hér inn á skrifstofuna oftar og gleyma að taka af yður hattinn, ef þér hafið í frammi hótanir og sýnið mér og gestum mínum ósvífni og hagið yður við okkur eins og við værum glæpamenn, þá skal ég sjá um að dagar yðar í lögreglunni séu taldir. Það geta verið takmörk fyrir hvað lögreglumenn mega leyfa sér, og þér farið út fyrir þau takmörk. Þér skuluð ekki gera það aftur. Þanki varð sótrauður í framan. — Gott og vel, sagði hann og benti félögum sínum tveimur. — Eg skal minnast þessarar ræðu yðar. Grayson fylgdi lögreglumönnunum þrem til dyra, og Mannering brosti, sigri hrósandi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.