Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1952, Side 4

Fálkinn - 06.06.1952, Side 4
VICTORIA ( IIOSS - lignasia hciðursmcrki í hcrnaði EINN góðan veðurdag í maí 1855 liafði hópur hermanna sýningu fyrir Victoriu drottningu í London. Þetta var svo sem engin nýjung, en þó var þessi hersýning dálitið sérstæð. Það voru sem sé hraustustu mennirnir úr orrustunum við Alma, Inkermann og Balaklava, sem tóku við heiðurs- merkjum frá drottningunni við þetta tækifæri. Margir af mönnunum voru örkumla, og drottningin komst við, er hún sá þá. Hún kvað sér þykja leitt, að hún hefði ekki sérstaka lieið ursviðurkenningu handa þessum mönnum — þeir fengi ekki annað en hinir, sem höfðu verið i stríðinu. En eftir hersýninguna fór hún að hugsa um að stofna sérstaka orðu fyrir frá- bærustu stríðsafrek. Drottningin átti sjálf hugmyndina, að þessu heiðursmerki, sem síðan er kallað „Victoria Cross“, og sömu- leiðis samdi hún reglugerðina um notkun þess. En teikninguna gerði maðurinn hennar, prins Albert. Merkið var Maltakross úr bronsi, með sveig, sem á voru letruð orðin: „For Valour" — fyrir hreysti. Stofnskjal heiðursmerkisins er undirritað af drottningunni i Buck- ingham Palace 29. janúar 1856. Þar stendur m. a., að krossinn skuli veitt- ur óbreyttum hermönnum ekki síður en liðsforingjum, bæði í sjóher og landher, og að fylgja skuli honum 10 sterlingspunda eftirlaun á ári. Þetta heiðursmerki var afhent i fyrsta sinn í Hyde Park í London að morgni 26. júní 1857. Þar var drottn- ingin sjálf viðstödd ríðandi, ásamt manni sínum og syni, síðar konung- inum Edward VII. Hermálaráðherr- ann las upp nöfn þeirra 62 manna, sem fengu þetta heiðursmerki fyrstir og síðan afhenti drottningin þeim krossana sjálf. Athöfnin tók aðeins klukkutíma og að henni lokinni var hersýning. Sá, sem fyrstur fékk Viktoríukross- inn var Charles David Lucas, síðar aðmíráll. Hann fékk krossinn fyrir af- rek sem liann hafði unnið i Eystra- salti i Krímstriðinu. í árás á Bomar- sund hafði rússnesk sprengja lent á þilfarinu á herskipinu „Hecla“, en þar var Lucas stýrimaður. Hann vissi vel að sprengjan gat sprungið þá og þegar, en hljóp samt til, þreif sprengj- una og kastaði henni fyrir borð. Snar- ræði Lucas bjargaði lífi margra manna og hækkaði hann þegar i tigninni. Og svo kom Viktoríukrossinn. Fyrsti flugmaðurinn sem fékk Victoríukrossinn var Rhodes-Moor- house undirlautinant. 1 flugi til Courtray, þar sem hann varpaði sprengjum á járnbrautarteina, særð- ist hann hættulega. Þrátt fyrir kval- irnar tókst honum að komast aftur til stöðva sinna og gefa skýrslu um afleiðingar sprengingarinnar. Þótti það þrekvirki, að honum skyldi tak- ast að koma flugvél sinni heim. En hann dó áður en hann fékk krossinn, og svo er um marga fleiri. Þangað til 1902 hafði ekki verið leyft að heiðra látna menn með Victoríukrossinum. En daward VII fannst jietta ákvæði svo óréttlátt, að hann breytti reglugerðinni. Fyrir 1911 hafði heldur ekki verið leyft að heiðra Indverja með Victoriukross- inum, en í fyrri heimsstyrjöldinni var búið að breyta þessu, svo að marg- 11 Indverjar fengu krossinn þá. Ef maður, sem fengið hefir Victoríu- krossinn, vinnur afrek á ný, sem þykja þess verð að hann fengi krossinn, fær hann svokallað „bar“ eða spennu á orðubandið, sem fylgir krossinum. Sá fyrsti, sem fékk þetta merki, var Arthur Martin-Leake kapteinn. Hann var hjúkrunarliði i Búastríðinu og þótti þá sýna svo mikla dirfsku i að hjálpa særðum i sjálfri víglínunni, að hann hélt áfram að vinna þangað til hann hafði orðið fyrir kúlum þrisvar sinnum. En hann greri sára sinna, og í fyrri heimsstyrjöldinni var hann líka á vigstöðvunum og sýndi svo mikla dirfsku, að hann fékk spennuna til áréttingar á krossinum úr Búa- stríðinu. Sá, sem næstur fékk spennuna, var Noel Chavasse kapteinn, sem féltk krossinn 1916 og svo aftur 1917. Hann féklc heiðursmerkin líka fyrir hjúkr- unarstörf, eins og Martin Leake. En sá fyrsti, sem fékk krossinn tvívegis fyrir bardagaafrek var C. H. Upham kapteinn frá New Zealand. Fyrri krossinn fékk hann fyrir hreysti í bardaga á Krit i maí 1941 og aftur fyrir þátttöku i orrustu í Norður- Afriku árið eftir. Veita má útlendingum Victoríu- krossinn, og má geta þess, að danskir menn hafa fengið iiann tvisvar. T. Dinesen lautinant árið 1918 og A. Las- sen majór árið 1945. Lassen var sá síðasti sem heiðraður var með kross- inum eftir síðari heimsstyrjöld, en hann var þá látinn. í fyrstu var það tilætlunin, að Vict- oríukrossinn væri aðeins veittur fyrir lireysti í orrustu. En einu sinni hefir hann þó verið veittur fyrir hreysti utan vígvallar. í óeirðunum í Kanada 1866 kviknaði í vagni með sprengi- efnum, sem stóð á járnbrautarstöð- inni i Danville. Allt komst i uppnáin og enginn vissi hvernig slökkva skyldi eldinn áður en hann kæmist í sprengi- efnin. Þá var það að óbreyttur liðs- maður, O’Hea, skarst í leikinn. Hann klifraði upp á vagninn og gat ausið vatni yfir eldinn þangað til liann drapst. Yfirvöldin sáu, að snarræði mannsins hafði afstýrt hræðilegu slysi og fengu því framgengt, að hann var sæmdur Victoríukrossinum. — í dag mundi svona afrek vera viðurkennt með „Georgs-krossinum“ en sú orða var ekki stofnuð fyrr en 1940. Að Victoríukrossinn er fágætur má marka af því, að í Búastríðinu var hann aðeins veittur 78 sinnum, í fyrri heimsstyrjöldinni 579 sinnum og i þeirri siðari 161 sinni. Þessi einfaldi bronsekross þykir veglegra heiðurs- merki en sjálf sokkabandsorðan i öllum enskumælandi löndum og enda víðar. Sá, sem getur liaft bókstafina „V. C.“ eftir nafninu sínu á nafn- spjaldinu er eins konar „sesam“, sem opnar allar dyr. Margir Englendingar, sem hafa kom- ist til æðstu metorða í hernum, liafa áður fengið Victoríukrossinn. Nægir að nefna Roberts marskálk, sem fékk krossinn á unga aldri, og hershöfð- ingjana úr siðari heimsstyrjöldinni — Gort, Freyberg og Carton de Viart. Sá siðastnefndi stjórnaði enska hern- um, sem sendur var til Noregs i byrj- un styrjaldarinnar. Meðal þeirra, sem fengu krossinn í fyrri heimsstyrjöldinni, má nefna Daniel Laidlaw, sekkjapípuleikarann. í árásinni á Loos gekk hann á undan félögum sínum og blés í pípu sína til að örva hina. Og það tókst svo vel að hann fékk Victoríukrossinn fyrir. Fyrsti Victoríukrossinn, í síðari styrjöldinni var veittur fyrir fræki- lega sjómannsdáð i orrustunni við Narvik. Hinn 10. apríl 1940 fór ensk flotadeild, fimm skip, inn í Lófótfjörð til þess að ráðast á þýsk skip, sem þar lágu. Flotadeildin var undir stjórn Warburton-Lee flotakapteins og tókst henni að sökkva sex þýskum flutn- ingaskipum. En Warburton-Lee, sem fékk Victoríukrossinn fyrir hina fræki legu atlögu, særðist til ólifis í árás- inni. — Síðar var annar Victoríukross veittur fyrir frækni í orrustu við Noreg. Árið 1943 fengu liðsforingjarn- ir Piace og Cameron krossinn fyrir atlöguna að „Tirpitz" skammt frá Tromsö. Fyrstu flugmennirnir, sem heiðrað- ir voru með Victoríukrossinum í 2. heimsstyrjöldinni voru D. E. Garland lautinant og sersjantinn T. Gray. Þeim hafði verið falið að eyðileggja brúna yfir Albertskurðinn i Belgiu en þar höfðu Þjóðverjar öflugt landvarnalið. Garland og Gray tóku þetta að sér og stjórnuðu sveit 5 flugvéla til Belgíu og gátu eyðilagt brúna. Afrekið sem ávann G. P. Gibson Victoríukrossinn vakti þó enn meiri athygli en hið áðurnefnda. í árásinni á Möhne- og Ederstiflurnar í Þýska- landi stjórnaði Gibson sveit Lancaster- flugvéla, sem flaug lágt yfir markið gegnum skothríð frá loftvarnafallbyss- unum. Þegar Gibson hafði varpað sprengjunum úr sinni eigin vél flaug hann kringum markið til þess að reyna að sjá afleiðingar af þessum sprengj- um, sem hann varpaði á Möhnestifl- una. Síðan stjórnaði liann flugsveit- inni til Ederstíflunnar og lét sprengj- um rigna þar. Hann skeytti ekkert um hættuna, sem hann lagði sig í og hafði sig mest i frammi sjálfur til þess að draga að sér athygli loftvarna- byssanna frá hinum flugvélunum. Það hefir komið fram í sögu Victoríu krossins — að minnsta kosti einu sinni — að það var ekki sá, sem mesta hreysti sýndi, sem hreppti hnossið. Það er ekki laust við, að atvikið, sem sagt verður frá hér hafi kátbroslegar hliðar. Það er kunnur hermaður og Á Empire Stadion í Wembley, London, hafa tveir veggsláldir, til minningar um Ólympíuleikana 19J/8 verið afhjúpaöir af Burghley lávarði. Myndin er tekin meðan athöfnin stóð yfir. —

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.