Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1952, Side 8

Fálkinn - 06.06.1952, Side 8
8 FÁLKINN NÓTTIN hafði lagst yfir litla bæinn, og borgararnir voru fyrir löngu komnir í bólið sitt. Aðeins næturvörðurinn einn var á ferli og rólaði syfjaður fram og aftur um mannlausar göturnar. Þetta var haustnótt. Stormur- inn, sem ekki gat náð sér á strik inni í þröngum götunum, vældi og veinaði úti á steppunni. Dimmt var í öllum húsum, nema sums staðar sást dauf skíma frá nátt- lampa. Og dimmt var á götunum líka. Vindurinn hafði slökkt á flestum ljóskerunum. En í einum glugga var bjart. Það var í stóra húsinu í útjaðri bæjarins, húsinu hans Krasnovs kaupmanns. Næt- Okrarinn Krasnov urvörðurinn nam staðar fyrir ut- an húsið og horfði upp í glugg- ann. — Okrarinn! Nú mun hann sitja við að telja peningana sína . . . Hann steytti krepptan hnef- ann í áttina til gluggans, en varð svo lafhræddur við sína eigin dirfsku. Hugsum okkur að Kras- nov sæi hann? Þá mundi okrar- inn gera honum helvítið heitt, því að hann skuldaði honum hundrað rúblur ennþá. Svo að segja allir í bænum skulduðu Krasnov peninga. Sá eini sem ekki gerði það var Ivan vitlausi, en honum vildi enginn lána peninga. Næturvörðurinn stóð enn um stund og starði upp í bjarta gluggann. Þarna í út- jaðri bæjarins lék stormurinn lausari hala en inni í bænum og stóra húsið hristist í verstu hvið- unum. — Eg vildi óska að húsið hryndi yfir hann, tautaði nætur- vörðurinn og þrammaði áfram. Næturvörðurinn átti kollgát- una. Krasnov kaupmaður sat í skrifstofu sinni og var að telja saman eignir sínar. Peningakist- illinn stóð opinn. Þykkir bunkar af seðlum og staflar af gullpen- ingum stóðu á borðinu fyrir framan hann. Krasnov rýndi í stóra bók, sem lá fyrir framan hann .... Samsonoff læknir — 500 rúblur. Hann er öruggur, tautaði gamli maðurinn og renndi mögrum fingrunum eftir dálkun- um í bókinni. Egoroff verslunar- maður .... 1800 rúblur. Hann er góður líka. — Krasnov brosti líka af ánægju er hann leit yfir næstu blaðsíðuna. Palatoff óð- alsbóndi .... 15.000 rúblur í ár, og 50 þúsund frá fyrra ári . . . . Já, já, haltu bara áfram að svalla og spila fjárhættuspil, Palatoff minn góður .... He-he-he. Eft- ir tvö til þrjú ár á ég óðalið þitt! Svona hafði hann setið lengi og talið og lagt saman. Nú var hann orðinn þreyttur og syfjað- ur. Hann rétti úr sér einu sinni enn og hlustaði. — ÍJ-í, ú-í! vældi stormurinn fyrir utan. Og svo var farið að rigna líka, það var eins og þúsund andar væru að pikka í þakið og gluggana. — Eg fer að verða gamall, andvarpaði Krasnov. — Fyrrum gat ég setið yfir reikningunum alla nóttina, en nú er ég orðinn uppgefinn um miðnætti. Hann andvarpaði aftur. — Bráðum er ég sextugur . . . og ennþá ekki hálfnaður í milj- ónina! Og allt í einu birtist hon- um öll ævin hans eins og í hring- sjá. Hvenær var það sem hann strengdi þess heit að græða mill- jónina? Æ-já! .... Það var þegar hann var sendill hjá Osipov kaup- manni, sem rak litlu verslunina í Kamskajagötu í Moskva. Hann mun hafa verið eitthvað um fimmtán ára þá. Þá var ekki gam- an að lifa. Spark og löðrungar frá morgni til kvölds og hann varð að vera á hlaupum allan daginn, eins og fjandinn sjálfur væri á hælunum á honum. Einu sinni hafði hann verið sendur í bankann til að víxla hundrað rúblu seðli. Og í bank- anum sá hann gamlan, digran mann með tösku í hendinni. Allir hneigðu sig fyrir þessum manni. Og Krasnov sá að hann tók stór og þykk búnt með peningaseðl- um upp úr töskunni og fékk gjald- keranum þau. Hann, sem var ekki nema stráklingur, taldi víst að þetta væri að minnsta kosti mil- jón. Og að sjá hvernig allir t beygðu sig og hneigðu fyrir gamla manninum! Það lá við að gjaldkerinn stæði á höfði. — Hver er þetta? hafði hann spurt einn bankaþjóninn. — Þekkirðu ekki hann? Þetta er hann Zadatov — miljónamær- ingurinn. Þá var það sem hann strengdi þess heit að verða miljónamær- ingur. Upp frá þeim degi fór hann að leggja upp peninga af sultarkaupinu sínu. Hann spar- aði í fimm ár, og þá átti hann réttar tvö hundruð rúblur. Þá skildi hann hve fráleitt það væri að reyna að verða miljónamær- ingur. En svo var það eina nótt — einmitt svona haustnótt eins og núna — er vindurinn vældi og rigningin buldi á þakinu og glugg- unum, að forsjónin lagði honum lið. Þeir voru tveir einir heima í húsinu, Osipov kaupmaður og hann. Hinir búðarmennirnir tveir voru úti, og ekki væntanlegir fyrr en næsta morgun. Hann hafði lagst fyrir í fletinu sínu í komp- unni. Þá heyrði hann Osipov reka upp vein. Tvisvar sinnum. Og svo varð hljótt. Hann hafði hlaupið upp úr fletinu og stóð nú og hlust- aði, með ákafan hjartslátt. Svo læddist hann fram ganginn og gægðist inn í skrifstofu Osipovs. Kaupmaðurinn lá á gólfinu, og undir eins og Krasnov sá hann, skildi hann að maðurinn var steindauður. Fyrst datt honum í hug að hlaupa út á götu og kalla á hjálp. En þá kom hann auga á opinn peningaskápinn og stóð nú eins og hann væri orðinn að stein- gervingi. Hann laumaðist inn í stofuna — þorði ekki að líta á dauða manninn. En þegar hann var kominn að peningaskápnum og leit við, starði dauði maður- inn á hann köldum, stirðnuðum augum. Hann rak upp hljóð og hljóp út. En hann kom aftur . . . Það voru eftir fimmtán þúsund rúblur í skápnum. Þær voru þar ekki um morguninn. Og Krasnov sendill hvarf um leið og rúblurnar. Það voru fjörutíu ár síðan. Og fyrir þremur árum settist hann að í þessum litla bæ á steppunni. Nú var hann hálfvegis milljóna- mæringur, enginn gat þekkt hann aftur og sagt að hann væri sendistrákurinn Krasnov, sem stal af húsbónda sínum dauð- um .... Krasnov vaknaði eins og af draumi og leit kringum sig. Enn- þá veinaði vindurinn og ennþá buldi rigningin á glugganum. Nei . . . . það var annars best að fara að hátta. Ksenia var sjálf- sagt sofnuð fyrir löngu. Ksenia, já. Hún varð fallegri með hverj- um degi, og grannari og fölari líka. Hún var heilum þrjátíu og fimm árum yngri en hann. En hún hafði líka kostað hann tíu þúsund rúblur, sem hann varð að gefa föður hennar eftir. Hún hafði verið köld eins og ís við hann. En hún skyldi svei mér fá það borgað. Hélt hún kannske að hún ætti að erfa pen- ingana hans. He-he-he . . . nei- ó-nei! Það hefði verið gaman að geta séð á henrti upplitið þegar erfðaskráin yrði opnuð. Eitt þúsund skyldi hún fá, — ekki ein- um kópeka meira . . . . Og svo ætlaði hann að gera henni það til bölvunar að lifa þangað til hann yrði níræður. Nei, þetta dugði ekki, nú varð hann að koma sér í bólið. En hægindastóllinn var svo þægileg- ur og það var svo hlýtt í stofunni og rigningin var svo svæfandi.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.