Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1952, Blaðsíða 9

Fálkinn - 06.06.1952, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Sitt af hverju um rósir Það hrikti í lestinni þegar hún nam staðar. Hún stóð ekki við nema þrjár mínútur þarna á þessari litlu stöð, og aðeins einn farþegi fór út. Hann hafði eng- an farangur. Hann gekk til stöðvarstjórans á hlaðinu og spurði: — Hvar er leiðin inn í bæinn? — Beint áfram í þessa átt, svar- aði stöðvarstjórinn ólundarlega. — Er langt þangað? — Nei, tuttugu mínútna gang- ur. Þér sjáið Ijósin þarna. Lestin ók áfram, og maðurinn lagði af stað inn í bæinn. Hár maður og þrekinn, á fertugsaldri. Andlitið var frítt, en með þessum fölgráa lit, sem oft kemur á þá, sem sitja lengi í fangelsi. I dag var sjöundi dagurinn síð- an hann slapp úr fangelsinu. Þar sem hann hafði setið í fjögur ár. Bráðum fengi hann að sjá Kseniu . . . fyrir hennar sök var það, sem hann hafði þjáðst í fjögur ár. Það var til þess að útvega henni þess- ar tíu þúsund rúblur, sem faðir hennar varð að fá, sem hann hafði brotist inn í bankann. Hvílíkt flónskuverk. Þegar hann slapp út aftur frétti hann að Ksenía væri gift. Hann fór undir eins hingað í bæinn á steppunni. Peningarnir sem hann átti nægðu fyrir járn- brautarmiðanum. Hann ætlaði að taka Kseníu af gamla naggnum. Þessum Krasnov. Það var byrjað að rigna, þegar hann lagði af stað frá stöðinni, og áður en hann komst hálfa leið, var vegurinn orðinn einn forar- pollur. Hvergi .var nokkra sál að sjá, þegar hann kom inn í bæinn. Hvar átti Krasnov heima? Átti hann að berja á dyr í einhverju húsinu og biðja um að sér yrði vísað til vegar? Hann var kom- inn upp á þrepin að einu húsinu, þegar hann heyrði í bumbu næt- urvarðarins. Og bráðum sá hann honum bregða fyrir, en hann sveigði inn í hliðargötu. — Hæ! Hinkraðu við! kallaði gesturinn og hljóp til næturvarð- arins. — Mig langaði til þess að spýrja þig hvar hann Krasnov kaupmaður á heima. — Þér gangið þessa götu á enda. Síðasta húsið á hægri hönd er hús Krasnovs. Það er tvílyft. Á hann von á yður? — Nei, það held ég varla, svar- aði maðurinn. — Þá verður ekki hlaupið að því að komast inn. Það eru ekki aðrir í húsinu en Krasnov og kon- an hans. Vinnukonan strauk úr vistinni og þau hafa ekki getað fengið aðra. Allir vita hve mikill svíðingur Krasnov er. Nætur- vörðurinn þagnaði og spurði síð- an hikandi: — Þér munuð ekki vera vinur hans? — Nei, svaraði maðurinn stutt og fór. Ökunni maðurinn stóð um stund og horfði á eina gluggann með ljósi í öllu húsinu. Svo gekk hann upp þrepin og drap á dyr. KSENIA vaknaði. Það var nærri því koldimmt í svefnherberginu, aðeins ofurlítil glæta frá olíutýr- unni við helgimyndina. Krasnov var ekki i rúminu. Iiann sat enn við að telja peningana. Hvers vegna hafði hún vaknað? Var einhver ao berja? Jú, nú var barið aftur .... Að hún María skuli ekki fara til dyra! En svo mundi hún að María var farin úr vistinni. Enn var barið. Kannske Kras- nóv hafi sofnað. Hún smeygði sér í morgunkjólinn og flýtti sér niður í ganginn. — Hver er þar? — Það er ég, Ksenia. — Se- men! Hún flýtti sér að opna dyrnar og fleygði sér í faðminn á hon- um. — Hvar er maðurinn minn? — Uppi í skrifstofunni sinni. Kannske er hann sofandi. Ó Se- men, elsku vinur minn, taktu mig frá honum ....... — Já, við strjúkum. Undir eins í nótt. En ég hefi enga peninga, og við verðum að komast til út- landa. Annars tekur lögregian þig og rekur þig til mannsins þíns aftur. — Eg hefi heldur ekki peninga. Hann tímir ekki að sjá af nokkr- um eyri handa mér. , — Hvar er hann? Það var eitt- hvað í rödd Semens, sem olli því að Ksenia hrökk við. — Eg skal fylgja þér til hans. KRASNOV vaknaði. Enn var sami stormurinn, enn buldi rign- ingin. Það minnti hann á nóttina í Moskva — nóttina sem forsjón- in hjálpaði honum. En hvað var nú þetta? Brakaði ekki í stigan- um — var einhver að koma? — Hver er þar? kallaði hann. — Það er bara ég . .. . Ætlarðu ekki að fara að hátta? heyrði hann að Ksenia sagði. Dyrnar opnuðust, en það var ekki Ksenia sem kom inn. Ókunnur maður stóð í dyrunum. Krasnov spratt upp og hljóðaði. — Hver ert þú? hrópaði hann. Hann sá eitthvað skína úr aug- um mannsins og fór að hrópa á hjálp. En stormurinn veinaði og og bærinn svaf og enginn heyrði bænaróp okrarans. Semen var gamall væskill. Næturvörðurinn gekk framhjá. Enn lagði birtuna úr gluggan- um í Krasnovshúsinu í þrjár næt- ur. Svo liðu tvær nætur og eng- in birta var úr glugganum. Þeg- ar næturvörðurinn barði að dyr- í þýskri bók um rósir, sem gefin var út 1880, eru taldar upp sex þús- und tegundir rósa og einkennum þeirra lýst. „Sarons rós“ var alls ekki rós. betta var tegund af narsissu, sem er mjög aígeng í SV-Asíu. BibJían minn- ist á fleiri „rósir“, sem alls ekki voru rósir, heldur rhododendron og ole- ander. Manni í London tókst aö fá tvö þúsund rósir á einu og sama trénu. Það var 8% metra hátt og uiiimál greinanna G metrar. Um allan heim að heita má vaxa viilirósir, til dæmis á íslandi og norð- ur í Lapplandi. En undantekning er Suður-Amerika og Ástralía — þar eru engar rósir til. Rauð rós er látin tákna ást, feg- urð og gleði, og sagan segir að hún sé tileinkuð gyðjunni Venus. Þjóðsaga segir að fyrsta rósin hafi orðið til er kona var brennd á báli í Betlehem, þegar verið var að of- sækja kristið fólk á tímum frum- kristninnar. Meðan hún stóð á bálinu baðst hún fyrir og sá þá logana verða að rósum. Þetta voru fyrstu rósirnar sem nokkur maður leit, og þess vegna eru rósirnar kallaðar blóm pislar- vottanna. Áhangendur Múliameðs segja, að það hafi verið hann, sem bjó til fyrstu rósina. Mulin rósablöð, blönduð með sykri og steikt i ofni, voru fyrrum notuð sem krydd í ýmsar kökur. Enskur maður, Edward Rose, var svo hrifinn af rósum, að áður en liann dó afhenti hann bæjarstjórninni stóra fjárupphæð incð því skilyrði áð hún sæi um að jafnan yrði rósatré á gröf- inni lians. Þrátt fyrir ilminn er ekkert hun- ang i rósum. En skordýrin sækja að blóminu vegna litarins. í enskum hetjusögum gætir rósanna mjög. Á riddaraöldinni fengu hetjur rósakrans að launum fyrir unnin af- rek. Það er sagt að rósin hafi orðið þjóðarblóm Englendinga eftir að her- toginn af Lancasler setti rósamynd i skjaldarmerki sitt, eflir að hann liafði verið í Frakklandi. Fyrsti maðurinn, sem sögur fara af að liafi búið til fegrunarsmyrsl handa kvenfólki pressaði safa úr rósablöðum og blandaði hann i hvítt vax. Uppskrift hans er not'uð enn og er þó orðin 2000 ára gömul. Ameríkanski jurtakynbótafræðing- um sjötta morguninn og enginn svaraði, var hurðin brotin upp. Semen og Ksenia höfðu ekki tekið meiri peninga en þau þurftu til ferðarinnar. Afganginum af hálfu milljón- inni hans Krasnovs var skipt milli fátækra í bænum. Svo að okrar- inn varð þó einhverjum til bless- unar þegar lauk. urinn Luther Burbank einsetti sér að búa til nýjar tegundir af rósum og lielgaði þessum tilraunum mikið starf. Eftir tólf ár tókst honum loks að búa til rós, með öllum þeim einkennum sem hann hafði ætlað sér að fá. Rósin er kölluð Burbanksrós. Eyjan Rbodos í Miðjarðarhafi fékk nafn sitt, sem þýðir rós, af liinum fögru rósatrjám, sem vaxa þar. Á eyjunni Krít, skammt frá, er elsta málverkið af rós, sem menn vita um. Það var málað á 16. öld f. Kr. Rósatré geta drepist af of mikilli næringu. Það kemur oftar fyrir að rósin þrífist ekki vegna þess að liún er í of feitri mold én vegna þess að moldin sé of mögur. Vanir sérfræðingar geta greint á milli ótal lita á rósum. Þegar venju- legur maður talar um rauðar rós- ir, getur fagmaðurinn skipt þeim í rauðbrúnar, skarlatsrauðar, ribsrauð- ar, kirsiberjarauðar, lilla, fjólublá- rauðar, zinnoberrauðar, plómurauð- ar, lakkrauðar, karmosinrauðar, ferskjulitar, kóralrauðar, serissrauð- ar, ketrauðar, bronsrauðar, brúngul- ar, aprikósurauðar, ryðrauðar, blá- leitar, koparrauðar, rauðgular, sí- trónugulrauðar, kanarígular, krómgul- ar og rósrauðar. Alhvitar rósir eru ekki til, segja fagmennirnir. „Þarna kemur húseigandinn — farðu út í garð og tíndu húsaleig- una!“ Þessi setning var ekki óalgeng í Englandi í gamla daga, því að þá borguðu margir húsaleiguna sina með rósum. Sir Christopher Hatton, kansl- ari Elizabethar drottningar borgaði rósir i leigu fyrir óðal sem hann bjó á. Star Hotel í Worcester var lika leigt fyrir rósir. Forn-Grikkir settu rósakrans um höfuð sér áður en þeir settust að veisluborðum. Þeir héldu að rósirnar hindruðu að þeir yrðu of drukknir. Annars drukku þeir ýmsa drykki, sem voru gerðir úr rósum, þar á meðal svonefnda ástadrykki. Til eru rósir sem svo slæm lykt er af að enginn þolir við í námunda við þær nema nokkrar mínútur. ÁST OG BJÚGU. Enski sjómaðurinn Robert Parkin er nýfarinn til Iíanada til að giftast stúlku, sem hann hefir aldrei séð. í fyrra fékk hann matarböggul, sem liafði verið sendur á sjómanna- stofu af einhverri velgerðarstofnun í Kanada. Voru Frankfurter-bjúgu í bögglinum og bréf með, frá Lise Pcrcheron i Quebec. Hún bað við- takandann að skrifa sér bréf og senda mynd með. Sjálf liafði hún lagt mynd af sér með bjúgunum. Nú hefir framhald bréfaskriftanna haft þann árangur, að þau ætla að g'iftast. „En aldrei liefði ég trúað að ég ætti eftir að finna konuna mína innan um bjúgu,“ segir Perk- ins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.